Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 14
+
r
14
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer. Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Refsað fyrir hagsýni
Undarleg tregöa hefur lengi verið hér á landi gegn ol-
íugjaldi af hverjum seldum lítra dísilolíu á bíla líkt og
sjálfsagt þykir í verðuppbyggingu hvers lítra af bensíni.
Þess í stað er eigendum dísilbíla, atvinnubíla jafnt sem
einkabíla, gert að greiða þungaskatt sérstaklega. Það
kerfi er þungt í vöfum, hvetur ekki til sparnaðar og er
tímaskekkja á tímum aukinnar umhverfisverndar. Út-
lendingar sem hingað koma á dísilbílum undrast þetta
enda reglan sú meðal nágranna okkar að skattlagning
ríkisins, vegna eldsneytis á bíla, greiðist strax við elds-
neytiskaupin, hvort heldur er um að ræða bensín eða
dísiloliu.
Eigendur dísilbíla hafa lengi óskað eftir breytingum á
hinu úrelta þungaskattskerfi. Það hefur gengið erfiðlega.
Þó voru lög um olíugjald sett árið 1995 en gildistöku
þeirra frestað í tvígang. Árið 1998 felldi Alþingi lögin síð-
an úr gildi. Nú er málið enn til skoðunar en á liðnu ári
skipaði Geir H. Haarde fjármálaráðherra nefnd til að at-
huga upptöku olíugjalds. Búist er við því að nefndin ljúki
störfum og skili ráðherra niðurstöðum í næsta mánuði.
Fram kom í blaðagrein Eyrúnar Ingadóttur, fram-
kvæmdastjóra Trausta, félags sendibílstjóra, í liðinni
viku að atvinnubílstjórar í landinu binda miklar vonir
við að í kjölfar nefndarvinmmnar fylgi nýtt frumvarp um
olíugjald sem síðan verði að lögum. Formaðurinn nefhir
þann galla þungaskattskerfisins að það hvetur ekki til
sparnaðar. í því kerfi ræðst gjald af því hve mikið er ekið
en með olíugjaldi ræðst gjaldið af því hve mikilli oliu er
eytt. Kerfisbreyting hefði í for með sér hvata til endurnýj-
unar gamals bílaflota. Bílar með nýjum gerðum dísilvéla
eru ekki aðeins sparneytnari heldur menga þeir minna.
Hreinni útblástur bíla hlýtur að vera keppikefli stjórn-
valda enda hefur athygli þeirra verið vakin á því að áætl-
að er að samgöngutæki orsaki um þriðjimg útblásturs-
mengunar hér á landi. Verði ekkert að gert mun það hlut-
fall aukast á komandi árum. Olíugjald, sem hvati til end-
urnýjunar, í stað þungaskatts skiptir því miklu sé litið
lengra fram á veginn.
Formaður Trausta bendir einnig á þá kosti oliugjalds-
ins að eftirlit verður auðveldara auk þess hagræðis sem
felst í að greiða gjaldið jafnharðan í stað þungaskattsins
sem greiddur er eftir á og þá í stórum fjárhæðum.
Breyting frá þungaskattskerfinu í olíugjald snertir ekki
aðeins atvinnubíla, þ.e leigubíla, sendibíla, vöru- og flutn-
ingabíla og rútur. Hún snertir val og notkun einkabíla
ekki síður. í núverandi kerfi borgar sig ekki að kaupa
dísilbíla til einkanota nema um sé að ræða mikinn árleg-
an akstur eða um sé að ræða stóra og þunga jeppa. í
þungaskattskerfinu er enginn hvati til eldsneytissparnað-
ar og því er það ósanngjarnt gagnvart litlum og meðal-
stórum dísilknúnum fjölskyldubílum. Sá sem vill kaupa
sér smábíl með nýrri gerð dísilvélar, sem jafnvel eyðir
ekki nema 3 lítrum á hundrað ekna kílómetra, getur það
ekki. Honum er hreinlega refsað fyrir hagsýnina. Þótt
munurinn sé ekki eins mikill á stærri fólksbílum og
minni jeppum gildir þó í meginatriðum hið sama hvað þá
varðar.
Atvinnubílstjórar, jafnt sem almennir bíleigendur, sjá
galla þungaskattskerfisins. Samt hefur ekki tekist að fá
breytingu á því úrelta kerfi. Því verður fróðlegt að sjá
niðurstöðu nefndar fjármálaráðherra í næsta mánuði og
hvemig ríkisstjórn og þing bregðast við nefndarálitinu.
