Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarrítstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plótugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Eitt leiðaketýi - allra hagur Það er eftirsóknarvert, hagkvæmt og löngu tímabært að sameina almenningvagnasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í eitt fyrirtæki, sem þó hefði upp á að bjóða þann sveigjan- leika sem henta mundi hverju sveitarfélagi fyrir sig ef þau kjósa að leggja aðrar áherslur eða bjóða upp á mismunandi þjónustustig. Svo segir í niðurstöðum í skýrslu um almenn- ingssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem Skúli Bjamason hæstaréttarlögmaður vann fyrir borgaryfirvöld í Reykjavík. Skýrslan er gerð í framhaldi samþykktar borgarráðs Reykjavikur um að gera ítarlega athugun á kostum og göll- um aukins samstarfs eða samrekstrar um almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er skýr. Kostir þess að starfrækja allar strætisvagnasamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu undir einni stjórn og í einu fyrirtæki eru fjölmargir og gallarnir fáir. Samgöngumunstur á höfuðborgarsvæðinu hefur, líkt og annars staðar, breyst mjög á undanförnum 30-40 árum og ræður þar mestu fjölgun einkabíla. Það kemur fram í skýrslunni að farþegum Strætisvagna Reykjavíkur hefur fækkað úr 14,7 milljónum árið 1970 í 8,2 milljónir árið 1999. Á þessum tíma hefur borgarbúum fjölgað mjög og borgin þanist út. Hvort tveggja þyngir rekstrarskilyrði fyrirtækis- ins. Þaö er þvi þörf beinna breytinga, hagræðingar en um leið hugarfarsbreytingar. Það þarf að kenna fólki að nota strætisvagna. Eitt leiðakerfi á öllu höfuðborgarsvæðinu get- ur orðið undirstaða slíkra breytinga. Það hlýtur að vera not- endavænna, eins og skýrsluhöfundur bendir á, auk sparnað- ar og hagræðingar sem af því hlýst. Góðar almenningssamgöngur í borginni og nágranna- sveitarfélögum hennar eru mikilvægar. Því er eðlilegt að skattfé borgaranna sé nýtt til þess að standa að hluta til undir þjónustunni. Jákvætt er hins vegar að bjóða út hluta leiðakerfisins eins og lagt er til í skýrslunni. Með útboðum á ákveðnum rekstarþáttum, tilteknum akstursleiðum, eykst aðhald og kostnaðarvitund. Samanburður fæst með útboð- unum. Strætisvagnafyrirtækin tvö, Strætisvagnar Reykja- víkur og Almenningsvagnar, hafa raunar séð sér hag í að bjóða út stöku leiðir undanfarin ár og hafa á þann hátt hag- rætt og fengið um leið reynslu af útboðum. Skýrsluhöfundur gerir ráð fyrir að sparnaður í rekstri í kjölfar sameiningar og útboða gæti numið 130 milljónum króna á ári. Þá er miðað við að hluti starfseminnar yrði boð- inn út í áfóngum. Mikilvægt er í því sambandi, eins og höf- undurinn undirstrikar, að sparnaðurinn yrði nýttur til að efia starfsemina að öðru leyti. Ekki er lagt til að framlög til almenningssamgangna verði minnkuð heldur þvert á móti aukin, að minnsta kosti tímabundið til þess.