Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001
Skoðun DV
Varstu ánægð/ur með úrslitin
á HM í handbolta?
Tinna Baldursdóttir nemi:
Já, mjög ánægö meö aö Frakkar
skyldu vinna. Islenska landsliöiö var
svolítiö súrt.
Tómas Zahneiser sölumaóur:
Fylgdist ekki meö úrslitunum en
Islendingar voru sorglegir.
Guðmundur Jóhannsson sölumaður:
Já, þetta var skemmtiteg keppni,
ánægöur meö Frakka. íslendingar
voru heldur slappir.
Svavar Jóhannsson heildsali:
Já, ég var alsæll aö Frakkar skyldu
vinna. Hins vegar mjög óánægöur
meö frammistööu Islendinga.
Patrik Chiarolanzio heildsali:
Já, ég var mjög ánægöur aö Svíar
unnu ekki. íslendingar voru daprir og
mættu vinna heimavinnuna betur.
Guðrún Inga Grétarsdóttir sölumaður:
Nei, ég fylgdist ekkert meö.
Saltverksmiðjan á Reykjanesi.
Marglr hugöust ávaxta sitt pund.
Saltverksmiðjan á Reykjanesi
- horfin hlutabréf
Fyrir mörgum
árum voru uppi
háleitar hug-
myndir um fram-
leiðslu á salti á
Reykjanesi og
fleiri efnum, jafn-
vel til manneldis.
Stofnað var und-
irbúningsfélag að
framkvæmdinni.
Margir hugðust
ávaxta sitt pund
og keyptu hlutabréf í félaginu. En
málið átti eftir að fara öðruvísi og
verða furðulegt í marga staði. Kom
það best fram í orðum bresks rithöf-
undar, John Samuelson, sem er í
uppáhaldi hjá mér. Hann sagði eitt
sinn: Vegurinn til helvítis er varð-
aður góðum áformum.
Já, góð voru áformin. Og í góðri
trú lagði fólk sparifé sitt í þetta æv-
intýri, líkt og kom fram hjá góðum
dreng, er rakti sögu sína fyrir ekki
,Já, margt fer öðruvísi en
œtlað er, og margar vonir
hafa brostið þarna. Og enn
spyrja margir sem lögðu
fjármagn í undirbúnings-
fyrirtœkið á Reykjanesi;
hvar sé hlutaféð sem þeir
lögðu í þennan vafasama
„bisness““.
löngu hér í þessum dálkum DV.
Hvers á sá góði maður og fleiri slík-
ir að gjalda? Mér er tjáð, að hann
aðhyllist hugsjónir einkaframtaks-
ins, hafi réttar trúarskoðanir, sé
hlyntur vestrænni samvinnu, taki
starf sitt alvarlega og inni það vel af
hendi. - Það er þvi eins og blaut
tuska í andlit hluthafa að hlutabréf-
in skuli hafa verið afskrifuð, og er
allt hið ljótasta mál.
Blað Suðurnesjamanna, Víkur-
fréttir, birti á sínum tíma lofsorð
um þessa verksmiðju. Virt blað sem
prentað er á dýran Kodak ljós-
myndapappír og birtir reglulega
pistla frá gömlum krötum og viðtöl
við yfirmenn varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, svo og íslenska
starfsmenn á vellinum, sem fengið
hafa orður, oft fyrir litla hetjudáð,
en er að mestu auglýsingar frá
verslunum á Suðurnesjum er
standa í hörðum slag við Bónus og
Rúmfatalagerinn.
Já, margt fer öðruvísi en ætlað
er, og margar vonir hafa brostið
þarna. Og enn spyrja margir sem
lögðu fjármagn í undirbúningsfyrir-
tækið á Reykjanesi; hvar sé hlutaféð
sem þeir lögðu í þennan vafasama
„bisness". Hér hlýtur að standa eft-
ir ábyrgðarhlutur hins opinbera
(iðnaðaráðuneytisins) á hlutabréf-
um sem gefin voru út til handhafa á
löglegan hátt.
Hverjir velja Reykjavíkurflugvöll?
Óskar Sigurðsson
skrifar:
í DV sl. fostudag var birt skoðana-
könnun um Reykjavíkurflugvöll. Mér
er ekki alls kostar sama hvernig
svona skoðanakönnun er fram-
kvæmd og í þessu tilviki finnst mér
það alrangt að gera könnun um
mannvirki í Reykjavík (hvort það
eigi að vera eða fjarlægja) með þátt-
töku allra landsmanna. Hér um að
ræða mannvirki sem höfuðborgarbú-
ar og aðrir á höfuðborgarsvæðinu
öllu eiga einir að fá að ráða. Ekki all-
ir landsmenn.
