Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2001, Blaðsíða 25
37
ÞRIÐ JUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001
DV Tilvera
Valerrtine
Denise Richards leikur eitt aöalhlutverkiö.
Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum:
Fátt um fína drætti
Það var frekar róleg kvikmynda-
helgi í Bandarikjunum og fátt um fína
drætti þegar kom að frumsýningum.
Unglingahryllingurinn Valentine,
sem gagnrýnendur rökkuðu í sig, náði
ekki að steypa Jennifer Lopez úr efsta
sætinu og er rómantíska gamanmynd-
in The Wedding Planner í efsta sæti
listans aðra vikuna i röð. Valentine
var ekki eina kvikmyndin sem frum-
sýnd var um helgina sem beint er að
unglingum. Annar tryllir, Head Over
Heels, fer í sjöunda sætið. I henni leik-
ur Freddie Prinze jr. auglýsingamann
sem gæti verið raðmorðingi. Aö öðru
leyti er ekki um neinar breytingar á
listanum að ræða. Grouching Tiger,
Hidden Dragon heldur áfram að hala
inn dollara og er hún þegar komin í
annað sæti frá upphafi yfir vinsælustu
kvikmyndimar í Bandaríkjunum, sem
ekki eru með ensku tali. Aðeins ítalska
myndin Lífið’ er dásamlegt hefúr náð
meiri aðsókn. Önnur gæðamynd sem
er með stöðuga aðsókn viku eftir viku
er Finding Forester þar sem Sean
Connery þykir fara á kostum og er
talið líklegt að hann verði tiinefhdir til
óskarsverðlaunanna í næstu viku.
Þriðja gæðamyndin sem vert er að
benda á er Traffic, mynd sem gagn-
rýnendur halda ekki vatni yfir. í næstu
viku verður Hannibal frumsýnd og
verður spennandi að sjá hvemig þessu
langþráða framhaldi af Silence of the
Lambs verður tekið. -HK
HELGIN 2. TIL 4. FEBRUAR
ALLAR UPPHÆÐIR i ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA
SÆTl FYRRI VIKA TTTILL (DREIFINGARAÐIU) INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O l The Wedding Planner 11.000 28.200 2785
0 Valentine 10.120 10.120 2310
© 3 Cast Away 7.411 202.952 2648
o 2 Save the Last Dance 7.400 68.734 2570
© 6 Crouching Tiger, Hidden Dragon 7.353 53.519 1163
© 4 Trafflc 6.293 64.900 1580
o Head over Heels 5.000 5.000 2364
© 8 Rnding Forrester 4.400 41.500 1983
© 7 Snatch 4.100 21.800 1240
© 13 Chocolat 3.700 22.460 1173
Vinsælustu myndböndin:
Hetjusaga úr
borgarastyr j öld
Fjórar nýjar myndir koma inn á
myndbandalistann þessa vikuna og
ein þeirra, The Patriot, fer beint á
toppinn. í The Patriot, sem mikið var
lagt í, segir frá atburðum sem gerðust
í sjáifstæðisbaráttu Bandaríkjanna.
Einhver sannleikskorn em í sögunni
en þeir sem best til þekkja gefa lítið
út á þann sannleika, segja myndina
ekta Hollywood-skrumskælingu á
sagnfræðinni. Mel Gibson leikur aðal-
hlutverkið, fyirum
stríðsmann sem orðmn
er maður friðarins.
Þessi afstaða breytist
fljótt þegar nýlendu-
herir Frakka og Breta
sýna mikla grimmd. í
áttunda sæti er róman-
tísk gamanmynd, Re-
turn to Me, með Ráð-
gátuleikaranum David
Duchnovy í aðalhlut-
verki. Mótleikkona
hans er Minie Driver.
Snow Day, sem situr í
ellefta sæti, er gaman-
mynd þar sem segir frá
prakkarastrikum ung-
linga þegar gefið er ffí
í skólanum vegna snjó-
komu. Meðal leikara er
Chevy Chase. í sautj-
ánda sæti er svo bar-
dagamyndin Fist of
Legend, slagsmál frá
upphafi til enda.
-HK
The Patriot
Mel Gibson leikur fööurlandsvininn.
