Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 PV_____________________________________________ útiönd Vetrarveður veldur vandræðum í Danmörku: Skólum lokaö og sam- göngur víöa úr skorðum Fyrsta almennilega vetrarveðrið í Danmörku var gengið niður eftir einn sólarhring. Engu að síður var það nóg til að fjölda skóla var lokað vegna snjókomu og aflýsa þurfi fjölda ferða með langferðabílum járnbrautarlestum og flugvélum. Loka varð jámbrautarstöðinni í Árósum í nokkra klukkutíma i gær- morgun vegna snjóþyngsla. „Þetta var virkilegur vetrardagur en ekki svo slæmur. Það sem var sérstakt við þennan snjóbyl var að honum hafði verið spáð með svo góðum fyrirvara að almenningur gat gert ráðstafanir," sagði Michael Christiansen á dönsku veðurstof- unni í samtali við blaðið Berlingske Tidende í morgun. Snjókomunni létti víðast hvar í Danmörku síðdegis i gær og víða fór að rigna. Hætta var talin á ís- ingu á vegum á mörgum stöðum í morgun. Björgunarsveitir höfðu í nógu að Ongþveiti á vegum í Danmörku Þjóövegurinn til Árósa lokaöist í gær vegna umferöarslyss sem þar varö af völdum fannfergis. Miklar tafir uröu á samgöngum í Danmörku vegna veöurs. snúast í vegna óhappa af völdum veðursins en að sögn Niels T. Rasmussens hjá Falck var ástandið ekki eins slæmt og menn áttu von á. Engu að síður þurfti Falck að koma til aðstoðar ökumönnum í rúmlega þrjú þúsund útköllum. Rúmlega sex hundruð ökumenn höfðu setið fastir i bílum sínum. Að sögn Berlingske Tidende höfðu ekki oröin nein alvarleg óhöpp 1 umferðinni. Jafnfallinn snjór í Danmörku í gær var fimm til tíu sentímetrar en víða hafði fokið í allt að hálfs ann- ars metra skafla. Allir helstu þjóðvegir Danmerkur voru greiðfærir í gær. Að sögn vega- gerðarinnar voru allir snjóplógar landsins á fullri ferð við að halda vegunum opnum. Nágrannar Dana, Norðmenn og Svíar, hafa einnig fengið aö kenna á vetrinum því þar mældist meira en fjörutíu stiga frost um helgina. Axarmorðinginn í geðrannsókn Dómstóll í Gautaborg úrskurðaði í gær að Roger Karlsson, 32 ára Svii sem myrti 56 ára gamlan veitinga- hússeiganda og viðskiptafélaga sinn með öxi úti á götu í Gautaborg síð- astliðinn fimmtudagsmorgun, skuli sæta geðrannsókn. Óuppgerð skuld er talin vera ástæða þess að Karls- son myrti viðskiptafélaga sinn. Konurnar, sem Karlsson viður- kenndi að hafa einnig myrt í síð- ustu viku, voru ástkona hans og fyrrverandi sambýliskona. Hann hefur ekki getað útskýrt hvers vegna hann myrti konurnar. Að sögn náins ættingja fyrrverandi sambýliskonunnar hafði Karlsson haft lítil samskipti við hana að und- anfórnu. Indonesiuforseti Gagmýnin á Abdurrahman Wahid Indónesiuforseta vex stöö'ugt. Neitar að hafa hvatt Wahid til að segja af sér Forseti indónesíska þingsins, Ak- bar Tandjung, neitaði í morgun aö hafa hvatt Abdurrahman Wahid for- seta til að segja af sér. Þingforsetinn bætti því við að réttarhöld til emb- ættismissis yrðu að vera í samræmi við stjómarskrána. Það þýðir að málið mun sennilega taka nokkra mánuöi. Tandjung sagði einnig í morgun að ávíturnar á forsetann í þinginu í síðustu viku vegna tveggja fjármálahneyksla hefðu grafið undan honum. í gær skaut lögregla að stuðnings- mönnum Wahids sem reyndu að ráðast inn í skrifstofu Golkarflokks- ins. Saka þeir flokkinn um herferð gegn forsetanum. Grænmetisbóndinn ákallar lukkudísirnar Kínverski grænmetisbóndinn Bian Gouliang hengir upp hefðbundna kinverska boröa i gróðurhúsi sinu i úthverfi borgarinnar Wujin í Jiangsu-héraöi. Boröarnir eru eins konar ákall til lukkudísanna um aö bóndanum gangi nú allt í haginn. Kínverjar hafa tæknivætt landbúnaöarframleiöslu sína og þar meö aukiö framleiðnina. Á borðunum sem Bian bóndi hengir