Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið BioStratum gerir mikilvægan samning BioStratum Inc. hefur gert sam- komulag við japanska lyfjafyrirtæk- isið KOWA Ltd. um þróun, mark- aðssetningu og sölu á lyfinu Pyridorin í Japan, Taívan, Kína og Kóreu. Samningurinn tryggir BioStratum allt að tvo milljarða króna í áfangagreiðslur. Þessi samningur er mikilvægur áfangi fyrir BioStratum varðandi þróun Pyridorins og kemur til með Lyfjaverslun ís- lands semur við GlaxoSmithKline Lyfjaverslun íslands hf. og GlaxoSmithKline hafa náð sam- komulagi um að Lyfjaverslun ís- lands sjái um dreifingu á lyfjum frá GlaxoSmithKline á íslandi. í frétt frá Lyfjaverslun Islands kemur fram að GlaxoSmithKline er stærsta lyfjafyrirtæki heims og varð til við samruna félaganna Glaxo Wellcome og SmithKline Beecham. Heildsöluvelta félagsins á íslandi er áætluð hátt í 700 milljónir króna á þessu ári. Lyfjaverslun sá fyrir um dreif- ingu á lyfjum Glaxo Wellcome sem er um 2/3 af veltu hins sameinaða félags. Lyfjaverslun mun fljótlega taka við dreifingu á þeim vörum sem koma frá SmithKline Beecham. aö tryggja fyrirtækinu allt að 25 milljóna Bandaríkjadala í áfanga- greiðslur, eða um tvo milljarða króna, auk 14% af sölutekjum eftir að lyfið er komið á markað, að því er fram kemur i frétt frá MP BIO hf. sem á 9,25% eignarhlut í BioStrat- um. MP-Bio með 9,25% hlutafjár Pyridorin er það lyf BioStratum Bankaráð Landsbanka íslands hf. hefur ákveðið að bæta nýrri starfseiningu við skipulag Lands- bankans sem mun stýra stefnumót- unarvinnu og annast framkvæmd brýnustu stefnumála, þróa við- skiptaáherslur og samþætta starf- semi eininga betur. Stefán H. Stefánsson, núverandi forstöðumaður tjármálaráðgjafar Landsbankans, mun stýra þessari nýju einingu og verður hluti af framkvæmdastjóm bankans. Stefán er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands, með MSc in International Securities, Invest- ments and Banking frá University of Reading á Englandi. Hann hefur starfað hjá Landsbankasamstæð- unni frá árinu 1996; hjá Landsbréf- um, markaðsviðskiptum, verið for- stöðumaöur markaðsviðskipta og fjármálaráðgjafar. Hann hefur auk þess unnið mörg verkefni sem tengj- ast innra skipulagi og stefnumark- andi vinnu Landsbankans. Inc. sem lengst er komið í rann- sóknum og er byggt á sérþekkingu vísindamanna fyrirtækisins á eigin- leikum grunnhimnu líkamans (Ba- sal lamina). í dýratilraunum hefur verið sýnt fram á að lyfið dregur úr myndun nokkurra efna sem geta valdið alvarlegum nýrnabilunum hjá sykursjúkum. Pyridorin er um þessar mundir í öðrum þætti klínískra prófana af þremur. MP BIO hf. á 9.25% heildarhluta- flár í BioStratum Inc. eða 1.480.000 hluti. Samkvæmt árshlutauppgjöri 30.9.2000 var bókfært verð á eigna- hlut MP BIO hf. 786.000.000 krónur og er BioStratum langstærsta eign félagsins. MP-Bio hækkaði mikiö í kjölfar fréttanna, eða um alls 32%, á Verðbréfaþingi íslands í gær. Nýrri starfseiningu bætt við skipulag Landsbankans Eignarhaldsfélag stofnað um fimm fyrir- tæki í upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu - Eyki hf. kaupir ísmar hf. Nýtt eignarhaldsfélag, Eyki hf., hefur verið stofnað um fyrirtækin Radiómiðun, Hátækni og Ismar. Eign Radíómiðunar í íslenskum fjarskiptum ehf. (67%) og Teleserve í Færeyjum (50%) mun jafnframt flytjast til Eykis. í tilkynningu frá Eyki segir að tilgangurinn með breytingunum sé að skapa öfluga og markvissa heild fyrirtækja, styrkja rekstrargrundvöll þeirra og gera þau hæfari til að takast á við nýjar og breyttar aðstæður. Eyki mun þannig annast áætlana- gerð, stefnumörkun og skipulagn- ingu dótturfélaga sinna. „Með stofnun Eykis myndast öfl- ugur kjami fyrirtækja á sviði fjar- skipta- og upplýsingatækniþjónustu með sérhæfingu í þjónustu við