Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 DV_____________________________________________________________________________________________________Menning Ovænt endalok 20. aldar einleiksverk og íslenskir einleikar- ar var þemað á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni íslands á sunnudags- kvöld. Fjögur verk vora á efnisskránni sem þau Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Sif Tulinius fiðluleikari, Arnaldur Arnarson gítar- leikari og Einar Jóhannesson klarínettuleikari höfðu valið í samráði við kammersveitina. Áshildur reið á vaðið með Ballöðu Franks Martins fyrir flautu, strengjasveit og píanó. Verkið var samið á fjórða áratugnum og er afar áheyrilegt, stutt og hnitmiðað og það gneistaði af því í meðförum Áshildar og Kammersveitar- innar sem Bemharður Wiikinsson stjórnaði að þessu sinni. Flæðið var fallegt og uppbygging spennu og lausn hennar frábærlega útfærð af tilfinningu og tæknilegu öryggi. Sif hafði valið sér verkið Partíta fyrir flðlu og kammersveit eftir pólska tónskáldið Witold Lutoslawski. Þetta er magnað verk og val henn- ar auðskilið þar sem það hentar hennar spila- mennsku og karakter afar vel. Það hefur dramatíska undiröldu og tilfinningahita sem skilaði sér ákaflega vel í flutningi Sifjar og Kammersveitarinnar. Nafnið partíta kemur til vegna þess að þremur meginköflum verksins svipar til kafla barokkdanssvítunnar, Courente, Air og Gigue, á milli þeirra kafla eru svo frjálsir kaflar þar sem fiðlan leikur með pí- anóinu og fengu þeir afar fallega meðhöndlum hjá Sif og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur sem lék á píanóið. Túlkun Sifjar var bæði einlæg og djúp og hinn fallegi Largokafli sérlega áhrifa- mikill og vel leikinn. Verkið sem Arnáldur hafði valið var Konsert fyrir gítar og strengjasveit eftir Jean Francaix. Verkið er samið á árunum 1981-82 og hefur yfir sér ferskan blæ, húmor og fjör í Áshildur Haraidsdóttir. Einar Jóhannesson. Arnaldur Arnarson. Sif Tulinius. bland við viðkvæmnislega og ljúfsára þætti. Samt sem áður var eins og konsertinn færi aldrei almennilega á flug og heildin var svolít- ið dauf. Upphafíð var losaralegt og þrátt fyrir ágæta spretti á köflum líkt og í fallegum seinni largettokaflanum og kadensunni í Qörugum lokakaflanum sem Arnaldur lék af miklu músikaliteti var eins og leikur hans væri nokkuð kaldur og fjarlægur og samspil hans og hljómsveitarinnar ekki alltaf nákvæmt þó svo þar hefði einnig verið að finna skemmtilega spretti. Sfðasta verkið á efnisskránni var Dom- aines fyrir klarínett og kammersveit eftir Pi- erre Boulez. Ég játa fúslega að ég er ekki neinn sérlegur aðdáandi Boulez enda ófá skiptin sem legið hefur við andlegum dauða eða stjarfa undir flutningi verka hans. Því hálfkveið ég fyrir að þurfa að sitja undir verkinu, jafnvel þótt einleikarinn væri Einar Jóhannesson sem er töluvert ofar á vinsælda- lista undirritaðrar en Boulez. En það er alltaf gaman að láta koma sér á óvart og það gerði þetta verk svo sannarlega. Þar hefur sannfær- ingarkraftur Einars eflaust spilað stærstu rulluna; hann virtist meina hverja einustu nótu og töfraði fram margbreytileg litbrigði hljóðfærisins. Sveitin var skipuð 21 hljóð- færaleikara sem skipt var í 6 misstóra hópa samsvarandi hliðunum á teningi - en eins og allir vita verður útkoman 21 ef maður leggur allar hliðar hans saman. Þetta gaf lítið svig- rúm fyrir eitthvað sjálfsprottið, en fjölbreytni hljóðfærahópanna, mismunandi litur þeirra og góður leikur og í raun spennan að sjá og heyra hvað gerðist