Jónas Haraldsson
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001
DV
ísland munaðarlaust og eitt
Ég get ekki orða bundist
þótt menn taki kannski
minna mark á mér en á
þeirri lausmælgi og vaðli
sem hefur vaðið uppi hjá
menntafólki, stjórnmála-
mönnum, hæstaréttardóm-
urum og lágt settum lög-
fræðingum, svo fáir séu
nefndir af andans karl-
mönnum sem opna munn
samtímans.
Kjaftakerlingar virðast
hafa misst málið eða horfið
úr sögunni eftir að konur
urðu í meirihluta við nám í Háskól-
anum og sinna nú æðstu stjómstörf-
um. - Finnið þið eftir það mun á því
hvað heimssýn kynjanna hefur víkk-
að og innkaupataskan orðið heimilis-
vænni; eða á árangurinn eftir að
koma álíka seint í ljós og áður?
Nú ætla ég ekki að fara sífellt út í
aðra sálma og tína upp smáatriði
eins og nýkominn úr sveitinni, held-
ur víkja að kjama májsins og segja
af hverju ég liðka málbeinið.
Datt í hug Matthías
Sunnudaginn 21. janúar gerðist fá-
heyrt í blaðamennsku og nútímasögu
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
okkar. Daginn áður
hafði George W. Bush
tekið við sem forseti
Bandaríkjanna, en
þess heimssögulega
atburðar var aðeins
getið neðst á forsíðu
Morgunblaðsins, með
lítilli fyrirsögn og
mynd, en fyrir ofan
stóð stórletrað með
hópljósmynd, að
Gloria Arroyo hefði
_____ tekið við embætti for-
seta Filippseyja.
Hvort embættiö er merki-
legra í okkar augum? Hefði
slíkt gerst fyrir fáum áratug-
um í fréttaþjónustu Morgun-
blaðsins? Mér datt í hug að
Matthías Jóhannessen væri
farinn frá blaðinu, en Árni
Bergmann og Silja Aðalsteins-
dóttir hefðu geispað golu Þjóð-
viljans á þann ritstjórnarlega
snjalla hátt, að hún hefði
breyst i hressandi blæ nýs dag-
blaðs: Morgun-Viljans í hráka-
legu þíðunni, með vissum
hálkublettum þó, sem ríkir hér
eftir fall Sovétríkjanna og
sxáiTrn
Arroyo forseti efti
friðsamlega uppreia
iStOsRÍA tsft
4m«\\ ss w xtwafcoiéíí JfaMpfcR
KsswÆk, «r ðS á)r*
Háa «8* wtatt«för «t»W+
m&m gagM$
5$r sfátiBsiafÁ krtéxt
Bush tekur við
embætti forseta
V#
T
„Sunnudaginti 21. janúar gerðist fáheyrt í blaðamennsku og nútímasögu
okkar. Daginn áður hafði George W. Bush tekið við sem forseti Bandarikj-
anna, en þess heimssögulega atburðar var aðeins getið neðst á forsíðu Morg-
unblaðsins, með lítilli fyrirsögn og mynd, en fyrir ofan stóð stórletrað með
hópljósmynd, að Gloria Arroyo hefði tekið við embætti forseta Filippseyja. “
minnkanndi mikilvægi okkar
fyrir „morðingjana í Wall
Street".
„Ekkert fyrir okkur“
Ég fór á Netið en fékk ekki
staðfestingu um að skötu-
hjúin hefðu skellt Matthíasi.
Svo forsíða Morgunblaðsins
21. janúar árið 2001 verður
lýsandi dæmi um vaxandi
einangrun og það stjómmála-
lega tómarúm á sviði alþjóða-
mála sem við siglum inn í og
æpir stöðugt hærra í þorps-
legri umfjöllun sérfræðinga í
fjölmiðlum, blöðum og viku-
ritum.
Með sama áframhaldi verð-
um við brátt á ný einangruð
smáþjóð með kjaftinn opinn í
kotinu, en lokaðan á alþjóða-
vettvangi sem er „ekkert fyr-
ir okkur“. Því Mogginn virt-
ist segja: Ef Bandaríkin hafa
ekki áhuga á okkur fáum við
ekki áhuga á öðru en áður
bandarískum leppríkjum, nú
kvenvæddum á meðal ey-
þjóða.
Guðbergur Bergsson
Hvernig er svifrykið flokkað?
