Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 Skoðun I>V Spurning dagsins Ætlarðu að fylgjast með HIVI í handbolta? Halldór Sölvi Hrafnsson, sölumaður hjá Tal: Já, enþaö veröur ekki sjón aö sjá Islendingana rembast. Rúnar Snæland verslunarstjóri: Já, sjá þá lenda á botninum enn eina feröina. Þorleifur Jónasson framkvstjóri: Já, þaö er ekki spurning. Okkur á eftir aö ganga glimrandi vel. Spái 5. sæti. Sara Lind Kolbeinsdóttir sölumaður: Nei, maöurinn sér um þaö. Kolbeinn Þorgeirsson nemi: Alls ekki, ég hef ekki áhuga á handbolta. Birgir Þór Júlíusson nemi: Já, svona meö ööru auga. Okkur á samt eftir aö ganga mjög illa. Illa valiö liö. Lent a Isafirði Hvaö græöa Reykvíkingar? Reyk j avíkurf lugvöll til Isafjarðar Gunnar Bergmann Steingrímsson skrifar: Það er farið að verða afskaplega þreytandi að fylgjast með þessu endalausa þrefi og þvaðri um hugs- anlegan flutning Reykjavikurflug- vallar. Fólk krafsar líkt og stokkend- ur í botninn á gruggugri og seigfljót- andi Reykjavikurtjöminni eftir hald- bærum ástæðum með og á móti þessu máli. Sumir eru náttúruvemd- arsinnar og vilja nota Vatnsmýrina fyrir gælubyggingar sínar eða borg- arinnar. Aðrir eru „öryggisverðir" og reyna að koma í veg fyrir flugslys. Hvað mig varðar er mér nú eigin- lega nokkurn veginn sama en ég get ekki annað en hneykslast á þessu hugmyndasnauða fólki sem sér ekki annað en flutning til Keflavíkur eða Hafnarfjarðar eða þá að byggja flug- völl úti á sjó. Það væri kannski hægt að láta flugvélamar lenda á einhverj- um loftpúða eða smíða alveg gífur- lega sterka sleða undir þær en það væri svo dýrt! Allur þessi málaflutningur hefur verið alveg út úr kortinu og mesta „Það á auðvitað að flytja Reykjavíkurflugvöll til ísa- fjarðar! Sumir myndu segja að það vœri kannski skref aftur ábaken þetta er bara byrjunin. “ furða að enginn skuli vera búinn að vekja athygli á þessu. Það er eins gott að ég uppgötvaði tímanlega gott ráð áður en einhver ósköp áttu sér stað. Ég hef lagt höfuðið 1 bleyti og fundið rétta lausn á þessum vanda og ég er viss um að það er besta, hag- kvæmasta, einfaldasta og öruggasta lausnin. Það á auðvitað að flytja ReykjavíkurflugvöU til ísafjarðar! Sumir myndu segja að það væri kannski skref aftur á bak en þetta er bara byrjunin. í fyrsta lagi er best að flytja hann til ísafjarðar vegna þess að samgöng- ur eru svo erfiðar þar, sérstaklega á vetuma, og ef Reykjavíkurflugvöllur væri þarna rétt hjá væri miklu auð- veldara að fara á milli Reykjavíkur og ísafjarðar! En hvað græða Reykvíkingar á því? Jú, það segir sig nú sjálft að þeg- ar fólk er að ferðast er það vegna þess að það þarf að komast frá einum stað til annars, ef við útvíkkum þessa hugmynd aðeins og segjum að Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur á Reykjavíkursvæðinu, en á kortinu við ísafjörð og brjótum kortið saman þáfinig að allt lendir á sama punktin- úm þá er maður samstundis kominn flugleiðis til ísafjarðar og ferðalag sem áður var frá einum stað til ann- ars er nú frá einuin stað til hins sama staðar. Og með því að útvíkka þetta enn meira: Þá tökum við Reykjavíkur- flugvöll og bútum hann niður og setj- um einn bút við hvert bæjarfélag. Með því verður allur samgöngu- vandi á landinu úr sögunni. Meira að segja byggðavandinn leysist í leið- inni og til þess að fara hvert sem maður vill á landinu verður maður bara að fara á Reykjavíkurflugvöll og þá er maður kominn „þangað“! Samfylkingarformaður afhjúpar sig Jón Sigurðsson skrifar: Mikið var átakanlegt og aumkun- arvert