næst hélt manni við efnið þennan rúma hálftíma sem verkið tekur. Enn á ný athyglisverðir og skemmtilegir tónleikar hjá Kammersveitinni. Arndís Björk Ásgeirsdóttir Tónlist Síðastliðið sunnudagskvöld voru tón- leikar haldnir f ýmsum sölum nálægt hinni ijúkandi vík. í þeim eina sem skrifaður er með stórum staf var leikið á tvo saxófóna og píanó. Tónlistin öll eft- ir erlend, núlifandi tónskáld. Með þessa sérstöku samsetningu og forvitnilegu dagskrá voru komin þau Vigdfs Klara Aradóttir og Guido Báumer saxófónleik- arar og Unnur Fadila Vilhelmsdóttir pí- anóleikari. Þijú tónskáld af fjórum sem áttu verk á efnisskránni tengja með titlum sínum tónlistina við einhvem raunveruleik utan tónlistarinnar sjálfrar. Landslag, lykt og litir sumarkvölda við Adríahafið og hegðunarmynstur róteinda er meðal þess sem sagt er hafa örvað sköpunar- þörf tónskáldanna. Þetta titlatog skáld- anna og skýringaárátta gefur til kynna óöryggi og vantraust á hlustendum. Óþarfir titlar eru frekleg skerðing á frelsi þess sem hlustar og varasamt að nota nema í ýtrustu neyð eða ef um mjög beint samband er að ræða við inn- tak tónlistarinnar. Kubbaleikur hins franska Francois Rossé var kannski heldur sparlega skammtaður. í verkinu, sem hann kallar Lombric og þýðir víst ánamaökur, mega hijóðfæraleikarar raða hlutum verksins saman sjálfir. En þijár einleiksstrófur fyrir öll hljóðfærin, samleikskafli og stuttur klappaleikur fyrir einn saxófón' gefur heldur litla möguleika. Hugmynd- in er samt skemmtileg, þó aleatorík sé ekki efst á baugi nú, og óhjákvæmilegt að hlustendur dundi við að endurraða í huganum eftir áheyrnina. í verkinu kemur efnið úr tveimur megináttum. Annars vegar mátti heyra samfellt, ið- andi, tónsviðsþröngt kannski maðkalegt efni í einfóldum síbreytileika. Hins veg- ar var svo öllu átakameiri tónlist; ágeng- ari stefbrot, sterkari, minna fyrirsjáan- leg og óþægilegri, lfkt og óvænt högg. Kannski hefði verkið átt að heita Maðk- urinn og myndhöggvarinn. í heildina snerist verkið þó um samruna hljóðanna en ekki átök og geymdi margar sérstæðar stemmningar. Tríóið náði vel saman og skilaði sínu með sannfær- ingu. hugljúf, óágeng og ágætlega samfléttuð tónlist sem á grundvelli titilsins flýtur fram og kallar á minningar um lífsins unaðssemdir. Létt og skemmtilegt Kanadamaðurinn Randolph Peters tengir verk sitt Three Quarks for Muster Mark vísindaheiminum en reynist miklu nær mannlífi og götu- tónlist Norður- Ameríku. Verkið er jassblandað og undir sterkum minimalískum áhrifum. En titlar verks og kafla trufluðu lítið upplifun- ina á þessu létta og fjöruga verki. Það er skrifað fyrir ýmsar stærðir saxó- fóna og pfanó og léku þau Unnur, Guido og Vigdls þetta skemmtilega kalt. Margir staðir í verkinu buðu upp á meiri sveiflu en samfara henni er hættan á sulli. En tríóið fór sem sé hina leiðina og lék það sem var skrif- að af nákvæmni en líka djörfung. Ef gefa ætti stjömur hér fengi þetta verk flestar stjörnur á eftir því verki sem enn er ónefnt. Duo-Sonata fyrir tvo barítónsaxó- fóna eftir hina sovésku Sofia Gubai- dulina fær hér flestar af hinum ímynduðu stjömum. Inntakið dásam- lega óhlutbundið og þar með frjálst í upplifun. Viðfangsefnið er vel afmark- að með þrepaferðalagi sínu upp og nið- ur tónstigann, vinnubrögðin klassísk með til dæmis tilbrigðaívafí og bygg- ingin einfóld f gegnsæju formi. Verkið er fyrir bragðið aðgengilegt en ber þó engin merki málamiðlana. Flutningur- inn var sem fyrr einstaklega öruggur og áheyrilegur. Þau Guido og Vigdís eru miklir listamenn og