Tiltekinn hluti mengunar sem kallast
svifryk hefur uppgötvast í Reykjavík og
valdið nokkurri umræðu. Þarna kemur
margt til en nagladekk hafa fengið hvað
mest á baukinn, þau eru sögð eiga sök
á verulegum hluta af öllu svifryki. Þetta
kom fram i könnun sem gerð var um
þetta efni.
Það sem ég hef misst af í þessari um-
ræðu er hvemig mælt var hvaða agnir
í þessu svífandi dusti spmttu af nöglum
í dekkjum.
Maður getur ímyndað sér að agnir af
stáli í svifryki séu af dekkjanöglum og
líka hlýtur að mega leiða af líkum að ef
naglar í dekkjum geri gagn hljóti þeir
að grípa í götuna svo upp tætist eitt-
hvað af efni hennar, líklega einkum
tjöruefnum og sandi. - En er ekki eðli-
legt að álíta að fleira tæti upp göturnar
en naglamir?
Einkum hefur verið talað um harð-
komadekk sem valmöguleika á móti
nagladekkjum. Þau eru sögð gefa gott
grip í vetrarfæri. Þau draga heiti sitt af
því að í slitflöt þeirra er blandað hörð-
um kornum úr kísilefnum sem grípa
vel í, sumir segja fast að því eins vel og
naglarnir.
Ef hægt er að segja að tiltekið hlutfall
„En er ekki eðlilegt að álíta að fleira tœti upp göturnar en
naglarnir? Einkum hefur verið talað um harðkornadekk
sem valmöguleika á móti nagladekkjum. Þau eru sögð gefa
gott grip í vetrarfæri. “
Með og á móti
Fólk vill eiga kost á reyklausum svæöum
svifryks sé af liöglum í dekkj-
um og því sem þeir rífa upp af
götunum, er þá ekki líka hægt
að segja okkur hve mikið hlut-
fall svifryks eru tætlur af harð-
komunum eða þeim parti af
slitlagi götunnar sem harð-
komin hljóta að tæta upp?
Vetrardekk notuð allan
ársins hring
Að minnsta kosti þrír stórir
dekkjaframleiðendur,
Continental, Michellin og .........
Bridgestone, framleiða vetrardekk sem
ekki eru til neglingar en duga vel i vetr-
arfæri. Galdur þeirra felst í mjúkri
efnablöndu dekksins þó þau séu ekki
með harðkom, svo og í gripmiklu og
smáflipuðu munstri. Ein dekkin af þess-
um em svokölluð loftbóludekk en í
þeim er slitlagið alsett smáum loftból-
um sem opnast jafnt og þétt eftir því
sem dekkið slitnar, með sífellt nýjar og
beittar brúnir sem eiga að gefa gott
grip. Það sem burtu fer verður væntan-
lega svifryk - eða hvað?
Bragð í naglasúpuna
Ef hætta er á svifryki af ónegldum
vetrardekkjum umfram hefðbundin
sumardekk, eins og ástæða virðist til að
ætla, eru þau að því leyti varasamari en
nagladekkin að verulegur fjöldi venju-
legra bíleigenda ómakar sig ekki við að
taka þau undan yfir sumarið heldur
jaskar þeim út allan ársins hring með
tilheyrandi svifryki, um leið og þau
veröa lélegri til notkunar næsta vetur og
skapa því í sjálfu sér hættu í umferðinni.
í þróunarborginni Reykjavík er si-
fellt verið að moka einhverju upp hér
og flytja það þangað. Vélar og bílar sem
Sigurður Hreiðar
bílablaöamaöur
i Samkvæmt könn-
un Pricewaterhou-
I seCoopers vilja 82%
fullorðinna, 15-89
ára, eiga þess kost
að geta setið á reyklausum
svæðum á veitinga- og kafFi-
húsum, þar af 64% reykinga-
manna. Tillögurnar í laga-
frumvarpinu er því miður lítil
breyting frá þeim lögum sem
nú gilda. Langflestir staðir
hafa brotið lögin frá 1984. Ég
er hlynntur því að veitinga- og kafFi-
hús geti boðið upp á afdrep fyrir þá
sem vilja reykja svo fremi að megin-
veitingarýmið sé reyklaust. Ég þekki
engan reykingamann sem vill skaða
aðra með eigin ósóma og hvers vegna
Þorgrímur
Þráinsson,
framkvæmdastjöri
Tóbaksvarnar-
nefndar.
