Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 Tilvera r>V 1 í f Í Ö Eva Bersögli sjálfsvamareinleikur- inn Eva verður sýndur í kvöld kl. 21 í Kafíileikhúsinu í Hlað- varpanum. Frábær tragí- kómedía. Krár ■ VELVIRKJAKVOLD A GAUKNUM I kvöld verður í þriðja sinn haldiö „Vélvirkjakvöld" Undlrtóna og verð- ur þetta fastur liður annan hvern > þriðjudag á móti „Stefnumótum". FS, P.S. kira - kira og orgelkvartett- inn Apparat ætla að spila í kvöld. Gamanið hefst klukkan 21. Allir 18 ára og eldri eru velkomnir. Sveitin ■ FUNDUR UM EINELTI Geisli, fé- lag um sorg og sorgarviðbrögð, heldur fund í safnaðarheimili Sel- fosskirkju klukkan 20 í kvöld. Ragn- ar S. Ragnarsson sálfræðingur flytur erindi sem hann nefnir Viðbrögð þolenda við einelti. Að því loknu veröa umræður yfir kaffibolla. Allir t velkomnir. Fundir ■ ÁUGA. SKYNJUN OG HEIMIt-D Hádegisfundir Sagnfræðlngafélags íslands fjalla um sþurninguna Hvað er heimild? vorið 2001. Þriðji fundur- inn er haldinn í dag frá kl. 12.05- 13.00 í Norræna húslnu. Fyrirlesari verður Sigurjón Baldur Hafsteinsson, mannfræðingur og forstöðumaður Kvikmyndasafns Isiands, og nefnist erindi hans Auga, skynjun og heim- ild. Allir eru velkomnir. ■ BÓKAKAFFI Á SÚFISTANUM Börn og bækur og SIUNG standa fyrir bókakaffi á Súfistanum í húsi Máls og menningar í kvöld. Katrín Jakobsdóttir bókmenntagagnrýnandi og Bryndís Loftsdóttir verslunar- ( stjóri líta yfir barnabókaútgáfuna fyrir síöastliðin jól og velta fyrir sér spurningunum: Hvernig er framboöið? Straumar og stefnur í barnabókaflóðinu? Fara íslenskar bækur batnandi? Einnig flytur Aðalsteinn Ásberg Sigurösson pistil höfundar. Bókakaffiö hefst klukkan 20 og er allt áhugafólk um barnabókmenntir boðið velkomið. Bfó ■ COEN-HATH) A Coen-hátíð Fil- mundar í Háskólabíól veröa í dag sýndar myndirnar The Big Le- bowski, kl. 20, og Blood Simple, kl. 22.30 Myndlist_____________________ ■ ARLEG SYNING BLAÐAUÓS- MYNDARA I GERDARSAFNI Arleg sýning Ljósmyndarafélags Isjands og Blaðaljósmyndarafélags íslands stendur nú yfir í Ustasafni Kópa- vogs, Gerðarsafnl. Sýningarnar bera yfirskriftina Að lýsa flöt og Mynd árslns 2000. Sýningarnar standa til 11. febrúar. ■ PÉTUR HALLDÓRSSON í GALL- ERII SÆVARS KARLS Pétur Hall- dórsson er með sýningu í Galleríi Sævars Karls. Ferill hans er orðinn alllangur en hann tók þátt í fyrstu samsýningu sinni árið 1977 og fyrstu einkasýninguna hélt hann áriö 1986. Pétur sýnir alls sex verk á sýningunni, þrjár olíumyndir og þrjú tákn. ■ SÓFAMÁLVERKH) j HAFNAR- HUSINU Sýningin Sófamálverklð stendur nú í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Henni er ætlað að skír- skota til þeirrar heföar á íslenskum heimilum að gera stofuna að mið- punkti heimilisins þar sem sófinn með hinu hefðbundna málverki fyrir % ofan er í öndvegi. Sjá nánar: Ufið eftlr vinnu á Vísi.is Barnabókaflóðið til umræðu í bókakaffi í kvöld: Ævintýraheimar og þjóðsagnaminni MBM Bíógagnrýni Sijörnubíó/Laugarásbíó/Bíóhöllln - Vertica! Limit: ★ A X 1 X 1 Hilmar Aö duga eöa drepast jés Böm og bækur og SÍUNG standa fyrir bókakaffi á Súflstanum í húsi Máls og menningar i kvöld kl. 20. Markmiðið með bókakaffinu er að líta yfir nýliðið bamabókaflóð nú þegar það er yfirstaðið. Markmiðið með fundinum er að halda umræð- unni um bamabækur lifandi þrátt fyrir að jólabókaflóðið sé yfirstaðið. Katrin Jakobsdóttir bókarýnir og Bryndis Loftsdóttir, verslunarstjóri í Pennanum/Eymundsson, líta yfir barnabókaútgáfuna með eftirfar- andi spumingar í huga: Hvemig er framboðið? Straumar og stefnur í bamabókaflóðinu? Fara íslenskar bamabækur batnandi? Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og formaður RSl, flytur pistil höfundar og hefur frjálsar hendur. Alþjóöleg bylgja „Að mínu mati er innkoma fantasíunnar, yfirnáttúrlegra at- burða og galdra í íslenskar bama- bækur undanfarin ár, mjög áber- andi. Þetta er áreiðanlega alþjóðleg bylgja sem við sjáum í galdrabama- þáttum, bókunum um Harry Potter og fleiru. Fólk virðist nota þetta form um þessar mundir til að kljást við tilvist bama og unglinga frekar en að nota til dæmis raunsæið," seg- ir Katrín Jakobsdóttir, annar frum- mælendanna á bókakaffinu í kvöld. „Sögumar gerast gjaman í ævin- týraheimum og þjóðtrú er mikið notuð eins og í bók Kristínar Steins- dóttur, Krossgötum, og þjóðsagna- minni sem eru mjög algeng í myndabókum fyrir yngri böm. Bók- in hennar Kristinar er spennusaga með dulrænu og þjóðsagnaívafi." Skemmtilegar ærslabækur Um 50 nýjar íslenskar bamabæk- ur komu út á síðasta ári. „Það eru margar mjög góðar bækur og svo aðrar sem eru ekki jafneftirminni- legar,“ segir Katrín. „Sumar mynda- bækurnar koma til dæmis mjög sterkt inn. Drekastappan eftir Sig- rúnu Eldjárn var til dæmis mjög Alþjóðleg bylgja „Aö mínu mati er innkoma fantasíunnar, yfirnáttúrlegra atburöa og galdra í íslenskar barnabækur undanfarin ár, mjög áberandT, segir Katrín Jakobsdóttir, annar frummælendanna á bókakaffinu í kvöld. skemmtUeg og AUir með strætó eft- ir Guðberg Bergsson með myndum eftir Halldór Baldursson. Af bókum fyrir eldri böm fannst mér Leikur á borði eftir Ragnheiöi Gestsdóttur mjög góð. Hún er alveg sér á báti og er mjög raunsæ. Ég hafði líka mjög gaman af þessari ærslabókabylgju sem nú er. Þar má nefna bók Yrsu Sigurðardóttur, Bamapíubófinn, Búkolla og bókaránið, og Móa hrekkjusvín eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Þetta era svona farsar fyrir böm og rosalega gaman að þeim. „Ert þú Blíðfinnur? ég er með merkileg skilaboð, er svo bók sem er alveg sér á báti. Sem fantasia tekst honum best upp. Þetta er margvíð saga, hún nær því að vera fantasía en það er líka tekist á við mannlega tilvist.“ Dreifast í normalkúrfu Katrín Jakobsdóttir telur að ís- lenskar bamabækur endurspegli bæði straumana í okkar samfélagi og úti í hinum stóra heimi. „Það sem er nýtt er kannski að höfundur er ekki lengur endilega að tala um heiminn eins og hann er heldur nýt- ir aðrar leiðir til að tala um okkar heim. Þetta tekst svo ekki alltaf og þá verður um púra fantasíu að ræða án nokkurrar vísunar." Katrín segir gæðin á íslensku barnabókunum dreifast í normalkúrfu eins og annað. „Börn eru að fá mjög gott lesefni inn á milli. Ég held að hér séu alveg jafngóðir hlutir að gerst í Það er varla hægt að hugsa sér hrikalegra umhverfl fyrir spennu- mynd en snævi þakta fjallstoppa í mik- iili hæð þar sem allra veðra er von og líkamlegt sem og andlegt atgervi manna er það sem dugar. Þegar svo bætist við