að horfa á þingmanninn og formann Samfylkingarinnar í við- tali Sjónvarpsins við heilbrigðisráð- herra þar sem hún féll niður. Það eina sem hinn mikli stuðningsmað- ur Öryrkjabandalagsins, þingmað- urinn Össur, gerði, var að laga á sér bindishnútinn þegar fréttakonan reyndi að hjálpa Ingibjörgu. Það var þó sanngjarnt að formaður Samfylk- ingarinnar skyldi afhjúpa sig svona sjálfur, og sýnir nefnilega að hann er mestur í munninum. Það fer ósköp lítið fyrir aðgerðum hjá aum- ingja manninum, en snöggfrýs þeg- Ég vona að maður sem þarf slíkan umhugsunarfrest komist aldrei í valdameira embœtti en að vera formað- ur Samfylkingarinnar. “ ar verulega reynir á að þurfa að hugsa snöggt. - Ég vona að maður sem þarf slíkan umhugsunarfrest komist aldrei í valdameira embætti en að vera formaður Samfylkingar- innar. Og í beinu framhaldi. - Forsætis- ráðherra myndi örugglega vilja borga öryrkjum 200.000 á mánuði. En hann hugsar lengra en til morg- undagsins og þjóðfélagið hefur ein- faldlega ekki efni á að gera það, hvað sem hver segir. Formaður Öryrkjabandalagsins er löngu kominn út fyrir allt vel- sæmi í blaðri sínu, samanber þegar hann sagði í helgarviðtali við DV að hann væri fylgjandi tekjutengingu, en bara ekki hjá sér! Hvers konar bull er þetta og frekja? Það eru margir öryrkjar sem vinna fulla vinnu „svart“ eða á skattkorti ann- arra svo sem barna sinna og hafa því ekkert með bætur að gera. Þetta svindl á tryggingakerfinu kemur eingöngu niður á þeim öryrkjum sem þurfa sannarlega á hjálp að halda. Dagfari mmtggm Eftir Imbufallið Sjaldan fellur Ingjbjörg langt frá Össuri segir máltækið. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir annað máltæki. Og man einhver eftir því að eikarskrattinn hafi reynt að ná í eplið? Ó nei, ó nei. Hún stóð sem fastast. Það koma fleiri þaðan sem þetta kom, hugsaði eikin og hélt áfram að standa. Össur réðst á ríkisstjórnargarðinn þar sem hann var lægstur. Ingibjörg er næst- lægsti þingmaðurinn - einungis einn þing- maður er lægri en hún og það er lillibró, ísólfur, sem margir skrifa vitlaust og kalla Isálf, ísálf Gylfa Pálmason. Hjartalag fjöl- skyldunnar er talið gott og gollurshúsið með þeim vönduðustu af sinni sort í Suð- urlandskjördæmi. Össur vitnar í Martein Lúter: Hér stend ég og get ekki annað. Össur hélt að þetta væri eins og í þættinum forðum þegar hann rakaði af sér skeggið. Þá stal Ingibjörg senunni með því að dansa línudans. Hún var eins og fjörug kábojatelpa en hann var bara allsber í framan. Honum fannst lágt lagst að leggjast svona lágt. Hún er til alls líkleg, þessi kona. Steingrímur J. er íþróttamaður, gamall blak- maður, en ekki Össur. Steingrímur J. hefði Össur vitnar í Martein Lúter: Hér stend ég og get ekki annað. Össur hélt að þetta vceri eins og í þœttinum forðum þegar hann rakaði af sér skeggið. Þá stal Ingibjörg senunni með því að dansa línudans. skellt sér í granatígur og gripið ráðherrann eins og í fyrsta flokks B-mynd. En þetta var ekki Steingrímur J. Þetta var Össur Skarphéðinsson, sérfræðingur í urriðum. Össur er eins og íslenskar handboltakonur - hann kann ekki að grípa. Dagfari man eftir Aldingarðinum. Fyrst var Eden eins og prósakkheimur en svo kom snákurinn, helvítis snákurinn, og ætl- aði að selja Evu hugmynd. Hann byrjaði að bjóða henni hugmynd að Samfylkingunni en hún hló og fékk sér epli. Og því fór sem fór. Össur var ekki lengi í paradís. Eplið sem Ingibjörg fékk var reyndar ekki lostaepli Evu. Eplið sem Ingibjörg fékk var frá sama framleiðanda og eplið