Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 24
28 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 Tilvera DV 1 1 f 1 ft Minningar- tónleikar um Lárus Sveinsson í kvöld kl. 20.30 verða haldnir minningartónleikar um Lárus Sveinsson trompetleikara í Langholtskirkju. Fram koma Sinfóníuhljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Karlakórinn Stefnir, Kór Islensku óperunnar, Reykjalundarkórinn, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Klúbbar ■ BREAKBEAT.IS Jungle, drum & bass og experimental breakbeat tónar flæða um á Breakbeat.is kvöldum Café Grófar.Fastlr plötu- snúðar eru DJ Addi & DJ Eldar og DJReynir. Krár ■ HALLI REYNIS A GAUKNUM Stórtrúbadorinn Halli Reynis kemur alla leiö frá Danmörku til að spila á Gauknum í kvöld. Klassík ■ FLAUTUTONLEIKAR I SALNUM Myrkir músíkdagar eru nú komnir í gang og í kvöld klukkan 20 f Salnum í Kópavogi verða haldnir tónleikar á vegum Tónskáldafélags íslands. Tónleikarnir bera yfirskriftina Norræn 20. aldar flaututónlist og hjónin Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau leika bæði á flautu. Leikhús ■ RAUÐA KLEMMAN Leikfélag Fé- lags eldri borgara í Reykjavík, . Snúður og Snælda, frumsýnir í As- garði í Glæsibæ í dag, klukkan 17, gamanleikritið Rauðu klemmuna eft- ir Hafstein Hansson. Fundir ■ FIJNDUR HJA VIÐSKIPTAFELAG- INU JCC HOFÐA Febrúarfundur Við- skiptafélagsins J.C.C. (Junior Cham- ber of Commerce) Höfða veröur haldinn í þingsal 8 að Hótel Loft- eiðum klukkan 20.00. Gestur fund- arins veröur Sigurjón Þór Kristjáns- son, þróunarstjóri Flögu hf. Allir sem hafa áhuga á starfsemi Viðskiptafé- lagsins Höfða eru velkomnir á fund- inn 7. Nánari upplýsingar fást á heimasíðu félagsins, á www.vid- skiptafelagid.is. ■ FYRIRLESTUR í BREIÐHOLTSSKOLA I kvöld verður fyrirlestur í hátíðarsal Breiðholts- skóla á vegum foreldra- og kennarafélags Breiðholtsskóla. Ingólfur V. Gíslason fjallar um stöðu íslenskra feðra í dag. Meðal annars verður fjallað um verkaskiptingu á heimili og stjórnunarstöðu konunnar. ■ NIÐURRIFSBÓKMENNTIR í BORGARLEIKHUSINU I tilefni sýningar Leikfélags Reykjavíkur á leikritinu Öndvegiskonur eftir Werner Schwab verður umræðu- fundur í anddyri Borgarleikhússins kl. 20 í kvöld. Þátttakendur verða Úifhildur Dagsdóttir og Geir Svansson. Magnús Þór Þorbergsson segir frá skáldinu og leikin verða atriði úr sýningunni. Bíó ■ COEN-HATK) A Coen-hátíð Fil- mundar í Háskólabíói verða í dag sýnd myndin Blood Simple kl. 20 og hátíðinni lýkur svo með frumsýningu nýjustu myndar bræðranna, 0, Brother, Where Art Thou kl. 22.30 Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Elías Níelsson, einkaþjálfari Halls, er bjartsýnn um árangur í átakinu: Kannski ekki heimsmeistarar - en náum árangri sem hann getur sætt sig við DV-MYND Þ0K Master í lífeðlisfræði Elías Níelsson starfar sem elnkaþjálfari í Hreyfingu og nýtir þar þakgrunn sinn í lífeölisfræöi og íþróttafræðum vel. Elías Níelsson er einkaþjálfari í Hreyfingu í Faxafeni og þjálfari Halls Guðmundssonar sem lesendur DV hafa fylgst með undanfarnar vikur. Elías var tekinn tali og spurður um leið hans að því að verða einkaþjálf- ari. Ætlaöi í lungnarannsóknir „Ég lærði í Bandaríkjunum í Ala- bama og tók þar BS- og mastersgráðu í lífeðlisfræði og íþróttafræðum. Svo hef ég líka tekið þessi grunnnámskeið sem hægt er að taka hér í einkaþjálf- un og eru skilyrði þess að maður fái að vinna hér sem einkaþjálfari," segir Elías en þegar hann hóf háskólanám sitt stefndi hann á aðra hluti. „Ég vann alltaf á Reykjalundi með nám- inu og ætlaði mér að fara inn í lungnarannsóknir og það svið en launin á þeim vettvangi eru því mið- ur þannig að ég varð að leita á önnur mið svo ég ákvað að fara út í þennan bransa.