Ekkert frekar en að við, höfuð-
borgarbúar, fáum að kjósa um hvort
gera eigi jarðgöng milli Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar. Og ekki vorum við
„Hér er komið upp heitasta
málið sem lengi hefur verið
deilt um. Miklu heitara en
öryrkjadómurinn svonefndi.
Fróðlegt verður að sjá hvaða
afstöðu fulltrúar borgar-
stjórnar taka. “
Reykvíkingar beðnir um álit á tilurð
Vestfjarðargangna.
En í könnun DV kemur þó fram,
að af þeim höfuðborgarbúum sem
tóku þátt í könnuninni, voru aðeins
um 35% sem vildu halda Reykjavik-
urflugvelli. Aðrir vildu flytja flugið,
ýmist til Keflavíkur, Lönguskerja eða
á Vatnsleysuströndina. Ibúar lands-
byggðar og höfuðborgarsvæðis eru
því engan veginn sammála um að
halda Reykjavíkurflugvelli þar sem
hann er.
Hér er komið upp heitasta málið
sem lengi hefur verið deilt um. Miklu
heitara en öryrkjadómurinn svo-
nefndi. Fróðlegt verður að sjá hvaða
afstöðu fulltrúar borgarstjórnar taka.
Aðeins einn borgarfulltrúi, úr minni-
hlutanum, hefur nú snúist á sveif
með andstæðingum flugvallar í
Vatnsmýrinni. Hann og aðrir sem
taka sömu afstöðu eiga, að mínu
mati, afturkvæmt í sín sæti í borgar-
stjórn. Við bíðum eftir afstöðu fleiri
borgarstjórnarmanna. - Enginn
þeirra getur verið hlutlaus, nema
fórna trausti sínu meðal borgarbúa.
Dagfari
Varaformannsæðið
Dagfari vill árétta að hann ætlar ekki að
sækjast eftir varaformannssæti Framsóknar-
flokksins.
Sigriður Sigurjónsdóttir á Neðra-Meðalholti
í Meðallagssveit vakti gríðarlega athygli sveit-
unga sinna þegar hún á þorrablóti Ungmenna-
félagsins Guðmundar lýsti því yfir að hún
sæktist ekki eftir varaformannssæti Fram-
sóknarflokksins. Skipaði hún sér þar með á fá-
mennan bekk og var ekki boðið upp í dans
fyrr en undir þrjú um nóttina. Dansaði hún þá
við móður sína þar til hún hné niður í yfir-
liði. Össur á Holti var þá víðs fjarri, ofurölvi
undir borði að laga bindishnút sinn. Gamla
konan er þó í lagi en vonast eftir nokkru sam-
úðarfylgi í baráttunni um varaformannssætið.
Dagfari vill árétta að hann ætlar ekki aö
sækjast eftir varaformannssæti Framsóknar-
flokksins.
Margir myndu halda að fólk yrði fegið því að
losna við samkeppni við Sigríði Sigurjónsdóttur
i varaformannskjörinu en annað hefur komið á
daginn. Bóndi hennar, Friöjón Helgason, hefur
skilið við hana að sæng en reyndar ekki borði.
Heimsóknir i Neðra-Meðalholti er undir meðal-
lagi og pósturinn kemur einungis tvisvar í viku.
Sigríður ætlar sér þó að standa við stóru orðin
Sigriður Sigurjónsdóttir er ein þeirra sem er
af fágætri tegund kvenna sem gengst upp í því
að eltast ekki við nýjungar. Sigríður keypti
ekki fótanuddtæki þrátt fyrir mikinn ágang,
hún horflr ekki á Evróvisjón og hlaupahjólið
sem hún fékk i afmælisgjöf síðasta haust ryk-
fellur uppi í skáp. Það má því sjá að Sigríður
er kona mikils viljastyrks og því aldrei að vita
nema hún geti með árangri spymt við fótum
gagnvart varaformannsæðinu.
Dagfari vill árétta að hann ætlar ekki að
sækjast eftir varaformannssæti Framsóknar-
flokksins.
Tiktúrur Sigríðar Sigurjónsdóttur má rekja
til föður hennar og uppeldisaðferða hans.
Hann var maður ópólitískur og vildi að menn
framkvæmdu það sem þeim kæmi til hugar og
þá um leið og það kæmi þeim tfl hugar. Hann
hafði slæma reynslu af því að liggja undir feldi.
Hann varð einu sinni fyrir því óhappi að kýr fót-
brotnaði og lenti ofan á honum og hann lá undir
henni heila nótt. Hann dó nokkru síðar en sæk-
ist samt eftir varaformannsembættinu.
