Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 I>V Ehud Barak ísraelski forsætisráöherrann á undir högg aö sækja í baráttunni um aö halda embættinu, ef marka má skoöanakannanir. Sharon heldur enn forystunni Harðlínuhægrimaðurinn Ariel Sharon hefur enn mikið forskot á Ehud Barak forsætisráðherra í skoðanakönnunum vegna forsætis- ráðherrakosninganna í ísrael í næsta mánuði. Samkvæmt einni könnun sem birt var í morgun nýtur Sharon stuðnings 46 prósenta kjósenda en Barak aðeins 30 prósenta. Fjórðung- ur kjósenda hefur þó ekki gert upp hug sinn. í annarri könnun fékk Sharon stuðning 51 prósents en Barak 31 prósents. ísraelar og Palestínumenn héldu friðarviðræðum sínum áfram í Eg- yptalandi í gær og vakti það vonir manna um að einhvers samkomu- lags kynni að vera að vænta fyrir kosningamar. Tvær nefndir samn- ingamanna áttu alvarlegar viðræð- ur, að sögn fulltrúanna. Ekkert frá Bush um hækkandi hitastig á jörðu Embættismenn í Hvíta húsinu höfðu síðdegis í gær ekkert tjáð sig um dökka skýrslu Sameinuðu þjóð- anna um hækkandi hitastig af völd- um gróðurhúsaáhrifanna. George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti einmitt yfir efasemdum sínum í kosningabaráttunni um vísinda- vinnuna að baki spádómum um hlýnandi veðurfar. Vísindamenn eru nú sammála um að hækkandi hitastig á jörðinni sé manninum sjálfum um aö kenna. Þá komast helstu loftslagssérfræð- ingar heimsins að þeirri niðurstöðu í skýrslu SÞ að á næstu eitt hundr- að árum muni hitastig á jörðinni hækka um allt að sex gráður. Joseph Estrada Fyrrum forseti Filippseyja er sagöur hafa opnaö nokkra bankareikninga og notaö viö þaö ýmis dulnefni. Bankareikningar Estrada frystir Stjómvöld á Filippseyjum fyrir- skipuðu banka einum í morgun að frysta alla bankareikninga í eigu Josephs Estrada, sem var hrakinn úr forsetaembættinu um helgina, og eiginkonu hans þar sem þau kynnu að hafa reynt að komast hjá því að greiða skatta. Orörómur um valdaránssamsæri Estrada og fylgismanna hans hefur farið eins og eldur í sinu um Man- ila, höfuðborg Filippseyja, en engin tilraun hefur verið gerð enn. Bylting í utanríkisstefnu Bandaríkjanna: Powell vill afnema flestar refsiaðgerðir Nýr utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Colin Powell, ráðgerir kyrr- láta byltingu í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann vill hætta refsiaðgerðum gegn öðrum löndum. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Intemational Herald Tribune í morgun. Powell sagði við utanríkisnefnd öldungadeildarinnar í síðustu viku að mikil notkun viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða væri tákn um bandarískan hroka sem væri Bandaríkjunum alls ekki í hag. Powell bað þingið um að setja ekki á nýjar refsiaðgerðir án þess að láta hann vita fyrst. Powell hefur hins vegar sagt að refsiaðgerðum gegn írak verði ekki aflétt. Bandaríkin beita um 75 af 193 þjóðum heims einhvers konar refsi- aðgerðum. Um er að ræða allt frá illa merktum túnfiskumbúðum til alvarlegra mannréttindabrota og fíkniefnaframleiðslu. Sameinuðu þjóðirnar beita tæpri tylft landa refsiaðgerðum, að því er fram kem- Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Colin Powell segir ofnotkun refsiaö- geröa tákn um hroka. ur í upplýsingum frá bandaríska ut- anríkisráðuneytinu. Nái Powell markmiðum sínum mun útflutningur Bandaríkjanna aukast gífurlega. Vegna refsiaðgerð- anna eru margir markaðir erlendis lokaðir. Næsum helmingur allra refsiað- gerðanna, sem nú eru í gildi, var settur á árunum 1993 til 1998. En síðustu tvö ár Bills Clintons á for- setastóli fjölgaði þeim sem drógu í efa áhrifamátt refsiaðgerða í utan- ríkispólitík. Refsiaðgerðimar bitna oft á sak- lausum, eins og bömum, konum og nágrannalöndum. Þess vegna átti Clinton frumkvæði að því 1999 að létta á refsiaðgerðum til þess að gera mögulegan útflutning á mat- vælum og lyfjum til meðal annars Líbýu og Súdans. En bara tveimur dögum áður en Clinton lét af emb- ætti setti hann á nýjar refsiaðgerðir gegn Sierra Leone til þess að tak- marka viðskipti með smyglaða dem- anta. Fóstureyöingum