ætti að vera leyfilegt (lög-
legt) að eitra fyrir öðrum á
veitingastöðum þegar það
búið er banna reykingar
nánast allsstaðar þar sem
fólk kemur saman? Nægir
þar að nefna i flugvélum,
rútum, kvikmyndahúsum,
opinberum byggingum og á
vinnustöðum. Telja menn
kannski að sígarettur, sem
eru reyktar á veitingahús-
um, innihaldi færri en 40
krabbameinsvaldandi efni? Og hvers
á starfsfólk veitingastaða að gjalda?
Á Islandi deyja árlega 30-50 manns af
völdum óbeinna reykinga. Ætli það
sé á kostnað FRELSIS reykinga-
mannsins?
jggHg^B Ég er andvigur
I tillögu heilbrigðis-
ráðherra um að
r skylda alla veit-
ingamenn til að
hafa meirihluta veitingarým-
is síns reyklausan, óháð því
hvemig aðstæður eru á hverj-
um stað. Tóbak er löglegt í
landinu og það er ljóst að fjöl-
margir vilja reykja á veit-
ingahúsum. Það er jafh ljóst
að tóbaksreykur truflar marga aðra
gesti. Leiðin til að koma til móts við
sjónarmið beggja hópanna er ekki sú
að ríkið setji strangari lög heldur
verða veitingamennirnir sjálfir að
fmna út hvað viðskiptavinimir vilja.
Skynsamur veitingamaður kemur til
Birgir
Ármannsson,
lögfræöingur.
MiUa
við þetta notast eru á ferli
um allar götur, misdrullug
tæki upp úr framkvæmdun-
um, sandur og mold og grjót
vaðast út um götumar og
sitja þar eftir, þoma, brotna
og molna upp og verða
svifryk. Hlössin á vörubílun-
um oftast opin og óvarin og
af þeim þyrlast - hvað? -
svifryk? Næstum örugglega
það flngerðasta sem fyrir-
Fmnst á hlassinu.
I vetrarríkinu Reykjavík
eru saltbOarnir komnir af stað nánast
um leið og spáð er frosti og þegar snjór
kemur er saltað rækilega í hann. Svo
þornar á, en er saltið þá horFið? Eða gef-
ur það bragð í naglasúpuna?
Engin vísindi?
Þrjú undanfarin ár hafði ég glugga á
götuhæð sem vissi út að umferðargötu.
Ég sá ekki árstíðamun á þeim sandi
(grófa og sýnilega partinum af svifryki)
sem ég fékk þar inn í gluggakistu. Þar
gaf sumar vetrinum ekkert eftir.
Nú má vel vera að nagladekkin eigi
mesta einstaka uppistöðu í svifrykinu. Ég
hef engin vísindi við að styðjast um að
svo sé ekki. Heldur ekki að svo sé, þrátt
fyrir fuilyröingar þar um, að mér virðist
vegna þess að í því er ákveðið hlutfall af
þeim efnum sem Fmnast í götum og á. En
eigum við, þjóðþegnar, bíleigendur og
rykþegar, ekki heimtingu á aö fá upplýst
með vísindum hvemig hægt er að sortéra
í svifrykinu það sem örugglega kemur frá
nagladekkjum svo því sé örugglega ekki
ruglaö saman við hitt?
Þangað til hlýtur að vera leyfilegt að
efast.
Sigurður Hreiðar
igar á veitingastöðum með lögum?
Tóbak er löglegt í landinu
móts við óskir viðskiptavina
sinna og það hafa sumir gert
með því að banna reykingar
að eigin frumkvæði. Það er
þeim að sjálfsögðu frjálst. Við
verðum líka að muna að eng-
inn skyldar fólk til að sækja
einhverja tiltekna veitinga-
staði. Ef fólki ofbýður tóbaks-
reykur á tilteknum veitinga-
stöðum er rökrétt að það fari
----- í staðinn á veitingastaði þar
sem reykingar eru minni eða jafnvel
ekki leyfðar. Þeir sem vilja vera í tó-
baksreyk geta sótt hina staðina. Aðal-
atriðið er að valfrelsi ríki og hið op-
inbera sé ekki að setja reglur um
hluti sem veitingamenn og viðskipta-
vinir geta leyst hjálparlaust.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir sem heröa enn á lögunum, m.a. meö því aö banna reykingar á veitinga-
stööum nema á afmörkuöum svæöum og meö ákveðnum skilyröum um loftræstingu.