hennar Mjallhvítar. Þess vegna féll Ingibjörg. Og prinsinn? Já, prinsinn. Hann var snöggur á vettvang, glóhærður, með veldis- sprota. Prinsinn var Jóhanna Vigdís Hjaltadótt- ir meö ljósa hárið sitt og hljóðnemann. Dagfari treystir á ævintýrin. Bráðum rís Ingibjörg upp og verður alvörudrottning eða í það minnsta varadrottning. Halldór á bara eftir að smella kossi. _ p . Rannsóknarskipið Árni Friöriksson Eftirlit með smíöinni í molum? Smíðin á Árna Friðrikssyni Steingrímur Björnsson skrifar: Mikið er talað um nýja skipið Árna Friðriksson og kostnaðinn við smíð- ina. Sumir standa bísperrtir núna og segja að smíða hefði átt skipið hér- lendis. Við hefðum fengið betra og ódýrara skip. Mér finnst ákaflega ólík- legt að við hefðum ráðið við þetta verkefni. Við verðum að viðurkenna að hjá okkur eru það slökustu nem- endurnir sem fara í iðnnám (og sjó- mannaskóla). Mér er tjáð af mönnum sem þekkja vel til að menn í þessum greinum vilji helst vinna samkvæmt brjóstvitinu. - Að setja eitthvað niður á pappír sé eitur í þeirra beinum og hafi heldur ekki tök á þvi að vinna skipulega, þótt þeir geti hins vegar verið ágætir handverksmenn undir góðri stjórn (a.m.k sumir). Ég held hins vegar að eftirlitið með smíði Árna hafi verið í molum (ekki hæfir menn) og þar liggi hundurinn grafinn. Líka Landsbankinn Sigurlaug Gunnarsdðttir, sérfr. í einstak- lingsvi&skiptum Landsbanka Islands, aðalbanka, sendi þessar linur: Vegna ábendinga Örlygs á lesenda- síðu DV þann 18. janúar sl. um þjón- ustu banka og sparisjóða viljum við vekja athygli á því að í aðalbanka Landsbanka íslands hf. hefur verið mögulegt að nýta sér „hraðkassa" á mánaðamótum frá 1. febrúar 2000. Hraðkassinn er ætlaður fyrir þá sem eru einungis með 3 færslur eða færri. - Aðalbanki Landsbankans býður því Örlyg velkominn til sín á mánaðamót- um til að nýta sér þessa þjónustu. Sighvatur ráðinn Árni Björnsson skrifar: Það fór aldrei svo að ekki yrði vænn embættismaður hins opinbera, þing- maður og fyrrum ráðherra skipaður forstjóri Þróunar- samvinnustofnunar. Enginn þarf að segja okkur, hinum breiða almenningi, að ekki hafi verið fyrirfram ákveðið að fyrrverandi ráð- herra væri ætlað starfið. Og jafnvel þótt svo hafi ekki verið liggur beinast við að ætla það þegar hafðar eru í huga fyrri niðurstöður úr ámóta starfsveit- ingum fyrir þingmenn og fyrrverandi ráðherra í opinberar stöður. Þetta er orðið svo algengt að ekki duga neinar útskýringar hinna „heppnu" umsækj- enda. Málið er alvarlegt og hneykslan- legt, og utan allra siðareglna sem gilda, a.m.k. opinberlega, í hinum siðaða vestræna heimi. - Nú er mál að linni svona háttalagi. Skora verður á ráða- menn að láta af þessum augljósa kjána- hætti sem spillir gjörsamiega allri til- trú á réttlæti í stjómskipulagi hér. Kjósum um áfengið Gunnlaugur hringdi: Úr því loks á að ganga til borgara- legra kosninga hér í Reykjavík um flugvallarmálið finnst mér rétt að nota tækifærið og gefa borgarbúum kost á að kjósa um áfengið líka. Hvort selja eigi léttvín og bjór í matvöru- verslunum hér á þéttbýlissvæðinu. Úti á landi tíðkast að selja áfengið í hinum ýmsu verslunum, svo sem barnafatabúð, byggingavöruverslun- um og víðar. Notum lýðræðið, kjósum um málin. DV! Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.ls Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, ÞverhoKI 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Slghvatur Björgvinsson, fyrrv. ráöherra „Mál aö linni svona háttalagi“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.