mótmælt í Washington Perry Harris frá Lincoln í lllinois tók þátt í mótmælum gegn fóstureyöingum úti fyrir Hæstarétti í Washington í gær. Andstæöingar fóstureyöinga ættu aö vera ánægöir meö nýjustu tilskipun Georges W. Bush, nýs forseta Bandaríkj- anna, um aö ekki þeri aö styöja alþjóðleg samtök sem veita ráögjöf um fóstureyöingar styrki af almannafé. Olíulekinn við Galapagos ógnar paradis dýranna Forseti Ekvadors, Gustavo No- boa, lýsti í gærkvöld yfir neyðar- ástandi á Galapagoseyjum þar sem hætta er á umfangsmiklu umhverf- isslysi vegna olíuleka. Olían kemur frá flutningaskipinu Jessicu sem strandaði við eyjuna San Cristobal í síðastliðinni viku. í gær var ljóst að 600 tonn af olíu höfðu runnið í hafið við hinar frægu Galapagoseyjar utan við Ekvador. Yfirvöld í Ekvador hafa beðið um alþjóðlega aðstoð í barátt- unni við olíuna sem þegar hefur borist upp á strendur nokkurra eyj- anna. Tekist hefur að dæla um 75 þúsundum lítra í herskip frá Ekvador. Óttast er að flutningaskipiö brotni í sundur og að það sem eftir er af olíu í skipinu, tæp 200 tonn, renni einnig í hafið. I hættu Hætta er á miklu umhverfisslysi viö Gaiapagoseyjar. Olían um borð var meðal annars ætluð þeim fjölda ferðamannabáta sem eru á eyjunum. Gagnrýni gegn ferðamennsku á Galapagoseyjum hefur farið vaxandi. Umhverfis- verndarsamtökin World Wildlife Fund segja í yfirlýsingu að yfirvöld Ekvadors verði að vernda þennan viðkvæma eyjaklasa. Eyjarnar urðu frægar í fyrsta sinn í kjölfar rannsóknarstarfa vís- indamannsins Charles Darwins sem lauk þar 1835. Rannsóknir hans þar leiddu til þróunarkenningarinnar. Á Galapagoseyjum eru meðal annars 9 þúsund sjaldgæfar risa- skjaldbökur. Allt að 90 prósent skriðdýranna, 46 prósent skordýranna og um 50 prósent fuglanna á eyjunum er hvergi annars staðar að finna. BS. Rússar frá Tstjetsjeníu Vladimir Pútín Rússlandsforseti til- kynnti í gær að rússneskum her- mönnum yrði fækk- að í Tsjetsjeníu og að öryggislögreglan FSB tæki við stjórn hersins af varnar- málaráðuneytinu. Hermönnum verður fækkað úr 80 þúsundum í 22 þúsund. Neyft vegna kulda Sameinuðu þjóðirnar biðja um al- þjóðlega hjálp til Mongólíu vegna mikilla kulda í landinu. Tugir hafa látist af völdum kuldans. Frostið hefur farið í 50 stig á nóttunni. Neita morði í skóla Táningarnir tveir, sem handtekn- ir voru vegna morðs í skóla í Stokk- hólmi í síðustu viku, visa báðir sak- argiftum á bug. Smygl á flóttamönnum Lögreglan í Hollandi hefur hand- tekið mann sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn í smyglinu sem leiddi til dauða 58 flóttamanna frá Kína í gámi í Englandi síðastliðið sumar. Sótt aft þýskum ráftherra BJúrgen Trittin, umhverfisráðherra Þýskalands, vísaði því á bug í gær að hann hefði fagnað hryðjuverkum öfga- sinnaðra vinstri- manna á námsárum sínum. Trittin var á sínum tíma félagi í hreyfingu sem- birti óundirritað dreifibréf þar sem lýst var ánægju með morðið á sak- sóknaranum Siegfried Buback árið 1977. Úran í farþegavélum Boeing-verksmiðjurnar notuðu skert úran i 551 flugvél sem smíðað- ar voru á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Efnið er þungt og tekur lít- ið pláss þegar það er notað sem kjöl- festa. Við slys getur úranið breyst í geislavirkt ryk og valdið sjúkdóm hjá meðal annars björgunarliði. Wahid kannski ákærftur Þingið í Indónesíu tekur afstöðu til þess næstkomandi mánu- dag hvernig fara skuli með tvö fjár- málahneykslismál sem Abdurrahman Wahid, forseti lands- ins, er viðriðinn. Hugsanlegt er að Wahid verði ákærð- ur til embættismissis. ESB meö Serbum Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins tóku opinberlega í gær af- stöðu með stjórnvöldum i Belgrad og sögðu leiðtoga Svartfjallalands, systurlýðveldisins í júgóslavneska sambandsríkinu, gleyma því að lýsa yfir sjálfstæði. Ráðherra segir af sér Fukushiro Nukaga, efnahagsráð- herra Japans, sagði af sér í morgun vegna mútuhneykslismáls. Þetta er enn eitt stóráfallið fyrir ríkisstjórn Yoshiros Moris forsætisráðherra. Mori féllst á afsögnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.