Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 x>v DV-MYND E.ÓL. Edda Heiðrún Bachmann og Steinunn Olína Þorsteinsdóttir í Hægan Elektra Sýningin er tilnefnd í heild. Sitt af hverju tagi Menningarverðlaun DV 2001 - tilnefningar í leiklist „Yfirbragðið er orðið svolítið rútinukennt," seg- ir Auður Eydal, formaður verðlaunanefndar DV í leiklist. „Fagmennska einkennandi en lítið um ílugeldasýningar. Svolítið eins og stjóramir í stóru húsunum eigi leikhúsmatreiðslubók í skúff- unni: Klassískt verk, gamanleikur, frumflutt ís- lenskt verk, barnaleikrit, söngleikur o.s.frv., að minnsta kosti eitt stykki af hverju. Öllu hrært saman með vænum skammti af fagmennsku, farið varlega með áræðni og frumleika, kryddað ríflega með innlifun frábærra leikara en alls engin heljar- stökk út i óvissuna." Klassísku verkin voru áferðarfalleg en hreyfðu einkennilega lítið við áhorfendum, að mati nefnd- arinnar, fyrir utan perlu ársins í Nemendaleik- húsinu þar sem Rúnar Guðbrandsson leikstýrði Ofviðri Shakespeares í haust. Og fleiri „nemend- ur“ gerðu það gott því að Stúdentaleikhúsið er ris- ið úr dvala og var með kraftmikla og fjöruga sýn- ingu á Stræti. „í þessum húsum voru menn ekki smeykir við að gefa í botn. En þetta er fólk fram- tíðarinnar," segir Auður. í tilnefningum vill svo skemmtilega til að við höfum eitt af hverju tagi: Eitt leikhús, eina sýn- ingu, eitt leikskáld, einn leikara og einn leikmynd- arhönnuð. Gleðilegt er að tvö ný íslensk verk skuli vera tilnefnd því þau eru aiger frumsköpun. Með Auði 1 nefndinni eru Jón Viðar Jónsson og Halldóra Friðjónsdóttir. DV-MYND PJETUR Siguröur Skúlason leikari Tilnefndur fyrir leik í Kirsuberjagarðinum. DV-MYND TEITUR Pétur Eggerz í Völuspá í Möguleikhúsinu Mikilsvert framlag til íslenskrar barnamenningar. DV-MYND ÞÖK Hallgrímur Helgason, rithöfundur, skáld og leikskáld Tilnefndur fyrir Skáldanótt. Hægan Electra Uppsetningin i heild. Höfundur Hrafnhildur Hagalín Guömundsdóttir, leikstjóri Vióar Egg- ertsson. Þetta er athyglisvert höfundarverk þar sem átök i fortíð og nútíð eru fléttuð saman og gerð sýnileg með tækni kvikmyndavélarinnar. Djúp- stæð togstreita á milli mæðgna er sýnd í margræðu formi og skilur mann eftir með áleitnar spurningar. Sviðsetningin er öguð og vinna leikaranna vönduð. Sérstaklega er leikur Eddu Heiðrúnar Bachmann sterkur í hlutverki móðurinnar. Möguleikhúsið Möguleikhúsið er tilnefnt fyrir samfellt og markvisst starf í tíu ár, þar sem lögð hefur ver- ið áhersla á frumflutning íslenskra verka fyrir börn. Mikilsvert framlag til þess að styrkja bamamenningu. Nýjasta dæmiö er einstaklega skemmtileg sýning á Völuspá Þórarins Eldjárns þar sem norrænar goðsagnir eru kynntar í formi frásagnarleikhúss. Sigurður Skúlason leikari Sigurður er tilnefndur fyrir leik sinn í hlut- verki Leonids Andrejevítsj Gajevs í sýningu Þjóðleikhússins á Kirsuberjagarðinum. Hann DV-MYND E.ÓL. Sviösmynd úr Draumi á Jónsmessunótt Ævintýrið lifnar við með heillandi hætti. túlkar hið barnslega í fari Gajevs með blöndu af gamansemi og trega og nálgast þannig hjarta verksins. I vandaðri uppsetningu Rimasar Tuminas sannar Sigurður að hann er öflugur leikari og hefur raunar staðfest það með hverri nýrri túlkun á undanförnum árum. Skáldanótt Hallgríms Helgasonar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og leik- skáld, er tilnefndur fyrir Skáldanótt sem sýnd er á Stóra sviði Borgarleikhúss undir stjórn Benedikts Erlingssonar. Verkið er skopútfærsla á kviðlingaáráttu landans í bland við upphafna aðdáun á þjóðskáldunum. Þrátt fyrir glensið er undirtónninn innileg væntumþykja. í uppsetn- ingunni er boltinn frá höfundi gripinn á lofti þannig að úr verður fjörugt sjónarspil. Vytautas Narbutas Vytautas Narbutas er tilnefndur fyrir sjón- ræna útfærslu á Draumi á Jónsmessunótt, sýn- ingu Þjóðleikhússins, þar sem ævintýrið lifnar við með heillandi hætti. Draumur og veruleiki fléttast saman og ótrúlegustu hlutir geta gerst. Hvitt yfirbragð sýningarinnar, leikmynd og æv- intýralegir búningar (V.T. og Filippía I. Elís- dóttir) undirstrika gráglettnina og erótíkina í verkinu. ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Hansa syngur aftur Á fóstudagskvöldið kl. 20.30 verða tón- leikar í Borgarleikhúsinu undir yfirskrift- inni „Hansa“. Á bak við dulnefnið felur sig stórleikkonan Jóhanna Vigdís Amardóttir sem þá ætlar hún að endurtaka tónleika sem hún hélt á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins í nóvember, en þá seldust miðamir upp á skömmum tíma. Er áhugasömum bent á að draga ekki að panta sér miða núna. Tónleikar Hönsu em liður í fjölbreyttri menningarstarfsemi Borgarleikhússins. Markmiðið með þeim er meðal annars að fullnýta þetta glæsilega hús þegar ekki era leiksýningar á fjölunum. Um leið er lista- mönnum sem starfa við leikhúsið gefið færi á að spreyta sig á fleiri sviðum og nýta hæfileika sína betur. Á efnisskrá tónleikanna eru einkum lög eftir Cole Porter og Thomas „Fats“ Waller, eins konar úrval af uppáhaldslögum Hönsu, og eiga þau flest sameiginlegt að fjalla um ástina. Jóhanna Vigdís hefur leikið og sungið í fjórum söngleikjum undanfarin fimm ár, Hárinu, Grease, Litlu hryllingsbúðinni og Kysstu mig Kata. Um þessar mundir leikur hún í bamasýningunni Móglí, þar sem sönghæfileikar hennar fá að njóta sín í hlutverki kyrkislöngunnar Kaa. Gestasöngvari á tónleikunum er Regína Ósk Óskarsdóttir en hljómsveitina skipa Óskar Einarsson píanóleikari sem einnig útsetur lögin, Sigurður Flosason saxófón- leikari, Birgir Bragason á kontrabassa og Halldór Gunnlaugur Hauksson á trommur. Auk þess taka dansarar úr íslenska dans- flokknum þátt í tónleikunum. hH-A—i i Speight á disk íslenska tónverkamiðstöðin hefur gefið út hljómdisk þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands leikur þrjú verk eftir John Speight, Klarinettukonsert frá 1980, tileinkaðan Einari Jóhannessyni sem leikur einleik, Sinfóníu nr. 1 sem tileinkuð er Jóni Nordal og Sinfóníu nr. 2 við texta úr Paradís- armissi Miltons sem Julie Kennard sópran- söngkona syngur. John Speight er sjálfur barítonsöngvari en hefur látið æ meira til sín taka sem tón- skáld á undanfórnum árum. Samkvæmt grein Þorkels Sigurbjömssonar í bæklingi með diskinum var hann afkastamesta sin- fóníuskáld 20. aldar á íslandi. í bæklingn- um er líka dillandi skemmtileg grein um/viðtal við John Speight eftir Ellsabetu Indru Ragnarsdóttur. Hneyksli í Afríku John le Carré, sá sem endur fyrir löngu öðlaðist heimsfrægð fyrir spennubókina um Njósnarann sem kom inn úr kuldanum, hefur enn vakið athygli fyrir nýstárlega og spennandi sögu. Hún heitir The Con- stant Gardener (sem út- leggja mætti sem Hinn staðfasta garðyrkjumann) og gerist 1 Afríku, nánar til tekið í Keníu. Tessa Quayle sem er hvít og bílstjórinn hennar sem er svartur finnast myrt og á yf- irborðinu lítur svo út sem þetta sé eitt af fjölmörgum ástæðulausum ofbéldisverkum í þessari ofbeldisfullu heimsálfu. En þegar prúður embættismaður Englandsdrottning- ar í Nairobi og ekkill hinnar myrtu fer nauðugur viljugur af stað til að rannsaka málið kemur í ljós að Tessa var að gera verulega óþægilegar uppgötvanir um sið- lausa starfsemi lyfiaiðnaðarins sem notar þá snauðustu af öllum snauðu sem til- raunadýr; prófar á grandalausum mann- eskjum lyf sem vonir standa til að færi framleiðendum endalausa milljarða. Brátt er sendiráðsmaðurinn kominn á hraðan flótta... Þetta er 18. bók le Carré og þykir ein af hans bestu. Höfundurinn stendur nú á sjö- tugu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.