Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001
Fréttir X>v
Famkvæmdastjóri LÍÚ enn bjartsýnn á samninga án verkfalls:
Bara spurning um vilja
- enginn samningafundur haldinn hjá sáttasemjara í tæpan hálfan mánuð og verkfall nálgast
DV. AKUREYRI:_____________________
„Við höfum ekki mætt á formleg-
an fund hjá sáttasemjará siðan mið-
vikudaginn 24. janúar en menn hafa
hist aðeins óformlega til að ræða af-
markað mál,“ segir Friðrik Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands islenskra útgerðar-
manna, um stöðuna i kjarasamn-
ingaviðræðum útvegsmanna og sjó-
manna. Friðrik hefur verið manna
bjartsýnastur um að deilduna megi
leysa áður en til verkfalla kemur 15.
mars og hann er það enn.
„Þetta er bara spuming um vilja
en ég ræð þessu ekki einn, það þarf
tvo til. En það er engin spurning að
það er hægt að ná saman ef vilji er
fyrir hendi,“ segir Friðrik. Skýtur
þá ekki skökku við að talsmenn sjó-
manna segi útvegsmenn
neita öllu sem frá þeim hef-
ur komið til lausnar deil-
unni.
„Það er alveg fráleitt að
segja þetta. Við skulum
byrja á því að átta okkur á
i hvaða kerfi við erum. Við
erum í því kerfi að skipta á
milli þvi sem til er og þá
kemur að því á ákveðnum
tímapunkti að það er komið
að þeim mörkum hvað hvor
hópurinn fær fyrir löngu.
Hins vegar getum við búið
til meiri peninga með betri
búnaði og tækjum og þannig náum
við að auka tekjur sjómanna enn
meira þegar það gerist. En við vilj-
um um leið fá hluta af þessum pen-
ingum. Samt erum við
líka að bjóða þeim núna
að þeir fái meira. Við
erum með þessi hluta-
skipti, sem eru grundvall-
aratriði, og menn verða
bara að gera sér grein fyr-
ir því að þeir geta ekki
endað með 60% af kök-
unni. Nú eru þeir með að
meðaltali um 40% og al-
veg upp í um 50%, stund-
um reyndar meira, og ef
þeir ætla sér það markmið
í hverjum samningum að
ná alltaf meiri hlutdeild
þá verður ekki samið. Þar fyrir
utan er margt hægt að gera.“
- Hafa verið einhverjar óformleg-
ar þreifingar?
„Já, það er alltaf einhverjar þreif-
ingar. Við vorum t.d. í síðustu viku
að fara yfir slysatryggingamálin en
við lögðum til að farið yrði í þau
mál, það þýðir ekki bara að gera
kröfur óháð kostnaði og við vorum
að fara yfir það. Þetta kostar fullt af
peningum. Svo gengur okkur illa að
taka á fiskverðsmálunum, við höf-
um boðið þeim að taka á þessum
lægstu verðum. Þar sem menn eru
bæði með útgerð og vinnslu er þetta
ekki spurning um fiskverð, þetta
eru bara samningar um laun. Við
erum með úrskurðamefnd ef menn
ná ekki saman og t.d. á síðasta ári
komu ekki nema 333-4 mál til
nefndarinnar af öllum flotanum.
Hvar er þessi óánægja?" spyrFrið-
rik. -gk
Friðrik
Arngrímsson:
Það er margt hægt
að gera.
DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON
Viö hús andanna
Hálfdán er hér með Selárdal í baksýn.
Skaut ókenni-
legan ref
DV, SUOUREYRI:
Fyrir stuttu skaut Hálfdán Guð-
röðarson ref sem kom honum und-
arlega fyrir sjónir. Refurinn var
miklu stærri og þyngri heldur en
venjulegur refur, „á við vel alinn
hund“, sagði Hálfdán, „allt að 6 kíló
á þyngd“. Liturinn var líka sér-
kennilegur. „Hann var dökkgrár og
á lengstu hárum bryddaði á svört-
um lit - afar fallegur feldur. Þetta er
sennilega alirefur eða blendingur af
villiref og aliref. Hins vegar eru
engin refabú lengur á þessum slóð-
um.“
Náttúrustofnun í Bolungarvík
sendi refinn suður til athugunar en
Hálfdán hefur ekki frétt frekar af
málinu. Hálfdán er frá Kálfavík við
Djúp. Hann var lengi vel á togurum
sem gerðir voru út frá ísafirði. Eftir
slys sem hann varð fyrir úti á sjó
hætti hann sjómennsku. Nú býr
Hálfdán á Suðureyri við Súganda-
fjörð og leggur gjörva hönd á margt.
