Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 x>v Fréttir Sótt að sjötugum klerki í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp: Séra Baldur burt - vill vera áfram og skrifar bisktipi bréf „Aö sumra manna áliti leikur á því vafi hvort ég megi búa hér áfram,“ sagði séra Baldur Vil- helmsson, í Vatnsfirði við ísafjarð- ardjúp, sem á í vök að verjast í gamla prestakallinu sínu þar sem hann hefur þjónað frá því skömmu eftir miðja síðustu öld. „Ég er orð- inn sjötugur og það virðist einhver misskilningur hafa komið upp varðandi rétt minn til að búa hér.“ Séra Baldur vill ekki gefa upp nöfn þeirra manna sem telja bú- setu hans I Vatnsfirði vafasama. Hann sé að vinna í málinu og verði frétta að vænta í vikulok: „En nú ætla ég að skrifa biskupi bréf og fá skýringar," sagði séra Baldur í gær. Vatnsfjarðar- prestakall hefur verið lagt niður og sameinaö öðru þannig að nú þjón- ar enginn prestur í Vatnsfirði. Séra Baldur vill hins vegar fá að búa áfram á bæ sínum en þar hefur hann verið og þjónað sveitungum sínum með sóma, eins og hann orðar það sjálfur, frá ár- inu 1965. „Við skulum sjá hvað setur þeg- ar líður á vikuna. Ég er með heila skýrslu um þetta vandræðamál hér á borðinu hjá mér,“ sagði sér Bald- ur sem vill hvergi fara. „Ég veit minna en ekki neitt um þetta mál,“ sagði Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræöingur Bisk- upsstofu, og vísaði á Bjarna Gríms- son, formann stjómar Prestsetra- sjóðs. „Prestar sitja jarðir og þegar þeir láta af embætti sitja þeir ekki lengur jarðirnar. Séra Baldur er með leigusamning við okkur fram á næstu fardaga sem eru í júní,“ sagði Bjarni Grímsson en á Kirkju- þingi i haust var lögð fram tillaga þess efnis að jörðin í Vatnsfirði yrði seld. Sú tillaga náði ekki fram að ganga. „Jörðin verður annaðhvort seld eða leigð áfram og séra Baldur get- ur þá boðið í hana eins og aðrir,“ sagði formaður stjórnar Prests- setrasjóðs í gær. -EIR Séra Baldur Vilhelmsson. Dómari, sækjandi og verjandi mættu allir í dómsal og biöu sakamanns í fíkniefnamáli: Sá ákærði gleymdist - reyndist enn vera austur á Litla-Hrauni - fangaflutningar Undrunar og óánægju gætti í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar ljóst varð að sakborning- ur í talsvert stóru e-töflumáli mætti alls ekki þar sem ekki höföu verið »i>/ I lí'Ji m s m Óttar Sveinsson gerðar viðeigandi ráðstafanir til að flytja manninn frá Litla-Hrauni, þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi, til Reykjavíkur. Dómari, fulltrúi ríkis- saksóknara og verjandi voru allir mættir klukkan eitt, mínúturnar liðu og fólk beið en engir fangaflutn- ingamenn sáust koma með ákærða. Réttarhald var að hefjast í máli ríkis- saksóknara gegn 29 ára karlmanni sem ákærður er fyrir að hafa flutt 819 e- töflur í líkama sín- um þegar hann kom með flugi til Keflavíkur frá Þýskalandi þann 15. október. Ekki í fyrsta sinn Guðjón Mart- einsson héraðdóm- ari fól Kolbrúnu Sverrisdóttur, sækjanda málsins, að grennslast fyrir um ákærða sem átti að vera mættur. Hún fékk þau svör hjá fangavörðum á Eyrarbakka að ákærði væri enn austur á Litla- Hrauni. Fólk i dómsalnum leit hvað á annað í forundran - hvemig getur það gerst í opinberu réttarhaldi þar sem maður er borinn þungum sök- um aö ekki séu geröar ráðstafanir DV-MYND E.ÓL. Ákærða vantaði Allir mættir í dómssal - nema sakborningurinn. Ástæö- an var sú aö ekki höföu veriö geröar viöeigandi ráöstaf- anir til aö flytja ákæröa. til að færa hann fyrir dóm? Pétur Örn Sverrisson, verjandi ákærða, upplýsti í gær að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hliðstætt atvik gerðist - áður hefði hann, meira að segja í máli með sama dómara, lent í að ekki voru gerðar ráðstafanir til að færa ákærðan sakamann fyrir dóm. Fangaverðir eöa lögregla? En hver var ástæða þess að ákærði var ekki fluttur í réttarhaldið í gær? Kolbrún sækjandi fékk þær skýringar á Litla-Hrauni að fangaverðir hefðu á föstudag rætt við lögregluna í Reykja- vík, sem í raun er með „forsjá" gæsiu- varðhaldsfangans, sem hefði sagt að hún myndi annast flutninginn. Þegar DV hafði samband við Guðgeir Eyj- ólfsson fangelsismálastjóra sagði hann það sama. Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fullyrti hins vegar í samtali við DV að „engin beiðni hefði komið um flutn- ing á hinum tiltekna gæsluvarðhalds- fanga í Héraðsdóm Reykavíkur í gær, mánudag. „Hvort sem það hefur verið talaö við einhvern annan á þetta að koma hér í gegn,“ sagði Ómar. Réttarhaldinu yfir ákærða hefur nú verið frestað til morgundagsins, mið- vikudags, klukkan 11.00. Ákærði verð- ur sá eini sem kemur til að gefa skýrslu fyrir dóminum. Hann hefur viðurkennt sök alfarið og ekki er tal- in ástæða til að leiða fram vitni í mál- inu. Stuttar fréttir ríkisstjórn Framkvæmda- stjóm Starfsgreina- sambandsins kem- ur saman í dag og ræðir um hvernig bregðast skuli við því atvinnuleysi meðal fiskvinnslu- fólks sem hefur orð- ið vegna uppsagna í Bolungarvík, Vestmannaeyjum og á Húsavík. I kjölfarið hyggst forysta Starfs- greinasambandsins funda með rík- isstjórn um hvernig hægt sé að tryggja atvinnu til frambúðar. - Vís- ir.is greinir frá. Gerist ekki aftur Tollstjóri segir það óeðlilegt að Is- landspóstur hafi fengið uppiýsingar hjá embættinu um starfsfólk sitt. Búið sé að taka fyrir að það geti gerst aftur. - RÚV greindi frá. Fyrirvari vegna flugslyss Búið er að semja við Leigufiug Is- leifs Ottesen um sjúkraflug á Vest- fjörðum, sem og suðursvæðinu svo- kallaða sem nær austur að Höfn í Hornafirði. Eins og kunnugt er stendur enn yfir rannsókn á flug- slysinu í Skerjafirði í fyrra og af þeim sökum er fyrirvari í samning- um við LÍO. - Dagur greinir frá. Geri grein fyrir skrám Allir lögreglustjórar á landinu eiga fyrir 1. mars nk. að hafa gert ríkislögreglustjóra grein fyrir öllum skrám sem haldnar eru á þeirra vegum hjá lögreglu í þágu löggæslu sem innihalda persónutengdar upp- lýsingar. Óheimii þóknun ritara Forsætisráðuneytinu var óheim- ilt að greiða Benedikt Bogasyni, skrifstofustjóra dómsmálaráðuneyt- isins, þóknun vegna starfa hans sem ritari sérskipaðrar nefndar um viðbrögð við öryrkjadómnum frá 19. desember. Skýr ákvæði eru í regl- um kjaranefndar um bann við slík- um greiðslum nema að undan- gengnum úrskurði. - Dagur greinir frá. Fundað með Loðnan er dyntótt lifandi sem dauð DV, BOLUNGARVÍK: „Vinnsla og veiðar hafa gengið vel undanfarið fýrir utan eins sólar- hrings hráefnisskort," sagði Guðjón Magnússon, verkstjóri í loðnubræðsl- unni Gná í Bolungarvik, sem sumir Vestfirðingar kalla í gamni Bologna. „Menn eru að vona að þetta standi fram í mars. Reyndar var loðnan þremur vikum fyrr á ferðinni en venjulega." Aðspurður hvernig fiskur loðnan væri sagði hann að hún væri dyntótt- ur fiskur, jafnt lifandi sem dauð. „Hún er verri dauð ef eitthvað er hvað dyntina varðar. Annars er bara gaman að þessu öllu saman,“ sagði Guðjón og glotti út í annað. -VH/JBP Framhaldið ræðst af veiðunum fyrir austan DV. BOLUNGARViK: Grindvikingur GK 606 var að koma inn til hafhar í Bol- ungarvík í gærdag, heldur framsettur, með um 1140 tonn | af loðnu innanborðs, er frétta- mann DV bar þar að. Þennan I afla fékk Grindvíkingur ná- lægt Víkurálnum. „Hann sest niður að framan á síðustu tonnunum þegar mikið er sett í hann,“ sagði Björgvin skip- Grindvíkingur kemur á löggunum inn til hafnar í Bof stjóri, „en maður gerir þetta ungarvík. Rúnar Björgvinsson skipstjóri, á innfelldu þegar gott er í sjóinn." myndinni, segir þetta í lagi þegar veöur eru góö. Spurður um framhald DV-MYND VALÐIMAR HREIÐARSSON. Fullferml loðnuvertíðar segir hann að það ráðist af veiðunum fyrir austan, þar sé auð- veldara að losa sig við loðnuna. Þar að auki séu veðrin hér fyrir vestan erfið viðureignar. „Annars eru loðnuveiðar hér fyrir vestan óskrifað blaö. En er á meðan er,“ sagði Rúnar skipstjóri á aflaskipinu Grindvíkingi. -VH ho vera eoa eKKi vera. Guöjón Magnússon verkstjóri skoöar hráefniö sem barst Bolvíkingum óvs, miklu fyrr en vant er. Varar viö efnishyggju Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, varaði m.a. við hleypidómum „ og efnishyggju í | ræðu sinni við brautskráningu kandidata. Hann benti á að hvatvísi og hleypidómar myndu valda mis- skilningi, vankunnáttu og ruglingi í hugum manna, samskiptum og störfum. - Dagur greinir frá. Evróvisionlagi breytt „Þetta er martröð allra laga- smiða,“ segir Grétar Sigurbergsson geðlæknir sem væntanlega mun láta breyta dægurlagi sem hann sendi í Evróvisionkeppnina. Ábend- ingar bárust um að sláandi líkindi væru með laginu, „Mín æskuást", og sænskum slagara eftir Ulle Adolf- son. - Dagur greinir frá. Trúnaðarbrestur Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur Læknafélags ís- lands, segir að efh- islegur ágreiningur í samningaviðræð- um viö íslenska erfðagreiningu hafi ekki valdið samn- ingsslitum varðandi framkvæmd laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði heldur sé það trún- aðarbrestur og áhugaleysi forsvars- manna ÍE til að ljúka samningavið- ræðum. - Mbl. greinir frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.