“ Elías rekur ásamt félag sínum litla stöð í Mosfellsbæ sem var opnuð fyrir þremur árum en starfar aðallega í Hreyfmgu. „Ég byrjaði að starfa þar sem áður hét Máttur árið 1989 og vann þar með náminu og starfinu á Reykjalundi." Sinnir mörgu í Hreyfingu Elías byrjaði í einkaþjálfun árið 1995 og var fyrsti einkaþjálfarinní Mætti. „Svo kom þetta einkaþjálf- arabúm sem núna er. Einkaþjálfun er náttúrlega mjög góð en hún er lika dýr og gefur vel af sér. Það mætti kannski byggja þetta einkaþjálfar- aumhverfi betur upp, t.d. hafa sjúkra- þjálfarar verndað sitt svæði mjög vel. Hér geta nánast allir farið á einka- þjálfaranámskeið og gerst þjálfarar og auðvitað er fullt af góðu og vel mennt- uðu fólki í þessum hópi en góð grunn- menntun skiptir mjög miklu máli í svona þjálfun." Auk þess að sinna einkaþjálfuninni sér Elías um tækjasalinn í Hreyfingu, allar mælingar og Slökkviliðið. Auk þess hefur hann þjálfað gegnum tíðina FjöNkyWumál landslið, golílandslið, handboltalands- lið og fótboltalandslið. -'Mr LEIÐ TIL BETRA LÍFS Góðir hlutir gerast hægt Elías segist ekki oft fá til sin verk- efni eins og Hall. „Það þarf talsverðan kjark fyrir mann eins og hann að hefja svona átak. Það eru komnir inn ýmsir áhættuþættir eins og hjarta- og æðasjúkdómar sem eru orðnir óþarf- lega miklir miðað við aldur, blóð- þrýstingur, svefntruflanir og ýmislegt fleira." Elías segir að svona samstarf hafi leitt margt gott af sér. „Ég hef samt ekki sigrað heiminn með þessum mönnum. Ég hef ekki klárað verkefn- ið enn þá en þeir koma aftur og eru alltaf að vinna í sínum málum. Svona verkefni er algert þrekvirki," segir El- ías. Elías leggur mikla áherslu á að góð- ir hlutir gerast hægt. Hann segist ekki hafa mikla trú á skyndilausnum þeg- ar um er að ræða að takast á við að ná af sér mörgum kílóum, þótt ýmsum hafi vissulega tekist að ná af sér mörgum kílóum á stuttum tíma með góðum árangri. „Ég held að Hallur sé mjög sterkur karakter og við erum sammála um að byrja á að taka eitt ár og sjá svo hvar við stöndum þá. Von- andi verðum við ánægðir með árang- urinn þá en ef ekki, þá það, svo lengi sem við erum að ná árangri. Við erum með mælanlega þætti eins og þolpróf, ummál og fitumælingu en þetta snýst líka mikið um það hvernig fólki líð- ur.“ Mikil hætta hjá kyrrsetufólki Elías segir að hættan á að fitna sé mikil hjá mönnum sem vinna mikið og vinna kyrrsetustörf. „Menn eru kannski að færa matinn aftar og aftar af því að þeir mega ekki vera að því að borða. Svo koma þeir þreyttir heim og glorhungraðir og það hverfur kannski einn kexpakki á leiðinni að matarborðinu, kannski 500 kaloríur og þá eiga menn eftir að borða og klukkan er kannski orðin 10 um kvöld. Þetta er bara alger vítahring- ur.“ Elías lætur vel af samstarfmu við Hall og er bjartsýnn um árangur. „Ég hef trú á honum. Við verðum kannski ekki heimsmeistarar en ég held að við munum ná árangri sem hann getur sætt sig við.