Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 28
Nýr Subaru Impreza ' I IJf lnqvaV § £ = Helfliii Helflason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sjómannadeilan: Stóru málin til hliðar Útvegsmenn hafa nú til skoðunar tilboð sem þeir fengu frá samninga- nefnd Sjómannasambandsins fyrir helgi. Fundur hefur ekki verið hald- inn síðan tilboðið var lagt fram en reiknað er með að útvegsmenn muni svara tilboðinu á fundi hjá sáttasemj- ara sem haldinn verður á morgun. Innihald tilboðs sjómanna mun vera að gerður verði eins árs samning- ur og verði samið á svipaðri línu og aðrir samningar hafa verið að undan- fómu. Stóm málin svokölluðu s.s. verðmyndunarmál verði lögð til hliðar en árið sem samningurinn á að ná til verði notað til að ná sátt í þeim mál- um. Ekkert hefur heyrst frá útvegs- mönnum varðandi þetta tilboð. Þeir ^ em einnig með stórt mál sem þeir vilja að samið veröi um, en það er að hlutaskipti sjómanna verði lögð af og sjómenn þess í stað ráðnir samkvæmt fastlaunakerfi en fái kaupauka eftir því hvemig aflast. Gangi útvegsmenn ekki að tilboði sjómanna um bráðabirgðasamninga til eins árs er viðbúið að upphefjist mikið samningaþjark, en ekkert hefur þokast í viðræðum þessara aðila í langan tíma. í sjómannafélögum víða um land hafa að undanfórnu verið greidd atkvæði um verkfall frá og með * 15. mars og verið samþykkt alls staðar með miklum meirihluta atkvæða. -gk Norskir fósturvísar: Leikur að eldi „Það liggur nú fyr- ir þingsályktunartil- laga stjómarandstöð- unnar þar sem lagt er til að innflutningi fósturvísa verði frestað eða ákvörðun alveg dregin til baka. Ég held að það sé nauðsynlegt í ljósi umræðu um stöðuga fjölgun tilfella um útbreiðslu kúariðusmits um alla Evrópu," segir Jón Bjamason, þingmaður Vinstri- grænna. „Þá má líka nefna nýkomnar upp- lýsingar um að því er virðist nýtt af- brigði sauðfjárriðu 1 Noregi sem talið er likjast kúariðu. Þá hefur það komiö fram hjá sjálfum norska landbúnaðar- ráðherranum að innra eftirlit með nautgripaafurðum er ekki mikið. Það er því afar óskynsamlegt af okkur að halda því til streitu að flytja hér inn norska fósturvísa. Þá væri verið að leika sér að eldinum," segir Jón Bjarnason. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka ís- lands, hefur einnig látið hafa eftir sér að hann telji rétt að ihuga frestun á innflutningi á norskum fósturvísum. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra vegna málsins. :HKr. Jón Bjarnason. Eyjafjarðardjúp: Sjómað- ur féll Spenna á Alþingl Brúnaþungir þingmenn fylgjast meö annarri umræðu um öryrkjamáliö á Alþingi í gær. I dag hefst sú þriöja og síöasta og í framhaidinu veröa ný lög send forseta ístands til staöfestingar. Hvernig forsetinn bregst viö er óvíst. Sjómaður fénutbyröis af nóta- og togveiðiskipinu Birtingi NK-119 á sunnaverðu Eyjafjaröardýpi um miðnætti í nótt. Maðurinn var við vinnu sína um borð í skipinu þegar hann féll útbyrðis í veltingi. Veður var hálfleiöinlegt á svæöinu á þess- um tíma, um sex vindstig en hita- stigið í sjónum var um fjórar gráð- ur svo manninum varð ekki mjög kalt. „Hann var mjög seigur, náði strax í nótina og var ekki nema ör- fáar mínútur í sjónum," sagði Skúli Sveinsson, annar stýrimaður Birt- ings, í morgun. Áhöfnin kastaði björgunarhring út til sjómannsins og dró hann svo um borð. Honum varð ekki meint af volkinu og tók þátt í löndun skipsins á Norðfirði í morgun. „Hann var mjög fljótur að jafna sig og varð ekkert mjög kalt,“ sagði Skúli. Birtingur NK-119 er gerður út af Barðsnesi ehf. á Neskaupstað. -SMK Öryrkjalögin á leið til undirritunar hjá forseta íslands: Forsetinn