Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 DV 5 Fréttir E-töflur á Akureyri DV, AKUREYRI:_____________________ Karlmaður var handtekinn á Ak- ureyri á fostudagskvöld og fundust 5 e-töflur í fórum hans. Maðurinn var grunaður um sölustarfsemi. Daníel Snorrason, rannsóknar- fulltrúi á Akureyri, segir að hlutur e-taflna virðist hafa vaxið talsvert í fíkniefhaheiminum á Akureyri und- anfarið. Þar sé um mjög slæma þró- un að ræða því e-pillurnar séu mjög hættulegt fíkniefni. -gk Húsavík: Nettóskuldir aukast „Þetta er auðvitað erfltt og sífelld barátta. Það er erfitt þótt ekki væri nema bara það að þurfa að auka nettóskuldir bæjarins um 60 millj- ónir króna,“ segir Reinhard Reynis- son, bæjarstjóri á Húsavík, um fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs sem lögð hefur verið fram. Rekstrartekjur bæjarsjóðs verða 547 milljónir króna en rekstrargjöld 498 milljónir. Tekjuafgangur nemur því 49 mifljónum sem er um 9%. Af- borgun lána verður 71 milljón en lántökur 132 milljónir. Til fram- kvæmda á að verja 104 milljónum króna og þar af fara 33 milljónir til gatnagerðar, sem er stærsti einstaki liðurinn, en þar vega þyngst áfram- haldandi framkvæmdir við Höfða- veg. Til atvinnumála fara 24 millj- ónir króna, m.a. til hvalasafnsins og til hlutafjárkaupa. -gk Reykjavík: Ekið á konu Ekið var á konu á gatnamótum Bú- staðavegar og Miklubrautar um sjöleytið á sunnudagsmorguninn. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem hún hlaut meiðsl á höfði við áreksturinn, en var ekki talin vera í lífshættu. Lögreglumenn handtóku ökumanninn vegna gruns um ölvun við aksturs. -SMK Hafnarstjórn: Ánægð meö hafnaráætlun PV, AKRANESI: Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um hafn- aráætlun 2001-2004. Hafnarstjórn Akraness er sátt með þá tillögu sem gerð er varðandi framkvæmdir við höfnina. Stærsta verkefh- ið er endurnýjun á viðlegukanti við aðalhafnargarð og dýpkun þar fyrir framan. Um er að ræða viðamikið verk, sem mun kosta a.m.k. 270 milljónir króna, og er hlutur Akranesháfnar þar af um 160 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæma þetta i þremur verkáföngum á næstu árum. „Þessi framkvæmd er gerð til að tryggja viðunandi að- stöðu fyrir togara og loðnuskip," segir Gísli Gislason, bæjar- og hafn- arstjóri á Akranesi. -DVÓ DV-MYND DVÓ Akraneshöfn Viöunardi að- staöa veröur tryggö á næstu þremur árum. Útgerðarfélag Akureyringa hefur misst 2600 tonna þorskkvóta: Hygla smábátum á kostnað togara - segir forstjóri ÚA „Smábát- arnir hafa fengið 25 prósentu- stig af hlut- deildinni í þorskinum á kostnað fyrirtækja á borð við Guðbrandur ÚA sem Sigurðsson. hefur í rúma hálfa öld byggt afkomu sína á útgerð togara og land- vinnslu. Þessi 25 prósentu- stig, sem smábátarnir hafa fengið í sinn hlut á síðustu 17 árum, svara til þess að þorskkvóti ÚA er um 2600 tonnum minni en ella,“ segir á fréttavef Interseafood.com. sem vitnar í grein sem Guð- brandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, ritaði í fréttabréf fyrirtækisins. Guðbrandur deilir í grein sinni hart á smábátasjó- menn í krókakerflnu og stjórnmálamenn sem látið hafa undan kröfum samtaka smábátaeigenda og orðrétt segir hann: „Ef smábátaút- gerðin er grannt skoðuð er hún lýsandi dæmi um það þegar pólitíkin þorir ekki að taka á málunum og lætur reka á reiðanum.“ Guð- brandur rekur í grein sinni þróun mála á síðustu árum og segir að í stað þess að all- ir smábátar heföu verið sett- ir á þorskaflahámark, eins og stóð til fyrir nokkrum árum, þá hefðu 219 bátar fengið að vera áfram í daga- kerfi. Þorskkvóti þeirra inn- Minni kvóti Togarar ÚA hafa tapaö kvóta til smábátanna og forstjóranum er ekki skemmt. an þorskaflahámarksins hefði verið 1371 tonn en hins vegar hefðu þessir sömu bátar fiskað 6914 tonn af þorski á sl. ári eða fimm sinnum meira en þeim hefði í raun bor- ið. Viðmiðunarafli smá- báta í ýsu hefði verið 2500 tonn á sl. ári en afl- inn hefði farið í rúm 8000 tonn. Á sama hátt hefði steinbítsafli smábátanna farið yflr öll velsæmis- mörk. Að sögn Guðbrands var hlutdeild smábát- anna í þorskaflanum 16% á síðasta ári en hefði við upphaf fisk- veiðistjórnunarkerfisins verið um 2%. Því til við- bótar hefðu smábátamir fengið úthlutað um 11 prósentustigum sem eig- endur þeirra hefðu selt aftur yfir i almenna kerf- ið. Alls hefði hlutdeild smábátanna í þorskinum því aukist um 25%. „Áhrif 2600 tonna af þorski á rekstur félags- ins væru þau að það gæti rekið einn ísfisktogara til viðbótar með 16 manna áhöfn auk þess að hægt væri að bjóða 30 sérhæfðum starfs- mönnum starf til viðbót- ar í fiskvinnslu félags- ins. Laun þessara starfs- manna gætu verið um 150 milljónir króna á ári,“ segir Guðbrandur Sigurðsson. -DVÓ Óvenjulegur „stútur“ fyrir dómara: Sagðist hafa drukkið hjá lögreglu DV, AKUREYRI:_______ Eyfirðingur um fimmtugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til greiðslu sektar og til missis ökuréttinda en hann var handtekinn á Drottningar- braut á Akureyri í ágústmánuði á síðasta ári grunaður um ölvim- arakstur. