Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 DV Utlönd Fyrrverandi yfirmaður franska olíufyrirtækisins Elf: Tuggði farsímakortið sitt við handtökuna Alfred Sirven, fyrrverandi aðstoð- arforstjóri ríkisolíufyrirtækisins Elf í Frakklandi, át farsímakortið sitt við handtökuna á Filippseyjum á föstudaginn 1 síðustu viku. „Hann tuggði það eins og það væri tyggigúmmí og gleypti það síðan,“ segir James Tosoc, filippseyskur leyniþjónustumaður, sem var við- staddur handtöku Sirvens. Kortið hefði getað veitt frönskum rannsóknardómurum mikilvægar upplýsingar um símtöl Sirvens og jafnvel afhjúpað hvar allar milljón- irnar eru sem fullyrt er að hann hafi komið undan þegar hann var einn yfirmanna Elf. Sirven er sak- aður um að hafa sett meirihlutann af þeim 2,5 milljörðum íslenskra króna, sem hann kom undan, inn á reikninga í þremur bönkum á nafni filippseyskrar vinkonu sinnar, Vilmu Aguilando Medina. Sirven hvarf frá Frakklandi 1997 NLFKÖ> Alfred Sirven Sirven var yfirheyröur fram á nótt viö komuna til Parísar / gær. þegar yfirvöld tóku að rannsaka spillingu innan Elf. Sirven var í gær framseldur til Frakklands frá Þýskalandi. Hann hafði lent í umferðaröngþveiti á Fil- ippseyjum á leið í flugvél til París- ar. Þess vegna var flogið með hann til Frankfurt. Ætlunin var að fljúga með hann beint þaðan til Parísar en þýsk yfirvöld héldu honum þar til í gær. Þau höfðu hug á að yfirheyra hann vegna milljarða króna mútu- greiðslna vegna kaupa á a-þýskri ol- iuhreinsunarstöð 1992. Grunur leik- ur á að Helmut Kohl, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hafi tekið við mútum til flokks síns frá Elf. Sirven kvaðst þurfa nokkrar vikur til að búa sig undir samtal við þýska rannsóknarmenn. Dómsmálaráð- herra Þýskalands varð ekki við ósk hans um dvalarleyfi og þess vegna var hann ekki yfirheyrður í Þýska- landi. Á meðan Sirven var yfirmaður Elf hafði hann það hlutverk að múta stjórnmálamönnum, innlendum og erlendum, og hafði í þeim tilgangi umsjón með digrum sjóði. Rann- sóknardómarar fullyrða að Roland Dumas, fyrrverandi utanríkisráð- herra Frakklands, hafði þegið um 1 milljarð króna frá Elf. Ástkona ut- anríkisráðherrans mun hafa verið milligöngumaður. í staðinn var ætl- ast til að hann skipti um skoðun og heimilaði öðru rikisfyrirtæki sölu á stríðsvögnum til Taívans. Réttað er nú í Frakklandi yfir Dumas, ást- konu hans fyrrverandi og niu öðr- um vegna málsins. Frönsk yfirvöld hafa einnig hug á að vita hvaða greiða Edith Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi innt af hendi fyrir 50 milljónirnar sem hún fékk frá Elf. Sirven kann að geta greint frá þessu öllu ef hann vill. Ologleg viðskipti með sláturúrgang Kúariðukreppan hefur valdið uppsveiilu í viðskiptum með slátur- úrgang. Belgíska lögreglan hefur af- hjúpað skipulagt smygl á sláturúr- gangi til S-Evrópu, einkum Spánar. Það er dýrt að losa sig við slátur- úrgang í Belgíu. Eftirlit er strangt og gjöldin há. Á Spáni er eftirlit lít- ið og þar hafa bændur freistast til að urða sláturúrgang. Fyrsta smyglið uppgötvaðist í jan- úar þegar belgískir tollverðir skoð- uðu spænskan flutningabíl. Bílstjór- inn losað sig við ávaxtafarm í Brussel. Undir venjulegum kring- umstæðum hefði