Seðlabankinn talar!
„Mikill viðskiptahalli nú er að
nokkru leyti ráðgáta í ljósi mikils af-
gangs á rikissjóði. Orsaka hans er lík-
lega fyrst og fremst að leita í þeim
þáttum sem kynt hafa undir vexti eft-
irspumar og dregið úr sparnaðar-
hneigð. Óhófleg útlánaaukning sem
fjármögnuð var að verulegu leyti með
erlendu lánsfé á þar stóran hlut að
máli... Verðbólga á seinni hluta ársins
var minni en flestir bjuggust við“ seg-
ir Seðlabankinn.
Úr Degi 3. febrúar.
íslenskukennsla
í ógöngum?
„Er það ekki íhug-
unarefni hvort ís-
lenskukennsla i skóla-
keríinu er í réttu horfi
þegar í spuminga-
keppni framhaldsskól-
anna kemur í ljós að
enginn þekkir Gunn-
arshólma (náttúrulýsing kvæðisins tal-
in úr Norður-Múlasýslu!), enginn veit
hver orti Ferðalok og enginn þekkir
eitt kunnasta kvæði Gríms Thomsen
um Goðmund á Glæsivöllum? Það
hlýtur að vera unnendum íslenskra
bókmennta og menningararfsins nokk-
urt umhugsunarefni."
Eiöur Guðnason sendiherra. í Rabbi
Lesbókar Mbl. 3. febrúar.
Við sjálfa okkur
að sakast
„Ég held að það sé
ekki sjálfshól fram-
sóknarmanna þegar ég
fullyrði að flokkurinn
hafi unnið frábært
verk i ríkissfjóm bæði
á þessu kjörtímabili og
því síðasta. Ég hef
alltaf haft þá skýringu á dræmu fylgi í
skoðanakönnunum að okkur sé ekki
lagið að koma þessum verkum nægi-
lega til skila til almennings ... í þess-
um efnum er ekki við neina að sakast
nema sjálfa okkur.“
Ólafur Örn Haraldsson alþm. i viötali
í Mbl. 4. febrúar.
Bæjarstjóra þakkað
„Bæjarstjóm Seitjarnarness getur
verið hreykin af stöðu sveitarfélagsins.
Tímaritið Visbending gefur Seltjarnar-
nesbæ fyrstu einkunn í árlegri úttekt
sinni á stöðu sveitarfélaga ... Það er
kannski aldrei meiri þörf á traustari
fjármálastjórnun en í miklu góðæri. Nú-
verandi bæjarstjóm hefur sýnt mikla
árvekni og ábyrgð við fjármálastjórnun
sveitarfélagsins. Að öllum líkindum ber
að þakka Sigurgeiri Sigurðssyni bæjar-
stjóra sérstaklega fyrir trausta stjórnun
á sveitarfélaginu gegnum árin.“
1. tbl. Nes-frétta.
I
27
Skoðun
Hæstiréttur og Alþingi
Vera má að borið sé í bakkafullan
læk að vekja enn einu sinni máls á
bréfaskiptum forsætisnefndar Al-
þingis og forseta Hæstaréttar vegna
öryrkjadómsins frá 19. desember sl.
En umræða undangenginna daga
gefur tilefni til að líta yfir farinn
veg.
Tilefnlö
í bréFi oddvita stjórnarandstöð-
unnar til forseta Alþingis var því
haldið fram að með öryrkjafrum-
varpinu væri verið að hrinda dómi
Hæstaréttar sem byggður væri á
ákvæðum stjórnarskrárinnar, það
innihéldi lagaákvæði sem brytu í
bága við stjómarskrá og því bæri
að vísa því frá áöur en til umræðu
kæmi. Forsætisnefnd Alþingis
brást við með bréfi til forseta
Hæstaréttar. Þar sagði meðal ann-
ars þetta:
„í frumvarpinu er ráðgert að sem
fyrr geti orðið skerðing á fjárhæð
tekjutryggingar örorkulífeyrisþega
í hjúskap vegna tekjuöflunar maka
hans. Við meðferð frumvarpsins á
Alþingi hefur veriö deilt um, hvort
skilja eigi umræddan dóm Hæsta-
réttar svo að með honum hafi verið
slegið fóstu, að almennt sé andstætt
stjómarskránni að kveöa í lögum á
um slíka tekjutengingu. Vegna
þessa fer forsætisnefnd Alþingis
þess á leit við forseta Hæstaréttar
að hann láti nefndinni í té svar við
því hvort dómurinn hafi
falið slíka afstöðu I sér.“
í svari forseta Hæsta-
réttar sagði m.a.: „í dóm-
inum var aðeins tekin af-
staða til þess hvort slík
tekjutenging eins og nú er
mælt fyrir um í lögum sé
andstæð stjómarskránni.