Meðal annars sér hann um eyðingu
á vargi í Súgandafirði, bæði flug-
vargi og einnig leggur hann gildrur
fyrir mink og skýtur ref. Þar að
auki sér hann um eyðingu á varg-
fugli á Flateyri.
Hálfdán hefur komið sér upp að-
stöðu á Seli í Súgandafirði, þar sem
hann hefur nokkrar hænur og end-
ur. Það var einmitt við Selið sem
hann skaut refinn þar sem hann var
á vappi við húsið sem gárungamir
kalla „Hús andanna" eftir að Hálf-
dán hóf búskap sinn þar. -VH
u/v-iviiinu uruv Ku/nnniivoovjiN
Rætt um mál málanna
Hér er rætt um búskap, frá vinstri: Einar Gíslason, stórbóndi á Syöra-Skörðugiii, Þórey Jónsdóttir og hinn söngelski
eiginmaður hennar, Jóhann Már Jóhannsson (bróðir Kristjáns), bændur í Keflavík, á tali við Magnús Jónsson,
fyrrverandi skólastjóra á Hvanneyri.
Skilningur á starfi
bóndans að aukast
- segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
Aukinn skilningur
Guöni Ágústsson á fundi með skagfirskum bændum í
síðustu viku. Hann segir að skilningur þéttbýlisbúa á
mikilvægi landbúnaðar hafi aukist.
DV, SKAGAFIRÐI:
„Eg er að byrja hér i
Skagafirði á fundaferð um
landið þar sem ég vil hitta
sem flesta bændur og áhuga-
fólk um íslenskan landbún-
að. Tilgangurinn er meðal
annars að heyra hvað
brennur á sveitafólki um
þessar mundir. Einnig vil ég
brýna íslenska bændur á
hinu fjölþætta hlutverki
landbúnaðarins og glæsileg-
um tækifærum á mörgum
fleiri sviðum en að fram-
leiða mjólk og kjöt. Þá vil ég
leggja áherslu á að bændur
gangi vel um landið, taki
þátt í verkefnum eins og feg-
urri sveitir því bændur eru
fyrst og fremst ræktunarmenn,"
sagði Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra að loknum fjölmennum
bændafundi í Varmahlíð í Skaga-
firði sl. fimmtudag.
Guðni sagðist telja að nú ætti
landbúnaðurinn talsverð
sóknarfæri. Nefndi hann í
því sambandi vaxandi
neyslu á kjöti og mjólkur-
vörum, enn fremur ferða-
þjónustu, skógrækt og marg-
þætt þjónustuverkefni.
Hann sagðist jafnframt
leggja áherslu á að sveitin
geti hæglega verið bústaður
fólks sem starfaði við annað
en landbúnað. Tölvutækni,
breiðband og intemetteng-
ing gæfi margvíslega mögu-
leika á þessu sviði.
Ráðherrann sagðist finna
aukinn skilning í þéttbýlinu
fyrir starfi og hlutverki
bóndans. Að hans mati
stæðu neytendur í landinu
nú með bændum og sú staðreynd
gæfi þeim ýmis sóknarfæri til fram-
tíðar. -ÖÞ
Gestir frá Kanada í Hafnarfiröi:
Áhugi á tæknisamskiptum
Góðir gestir frá Cape Breton í
Kanada heimsóttu Hafnarfjarðarkaup-
stað í vikunni. Það voru þau John
Morgan, borgarstjóri Cape Breton,
Lisa MacKenzie frá Cape Breton Post
og Jeffrey Mullen og Helen Graham
Gromick frá Enterprise Cape Breton
Corporation sem sóttu bæjaryfirvöld í
Hafnarflrði heim.
Haldinn var stuttur fundur í Hafn-
arborg þar sem m.a. kom fram að
miklir möguleikar eru á ýmsum sam-
skiptum milli íslendinga og Kanada-
manna. M.a. starfa um 5000 manns
við upplýsingatækniiðnaðinn í Cape
Breton og einnig er mikill áhugi þar-
lendra á hátækniþekkingu og fram-
leiðslu búnaðar fyrir fiskiðnað á ís-
landi og vísindum i landbúnaði, svo
eitthvað sé nefnt.
