Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 x>v 7 Fréttir Garðbæingar bjóða út einkarekinn leikskóla: Bæjarfulltrúinn sam- þykkti en sat svo hjá - einkarekstur eykur fjölbreytni, segir bæjarstjórinn Garðabær auglýsti um helgina eftir tilboðum í rekstur nýs 92 bama leik- skóla sem verið er að byggja i Ása- hverfi. Ailur minnihluti bæjarstjómar Garðabæjar sat hjá við atkvæða- greiðslu um málið á bæjarstjómarfundi í síðustu viku. Að sögn Ásdísar Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra Garðabæjar, er upphaf málsins það að leikskólanefnd bæjarins ályktaði að bæjaryflrvöld skyldu bjóða út rekstur leikskóla og sagði hún marg- vísleg rök hafa verið færð fyrir því. „Kostimir eru flölmargir, meðal ann- ars þeir að verið er að auka flölbreytni í starfsemi leikskóla í Garðabæ og gefa fagfólki sem hefur áhuga á að koma meira að rekstrinum tækifæri til að gera það. Við viljum láta á það reyna hvort ekki sé fagfólk sem hefur áhuga á að axla meiri ábyrgð í rekstri og koma að starfsemi svona leikskóla, á þeim forsendum að sjálfsögðu að farið verði eftir gildandi aðalnámskrá leikskóla og lögum og reglugerðum sem eru um starfsemi leikskóla,“ sagði Ásdís Halla. „Þeir sem nota þjónustuna munu að sjálfsögðu hafa sama rétt og aðrir sem nota þjónustu leikskóla sem Garðabær rekirn núna og til dæmis má nefna að gjaldskrá þessa leikskóla verður sú sama og hjá hinum leikskólunum." Vill ekki útboð Útboðið var samþykkt samhljóða á bæjarráðsfundi í síðustu viku en á bæj- arstjómarfundi síðastliðinn fimmtudag sátu allir fulltrúar minnihlutans hjá. Sigurður Björgvinsson, fulltrúi Garða- bæjarlistans, greiddi atkvæði með þessu á bæjarráösfundi en sat hjá á bæj- arstjómarfundinum. í samtali við DV sagði Sigurður ástæðuna vera misskiln- ing þar sem á fyrri fundinum taldi hann sig vera að greiða atkvæði með því að senda ákvörðunina til bæjar- stjómar. „Ég er að hugsa til lengri tima. Þeg- ar að því kemur að einhver hluti leik- skólans verði gerður að skyldu þá hef ég ekki áhuga á því að kennsla sé boð- in út,“ sagði Sigurður. „Við erum nú samt alltaf að hugsa um að spara fyrir bæjarbúa og það getur vel verið að ein- hver spamaður komi út úr þessu en þegar til lengri tíma er litið þá er ég ekkert viss um að það verði.“ Á sunnudag var einkarekinn leik- skóli fyrir 80 böm vígður að Háholti 17 í Hafnarfirði. Eigandi skólans og rekstr- araðili hússins er Nýsir hf. en Hafnar- flarðarkaupstaður leigir húsið með lóð og búnaði í 25 ár. -SMK Siglfirðingar leita að lækni pv. siglufirði: I 1 gengi að fá nýjan lækni ..Okkur hefur ekki til starfa. Við heilbrigð- enn tekist að finna isstofnunina eru tvö lækm sem vill nv"Kl stn',"loil'11 lækna. Til hingað í bæinn en við viðbótar kemur Guðjón munum leita áfram, IHH2|HH&S!w9j!Í Baldursson læknir og þetta hlýtur að hafast á dvelur í flóra og hálfan endanum," sagði Þórar- mánuð á ári í Siglu- inn Gunnarsson, fram- Hús heilbrigðisstofnunar firöi. Andrés Magnús- kvæmdastjóri Heilbrigð- Erfiðlega gengur að fylla aðra son yfirlæknir hefur isstofnunarinnar á stöðu læknis við stofnunina verið einn í Siglufirði Siglufirði, þegar hann og leita menn logandi Ijósi að siðan í byrjun desem- var spurður um hvernig góðum lækni. ber því þá fór læknir- inn sem með honum var í veikinda- leyfi og sá hætti síðan störfum i byrj- un janúar. Þórarinn framkvæmda- stjóri segir að undanfarið hafi hann fengið lækna að sem verið hafa viku og viku í senn en það sé að sjálfsögðu aðeins skammtímalausn. Hann segir að Guðjón komi nú í byrjun febrúar og verði væntanlega í tvo mánuði samfleytt og vonast til að á þeim tíma verði Siglfirðingar búnir að fmna lækni sem vill flytjast búferlum til þeirra. -ÖÞ Vígsla leikskóla Einkarekinn leikskóli var vígður í Hafnarfirði á sunnudag. Leikskólinn og rekstraraöili hússins er Nýsir hf. en Hafnarfjarðarkaupstaður leigir húsið með lóð og búnaði í 25 ár. Garðabær hefur nú boöiö út umsjón og rekstur leik skóla sem opna skal í sumar. ...og fyrstu verðlaun "ALLRA FLOKKA" órið 2001 fær... | Breska tímaritið „Off Road & 4 Wheel Drive", nóvember 2000, þar sem allir jepplingar og jeppar voru prófaðir. „ALLIR FLOKKAR" Bflar sem efstir urðu í sínum flokkum: I.Suzuki Jimn' Dísiljeppar Mitsubishi Fájero Shogun Dl-D Ralljeppar Ford Ranger Double Cab Lffstfll Suzuki Jimny Lúxus Jeep Gr. Cherokeg V8 lim. edh. Stæni jeppar Land Rover Discovery V8 Minni jeppar Mrtsubtshi Rajeto Pinin Fahna GLS SUZUKl JHVITMY í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Frábært verd, frábær hönnun og frábærir aksturseiginleikar." „Jimny SoftTop er með litla, kraftmikla vél og sérlega gott fjórhjóladrifskerfi sem er auðtengt og með möguleika á lágri gírskiptingu þannig að hann kemst leiðar sinnar við allar aðstæður." VERÐ: 1.490.000,- JANÚAR TILBOÐ! Sjálfskiptan Jimnv á verði beinskipts ef þú segir okkur hvar þú sást þetta tilboð. (Verð sjálfskiptingar: 130.000 kr.). SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Borgarnes: Bílasala Vesturlands, slmi 437 15 77. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 22 30. Sauðárkrókur: Bila- og búvélasalan, Borgarröst 5, slmi 453 66 70. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bllasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, slmi 471 30 05.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.