Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 20
-f
32
Tilvera
ÞRIDJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001
I>V
Naomi í mann-
réttindabaráttu
i Breska ofurfyrirsætan Naomi
Campbell hefur ákveðið að berjast
fyrir auknum réttindum ríka og
fræga fólksins og betri meðferð á
því í fjölmiðlum. Ástæðan ku vera
frétt blaðsins Mirror á dögunum um
að Naomi sæti daglega fundi fólks
sem hætt er að neyta ólöglegra
fikniefna. Fyrirsætan hefur átt í
vandræðum með bæði dóp og
brennivín í gegn um tíðina.
„Þetta snýst ekki bara um mig,
þetta snýst um alla í þessari stöðu,“
segir Naomi í viðtali við Mirror.
Þar viðurkennir hún að fréttin á
dögunum hafl komið henni í upp-
nám, þó ekki nema í fimm mínútur.
Naomi hefur áður varað við þeim
hættum sem ungum stúlkum í fyrir-
•í sætustörfum stafar af eiturlyfja-
notkun.
Madonna veld-
ur vonbrigðum
Það eru um það bil 2 vikur síðan
Britney Spears tilkynnti að hún
myndi syngja dúett með Madonnu,
sjálfri poppdrottningunni. Orðróm-
ur um samvinnu þeirra hafði verið
á kreiki í nokkra mánuði og á
fréttamannafundi í tengslum við
Rokk í Ríó hátíðina staðfesti Britn-
ey orðróminn. Nú segir Britney að
t ekkert verði af dúettinum. Hennar
fólk sé þó í sambandi við Madonnu.
Talsmenn poppdrottningarinnar
staðfesta að rætt hafi verið um sam-
vinnu en segja að ekkert hafi komið
út úr viðræðunum. Britney hefur
oft lýst því yfir að Madonna sé
fyrirmynd hennar.
Leo kastar kúk
í ljósmyndarana
Hrægammaljósmyndarar fengu
heldur kaldar kveöjur frá
hjartaknúsaranum Leonardo
DiCaprio í Róm um daginn. Rétt
væri að segja að skítalykt hefði ver-
. ið af þeim því kappinn henti í þá
hrossataði. Það var það sem hendi
var næst þegar ljósmyndurunum
tókst að ganga gjörsamlega fram af
leikaranum heimsfræga sem er við
störf í Róm um þessar mundir. Ljós-
myndaramir munu hafa verið held-
ur aðgangsharðir við þrjá slasaða
aukaleikara í myndinni. Reyndar
■* svo, að það tafði fyrir sjúkraflutn-
ingamönnum.
Stútungur á Flateyri:
Ekkert glas brotnaði
Lýður Árnason, læknir og stuð-
bolti á Flateyri, var í sviðsljósinu
á Stútungi á Flateyri síðastliðið
laugardagskvöld. Stútungur er
þorrablót Flateyringa. Nú er þorri
blótaður í íþróttahúsinu þar sem
er gott rými fyrir sístækkandi
Stútunga. Fjölmenntu Flateyring-
ar að vanda, bæöi heimamenn og
brottfluttir. Rúmlega tvö hundruð
manns voru mætt til blóts.
I skemmtinefnd var valinn hópur,
Hálfdán Kristjánsson, formaður
karla, og Guðrún Kristjánsdóttir,
formaður kvenna. Meðal annarra
skemmtinefndarmanna má nefna
Lýð lækni og Ólaf Ragnarsson,
poppara og skipstjóra, samherja
Lýðs í fjörinu.
Meðal atriða á Stútungi var söng-
ur Lýðs læknis og móður hans, sem
er danskrar ættar, en þau sungu
lagið hugljúfa, Lille sommerfugl.
Minnti ómþýður söngur þeirra
mæðgina á beykiskóga og bleika
akra i landi danskra. Skyndilega
hóf Lýður söng á íslenska tungu.
Breyttist sláttur tónlistarinnar við
það, varð allur þyngri og norrænni.
í stað þess að syngja um fiðrildi og
huggulegheit í dönskum skógum
söng Lýður læknir nú íslenskum
þorramat lof, hrútspungum og súr-
um hval. Var greinilegt að móðir
læknisins treysti sér ekki til að taka
undir þennan söng og dró sig í hlé.
Veislugestir tóku hins vegar undir í
viðlaginu af hjartans lyst.
Eftir borðhald og skemmtidag-
skrá var stiginn dans fram eftir
nóttu. Ber veislugestum saman um
að Stútungur í ár hafi verið hin dýr-
legasta skemmtan sem fór vel fram
í alla staði. Kristján Einarsson, einn
nefndarmanna, sagði að ekki hefði
brotnað svo mikið sem eitt glas.
Glaöir aö lokinni góöri dagskrá
Lýöur læknir, Óli popp og tveir einlægir aödáendur, þær
Ágústa Guðmundsdóttir og Joianta Tomaszewska.
Margt var fagurra fjóöa á
Stútungi nú sem fyrr
Steinunn Einarsdóttir og Guö-
björg Konráösdóttir skemmtu
sér greinilega vel.
Lýöur og mamma
Lýður læknir og móöir hans syngja um fiðrildi
og huggulegheit í dönskum laufskógum.
Aldursforsetinn
María Jóhannsdóttir, sem er aldurs-
forseti Flateyringa, 94 ára aö aldri,
var heiöursgestur á Stútungi. Meö
henni á mynd er dóttir hennar, Jó-
hanna Guörún Kristjánsdóttir.
w
3V-MYNDIR VALDIMAR HREIÐARSSON
Tenórarnir fjórir slógu í gegn
Ólafur Ragnarsson poppari, Kristján Rögnvaldur Einarsson, Hálfdan Kristjáns-
son og Lýöur Árnason læknir sungu fyrir Stútungsgesti og ætlaði fagnaðarlát-
unum aldrei aö linna.
r
Stemning á Stútungi
Gríöarleg stemning var á Stútingi á laugardags
kvöld. Þar koma kynslóðirnar saman
og skemmta sér.
Soknarpresturinn
og prófasturinn
Guösfólkiö skemmti sér hiö
besta á Stútungi. Hér eru Óli
Aadneby, séra Stína Gísla-
dóttir, Holti í Önundarfiröi, og
séra Agnes M. Sigurðardóttir,
prófastur og sóknarprestur í
Bolungarvík.