Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 I>V Fréttir Héraðsdómur kveður upp 14 ára dóm yfir Asgeiri Inga Asgeirssyni í Engihjallamálinu: Manndráp í reiðikasti - er talið fullsannað Sitt hvort flokkunarkerfið í slátrun og sölu: Þingborgarskrokkurinn er undantekningartilfelli - segir forstjóri Sláturfélags Suðurlands Dæmdur sekur dv-mynd þök Héraðsdómur dæmdi Ásgeir Inga Ásgeirsson í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orðiö valdur að því að 21 árs kona féll af 10. hæð fjölbýlishúss viö Engihjalla í lok maí á síðasta ári. Ásgeir Ingi Ásgeirsson, 24 ára, var i gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að því að Áslaug Perla Kristjónsdóttir, 21 árs, féll fram af 10. hæð fjölbýlis við Engihjalla í lok maí á síðasta ári. í niðurstöðu dómsins segir að at- burðarásin á svölum fjölbýlishúss- ins sé vissulega ekki að fullu ljós. Hins vegar telur dómurinn sannað að Ásgeir Ingi hafi brugðist illa við, er hann hafði ofbeldisfullar samfar- ir við ungu konuna, og hún vildi hætta. Hann hefði þá reiðst heiftar- lega og sýnt stúlkunni lítilsvirðingu í orði. Dómurinn telur að Ásgeir Ingi hafi í reiðikasti brugðist við með kröftugri atlögu að Áslaugu Perlu og komið henni þannig yfir 1,20 m hátt svalahandriðið með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar, 10 hæðir, og hlaut bana af. „Þykir eigi óvarlegt að fullyrða að á þeirri stundu hafi honum hlotið að vera ljóst að slík atlaga leiddi óhjá- kvæmilega til dauða hennar," segir í dóminum. Sönnunina byggir dómurinn á matsgerð, rannsóknargögnum lög- reglu og framburði vitna. Hjá fjöl- skipuðum dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að álit hans sé að ýmis atriöi bendi til að sam- farir ákærða við stúlkuna hafi verið í óvilja hennar. Hegðun Ásgeirs Inga eftir hand- töku þótti einnig benda til sektar hans. Hann hafi komið meö látum og gnístandi tönnum inn í íbúð „Pakkningin sem Fjóla var með á fundinum í Þingborg á fimmtudaginn er ein af þrjátíu pakkningum sem við bjóðum af dilkakjöti. Þær eru auðvitað mjög misjafnar. Þama var um að ræða hálfan sundurhlutaðan skrokk, alger- lega ósnyrtan. Þar af leiðandi fylgir allt það með sem er á lambaskrokk sam- kvæmt því sem á að vera í þessari pakkningu. Það er val viðskiptavinar- ins hvort hann vill kaupa svona ósnyrt- an lambaskrokk eða eitthvað annað,“ sagði Steinþór Skúlason, framkvæmda- stjóri Sláturfélags Suðurlands, við DV vegna ljóta kjötsins sem Fjóla Runólfs- dóttir frá Skarði sýndi á fundi í Þing- borg. Steindór segir ýmislegt sem Fjóla sagði vera byggt á misskilningi. Slátur- flokkar SS séu allt aðrir og þeir byggi upp á allt öðru kerfi en sala kjötsins fer eftir. „Við erum að bjóða 30 mismun- andi pakkningar af dilkakjöti. Stærstur hluti af sölunni er í snyrtu kjöti, það er tiltölulega lítil sala í algerlega ósnyrtu kjöti,“ sagði Steinþór. Hann segir að hálfi skrokkurinn sem Fjóla sýndi fundarmönnum á Þingborg hafi ekki verið nema rétt rúm 4,4 kíló. Steinþór segir að um undantekningartilfelli hafi verið að ræða. „Ég hef séð þennan skrokk og hann er ekki samkvæmt þeim staðli sem á að vera á þessari vöru, þetta var of magur skrokkur og of litill og dæmi um vöru sem átti að fara í áleggsframleiðslu," sagði Steinþór. -NH sama fjölbýlishúss við Engihjalla eftir verknaðinn. Þegar lögreglan hafði sótt hann hótaði hann lög- reglumönnum og börnum þeirra líf- láti. Á meðan hann beið líkams- skoðunar hrópaði hann niðrandi orð að þeldökkri ræstingakonu og gerði sig líklegan til að ráðast á hana. Lögreglumenn komu í veg fyrir að slíkt gerðist. „Engum blöð- um er um það að fletta að ákærði hefur verið fullur reiði og heiftar,“ segir dómurinn og bendir jafnframt á að ákærði hafi viðurkennt hjá lög- reglu að hann ætti sök á andláti Ás- laugar Perlu þrátt fyrir að frásögn hans af þvi með hvaða hætti það gerðist fengi ekki staðist nánari skoðun. Ásgeir Ingi er dæmdur til að greiða foreldrum Áslaugar Perlu 600 þúsund hvoru í miskabætur. „Það er álit dómsins að ekki verði velkst í vafa um að andleg þjáning for- eldra, er missa bam sitt á jafn hörmulegan hátt og raun ber vitni, er mikil,“ segir dómurinn. Einnig er ákærði dæmdur til að greiða for- eldrunum 413 þúsund króna kostn- að vegna útfarar Áslaugar og 125 þúsund krónur fyrir kaup á leg- steini. Sakborningurinn er að auki dæmdur til að greiða réttargæslu- manni foreldranna 200 þúsund krónur í laun og að síðustu verj- anda hans sjálfs, Erlendi Gíslasyni, 800 þúsund krónur í málsvamar- kostnað. -Ótt DV4ÍYND NJÖRÐUR HELGASON Ógirnileg kjötvara Fjóla Runólfsdóttir, bóndi