Samhljómur var um flest það sem
um var rætt á fundinum enda sagði
John Morgan að margt væri líkt með
íslandi og þessum hluta Kanada,
bæði í mannlífi og landslagi. Þó vant-
ar hraunið i Cape Breton. -DVÓ
Við Kjarvalshraun
Það þótti viö hæfí að taka mynd afgestum oggestgjöfum við hraunmynd eftir Kjar-
val. Á myndinni eru f.v.: Jeffrey Mullen, Helen Graham Gromick, Lisa MacKenzie,
Magnús Gunnarsson, John Morgan, Halldór Árnason og Árni Þór Hilmarsson.
ttimslön:
Gyifi Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.is
Nú vil ég
Ólafur Örn
Haraldsson, odd-
viti Framsóknar-
flokksins í Reykja-
vík, hefur nú stig-
ið á stokk og til-
kynnt að hann
: vilji verða vara-
formaður flokks-
ins. Ólafur, sem
ekki hefur alltaf gengið í takt við
forustu flokksins, segir að höfuð-
borgarbúar verði að koma meira
að forustu flokksins og sjálfur hafi
hann stutt Finn Ingólfsson í
varaformannssætið á sínum tíma
enda hafi Finnur þá verið nr. 1 í
Reykjavík. Nú skipar Ólafur það
sæti og vill því stuðning lægra
settra við sig núna. Nokkuð óvænt
hjá Ólafi, enda hafði Jónína
Bjartmarz, sem tók sæti á Alþingi
við brotthvarf Finns í Seðlabank-
ann, fremur verið orðuð við vara-
formannsstólinn en Ólafur Örn.
Hitt er svo annað mál að framboð
Guðna Ágústssonar ýtir þeim
báðum út af sviðinu...
Bölvað rusl
Það fannst mörg-
um það gott hjá
Fjólu Runólfsdótt-
ur, bónda í Land-
sveit, að kaupa
ruslkjöt frá Slátur-
félagi Suðurlands í
búð í Rangárvall-
arsýslu og sýna
það á bændafundi
þar sem Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra var meðal fundar-
manna. Fjóla hundskammaði menn
fyrir að láta svona vöru frá sér og
sýndi kjöttætlur í poka máli sínu til
stuðnings og sagðist hún ekki
myndu gefa hundum sínum og kött-
um slíkt draslkjöt. Forstjóri SS var
svo kallaður í fréttirnar daginn eftir
og látinn biðjast afsökunar á drasl-
kjötinu og landbúnaðarráðherra var
ekki fagur á svipinn yfir þessum
ruslmat.
Feldi létt af ráðherra
Annars er það
að frétta af land-
búnaðarráðherra
að hann hefur ver-
ið að ferðast um
landið með mikla
hirð með sér og
haldið fundi með
bændum. Þeir
hafa sumir a.m.k.
þótt þjóðlegir í meira lagi enda far-
ið með kvæðabálka og fleira í þeim
dúr á fundunum. Sennilega hefur
Guðni Ágústsson ekki átt von á að
helsta málið á fundunum yrði
skammir út í hann vegna innflutn-
ingsins á fósturvísunum úr kúm frá
Noregi. Búist er við að kúabændur
samþykki að fresta fósturvísunum
bráðlega og verður þá feldi létt af
ráðherranum og hann getur snúið
sér af krafti í kosningabaráttu
vegna varaformannsslags...
Geir gagnrýnir
Ekki ásættanlegt
að komast bara í
16 liða úrslit -
ekki geta til að
fara lengra - lítið
gerst á einu ári -
ekki endalaust
hægt að skýla sér
bak við fjárskort
- hefði viljað sjá
æfingar sl. sumar - sorglegt að eng-
ar framfarir hafi átt sér stað -
skrýtið að velja ekki Gústaf og
Halldór - markvissari undirbúning
hefði þurft - tímaskortur ekki af-
sökun - enginn heill heilsteyptur
leikur - Þorbjöm hefði átt að nýta
tímann betur - leita þarf að eftir-
manni Þorbjörns. Ofanritað er úr
viðtali við Geir Sveinsson, fyrr-
um landsliðsþjálfara, sem birtist í
DV sl. föstudag. Þessi orð segja allt
sem segja þarf um skoðun lands-
liðsþjálfarans fyrrverandi á undir-
búningi og getu landsliðs okkar á
HM í handbolta og þeir eru íjöl-
margir í þjóðfélaginu sem eru
miklu reiðari.