líklegt að dvöl þeirra hér á landi gefí íslenskum tón- skáldum innblástur. Þess er skylt aö geta í lokin að tón- listin var flutt við óviðunandi aðstæð- ur. Ljósmyndari lék lausum hala og tók með flassi sennilega hálfan tug mynda auk þess sem ljósameistari tók sitt reglubundna rölt um gangana. Það þarf að halda betur utan um svona hluti til þess að ekki fæli frá gesti. Það væri synd ef virðingarleysi og sífelldar truflanir yrði almennt yfirbragð á tónleikum í svo góðum Sal. Sigfríður Bjömsdóttir Tveir saxófónar og píanó Guido og Vigdís eru miklir listamenn og líklegt aö dvöl þeirra hér á landi gefi íslenskum tónskáldum innblástur. “ Dúett fyrir tvo altsaxófóna, Adria, eftir Christi- an Lauba frá Túnis var mjög vel fluttur. Þama mátti heyra nokkrar tæknibrellur hljóðfæraleikar- anna og féllu þær óvenju vel inn í verkið. Þetta er Vel leikið titlatog Villibörnin Hulda og Brimir Inga María Valdimarsdóttir og Atli Rafn Siguröarson í Bláa hnettinum. Hann sá það ekki Gaman var að vera vitni að því þegar gestir stóðu upp fyrir Andra Snæ Magnasyni eftir frum- sýningu á leikriti hans Bláa hnettinum í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Það gerist ákaflega sjaldan að staðið sé upp beinlinis fyrir höfundi leikverks, oftar er staðið upp fyrir tónlistarmönnum (einleikurum, einsöngvurum, hljómsveitarstjórum) og stjörnu- leikurum i lok sýninga, en í fljótu bragði man ég aðeins eftir að hafa einu sinni áður séð sal spretta á fætur til heiðurs leik- ritaskáldi; það var Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir eftir frumsýningu á Ég er meistarinn. Skylt er að taka fram að ekki hef- ur umsjónarmaður menningar- síðu verið viðstaddur nærri allar frumsýningar á íslenskum leik- ritum og könnunin því alls ómarktæk. En það er ekki málið. Hið sorg- lega í þessari sögu er að leik- skáldið unga fór alveg á mis við upplifunina á sunnudaginn. Andri Snær er óvanur sviösljós- inu og sá ekkert fyrir framan sig nema svartan vegg þar sem hann stóð á sviðsbrúninni ogshneigði sig fyrir salnum. Kannski skildi hann þytinn i salnum sem svo að við værum öll að fara... „Ég var alveg að bresta í grát í endann," sagði fylgdarmær um- sjónarmanns fulloröinslega eftir sýninguna, og tóku fleiri undir það. Lokaatriðið í sýningunni á Bláa hnettinum er einstaklega fallegt og smekklegt, ekkert hopp og hí og taktviss músík til að halda salnum klappandi heldur kyrrð og friður. Kjarni verksins er spurningin um hvar hamingj- una sé að finna og í lokin er svar gefið með aðferðum leikhússins. tólf Finnur Torfí Stefánsson tón- skáld er kominn svo langt í alþjóð- legri tónskálda- keppni á vegum BBC í London að verk eftir hann var eitt af tólf sem valin voru úr alls 1100 (ellefu hundruð) tón- verkum sem bárust í keppnina hvaðanæva úr heiminum. Master Prize er ný keppni sem hefur að markmiði að finna ný tónverk með klassíska eiginleika. Verkið sem Finnur sendi heitir „De Amore“ - Um ástina - og er einn þáttur í sinfóníu sem ber heitið Hljómsveitarverk 5 og und- irtitilinn Ljósir lokkar. Þessa sin- fóníu hefur Sinfóniuhljómsveit ís- lands haft undir höndum í nokkur ár en ekki leikið hana. Nú lætur BBC gera upptöku á De Amore sem leikin verður um allan heim - ásamt hinum verkunum ellefu - því hlustendur velja sigurvegar- ann. Finnur Torfi sagðist ekki vera vanur að láta verk sín keppa til verðlauna en þessi keppni hefði verið kynnt á óvenju metnaðar- fullan hátt, þess vegna hefði hann freistast. Og ekki til einskis... -SA Einn af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.