getur breytt stjór nmálasögu nni - með því að neita að skrifa undir, segir Steingrímur J. Sigfússon „Vandi fylgir vegsemd hverri. Með því að neita aö undirrita lög- in gæti Ólafur Ragnar Grímsson breytt stjórnmálasögunni og mál- ið allt haft áhrif á framtíð forseta- embættisins," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaöur Vinstri- grænna, í morgun, skömmu áður en þriðja og síðasta umræða um öryrkjamálið hófst á Alþingi. Strax og frumvarp ríkisstjórnar- innar veröur samþykkt má gera ráð fyrir að það verði sent beint til forseta íslands til staðfestingar svo lögin öðlist gildi hið fyrsta. „Forsetinn verður að eiga þetta við samvisku sína en það er ljóst að einhverjir verða fyrir von- brigðum staðfesti hann lögin með undirskrift sinni,“ sagði formað- Ólafur Ragnar Grímsson. ur Vinstri-grænna. Margrét Frímannsdóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar, tók í svipaðan streng þar sem hún var stödd í Strasborg, borg mann- réttindanna, eins og hún orðaði það sjálf í morgun: Pétur Stelngrímur J. Blöndal. Sigfússon. „Forsetinn hlýtur að íhuga þetta vel og eðlilegt að hann taki sinn tíma áður en hann staðfestir lögin.“ - En hefur hann kjark til aö neita aö undirrita lögin? „Ólafur Ragnar Grímsson hefur Islensk erfðagreining í samningum við Tannlæknafélagið: Kári vill tennurnar - tannlæknar boða tii félagsfundar um málið íslensk erfðagreining hefur leitað eftir samningum við tannlækna um að þeir láti í té gögn um sjúklinga sína í miðlægan gagnagrunn. Hefur verið boöað til félagsfundar í Tannlæknafé- laginu vegna þessa 8. febrúar næstkom- andi. Vegna kostnaðar við gerð slíks gagnagrunns vill íslensk erfðagreining ekki semja við fáa tannlækna heldur alla. Á móti kæmi að íslensk erfða- greining léti í té hugbúnað og aðgang að gagnagrunninum án endurgjalds fyrir þá tannlækna sem skrifuðu undir samninginn. Aðrir yrðu að greiða fyrir aðganginn. Verðmætl í munnholi Þar er aö finna ýmsa þá erföafræöi- legu þætti sem Islensk erföagrein- ing er á höttunum eftir. Bolli Valgarðsson, framkvæmda- stjóri Tannlæknafélagsins, undirbýr nú félagsfúnd tannlækna sem að öllum líkindum verður átakafundur því skiptar skoðanir eru meðal tannlækna um tOboð Kára Stefánssonar og félaga hans í íslenskri erfðagreiningu. Sam- ingar gætu reynst erfiðir þar sem tann- læknar starfa sjálfstætt og þyrfti þvi að semja við hvem tannlækni fyrir sig. Vitað er að í munnholi er hægt að greina sjúkdóma á frumstigi og þar er að finna ýmsa þá erfðafræðilegu þætti sem íslensk erfðagreining er á höttun- um eftir. Skýrir það áhuga fyrirtækis- ins á að ná samningum við tannlækna um sjúkragögn þeirra. -EIR nægan kjark. það hefur hann oft sýnt,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir. Stjórnarþingmaðurinn Pétur Blöndal vildi sem minnst tjá sig um vanda forsetans vegna þessa máls þegar eftir því var leitað í morgun en sagði: „Mér finnst ekki við hæfi að fulltrúi á löggjafarsamkundunni sé að gefa álit sitt á öðrum stoð- um ríkisvaldsins." Neiti forseti íslands aö stað- festa lögin verður efnt til þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið þar sem landsmenn fá aö tjá vilja sinn. Á meðan á því ferli stendur öðlast lögin engu að síður gildi þar til niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar liggur fyrir. -EIR txother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileg merkivél 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar í 2 línur boröi 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport_______ Heihudýnur t sérjlokki! Svefn&heilsa HEILSUNNAR veG Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.