FYRRI
SÆT1 VIKA TIT1U. (DREIRNGARAÐIU)
ö
0
©
o
o
o
©
o
Q
©
©
©
©
©
©
©
©
©
©
©
VIKUR
ÁUSTA
The Patriot iskífan) 1
U-571 (SAM MYNDBÖND) 2
Big Momma’s House (skífan) 4
Mission Impossible II (sam myndbönd) 5
Galaxy Quest (sam myndbönd) 2
Pitch Black (háskólabíó) 2
28 Days (skífan) 6
Taxi 2 (GÓÐAR STUNDIR) 4
Return to Me (skífan) 1
Drowning Mona (myndform) 3
_ Snow Day (sam myndböndi 1
9 Me Myself and Irene iskífan) 7
12 Under Suspicion igódar stundiri 6
10 Rules of Engagement (myndform) 6
13 Gladiator isam myndbónd) 10
18 The Muse (skífani 2
_ Rst of Legend isam myndbönd) 1
14 Gone In 60 Seconds (sam myndbönd) 7
_ Keeping the Faith imyndformi 8
16 Erin Brockovich (skífanj 14
1
2
3
4
5
7
6
8
dv-myndir einar j.
Fyrst og fremst
Andrea Jónsdóttir og Óli Páll Gunnarsson, útvarps-
menn og tónlistarfræðingar meö meiru, voru í miklu
stuöi aö tónleikum loknum.
Með gítar í poka
Jóhannes Magnússon mátari og Jón Ólafur Þorsteins-
son blikksmiður mættu meö gítarinn á tónleikana því
næst lá leiö þeirra félaga á þorrablót og er aldrei aö *-
vita nema þeir hafi tekiö nokkra Zeppelin-slagara þar.
Zeppelin
snýr aftur
- Borgarleikhúsið nötraði og skalf
Matti í ham
Matti, gítarleikari Dúndurfrétta,
þenur raddböndin til hins ýtrasta
um leiö og hann strýkur strengina
af alkunnri snilld.
Rauðhærður Robert Plant
Pétur, hljómborösleikari og söngvari, þótti ná Robert Plant einkar vel og
heföi blindur maöur ekki heyrt muninn á þeim félögum.
Aðdáendur hljómsveitarinnar
Led Zeppelin og aðrir rokkhundar
fjölmenntu í Borgarleikhúsið á
fostudagskvöld. Þar hélt ábreiðu-
hljómsveitin Dúndurfréttir tónleika
og spilaði hún eingöngu lög úr
smiðju Led Zeppelin. Þótti piltunum
takast ótrúlega vel upp og höfðu
sumir á oröi að það væri engu lík-
ara en fyrirmyndin sjálf stæði á
sviðinu í öllu sínu veldi.
Leikið af innlifun
Menn veröa aö leggja sig alla fram
til aö ná réttu Zeppelin-töktunum.
Tvær frá Mannafli
Ragnheiður Dagsdóttir og Elfa H. Guðmundsdóttir, ráö-
gjafar hjá Mannafli, létu sig ekki vanta í lokahófiö.
Fólk á framabraut
- lokahóf Framadaga í Iðno
Framadagar Háskóla ís-
lands voru haldnir í síð-
ustu viku í sjöunda sinn og
þóttu takast með afbrigð-
um vel þetta árið. Eins og
fyrri ár gafst háskólanem-
um þar kostur á að komast
í kynni við fulltrúa hinna
ýmsu fyrirtækja og forvitn-
ast um starfsemi þeirra.
Framadögum lauk á föstu-
dag með glæsilegu lokahófi
í Iðnó þar sem þessar
myndir voru teknar.
Erlendur og Benedikt
Erlendur Pálsson hjá Tölvumyndum og Benedikt Rún-
arsson, viöskiptastjóri hjá Íslandssíma, voru meöal
gesta á föstudagskvöldiö.
DV-MYNÐIR einar j.
Stjórnin á góðri stund
Þessi fríöi flokkur bar hitann og þungann af Framadög-
um í ár. Frá vinstri Eyrún Magnúsdóttir, Arnar Björns-
son, Daniel Vincent Antonsson, Helgi M. Björgvinsson
og Bryndís Pjetursdóttir.
Ung og efnileg
Gunnar Páll Tryggvason hjá Kaupþingi, Sigrún Sandra
Ólafsdóttir hjá IMG og Karen Axelsdóttir viöskipta- *
fræöinemi voru mætt til aö sýna sig og sjá aöra.