Svo var talið vera. Dóm-
urinn felur ekki í sér af-
stöðu til frekari álitaefna
en hér um ræöir. í því
ljósi verður að svara
spumingu yðar neitandi."
Rök meö því aö leita
efnislegs svars
Átti forsætisnefnd að
spyrja? Þegar það er met-
ið, verður að hafa í huga
að hér er forsætisnefnd
Alþingis að spyrja vegna
fullyrðinga um að dómur-
inn feli í sér algert bann
við tekjutengingu eins og
að framan er lýst; önnur
skipan fari væntanlega í
bága við jafnréttisákvæði
stjórnarskrár og rétt til
lágmarkslifeyris. Gera
verður ráð fyrir að þessi
afstaða stjómarandstöð-
unnar hafi ekki verið áróð-
ursupphlaup, heldur hafi
hún átt stoð i sannfær-
ingu. Þegar þetta er haft í
huga má segja að forsætis-
nefnd þingsins hafi verið
nokkur vandi á höndum
og viðbrögðin skiljanleg.
Rök gegn
efnislegu svari
Átti forseti Hæstaréttar
að svara efnislega? Þegar .
því er svarað ber að gefa
gaum:
í fyrsta lagi á dómur að skýra sig
sjálfur eins og margsinnis hefur
verið bent á. Skýringar eftir upp-
kvaðningu kynnu að mótast af um-
ræðum sem þá hefðu orðið, en ekki
verið hafðar í huga við samningu
dóms.
í öðru lagi kynni svar forseta
Hæstaréttar að vera túlkað á þá leið
að Hæstiréttur skuldaði forsætis-
nefnd Alþingis skýringar á gerðum
sínum og það valda efasemdum um
sjálfstæði réttarins.
í þriðja lagi liggur fyrir að unnt
er að höfða mál til að hnekkja
stjórnskipulegu gildi núgildandi
laga. í slíku máli yrði öryrkjadóm-
urinn ef tii vill túlkaður rúmt sem
fordæmi og þá kynni að reyna á
vanhæFi þess eða þeirra dómara
sem skýrt hefðu öryrkjadóminn,
Siguröur Líndal
prófessor
þessu
ekki í dómi með formlegum
aðdraganda skv. réttarfars-
lögum, heldur vegna fyrir-
spurnar.
Þegar litið er á hið stutta
og hnitmiðaða svar forseta
Hæstaréttar verður ekk+
séð að með þvi sé stefnt í
neitt óefni. En þrátt fyrir
það tel ég að réttara hefði
verið að svara bréfinu ekki
efnislega. Með efnislegu
svari var verið að ýta und-
ir efasemdir af því tagi sem
hér hafa verið raktar og tilefni tæp-
lega nógu ríkt, enda lágu fyrir um-
sagnir margra lögfræðinga, nálega
allar á einn veg: að frumvarpið
stæðist.
Tímamótabréf’?
Ég lét þá skoðun í ljós í sjónvarps-
þætti 24. janúar sl. að ef til vill
mörkuðu bréfaskipti þessi tímamót;
yrðu tilefni þess að stofnaður yrði
stjórnlagadómstóll. Réttilega má
benda á að slíkt sé of mikill umbún-
aður í ekki stærra þjóðfélagi en
hinu íslenska. En byrja mætti með
nefnd eða stofnun sem yrði Alþingi
til ráðuneytis í þessum efnum eins
og reyndar oft hefur verið lagt til.
Rökstudd álit hennar ættu að
minnsta kosti að stuðla að málefna-
legri umfjöllum um álitamál sem
lúta að stjórnskipan.
Sigurður Líndal
„Gera verður ráð fyrir að þessi afstaða stjórnarandstöðunnar
hafi ekki verið áróðursupphlaup, heldur hafi hún átt stoð í
sannfœringu. Þegar þetta er haft í huga má segja að forsætis-
nefnd þingsins hafi verið nokkur vandi á höndum og viðbrögðin*
skiljanleg. “ - Frá umrœðum á Alþingi um öryrkjadóminn.
4+