áð gera starf- semina meira aðlaðandi, áreiðanlegri og samkeppnishæfa við annan samgöngumáta. Fram kom í DV í gær að Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, telur að með skýrslunni og áformum borgaryfirvalda sé einkavæðing Strætisvagna Reykjavíkur komin á fulla ferð og hann óttast um hag starfsfólks. Formaðurinn ætti þvert á móti að fagna því lífsmarki sem skýrslan sýnir. Betri almenningssamgöngur eru allra hagur og batni hagur sameinaðs fyrirtækis ætti það að koma starfsmönnum til góða. í skýrslunni er reiknað með að núverandi starfsmenn verði áfram starfsmenn viðkomandi sveitarfélags nema þeir óski eftir öðru en nýir starfsmenn verði ráðnir hjá fyrirtæk- inu sjálfu. Starfsmenn njóti sambærilegra kjara í hvívetna eða að minnsta kosti ekki lakari kjara en nú er. Jónas Haraldsson DV Mannlegt hlutskipti Formaöur Öryrkjabanda- lagsins hefur staðið í eldlínu með glæsibrag þrátt fyrir erfið veikindi. Öryrkjar hafa notið stuðnings verkalýðs- samtaka og annarra sem enn láta sig líf alþýðunnar varða. Framkoma ríkisstjórnar er með þeim hætti að vel má spyrja, eins og Ögmundur Jónasson alþm., hverjir séu „lítilmagnar" hér á landi - stjómendur þjóðfélagsins eða öryrkjarnir? Og vita- skuld er rétt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. - að greiða ber 23% dráttarvexti af van- greiddum örorkulaunum. Örorku- og ellilaun eru laun en ekki framfærslu- styrkur og laun taka ekki mið af tekj- um maka. Ég er sammála Lúðvík Bergvins- syni alþingismanni; Mannréttinda- brot fyrnast ekki. Við erum að ræða mannlegt hlutskipti en ekki geð- þótta. Ég lít á úrskurð Hæstaréttar sem áfanga í baráttunni gegn því af- námi félagslegrar ábyrgðar og samfé- lagshyggju sem stjórnvöld hafa praktíserað á síðustu árum. Eitt dæmið er skattlagning húsaleigubóta öfugt við vaxtabætur. Leigjendasamtökin hafa leitað álits umboðsmanns Alþingis á þessum mismun og hann hefur þegar krafið fjármálaráðherra um skýr- ingu. Auöæfi öryrkja Ráðamennirnir hafa undarlegar hugmyndir um auðæfl fólks og trúa þvi víst að flestir búi við sömu kjör og þeir sjálfir. Morg- unblaöið birti 13. jan. sl. upplýsingar frá Þjóöhags- stofnun um kjör öryrkja. Eftirfar- andi er byggt á þvi. Öryrkjar eru um 8.700 alls og þar af 35% giftir eða í sambúð. (Hér eftir kallaðir giftir) Meðaltekjur ógiftra eru 85 þús. kr. á mánuði sem þýðir að annar hver hef- ur minna. Giftir öryrkjar eru um 3.050 alls. Skýrslan segir að 47% þeirra hafi tekjur undir 300 þús. kr. á mánuði. Þá eru eftir 1360 giftir öryrkjar með yfir 300 þús. kr. mánaðarlaun. Það eru öll auðæfin þegar bæturnar eru meðtaldar og gifting er engin ævi- trygging. „Þjóðarsáttin svonefnda var á sinni tíð gerð á kostnað þessa fólks. Því sem þá var tekið hefur ekki verið skil- að, þrátt fyrir ofsagróða undanfarinna ára.“ - Öryrkj- ar og verkalýðssleiðtogar hittast. Staöa fátæks fólks eftir að greiða 38,4% skatt meðan Af þessum tekjum eiga öryrkjar fjármagnseigendur greiða 10% og fyrirtæki 30% í skatta. Skattleysis- mörkin á víst enn að lækka og gera má ráð fyrir að húsnæðiskostnaður heimilis sé 50-100 þús. kr. á mánuði. Félagslega húsnæðiskerfið horfið og vextir á lánum til leiguíbúöa og ann- arra fél. íbúða stórhækkaðir. Ég sagði á sínum tíma, að þessar breyt- ingar myndu ýta undir kaupkröfur, sem komið hefur á daginn. Þá eru ör- yrkjar látnir greiða sjálfir fyrir lyf og læknisaðgerðir, oft að talsverðum hluta. Þeir verða oft að eiga og reka bíl m.a. vegna