í Skarði, sýnir ráðherra landbúnaðarvara dæmi um hvernig afurðir bænda eiga ekki að vera i verslunum. DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Tappinn tekinn úr Hér er pokinn frægi sem komið var fyrir í goshvernum mikla á árum áður. Tappinn fauk úr rauf Geysis DV. SUQURLANDl:________________ Með aukinni virkni á Geysissvæðinu er það fleira sem gleður augu ferða- manna þar. Hverir sem hafa legið i lág- inni um áratugaskeið eru famir að taka við sér og nýir hafa opnast. Nú er Strokkur ekki lengur sá eini á svæðinu sem gýs reglulega mönnum til ánægju. Hverimir Fata, Blesi, Konungs- hver og sjálfúr Geysir hafa öölast nýtt lif. Á barminum á konungi hveranna, Geysi, lá hinn frægi poki sem um árabil var þar i umdeildri rauf. Hún var brot- in í skál hversins fyrir mörgum árum í þeim tilgangi að lækka yfirborð hans og ná með því fram meiri virkni í hinum virtasta meðal íslenskra hvera. Nú hefúr pokinn skolast úr raufmni og það, ásamt aukinni virkni, hefúr orð- ið til þess að nú er Geysir farinn aö skvetta reglulega úr sér. Þó hefúr hann enn ekki sýnt sínar bestu hhðar í stóm gosi en hann á kannski eftir að gera það i fyllingu tímans. -NH Sérþjálfaðir hundar hafa sýnt mikinn árangur í uppljóstrun fíkniefnamála. Fíkniefnaleitar- hundum fjölgar Lögregluhundar, sérþjálfaðir í því að leita að fíkniefnum, verða bráðlega teknir í notkun hjá lögregluembættun- um á Akureyri og Snæfellsnesi og verið er að undirbúa að útvega lögreglunni í Vestmannaeyjum sams konar hund. í íréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að þetta sé í samræmi við ákvörð- un dómsmálaráðherra um aukna fikni- efnalöggæslu og heildarskipulag leitar- hunda lögreglu. Lionshreyfingin hefúr gefið fé fyrir kaupum á og þjáifún hundsins sem fer norður á Akureyri. Nú þegar nota lögreglan í Reykjavík, Bolungarvík og á Hólmavík leitar- hunda, sem og tollgæslan vfða um land. -SMK Veöriö í kvöld Víða léttskýjað sunnan til Norðan og noröaustan 8 til 13 m/s, en 13 til 18 m/s við austurströndina. Él norðan- og austanlands, en víöa léttskýjað sunnan til. Frost 0 til 6 stig. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun 17.33 17.06 09.49 09.45 17.14 21.37 05.36 10.09 Skýringar á veflUBtáknum J*"-* VIN0ATT 1® % -10 ^Nvindstyrkur í njetrtan á sekúmfu °4 HITI '^SFROST HEIOSKÍRT LÉTTSKÝJAÐ 3D HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ o ALSKÝJAÐ w RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA *%* ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- VEÐUR RENNINGUR ÞOKA Snjóél í Eyjafirði Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er þungfært um Breiðdalsheiöi og þæfingsfærð um Vatnsskarð eystra á Austurlandi. Snjóél eru í Eyjafirði og með norðaustur og austurströndinni. Annars eru allir helstu þjóðvegir landsins færir, en hálka er einkum á heiðum CZl SNJÓR mm ÞUNGFÆRT mm ÓFÆRT wm GREIÐFÆRT HÁLT Veöriö á morgun El norðan- og austanlands Norðan og noröaustan 8 til 13 m/s, en 13 til 18 m/s verða við austurströndina. Él noröan- og austanlands en víða léttskýjað sunnan til. Frost á bilinu 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. rimmtu Vindur: 5-15 m/s Fostuda £ Laugard Vindur: 5-8 :J. ’W\ Vindun 8-13 m/s Hiti -4° til-9” Norölæg átt, 5 til 10 m/s, en 10 tll 15 með austur- ströndlnnl. Lítils háttar él noröan- og austanlands, en annars léttskýjaö. Frost 4 til 9 stig. Hiti-3* til-10* HitiO* til-B' Breytileg átt, 5 til 8 m/s. Skýjað meö köflum og þurrt aö mestu. Frost 3 tll 10 stig. Austlæg átt 8 til 13 m/s víöast hvar. Rigning eöa slydda sunnan- og austaniands, en annars skýjaö meö köflum. mmm-. AKUREYRI snjókoma -3 BERGSSTAÐIR skýjaö -3 BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR -1 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö -1 KEFLAVÍK skýjaö -2 RAUFARHÖFN snjóél -1 REYKJAVÍK skýjaö -3 STÓRHÖFÐI skýjaö -2 BERGEN léttskýjaö -7 HELSINKI snjókoma -9 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 1 ÓSLÓ alskýjaö -15 STOKKHÓLMUR snjókoma -4 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö -3 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -12 ALGARVE alskýjað 15 AMSTERDAM rigning 10 BARCELONA skýjað 11 BERLÍN léttskýjaö 6 CHICAGO snjókoma 0 DUBLIN skýjaö 7 HAUFAX ískorn 0 FRANKFURT rigning 10 HAMBORG skýjaö 6 JAN MAYEN skýjaö -3 LONDON skýjaö 11 LÚXEMBORG skýjaö 7 MALLORCA þokumóða 13 MONTREAL -4 NARSSARSSUAQ skýjaö -2 NEW YORK hálfskýjað 3 ORLANDO heiðskírt 7 PARÍS rigning 11 VÍN skýjaö 6 WASHINGTON heiðskírt 2 WINNIPEG -8 mmmsEmsssis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.