Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 Fréttir I>V Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast fyrirtækjaflótta úr landi: Vill vaxtalækkun strax - ekki tímbært, segir Eiríkur Gudnason seölabankastjóri Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að menn hafi áhyggjur af vaxtastefnu Seðlabanka íslands. Hann óttast fyrirtækjaflótta og segir ákvörðun um hvenær tímabært sé að lækka vexti fyrst og fremst byggiast á mati og tilfinningu fyrir því sem er að gerast á vinnumarkaði. “Það er augljóst að mat Seðla- bankans liggur í því að þenslan hafi ekki rénað nægjanlega. Ég hef hins vegar velt upp öðrum þáttum. Bæði er það að skaðlegt sé að búa við háa vexti sem geti til lengdar farið að vinna gegn því markmiði að treysta gengið og eins getur ým- islegt bent til þess að það geti dreg- ið svo hratt úr spennunni að hætta sé á að vextir verði lækkaðir of seint. Háir vextir hérlendis og meiri launahækk- anir en annars staðar geta einnig hrakið menn úr landi með sína starfsemi. Slíkt hef- ur oft gerst. Ég hef þó mestar áhyggjur í svipinn af stöðu alþjóðlegra fyrir- tækja hérlendis sem byggja á er- lendu eigin fé.“ Ari segir vaxtamun milli íslands og viðskiptalandanna hafl aukist hratt að undanfórnu. Haldi Seðla- bankinn stýrivöxtum sínum óbreyttum á næstunni feli það í sér ákvörðun um enn harðari peninga- málastefnu bankans. „Þá hafa raunvextir farið hækk- Ari Edwald. andi undanfarna mánuði vegna hjaðnandi verð- bólgu sem aukið hafa aðhald pen- ingastefnunnar umfram það sem ætla má að bank- inn hafi stefnt að. Það hníga því veigamikil rök að vaxtalækkun nú þegar. Vextir eru hvergi í sambæri- legum löndum eins háir og hér og fer vaxtamunurinn hratt vaxandi. I ljósi þeirrar þróunar verður að telja varfærið að lækka forvexti um 0,5 prósentustig í þessum rnánuði," segir Ari Edwald. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri segir ekkert í spilunum sem Eiríkur Guðnason. gefi tilefni til vaxtalækkana. „Við teljum ekki tímabært að draga úr aðhaldi i peningamálum með lækk- un seðlabankavaxta. Það er enn of- þensla að okkar dómi. Jafnframt má benda á nýlega greinargerð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem kemst að sömu niðurstöðu að ekki sé tímabært að lækka vexti. Jafn- vel að nauðsynlegt geti reynst að hækka vexti enn frekar ef gengi krónunnar heldur áfram að lækka og valda verðbólguþrýstingi. Ég dreg því þá ályktun aö ekki sé hægt að segja hvort næsta breyting vaxta verði til hækkunar eða lækk- unar. Mér finnst ekkert gefið um það á þessari stundu þó ekki sé eft- irsóknarvert til frambúðar að hafa hér mjög háa vexti." -HKr. íslenskir hnefaleikakappar dvmynd þök Ætla í keppnisferö til Bandaríkjanna þrátt fyrir lögbann hér á landi. s Islenskir hnefaleikakappar ætla aö keppa í Bandaríkjunum: Hættulegra að vera klappstýra - segir einn skipuleggjandinn Fellsmúli: Fullur í fótabaði - eldur dó Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu var kallað að Fellsmúla í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 4 í nótt þar sem vatn var farið að renna úr íbúð og fram á gang. Ná- granni varð var við rennslið og kallaði eftir aðstoð. Þegar slökkviliðið kom sat hús- ráðandi í stól með fæturna í þriggja til fjögurra sentímetra djúpu vatninu í íbúðinni og kippti sér ekkert upp við vatnslekann, enda var maðurinn vel kenndur. Ætlaöi í bað Að sögn talsmanns slökkviliðs- ins virtist sem maðurinn hefði ætlað sér að fara í bað en lagt handsturtuna fyrir utan baðkar- ið, því hún lá á gólfinu og spraut- aði