viðburðarík og spennandi atburðarás má segja að hægt sé að fúll- nægja spennuþörfmni sé rétt staðið að málum. Þetta tekst afar sjaldan, kannski fyrst og fremst vegna þess að það er sjaldgæft að spennumyndir ger- ist að öllu eða mestu leyti i slíku um- hverfi. Þetta hefiir þó tekist og er nær- tækasta dæmið Cliffhanger, ein besta kvikmynd Sylvesters Stallones, sem Renny Harlin stjómaði. Þar tókst að sameina ógnir jöklanna og líkamsat- gervi mannsins í góöri spennumyd. Því miður tekst ekki jathvel að tengja alla þessa þætti í Vertical Limit þrátt fyrir að í henni era einhver best gerðu spennuatriði sem sést hafa á slíkum slóðum. Helsta ástæðan er sú að aðstandend- ur Vertical Limit eru svo fastir í fyrir fram hannaðri kvikmyndaformúlu sem Hollywood hefur búið til. Það verður að ætlast til að meira raunsæi sé í spennumynd sem gerist á jörðu niðri og í umhverfi sem við þekkjum heldur en í einhverri geimfantasíu. Þetta vefst samt ekki fyrir þeim sem gerðu Vertical Limit og raunsæið er al- Til bjargar systur sinni Chris O’Donnel í hlutverki fjallgöngukappans Pet■ er Garrett sem stjórnar björgunarleiðangri á K2. veg látið lönd og leið. Því verður myndin með eindæmum ótrúverðug. Sem dæmi má nefna bræðuma tvo sem taka þátt i björgunar- leiðangri á eitt hættu- legasta fjall heims, K2. Þegar við sjáum þá fyrst gætu þeir verið klipptir út úr einhveij- um farsa. Þama eru sem sagt komnir þeir sem eiga að sjá um húmorinn og þessi aulahúmor sem þeir bera á borð fýrir okk- ur eykur aðeins ótrú- verðugleikann. Mót- vægið er svo fengið með því að láta einn þekktasta Ijallgöngu- mann í heimi, Ed Viesturs, leika sjálfan sig og segja nokkrar vamaðarsetningar sem að sjáifsögðu er ekki farið eftir. Vertical Limit á að gerast í Himalajafjöll- unum og nokkur myndskeið em þaðan, en af skiljanlegum ástæðum em útiatrið- in tekin í aðeins væg- ara umhverfi á Nýja-Sjálandi. Þetta er saga um fúilt af hetjum og einn skúrk. Leiðangur undir forystu miEjarða- mærings hefur orðið að láta í minni pokann fyrir náttúmöflum og björgun- arleiðangur er sendur þeim til bjargar. Þau sem eftir lifðu af fyrri leiðangrin- um era lokuð inni í jöklinum og björg- unarleiðangurinn leggur því af stað með nítrón sem nota á til að sprengja gat í jökulinn þar sem þau sitja föst. Það er náttúrlega fáránlegt að senda sex einstaklinga með sprengieihi, sem ekki bara springur við snertingu held- ur einnig í miklu sólarljósi, á eitt hættulegasta fjall í heimi. Við það fer allt raunsæi sem öriaði á í byrjun út í veður og vind. Á móti kemur að áhættuatriðin sem fylgja þessum björgunarleiðangri era ógnvekjandi og ótrúlega vel gerð og skapa þau mikla spennu þegar þau standa sem hæst. Vertical Limit er því köflótt spennu- mynd, heldur manni vel við efhið í löngum og miklum áhættuatriðum en dettur svo þess á milli niður í lágkúr- una. Leikarar hjálpa ekki mikið upp á, era fastir í klisjukenndum persónum sem þeir hafa öragglega oft leikið áður. Leikstjóri: Martin Campbell. Handrit: Robert King og Terry Hayes. Kvikmyndataka: David Tattersall. Tónlist: James Newton Howard. Að- alleikarar: Chris O'Donnell, Blll Paxton, Robin Tunney, Scott Glenn og Isabella Scompco.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.