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið bifreið sinni frá Svalbarðseyri tfl Akureyrar. Hann kvaðst við yfirheyrslu hjá lögreglu ekki hafa fundið til áfeng- isáhrifa við aksturinn en viður- kenndi að hafa neytt áfengis. Fyrir dómi viðurkenndi maður- inn einnig aksturinn en neitaði að hafa verið undir áhrifum áfengis. Hann sagðist hafa byrjað að neyta áfengis í umrætt skipti eftir að hann hafði verið handtekinn og drukkið í lögreglubifreiðinni úr pela sem hann hafði innanklæða á leið á lögreglustöðina og í yfir- heyrsluherbergi á lögreglustöðinni þegar timi gafst til. Lögreglumenn sem unnu að þessu máli báru hins vegar að maðurinn hefði verið mjög ölvaður þegar hann var stöðvaður á bifreið sinni og verið svo óstöður á fótun- um að styðja hefði þurft hann. í yfirheyrslum kom fram að áfengismagn í blóði mannsins við mælingu á lögreglustöð 28 mínút- um eftir að hann var stöðvaður var 2,68 og var leitt að því rökum að ekki væri hægt á þeim tíma að inn- byrða slíkt magn áfengis að mæl- ing sýndi slíkt. Þá fannst dómnum frásögn mannsins fremur ótrúverðug og dæmdi hann til 60 þúsund króna sektargreiðslu, ökuleyfissviptingar í eitt ár og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. -gk Nýgerður kjarasamningur grunnskólakennara: Dauðadómur yfir starfi tónmenntakennara - segir formaður Félags tónmenntakennara í nýgerðum kjarasamningi grunnskólakennara við sveitarfé- lögin er kennsluafsláttur tón- menntakennara fefldur niður og þurfa þeir því að kenna 28 tíma á viku í stað 25 tíma áður. „Þetta er í rauninni dauðdómur yfir okkar starfsgrein og ef okkar félagsmenn ákveða að fara frekar í umsjónar- kennslu, sem við erum öll með réttindi til, þá eram við með 200 þúsund krónum meira í laun á ári en sem tónmenntakennarar," segir Sigriður Ása Sigurðardóttir, for- maður Félags tónmenntakennara. Tónmenntakennarar hafa meðal annars fengið kennsluafslátt þar sem þeir kenna heilum bekkjum og eru einu kennaramir sem kenna öllum nemendum skólanna. Að sögn Sigríðar Ásu leiöa þess- ar breytingar til þess að bilið á mifli kennara innan sama skóla er að breikka. Það eigi ekki bara við um tónmenntakennara heldur líka list- og verkgreinakennara al- mennt og verið sé að ýta þessum greinum til hliðar. Sigríður Ása segir aö þau rök sem launanefnd sveitarfélaganna gaf fyrir breyting- unum hafi verið að nefndin vildi að allir kennarar sætu við sama borð hvað varðar tímafjölda og að ekki hefði heyrst í fagfélögunum um málið. Að sögn Sigríðar Ásu er það ekki rétt og til að mynda hafi íþróttakennarar látið í sér heyra. Hún segir að Félag tónmennta- kennara hafi verið eina félagið sem skilaði ítarlegri greinargerð um það sem félagið vildi fá fram í samningnum en samt sem áður er það eina félagið sem fer halloka út úr honum. „Félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa niðurstöðu því hún er ávísun á flótta úr greininni og ljóst er að margir tónmennta- kennarar munu fara í umsjónar- kennslu, „ segir Sigríður Ása. Félagið er líka óánægt með að tónmenntakennarar sem nú þegar eru við kennslu missa ekki kennsluafsláttinn en þeir tón- menntakennarar sem ákveða að skipta um vinnu og fara að kenna í öðrum skólum missa hann. „Við köllum þetta að vera í vistarbönd- um og erum að kanna hvort þetta standist lög,“ segir Sigríður Ása. Tónmenntakennarar þurfa einnig að kenna heilum bekkjum en handvinnu- og smíðakennara kenna hálfum bekkjum. Sigríður Ása segir aö það sé í raunin von- laust að vera með heila bekki í tón- menntakennslu þegar hljóðfæri eru notuð. Hún segir að félagið ætli að láta í sér heyra vegna málsins og flest- ir telji að þetta sé dropinn sem fylli mælinn. „Ég býð ekki í það and- rúmsloft sem verður á sumum kennarastofum vegna launamun- arins,“ segir Sigríður Ása að lok- um. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.