vatninu sem runnið hafði um alla íbúðina og fram á gang. Einnig hafði kviknað í hjá manninum en eldurinn hafði dáið af sjálfu sér vegna þess hve blaut íbúðin var orðin. Lögreglan í Reykjavík tók manninn með sér og vistaði hann í fangageymslum sínum það sem eftir lifði nætur svo hann færi sér ekki frekar að voða. -SMK Tólf íslenskir hnefaleikakappar munu í lok mars fara í keppnisferð til Bandaríkjanna þrátt fyrir að þjálfun og keppni í greininni sé bönnuð hér á landi. Hnefaleikakapparnir eru flestir á aldrinum 15 til 20 ára og eru tveir bandarískir þjálfarar staddir hér á landi til að fylgjast með og undirbúa liðið. Að sögn Guðjóns Vilhelms, tals- manns hópsins, telja íslenskir hnefa- leikaiðkendur að ferðin sé fyrsti þátt- ur í mótmælum á þeim mannréttinda- brotum sem unnin séu á þeim með lögbanninu. Hann segir að þeir furði sig á því af hverju ólympískir hnefa- leikar eru bannaðir hér á landi þegar sambærilegar íþróttir eins og Kick- box, Taw Kwon Do og karate eru leyfðar. „Samkvæmt lista sem Amer- ican Youth Safety Council getur út yfir hættulegar íþróttir er tíðni meiðsla meiri hjá klappstýrum og badmintonspilurum," segir Guðjón. Hann segir að íslenskir hnefaleika- iðkendur telji miklar líkur á að það frumvarp sem nú liggur fyrir um að leyfa íþróttina verði samþykkt þar sem þau rök sem voru fyrir banninu árið 1956 eigi ekki lengur við. -MA Kúabændur frestuðu tilraunaverkefni með norska fósturvísa: Vilja Kúabændur samþykktu á full- trúafundi sínum tillögu um að til- raunaverkefni með norska fóstur- vísa verið frestað. Einnig var sam- þykkt að atkvæðagreiösla fari fram meðal mjólkurframleiðenda um málið og mun stjórnin vinna að tillögu um tímasetningu hennar og form fyrir næsta aðalfund kúa- bænda. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra fagnar ákvörðun kúa- bænda. Hann segist styðja ákvörð- unina þar sem mikilvægt sé að halda þeirri ímynd og samstöðu sem verið hefur um íslenskan landbúnað. „Þetta var félagslega erfitt í þeirra röðum og þjóðin hefur tengt þetta of mikið inn í umræðuna um kúariðu í Evrópu, „ segir Guðni. Ekki hætta við Benjamín Baldursson, bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, segir að kúabændur hafi flestir verið þeirrra skoðunar að rétt væri að fresta verkefninu um nokkra mán- alls ekki hætta við uði. „Við viljum hins vegar alls ekki að hætt verði viö verk- efnið,“ segir Benjamín. Hann segir að verði atkvæða- greiðsla meðal allra bænda um málið verði ekki af verkefninu því meirihluti sé á móti því. Benjamín seg- ir aö með innflutning fósturvísa verði stigið gríðarlegt framfara- spor og miklu betri gripir fengjust. Engin hætta sé á að kúariða geti smitast með fósturvísunum og rannsóknir hafi staðfest það. Frestun í lagl Pétur Diöriksson, bóndi á Helga- vatni í Borgarfirði, segir að í sjálfu sér sé í lagi að fresta verk- DV-MYND GVA Fulltrúafundur kúabænda Kúabændur samþykktu aö fresta innflutningi á norskum fósturvísum á fulltrúafundi í gær. Landbúnaöarráöherra gleöst. efninu til að skoða sig um og ræða það betur en ann- að mál sé með atkvæða- greiðsluna og á hvaða grunni hún eigi að vera. Hann telur hins vegar að ekki sé nein ástæða til fresta verk- efninu í lang- an tíma. Verk- efnið sé til góða fyrir kúabændur og það sé hluti af framforum í nú- tímabúskap sem kúabændur verði að taka þátt í eins og mjólkurfram- leiðendur annars staðar. „Ef við gerum það ekki sér einhver annar um að framleiða fyrir okkur mjólkina í framtíðinni," segir Pét- ur. Hann segir að þetta sé spurn- ing um samkeppnisstöðu