Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 7
7 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 I>V Fréttir Hrottaleg árás: Höfðu þrjú þúsund krónur upp úr krafsinu Lögreglan í Reykjavík hefur upp- lýst rán sem pitsusendill nokkur varð fyrir í Árbæ í Reykjavík í nóv- ember síðastliðnum. Tveir menn réðust á sendilinn fyrir utan hús í hverfinu klukkan 2 um nóttina, felldu hann í jörðina, slógu hann margoft í andlitið með þeim afleið- ingum að gleraugu sendilsins brotn- uðu. Mennirnir rændu svo seðla- veski sendilsins, en í því voru 3000 krónur. Að sögn lögreglunnar hlaut send- illinn mar, blóðnasir, bólgna vör og skrámur en gat litla lýsingu gefið á mönnunum vegna myrkurs. Grunur lék á að ungur maður bú- settur utan höfuðborgarsvæðisins hefði staðið að ráninu og hafði lög- reglan í Reykjavík því samstarf við önnur lögregluembætti við upp- ljóstrun þessa máls. Maðurinn og íjórir aðrir menn hafa viðurkennt aðild sína að ráninu, en tveir þeirra stóðu að sjálfu ráninu og hinir þrír tóku þátt í ráðabrugginu. -SMK Reyk j anesbraut: Ók á Ijósastaur Ungur ökumaður með nokkurra daga gamalt ökuskírteini missti stjórn á bíl sínum á Reykjanes- brautinni skömmu fyrir hádegi á laugardaginn, með þeim afleiðing- um að bíllinn hafnaði á ljósastaur. Staurinn fór i sundur við árekstur- inn og hafnaði bifreiðin utanvegar. Bíllinn er nánast ónýtur eftir áreksturinn, en að sögn lögreglunn- ar í Kópavogi má ökumaðurinn, sem var að stilla útvarpstæki bíls- ins er hann missti stjórn á bílnum, teljast stálheppinn því hann slapp ómeiddur. -SMK Tvær bílveltur: Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík Ökumaður bifreiðar missti stjórn á henni á þjóðaveginum rétt austan við Ólafsvík, skömmu fyrir klukkan 9 á sunnudagsmorguninn með þeim afleiðingum að bíllinn valt út fyrir veg. Ökumaðurinn slapp lítið meiddur, en farþegi hans var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Hann reyndist þó ekki alvarlega slasaður. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík er bíllinn nánast ónýtur eftir veltuna. Auk þessa varð bílvelta um tvöleytið sama dag á Suðurlands- veginum í Hveradölum. Hálka var á veginum er ökumaðurinn missti stjórn á bíl sínum og að sögn lögreg- unnar á Selfossi er talið að ökumað- ur hafi ekið of hratt miðað við að- stæður. Engin slys urðu á fólki, en bíllinn er talsvert skemmdur. -SMK Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur um borð í Árna Friðrikssyni: Mikil bjartsýni varðandi loðnuna - dagaspursmál hvenær hún kemur á grunn við Austurland Hjálmar Vilhjálmsson. „Það er alveg óhætt að segja að það lítur alveg ágætlega út með loðnuveiðarnar á næstunni, það er a.m.k. miklu betra hljóðið í mönnum núna en það var þegar engin loðna fannst nokkurs staðar við landið," segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur og helsti talsmaður Hafrannsóknar- stofnunar, um loðnuveiði. DV ræddi við Hjálmar í gær en þá var hann um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og var skipið að fara út úr Berufirði þar sem það hafði legið í vari vegna veðurs. Veður hefur eitthvað sett strik í reikninginn varðandi veiðina und- anfarna daga en mikil loðna er út af Vestfjörðum á hægri leið suður með landinu. Hjálmar segir að þar hafi þeir fundið fyrir nokkrum dögum um 700 þúsund tonn og f kjölfar þess hafi verið ákveðið að hækka kvóta skipanna um 200 þúsund tonn þannig að enn væri eftir að veiða um 400 þúsund af útgefnum kvóta. Hjálmar segir það hljóta að vera dagaspursmál hvenær loðnan fari að gefa sig af meiri alvöru úti fyrir Austurlandi. „Hún er örugglega héma einhvers staðar, það er bara spurningin um að finna hana. Mér finnst ástandið hérna fyrir austan núna lykta af því að hún sé að færa sig til og komi upp á grunnið mjög fljótlega, spurningin er bara hvar Nýjung í veðurfréttum: Horft á veðrið — á Vísir.is Vísir.is hefur tekið upp þá ný- breytni i veðurlýsingum að birta myndir af veðrinu frá helstu þéttbýl- iskjörnum landsins. Myndirnar eru uppfærðar á nokkurra mínútna fresti og sýna því veðrið eins og það er á hverjum tíma. „Við erum nú með myndir frá Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum og höfum fullan hug á að fjölga stöðunum. Þetta er bara eins og að líta út um gluggann og gá til veðurs,“ sagði Eiríkur Hjálmarson, ritstjóri á Vísir.is. „Þá er einnig hægt að skoða nýjar mynd- ir frá helstu skíðasvæðum á land- inu.