upp má lesa slagorö á borö viö „tæknin skapar fjársjóö". Þýsk rannsóknarnefnd vill yfirheyra Alfred Sirven: Langar að vita hvort Kohl hafi þegið mútur af Elf Búist var við því í morgun að rannsóknarnefnd þýska þingsins, sem kannar meinta spillingu á valdatíma Helmuts Kohls, fyrrum kanslara, myndi halda til Frankfurt til að yfirheyra Alfred Sirven, lykil- mann í franska hneykslismálinu sem kennt er við olíufélagið Elf. Hins vegar var allsendis óvíst hvort Sirven myndi vilja við nefnd- armenn tala. Hinn 74 ára gamli Sirven var handtekinn á Filippseyj- um fyrir helgi, eftir fjögur ár á flótta undan réttvísinni. Sirven verður framseldur til Frakklands síðdegis í dag. Rannsóknarnefnd þýska þingsins, svo og rannsóknarlögreglumenn, langar til að yfirheyra Sirven um fullyrðingar um að Elf hafi greitt Alfred Sirven Fyrrum yfírmaöur franska olíufélags- ins Elfer nú í höndum þýsku lögregl- unnar en búist er viö aö hann veröi framseldur til Frakklands í dag. mútur til kristilegra demókrata, flokks Kohls, á tíunda áratugnum í tengslum við kaup franska fyrirtæk- isins á olíuhreinsistöð og nokkrum bensínstöðvum í gamla Austur- Þýskalandi. Lögmaður Sirvens sagði í gær að skjólstæðingur sinn myndi ekki ræða við rannsóknarmenn í dag, þriðjudag, þar sem hann vildi fá meiri tíma til að undirbúa sig. í París var réttarhöldunum yfir Roland Dumas, fyrrum utanríkis- ráðherra Frakklands sem er ákærð- ur fyrir spillingu í Elf-málinu, frestað þar til á morgun. Alfred Sir- ven er einnig ákærður í því máli. Búist er við aö vegna handtöku Sir- vens muni réttarhöldin yfir Dumas taka nýja stefnu. Jörg Halder Sumar ásakanir á hendur Haider voru rangar. Haider verður ekki ákærður Saksóknari í Vín hefur hætt rannsókn á meintum njósnum þjóð- ernissinnans Jörgs Haiders. Haider hafði verið sakaður um að hafa á ólöglegan hátt aflað sér upplýsinga um pólitíska andstæðinga í gögnum lögreglunnar. Samkvæmt fyrrverandi lögreglu- manni og fyrrverandi félaga í Frels- isflokknum höfðu Haider og aðrir háttsettir flokksfélagar fengið upp- lýsingar úr skrám lögreglunnar gegn greiðslu. Saksóknari segir nú að sumar ásakanirnar gegn Haider hafi verið rangar og að ekki hafi verið hægt að sanna lögbrot varð- andi aðrar. Haider harðneitaði alltaf sakargiftum og kvaðst vera fórnarlamb samsæris pólitiskra andstæðinga sinna. Var í sambandi við morðingja sína á Netinu Benjamin Hermansen, 15 ára þeldökkur drengur, sem stunginn var tU bana i Holmlia í Ósló fyrir rúmri viku, kann að hafa verið í sambandi við banamenn sina á Net- inu. Norska blaðið Dagbladet greinir frá því að nýnasistar hafi haft sam- band við hann kvöldið áður en hann var myrtur. Benjamin á þá að hafa verið að spjalla við vin sinn á Netinu þegar þriðji aðili blandaði sér í sam- tal þeirra. Að sögn vitnis var það ekki tUvUjun að nýnasistar komu tU Holmlia föstudagskvöldið 26. janúar. Saddam Hussein Bush ætlar aö steyga Saddam Hussein af stóli. Bush í herferð gegn Saddam George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, virðist ætla að ljúka þvi sem föður hans, George Bush eldri, tókst ekki að ljúka fyrir 10 árum, nefnilega að steypa Saddam Hussein íraksforseta af stóli. Bush hefur samþykkt fjárhagsstuðning, um 400 milljónir íslenskra króna, til and- spyrnuhreyfingarinnar INC svo að hún geti hafið á ný starfsemi sína innan íraks. Er þetta í fyrsta sinn frá 1996 sem Bandaríkjastjórn tekur virkan þátt í baráttu stjórnarand- stöðunnar gegn yfirvöldum í Bagdad innan landsins sjálfs. Fénu á í upphafi að verja tU að afla upplýsinga um vígbúnaðaráætl- un írösku stjórnarinnar, striðsglæpi og herferðina gegn Kúrdum og shítamúslímum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.