Dagfari vill að endingu árétta að hann ætlar
ekki að sækjast eftir varaformannssæti Fram-
sóknarflokksins. _ p ,
VAAtUft-
Signður ætlar ser þo að standa við
stóru orðin frá þorrablótinu og feta
þannig í fótspor Alfreðs.net sem er
fullkomlega áhugalaus.
frá þorrablótinu og feta þannig í fótspor Al-
freðs.net sem er fullkomlega áhugalaus.
Dagfari vill árétta að hann ætlar ekki að sækj-
ast eftir varaformannssæti Framsóknarflokksins.
Islandsbanki-FBA
Eykur orösporiö á erlendri grund.
Bankaþekking til
útflutnings?
Gunnar Ólafsson skrifar:
í morgunútvarpi Rásar 2 sl. fóstu-
dag heyrði ég furðulega frétt um
banka i Danmörku sem íslenskur
banki, Íslandsbanki-FBA á stærstan
hluta í. Banki þessi hefur það fyrir
reglu að krefja viðskiptavini sína um,
að mig minnir 20 þús. kr. til þess að
geta hafiðviðskipti sín við bankann.
Finnst Dönum þetta vera irieð ólíkind-
um, að vonum. Hvar skyldi þetta
tíðkast í nálægum löndum. Er íslands-
banki-FBA kannski kominn með sér-
þekkingu til útflutnings? En hvers
vegna prófaði hann sig ekki áfram á
heimavelli fyrst? Mér þykir íslands-
banki-FBA hér vera kominn á hála
braut í viðskiptum sínum, þótt á er-
lendum vettvangi sé, og ekki til að
bæta orðsporið.
Hefði stutt Ingibjörgu
Arnþðr Hálfdánarson skrifar:
Ég get ekki, frek-
ar en Gunnar Bend-
er, í DV sl. fimmtu-
dag, látið það þegj-
andi fram hjá mér
fara bullið í Karli
Ormssyni í blaðinu
nokkru fyrr, þar
sem hann reynir að
gera lítið úr Össuri
Skarphéðinssyni
formanni Samfylk-
ingarinnar. Ég hef
fulla trú á þvi, að
Össur hefði ekki
stigið til hliðar og
látið frú Ingibjörgu Pálmadóttur heil-
brigðisráðherra skella í gólfið, hefði
hún fallið í áttina til hans. Össur hefði
tekið henni opnum örmum eins og
hann gerði við mig, þegar ég sem vara-
formaður í veiðiklúbbi SVR leitaði til
hans um að halda erindi um ísaldar-
urriðann í Þingvallavatni. Slíkt ljúf-
menni er hann.
Ossur Skarp-
héðinsson
alþingismaður
Heföi ekki stigiö
til hliðar heföi
ráöherra falliö í
áttina til hans.
Burt meö verðbætur
Reynir hringdi:
Ég er sammála Jafet S. Ólafssyni
sem svarar spurningu DV sl. fimmtu-
dag um hvort verðbótaþátturinn sé
nauðsynlegur í íslensku lánakerfi,
þegar hann mælir með því að verð-
bótaþátturinn hverfi. Ég held aö flest-
ir muni taka undir með honum. Menn
tala hér um háa vexti, en gleyma því
sem mest um munar, t.d. á langtíma-
lánum, nefnilega verðbótaþættinum
sem er í raun tvöfaldur, bæði á vexti
og á höfuðstól. Þetta fyrirbæri tíðkast
hvergi í heiminum, að mér er sagt.
Sannleikurinn er sá, að okkur er að
verða ólift með núgildandi lánakerfi,
með ofurvexti og tilbúna verðbóta-
þætti þar ofan á.
Sakamenn verndaðir?
Þorvaldur hringdi:
Þetta nýjasta mál hjá íslandspósti,
vegna ráðningar starfsmanna þar,
kemur manni óneitanlega spánskt fyr-
ir. Að ekki megi fá upplýsingar frá lög-
reglunni um fólk sem hugsanlega teng-
ist ólöglegum vímuefnum! Pósturinn
er jú ekki eins og hver önnur stofnun,
þarna er unnið með sendingar til
landsins og frá því, og þar hefur oft
verið reynt að smygla inn vímuefnum
og öðru sem þeim tengjast. Það er því
ekkert óeðlilegt að yfirmenn hjá Póst-
inum reyni að afla sér upplýsinga um
verðandi starfsmenn. En mér finnst
lögreglan túlka málið eins og um
verndun sakamanna sé að tefla. Auð-
vitað eiga gögn yflr fyrrum sakamenn
að liggja á lausu, ef svo ber undir.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.ís
Eða sent bréf til: Lesendasí&a DV,
Þverholti 11,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.