sveitaskipulags borg- arinnar og aðrir þurfa að leita sér sérlækninga utan heimasveitar. Þetta ætti að sýna mönnum að kjörin ráðast ekki aðeins af tekjum, útgjöldin skipta ekki síður máli. Enn er eftir að rétta hlut ógiftra öryrkja og aldraðra og annarra fátækra. Það ætti ekki að vera vandamál þvi nóg fjármagn virðist til í landinu. Það er hlutverk stjómvalda að beina því til þeirra sem þurfa á því að halda. Þjóðarsáttin svonefnda var á sinni tíð gerð á kostnað þessa fólks. Því sem þá var tekið hefur ekki verið skilað, þrátt fyrir ofsagróða undan- farinna ára. Jón Kjartansson Sinnuleysi um stjórnmál Oftar en ekki er kvartaö yfir því að landsmenn séu sinnulausir um þjóðmál og eftir þvi áhugalitlir um stjórnmál, þyki lítt freistandi að fylgjast með þeim, hvað þá taka virk- an þátt í þeim. Kannski er minnst á það um leið, að áður fyrr hafi menn gjama átt sitt annað heimkynni í pólitískum hreyfingum og haft þar merkilegan félagsskap og fundið til þess að þeir skiptu nokkru máli í til- verunni. Og spurt sem svo: hvemig stendur á þessum umskiptum? Þægindasókn og vanmáttur Ein ástæðan er vafalaust sú að menn vilja skemmta sér og ekki láta trufla sig með allskonar leiðindamálum sem póli- tísk reiði sprettur af. Vísa frá sér því sem óþægilegt er. Það eru allir á móti mengun og spillingu um- hverfis, svo tekið sé dæmi af stórmáli sem allar þjóðir vita af - en flestir gæta þess um leið að binda þá gremju við eitthvað sem aðrir eru að gera. Síst mega þeir til þess hugsa að þurfa að gera eitthvað sjálfir sem truflar þeirra eigin neysluvenjur og lífsstil. Allir íslendingar eru á móti því að dauðum fiski sé hent í Arni Bergmann rithöfundur „Stjórnmálahreyfingar verða fangar daðurs í margar áttir í senn og því er æ torveldara að vita hvað þær vilja ... En svo koma upp öryrkjamálin og allir taka afstöðu og heimta afstöðu ..." sjóinn en það er þægilegast að vita sem minnst af því og taka helst eftir þeim sem segir: æ, þetta hefur víst alltaf verið gert. Þægindasóknin tengist lika vanmætti. Stórmál eru á víxl þöguð í hel eöa kjöft- uð i hel - eins og til dæmis kvótamálið. Vanmáttur ein- staklingsins í gífurlegum orðaflaumi Qölmiðlaheims fer saman við uppdráttar- sýki í stjórnmálaflokkum ....... og hreyfingum sem menn gætu vonað að stilltu saman krafta til að breyta því sem breyta þarf. I stað þess gerast stjórnmála- hreyfingar fangar eigin daðurs i niargar áttir i senn, sem gerir það að verkum að það verður æ torveldara að vita hvað þær í raun vilja. Skilaboðin skila sér ekki. Fiskveiðistjórnun hlýtur vissulega að vera eitt stærsta mál á íslandi, og við vitum í stórum dráttum hverjir eru helst með og hverjir mest á móti því kvótakerfi sem við búum við. En ótrúlega fáir vita nokk- uð um þá valkosti sem boðið er upp á eða þá hvort auðlinda- nefnd sagði eitthvað sem máli skiptir í áliti sínu sem birtist í fyrra. Og hér erum við í víta- hring sem fyrr segir: einnig þeir stjórnmálamenn sem reyna að taia skýrt reka sig á afleit mót- tökuskilyrði í samfélaginu: æ hvað ætli maður nenni að vera að setja sig inn í þetta? Aðrir ráða - og þó ... Menn leita líka minna til stjómmálamanna en áður af þeirri einföldu ástæðu að þeirra völd