hann ekið með tóman bil til baka. Lögreglan fann hins vegar hundruð kílóa af slátur- úrgangi sem litið er á sem hættulegan vegna kúariðu. Mogens Lykketoft Danski utanríkisráöherrann bíöur eft- ir formlegri beiöni aö vestan um eld- flaugavarnakerfi í Thule. Grænlendingar og Danir þegja um eldflaugar Stjórnvöld í Danmörku og á Grænlandi neita að tjá sig um fyrir- ætlanir Bandaríkjamanna um eld- flaugavarnir, þar sem herstöðin í Thule á Grænlandi myndi gegna lykilhlutverki, þar til formleg beiðni hefur borist frá Washington. „Dönsk stjórnvöld taka enga ákvörðun fyrr en borist hefur beiðni frá Bandaríkjunum," sagði Mogens Lykketoft, utanríkisráð- herra Danmerkur, í gær eftir við- ræður við Jonathan Motzfeldt, for- mann grænlensku heimastjómar- innar. „Danir og Grænlendingar verða að vera samþykkir. Við eig- um nána samvinnu við Grænlend- inga,“ sagði Lykketoft. Motzfeldt sagði að Grænlendingar myndu glaðir taka þátt i viðræðum um málið. Hann hefur þó lýst sig andvígan áformum bandarískra stjórnvalda. Ratsjárstöðin i Thule var reist á 6. áratugnum og er mikilvægur hlekkur í keðju slíkra stöðva sem nær frá Alaska til Bretlands og er ætlað að fylgjast með flugskeytum á leið til Bandarikjanna. Veitt meö gullerni Austur í Kasakstan er þaö siöur manna að halda keppni í veiöum meö aö- stoö fugla. Hér má sjá ungan Kasakstana halda af staö meö gullörninn sinn sér til fulltingis. Veiöimenn úr öllu Kasakstan eru saman komnir í bænum El- an Tay til aö sýna hvers fuglar þeirra eru megnugir. Hryðjuverkamenn að störfum: Dulkóðuð skilaboð send á Internetinu Hópar öfgamanna, þar á meðal hópur sádi-arabíska hryðjuverka- mannsins Osama bins Ladens, nota vinsæl vefsetur til að koma dulkóð- uðum upplýsingum til útsendara sinna við skipulagningu hryðju- verkaárása., Internetið hefur nú að miklu leyti komið í stað smáauglýsingadálka dagblaða sem helsti farvegur leyni- legra skilaboða milli þessara hópa. „Þetta er ódýr leið til að heyja stríð og mjög auðvelt að gera hana virka,“ sagði Yonah Aiexander, for- stöðumaður alþjóðlegrar stofnunar sem rannsakar hryðjuverk. Netsíður með upplýsingum um klám og íþróttir, sem eru meðal þeirra sem flestar heimsóknir fá, eru meðal þeirra vinsælustu sem hryðjuverkamenn nota, að sögn sér- ■ ■■ : m fræðingsins Bens Venzkes. Hópur Osama bins Ladens er þar á meðal. Bin Laden hefur verið ákærður vegna sprengjutilræða við tvö sendiráð Bandaríkjanna í Austur- Afriku á árinu 1998. Þá liggur bin Laden undir grun um að bera ábyrgð á tilræðinu við bandaríska herskipið Cole í höfninni í Aden í Jemen á síðasta ári. Þessa dagana standa yfir réttar- höld yfir fjórum meintum sam- verkamönnum bins Ladens vegna sprengjutilræðanna við sendiráðin. Bandaríska dagblaðið USA Today sagði frá því í gær að Osama bin Laden hefði farið að dulkóða skila- boð sín fyrir fimm árum en hefði aukið það nýlega vegna þess að bandarísk yfirvöld greindu frá því að símar hans væru hleraðir. Frestur til að skila skattframtali einstaklinga rennur út 19. mars. Ef talið er fram á netinu er frestur til 2. apríl. 2001 Skattframtölin ásamt fylgiskjölum verða borin út í byrjun mars. -|j| m.......... ; * 0§ * W m mSSm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.