sjáv- arútveginn. Sérhæflngin er aðallega á sviði siglinga- og fiskileitartækni og styður stofnun Eykis frekari út- víkkun heildarstarfseminnar innan- lands og erlendis. Á síöasta ári stofnaði Teleserve símafyrirtækið TeleF í Færeyjum með Íslandssíma og sem fyrsta skref í útvíkkun á innanlandsmarkaði gekk Eyki ný- verið frá kaupum á ísmar hf. ísmar er í innflutningi og þjónustu á sigl- inga-, flskileitar- og fjarskiptatækj- um, ásamt því aö selja og þjónusta landmælingatæki og annan búnað til verktaka og byggingaraðila. ís- mar mun líkt og hin dótturfélögin starfa áfram í núverandi mynd og sem sjálfstætt félag. Samanlögð velta dóttur- og hlut- deildarfélaga Eykis hf. var á síðasta ári yfir 1.800 milljónir króna. Hluthafar fyrirtækjanna hafa þeg- ar samþykkt eignarhaldsbreyting- arnar. Eigendur Eykis eru á þriðja tug og eru stærstu hluthafar Kristján Gíslason, stjórnarformaður Eykis, Olíuverslun íslands hf., Eagle In- vestment Holding SA, Talenta-Há- tækni ásamt fyrri hluthöfum ísmar og Hátækni. Lykilstarfsmenn og stjómendur eiga jafnframt hlut i fé- laginu. Islandsbanki-FBA leiddi samningaviðræður fyrirtækjanna, ásamt því að annast aðra milli- göngu í þessum viðskiptum. ÞRIDJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 I>V IBiiaæaaBBfgigsigi HEILDARVIÐSKIPTI Hlutabréf Bankavíxlar MEST VIÐSKIPTI O Landsbankinn € Bakkavör Group ©ÚA MESTA HÆKKUN © MP-Bio © Landsbankinn © Sæplast MESTA LÆKKUN © Marel © Húsasmiðjan © Opin kerfi ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 810 m.kr. 156 m.kr. 244 m.kr. 43 m.kr. 32 m.kr. 18 m.kr. 32% 5,7% 3,1% 2,6% 1,5% 1,4% 1238 stig O 0,26% Efnahagshorfur í Þýskalandi halda áfram að versna Ifo-vísitalan í Þýskalandi, sem mælir væntingar markaðsaðila um efnahags- horfur, lækkaði sjöunda mánuðinn í röð. Þessu valda slæmar efnahags- horfur í Bandaríkjunum sem vógu upp jákvæðu fréttirnar um fallandi oliuverð, skattalækkanir og góða jólasölu. Mikið er farið eftir þessari vísi- tölu þar sem hún mælir stemning- una á mörkuðum í Evrópu og mæli- kvarði á efnahagshorfurnar i Evr- ópu. Hún féll úr 97 stigum í nóvem- ber i 96,5 stig í desember. Vísitalan hefur fallið stöðugt frá því að hún komst í 9 ára hámark þegar hún fór í 102 í maí síðastliðnum. Þessar síðustu hreyfingar vísitöl- unnar auka væntingar þess efnis að Seðlabanki Evrópu muni lækka vexti seinna á þessu ári þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi tilkynnt að honum liggi ekkert á með vaxta- hækkun. Seðlabankinn hefur haldið vöxtum í 4,75% síðan i október 2000 og telur að hagvöxtur verði þónokk- ur þrátt fyrir aukna svartsýni. Markaðsvirði Orange langt undir væntingum Markaðs- verðmæti farsímafyrir- tækisins Or- ange er talið liggja á bil- inu 4.300 til 5.100 milljarðar króna samkvæmt nýútgefinni útboðslýs- ingu félagsins. Þetta er meira en helmingi lægra markaðsverðmæti en ráð hafði ver- ið fyrir gert þegar France Telecom keypti Orange af Vodafone en þá var því spáð að markaðsverðmæti Orange við skráningu yrði á bilinu 10-12.000 milljarðar króna. Þrátt fyrir þetta verður útboð og skráning Orange eitt af þeim stærstu I Evr- ópu í ár. UENGIÐ HSiiíi 23.01.2001 kl. 9.15 KAUP SALA IW,Dollar 84,990 85,430 SlaPund 124,710 125,340 1*1 Kan. dollar 56,450 56,800 SSlpönak kr. 10,7180 10,7770 | EfcjNorakkr 9,6790 9,7320 ESsænsk kr. 8,9140 8,9630 i Rh^Fi. mark 13,4465 13,5273 ■_i§Fra. franki 12,1882 12,2615 rfÍBolg. frankl 1,9819 1,9938 E9 Sviss. franki 52,1700 52,4600 Eho.1. gyllini 36,2795 36,4975 ^UÞýskt mark 40,8775 41,1232 B i-Jít. lira 0,04129 0,04154 □CAust. sch. 5,8102 5,8451 ErlPort oscudo 0,3988 0,4012 EjSpá. peseti 0,4805 0,4834 í* ÍJap. yen 0,72660 0,73090 1 iírskt pund 101,514 102,124 SDR 110,4400 111,1000 @ECU 79,9495 80,4299

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.