skreppa saman jafnt og þétt. Sú þró- un hefur sína kosti - en hún hefur þann galla að það sem kemur í stað- inn er ekki meira lýðræði „að neð- an“ heldur rýrara lýðræði og þeim mun meiri völd þeirra sem fara með peninga og kaupskap. Þessum mark- aðsstjórum hefur tekist ágætlega að tryggja áframhaldandi hnignun stjómmála með þvi að koma því inn hjá fólki, að öll vandkvæði leysist af sjálfu sér ef stjórnmálamenn og rík- isvald hætti að skipta sér af hlutum og skapi „rétt starfsumhverfi" þar sem markaðslögmálin ríkja fogur og ein. Og öfl siglir þessi þróun undir fána ríkjandi hugmyndafræði sem segir að hver og einn sé efhahags- vera sem má ekki vera að öðru en taka persónulegar ákvarðanir um kaup og sölu - og lætur sig því litlu varða hvað öðrum líður. En svo koma upp öryrkjamálin með harðri og ástríðumikilli um- ræðu á þingi og í fjölmiðlum og á vinnustöðum, og allir taka afstöðu og sjá fyrir sér þörf fyrir skýrar lín- ur og stefnumótun og réttlæti. Er þetta ekki sönnun þess að áhugi á stórmálum i samfélagi sé ekki dauð- ur, þrátt fyrir allt? Minna þau tíð- indi ekki rækilega á það, að hvað sem liður deyfð og drunga og latri fylgispekt við vélræna markaðs- hyggju, þá komast menn ekki til lengdar undan því að hugsa um það í hvers konar samfélagi þeir vilja búa? Hvert þeir vilja halda? Eða er þetta mál sérstakt og einstakt, síð- asti blossinn í gömlum glæðum áöur en sinnuleysið tekur endan- lega við? Árni Bergmann Medogá móti Hugsi sig rækilega um missa heimilisuppbót við stofnun hjúskapar. Ekki hefur verið sýnt fram á það með rökum af stjómar- liðum að skoðun þeirra á dómi Hæstaréttar standist lög og stjómarskrá. Því- held ég að forsetinn að sé að skerða tekjutrygg- Arnþór hljóti að hugsa sig mjög ræki- ingu öryrkja vegna tekna Helgason, lega um áður en hann staö- maka þeirra. varaformaöur ör- festir þessi lög að öllu Þegar Hæstiréttur segir að ytSjsbandaiagsms. óbreyttu." ekki megi skerða tekjuteng- inguna „með þessum hætti“ er rétt- urinn að vísa til þess að öryrkjar J „Forsetinn á 'jngb, það auövitað við gfe samvisku sína hvaða lög hann staðfestir. í þessu tilviki segir ótví- rætt í dómsorðum Hæstaréttar íslands að bann- in að neita að skrifa undir öryrkjalög? Engin fordæmi „Það er ákaf- lega óvarlegt fyrir forseta að blanda sér í jafn við- kvæmt pólitískt mál og ör- yrkjamálið er. Auk þess sem engin fordæmi eru fyrir af- skiptum af slíku tagi þá væri forsetinn að bylta því kerfi sem við búum við á fleiri en einn máta. Með þessum hæstaréttardómi tel ég aö verið sé að horfa til framtíöar þar sem dómurinn nær einungis til þeirra sem skást hafa það en ekki hinna sem virkilega þurfa á kjarabótum að halda. Ég von- ast til þess að sú nefnd sem er skipuð af heilbrigðisráð- herrra og skilar af sér í apríl geri betur og öryrkjar sem lægstar hafa bætumar fái þar einhverja lausn mála sinna. Ef forsetinn neitar að skrifa undir frumvarpið hefur hann stefnt þessu ferli í voða. Þá tæki dómurinn væntanlega gildi og er það hið flóknasta mál því sú hugsun að tengja bætur við tekjur er grunnhugsun í þjóðfélaginu.