“ Myndimar á Vísir.is eru teknar af sjálfvirkum myndavélum sem senda þær síðan inn á vefinn. Myndavélin í Reykjavík er á Suðurlandsbraut og tekur mynd yfir Laugardalinn og á ísafirði er myndavélin á Silfurtorgi, svo eitthvað sé nefnt. -EIR í . - . ... ... — '!S * ■ n <# <=* 4 .» 1 tk ■ htn M* it*i ***** >!*• ■ ■ ÍSj kitóu*sf«á#«íeálrt!, essö.ls Veöurmynd á vefnum Veðriö í Reykjavík í gær. Bjartsýni á Reykhólum: Þörungaverksmiðjan stækk- ar og húsbyggingar á döfinni DV, REYKHÓLAHREPPI: Mikil eftirspurn er eftir íbúðar- húsnæði í Reykhólahreppi að sögn Jónu Valgerðar Kristjáns- dóttur, sveitarstjóra í Reykhóla- hreppi. „Okkur vantar húsnæði og þess vegna emm við núna að setja talsverðan pening í skipu- lagsmál. Við erum að fara í deiliskipulag fyrir Reykhóla með það í huga að byggja íbúðarhús- næði og þar er gert ráð fyrir 6-8 íbúðum," segir Jóna. Atvinnuástand í byggðarlaginu er stöðugt og gott og vaxandi eft- irspurn eftir vinnuafli og meðal annars þess vegna er hreppurinn að hugsa um íbúðabyggingar. „Bæði í Þörungaverksmiðjunni, á Jóna Valgerður Kristjánsdóttir sveitarstjóri Eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í Reykhólahreppi. dvalarheimilinu og í skólanum sjá menn að það þarf að bæta við fólki. Verið er að stækka Þör- ungaverksmiðjuna og búið að kaupa tvo þangskurðarpramma. Þeir ætla að fara að vera með meiri framleiðslu og taka inn fleiri tegundir af sjávarfangi, stór- þara sem þeir hafa ekki verið með. Þá ætla þeir að setja upp myllu í Þörungaverksmiðjunni sem finmalar hluta af þörunga- mjölinu. Það er meiri fullvinnsla á þörungamjölinu en verið hefur og við það skapast nokkur ný störf,“ sagði Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, við DV. -DVÓ það gerist og hversu fljótt við finn- um hana,“ segir Hjálmar. Um það hvort loðnan sem er vest- ur af landinu muni hrygna fyrr en annars hefði gerst ef hún hefði kom- ið „hefðbundna" gönguleið, þ.e. suð- ur með Austfjörðum, með Suður- landi og vestur í Breiðafjörð og Faxaflóa, sagði Hjálmar að því væri erfltt að svara. „Þetta gerist svo sjaldan en siðast þegar loðna kom i umtalsverðu magni vestan að og suður með Vesturlandinu þá gekk hún allt austur undir Þorlákshöfn áður en hún hrygndi það síðasta af henni. En þetta gerist svo sjaldan að það er ómögulegt að segja eitthvað fyrir um þetta," sagði Hjálmar. -gk Gott útlit Fiskifræðingar eru bjartsýnir á að loðnustofninn gefi vel af sér á næstunni. Mikil loðna er út af Vestfjörðum þessa dagana. Slökkviliðsmenn Grindavíkur á skólabekk: Niðurnítt frystihús í verklegu kennslunni DV, GRÍNDAVlK: Öll slökkvilið á landinu þurfa að halda sér í góðri æfingu og gera það með venjubundnum æfingum auk þess sem haldnar eru meiri og fjöl- virkari æfingar sem Brunamála- stofnun skipuleggur. Brunamála- skóli stofnunarinnar heldur einnig námskeið fyrir slökkviliðsmenn og nú um helgina var slíkt námskeið haldið hjá slökkviliði Grindavíkur og er það fjórði hluti af fjórum í áfanga sem kallaður er slökkviliðs- maður 1. Á námskeiðinu, sem er bæði verk- legt og bóklegt, er kennd reykköfun og hvemig slökkva á í háum húsum og var notað niðurnítt hús Hrað- frystihúss Grindavíkur í verklega hlutann. Á námskeiðunum er lögð áhersla á að menn læri við þær að- stæður og staðhætti sem menn koma til með að vinna við og noti þau tæki sem notuð eru við raunveruleg slökkvistörf. Ásmundur Jónsson slökkviliðs- stjóri segir að námskeið sem þessi séu nauðsynleg öllum slökkviliðs- mönnum og skili sér tvímælalaust í betri slökkviliðsmönnum. Ásmundur sagði einnig að auk liðsmanna slökkviliðsins i Grindavík hefðu kom- ið tveir frá Keflavík. Námskeiðið stóð frá föstudegi tO sunnudags. -ÞGK DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.