við út- lönd i framtíðinni. Móti frestun Gunnar Jónsson, bóndi á Egils- stöðum, segir að hann sé á móti þvi að fresta verkefninu og einu rökin fyrir frestun séu að neyt- andinn treysti ekki vörunni. „Það hefur ekkert annað komið fram að mínu mati og því engin ástæða til að fresta þessu,“ segir Gunnar. Hann segir að gæta eigi fyllsta ör- yggis í innflutningnum og verk- efniö taki það langan tíma að jafnvel sé hægt að rannsaka heil- ann úr kynforeldrunum áður til dreifingar kemur. Gunnar telur að kúabændur þurfi á verkefninu að halda til standa sem best í samkeppninni. Hann segir að hrein náttúra og fóður muni alltaf koma íslendingum til góða og það sé grundvallaratriði í mál- inu. „Þjóðirnar í kringum okkur geta ekki státað af því, „ segir Gunnar. Hann er hræddur um að frestunin verði til þess að ekkert veröi af innflutningnum. -MA BWSaijBIM Byggðastefna óskast „Við óskum eftir því að stjórnvöld birti byggðastefnu sina og vonum að fundur okkar með ráðherrum skili ár- angri fyrir umbjóð- endur okkar,“ sagði Halldór Bjömsson, formaður Starfsgreinasambandsins, eftir fund samtakanna í gær. - Dagur greindi frá. Snákar og eðlur Sex snákar og fimm eðlur voru með dómi Héraðsdóms Reykjaness gerð upptæk í gær, auk loftrifflis, eimingar- tækis og rúmlega 70 lítra af gambra. Dýrin og munimir vom á vegum hálf- þrítugs manns og var hann ákærður fyrir áfengislagabrot, vopnalagabrot og brot á lögum um innílutning dýra. Krefjast 1.400 milljóna Lifeyrissjóður sjómanna hefur sett fram kröfu á hendur ríkissjóöi um greiðslu 1.400 milijóna króna vegna 20 ára gamallar lagasetningar sem gerði sjómönnum kleift að hefja töku ellilíf- eyris við 60 ára aldur án þess að hann skertist. Tollstjóri kallaður fýrir Persónuvemd (fyrrum Tölvunefnd) hefur ákveðið að kalia Snorra Olsen tollstjóra á sinn fund til að fjalla um þær framkomnu upplýsingar að fs- landspóstur hafi fengið upplýsingar um einstaklinga hjá embættinu í tengslum við mannaráðningar. Átaksverkefni Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra sagði í viðtali við rík- issjónvarpið að ríkis- valdið væri reiðubúið að koma til aðstoðar vegna bágs atvinnuá- stands á Bolungarvík og Húsavik og í Vest- mannaeyjum vegna uppsagna sjávarút- vegsfyrirtækja. Knattspyrnuhús 2002 Ráðgert er að nýtt knattspyrnuhús við Víkui-veg verði tekið í notkun í mars á næsta ári, samkvæmt samn- ingi sem borgarráð samþykkti í gær. Dýrafóður frá Bretlandi Embætti yfirdýralæknis lætur nú kanna í Bretlandi hvort þær upplýs- ingar eru réttar sem fram komu í grein i breska blaðinu Sunday Times sl. sunnudag að ísland hefði verið í hópi landa sem fluttu inn dýrafóður frá Bretlandi, sem hugsanlega var mengað kúariðu, á árunum 1991-1996. Lítill skíöasnjór Lítið hefur verið hægt aö fara á skíði sunnanlands það sem af er vetri, ólíkt því sem verið hefur í öðrum landshlutum, a.m.k. norðanlands. í Bláfjöllum tókst að opna skiöasvæðið 4. janúar, en viku seinna var snjór að mestu horfinn og hefur verið lokað siðan. Haldið til haga í frétt um Frama- daga í Háskólanum í DV í gær var Bene- dikt Rúnarsson var í myndatexta ranglega sagður gegna starfi viðskiptastjóra ís- landssíma. Hið rétta er að Benedikt er við- og markaðssviðs Sím- skiptastjóri Sölu- ans. í viðtali við Friðrik J. Amgrimsson, framkvæmdastjóra Landssambands ís- lenskra útvegsmanna um mál er bárust úrskurðamefnd um fiskverð var ranghermt að málin hefðu á siðasta ári verið 333-4 talsins. Hið rétta er að 8 mál bámst nefndinni. -HKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.