“ Isolfur Gylfi Pálmason alþingismaöur. Garöar Sverrisson hefur, fyrir hönd Öryrkjabandalagsins, fariö þess á leit aö Ólafur Ragnar Grimsson forseti neiti að skrifa undir öryrkjafrumvarpiö svo- nefnda. Málskotsréttur forseta íslands hefur aldrei áöur veriö nýttur. Ummæli Miöbærinn sekkur ... „Miðbærinn gamli sekkur nú enn dýpra en nokkru sinni fyrr af völdum einnar verstu ávirðingar borgaryfirvalda fyrr og síðar. Þeg- ar meirihluti borgarstjórnar samþykkti að stórhækka bílastæða- og bílahúsagjöld í gamla miðbæn- um á síðasta ári kom eins og eyð- ingarmáttur yfir svæðið ... Öllum er það ljóst, að ein meginástæða þess- arar þróunar er okur borgaryfir- valda á bílastæðagjöldum. Það er orðið það dýrt að leggja bilum í miðbænum að borgarbúar forðast að fara þangaö.“ Júlíus Hafstein, fyrrv. borgarfulltrúi, 1 Mbl. 20. janúar. Flutningur þolir ekki bið „Flutningur flugvallarins úr Vatnsmýrinni þolir enga bið. Auk slysahættunnar, er mengunin mikil af vellinum, bæði loftmengun og hljóðmengun. Auk þess heftir völl- urinn alla eðlilega umferð um borg- ina frá austri til vesturs og öfugt, og lokar frekari gatnagerð um svæðið. Umferðin á þessu svæði er orðin slik, að iðulega myndast þar langar biöraðir meiri hluta sólar- hringsins ... Vist er aö flutningur váflaris er þegar hafinn þegar hann er byrjaður í huga borgaryfirvalda. Hálfnuð er ferð þá hafin er.“ Úr forystugrein 1. tbl. Vesturbæjar- blaösins. Schengenhliöiö á Miönesheiöi „Ég, eins og margir fleiri hef reynt að átta mig á ástæðum þess að íslensk stjórn- völd hafa ákveðið að gerast þátttak- endur að Scheng- ensamkomulaginu ... Ég hef ennþá engan hitt í íslenskri ferðaþjónustu, sem hefur talið Schengenþátttöku okkar séstaklega til framdráttar eða verið henni hlynntur ... Af þeim mörgu kostum sem gætu fylgt því fyrir íslendinga að gerast aðilar að Evrópubandalaginu er þetta vega- bréfafrelsi helsti ókosturinn. Því má ségja, að af því sem Evrópubanda- lagið hefur að bjóöa höfum við valið það sem einna verst hentar okkur.“ Ómar Kristjánsson, fv. forstjóri Rugstöövar Leifs Eiríkssonar, í Mbl. 20. janúar. I Skoðun Fáum við evrubanka? Á svæði evrunnar í Vest- ur-Evrópu eru vextir miklu lægri en hér á landi. Það væri mikil kjarabót fyrir alla ef hægt væri að tengjast þessu lágvaxtakerfi. Það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hér væri banki eða deild i ein- um af núverandi bönkum sem ræki öll viðskipti sín í evrum. Þá væru lánin í evr- um og bankinn myndi skuldbinda sig til að taka ávallt hliðstæða vexti og væru teknir á svæði evrunnar í V- Evrópu. Á móti lágum vöxtum kæmi gengisáhætta. Menn yrðu svo að meta við sig hvort hægt væri að taka þessa áhættu en fá á móti lægri vexti en eru i dag á markaði hér. Stöðugan gjaldmiðil vantar Okkur er sagt að krónan okkar sé stöðugur gjaldmiðill. Fullyrt er að verðbólga hér á landi verði ekki nema 4% á þessu ári eða árið 2001. Þá má gengið ekki falla frekar en það féll um 10% á seinasta ári, þ.e. árið 2000. Það er auðvitað fróm og góð ósk að allt gangi vel hjá okkur á þessu nýja ári sem nú er að byrja. Það vilja auð- vitað allir. Staðreyndir málsins eru þvi miður aðrar. Svo tekið sé nýlegt dæmi þá fá kennarar verulegar kaup- hækkanir þessa dagana. Þeir eru vel að þeim komnir og enginn telur þær eftir. Samt standa tekjur þjóðarbús- ins í stað eða jafnvel lækka þessa mánuðina. Kjarabætur án aukinna þjóðartekna skapa verðbólgu og fella krónuna. Menn fá fleiri krónur en þær eru verðminni þegar til lengri tíma er litið. Fela má verð- bólgu í bili með erlendum lántökum. Fjárflótti til útlanda Lengi vel var því tekið illa er rætt var um ýmsa galla gjafakvótans. Hann átti að friða þorsk en svo veiðist minna og minna af honum. Þetta blasir við i dag og er ekki mótmælt. Hitt er ekki síður alvarlegt að gjafakvótinn fellir gengi krónunnar okkar. Á bak við gjafakvótann standa eng- in verðmæti sem hægt er að festa hendur á. Hann er ávísun á óveiddan fiskinn í sjónum. Viðtakendur hans fengu hann líka að gjöf frá ríkis- stjórninni og greiddu enga peninga fyrir. Svo selja menn þessi gjafabréf sín. Þeir kaupa gjaldeyri i bönkunum og flytja svo gjaldeyrinn til útlanda þar sem þeir telja sig meira óhulta með þetta gjafafé sitt. Gjafakvótapen- ingar hafa lengst af verið skattfrjálsir til viðbótar. Erlendar skuldir bankanna T0 þess að hægt sé að selja gjafa- kvótamönnum gjaldeyri verða bank- amir að taka gjaldeyrislán erlendis og sitja svo uppi með þau ógreidd ásamt daglegum vaxtagreiðslum af þeim. Auðvitað fella svona vinnu- brögð krónuna. Tfl frekara rökstuðn- ings má benda á að nýlega ætlaði rík- issjóður að kaupa gjaldeyri fyrir hluta af tekjuafgangi sínum. Borga átti erlendar skuldir með þeim gjald- eyri. Þá bentu bankarnir réttilega á að slík gjaldeyriskaup myndu auka álag- ið á gengi krónunnar og hugsanlega félli gengi hennar meira en þegar var orðið á síðasta ári. Ríkissjóður tók þessi rök gild og hætti I bili við fyrir- huguö gjaldeyriskaup og lækkun er- lendra skulda ríkissjóðs. Ef gjaldeyr- iskaup rikissjóðs geta fellt krónuna þá gildir það sama um gjaldeyriskaup gjafakvótamanna. 50 milljarða fjárflótti? Fullyrt hefur verið nýlega í dag- blööum að gjafakvótamenn hafi þegar flutt 50 milljaröa af gjafafé sínu úr landi. Er sú tala notuð hér meðan önnur hærri eða lægri liggur ekki fyrir. Kauphækkun kennara skapar ekkert álag á gengi krónunnar ef mið- að er við það risaálag sem svona gjaldeyriskaup gjafakvótamanna skapa. Ætli munurinn sé ekki þús- undfaldur eða mörgþúsundfaldur. Þessi vinnubrögð setja allt um koll á endanum. Stöðugt gengi ásamt verðbólgu upp á 4% á þessu ári er því miður óskhyggja. Allt er í óvissu árið 2001 þegar litið er m.a. til þess að mörg hlutabréf hafa fallið verulega í verði. Okkur vantar evruna Það má segja að okkur vanti al- vörugjaldmiöil eins og evruna. Þá geta stjórnmálamenn ekki lengur leik- ið sér með alla hluti hér á landi i efna- hagsmálum. Stöðugur gjaldmiðill (evran) og lágir vextir hennar kæmu þá frá V-Evrópu og yrði ekki breytt hér heima. Þess vegna verður evran líklega þrautalending okkar. Við þurf- um öruggan alvörugjaldmiðil. Lúðvík Gizurarson Lúövík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur „Þessi vinnubrögð setja allt um koll á endanum. Stöðugt gengi ásamt verðbólgu upp á 4% á þessu ári erþví miður óskhyggja. Allt er í óvissu árið 2001 þegar litið er m.a. til þess að mörg hlutabréf hafa fállið verulega í verði. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.