“ -ss íSíBbs i s' í hvert mál Þórhallur Heítnisson skrifar um fjölskyldumál á miövikudögum Bjór Um eitt eru Svíar og Danir sam- mála þótt þeir séu ósammála um áfengissölu. Það er að halda uppi velferðarkerfi sem tryggir fjölskyld- unum margfalt betri skilyrði en ís- lenskar fjölskyldur eiga að venjast. Væri nú ekki verðugra verkefni fyr- ir hina þróttmiklu og framkvæmda- sömu þingmenn okkar, að vinna að því að innleiða slíkt kerfi hér á landi, fremur en að setja bjór og vinsölu til hagsmuna fyrir verslun- ina í forgangsröð? Eða er ekki ung- lingadrykkjan næg samt? Enn einu sinni er komin upp um- ræða í þjóðfélaginu, um hvort ekki sé rétt að heimila sölu á bjór og léttu víni í matvöruverslunum. Að þessu sinni eru það nokkrir ágætir alþingismenn sem hafa tekið sér fyrir hendur að semja frumvarp varðandi þetta þjóðþrifamál. Helstu rök þingmannanna fyrir þessu framtaki sínu virðast vera þau, að með sölu bjórs og léttra vína í mat- vöruverslunum aukist þjónustan við neytandann. Neytandinn getur þá nálgast vöruna hvar sem matur er seldur, þess vegna í hverri sjoppu um land allt. Hagur verslunarinnar af áfengissölunni er síðan réttlátur bónus fyrir veitta þjónustu. Sumir hafa að visu mótmælt þessu frumvarpi með þeim rökum að aukinn aðgangur þýði aukna neyslu, sérstaklega meðal barna og unglinga. Því hefur þá verið svarað til af stuðningsmönnum frumvarps- ins að svona sé þetta nú í útlöndum, t.d. á hinum Norðurlöndunum. Úr því að Danir geti þolað bjór og létt- vín í matvöruverslunum, ættum við þá ekki að þola það líka? Þjónustan við neytandann á að sitja í fyrir- rúmi. Fyrir nokkrum árum dvaldi ég við nám í Danmörku, nánar tiltekið á heimavistarskóla á Jótlandi. Skól- inn var staðsettur uppi i sveit og töluverður spotti í næstu sjoppu og verslun. Þess vegna var búið að koma upp sjálfsölum á vistinni, nemendum til hægðarauka. Þar var hægt að kaupa kex, samlokur og sælgæti eins og gengur. Og að sjálf- sögðu bjór! Aftur á móti var ekki hægt að kaupa kók eða aðra gos- drykki. Ég þurfti þess vegna að fara í strætó í langferð til að komast i kókið. Á skólanum þótti ekkert til- tökumál þótt nemendur jafnt sem kennarar fengju sér bjór með mat eða í annan tíma. Kom það stundum niður á kennslu þótti okkur að- komufólkinu. En heimamenn kipptu sér ekki upp við slíkt. Þannig var og er nefnilega málið vaxið i Danmörku, að engar sérstak- ar reglur í gilda um sölu bjórs og léttvíns. Allir geta keypt það sem þeir vilja, þar sem þeir vilja. Neyt- andinn er í fyrirrúmi eins og þing- mennirnir okkar góðu leggja höfuð- áherslu á í frumvarpinu marg- nefnda. Og Danir kunna vel að meta það. Margir! En það fylgir böggull skammrifi. Hvergi á Norðurlöndum er áfengissýki meöal ungs fólks jafn algeng og i Danaveldi, þótt ekki slái Danir við Frökkum og öðrum þjóð- um sunnar i álfunni í þeim efnum. Frændur okkar Svíar hafa aftur á móti sama háttinn á og við hér uppi á íslandi. Hjá sænskum selja menn áfengi í sérstökum áfengisverslun- um á vegum ríkisins er heita „Sy- stembolaget". Þegar Svíar gengu í Evrópusambandið settu þeir sem skilyrði fyrir inngöngu að þeir yrðu ekki neyddir til að gefa áfengissölu frjálsa. Þeir höfðu það fyrir satt að aukinn aðgangur að áfengi myndi auka neyslu hjá öllum aldurshóp- um, sérstaklega unglingum og börn- um. Og studdu það gildum rökum. Þess vegna gáfu Svíar markaðinum langt nef og héldu sig við „System- bolaget" sitt. Því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ýmislegt er gott við ábendingar þingmanna okkar sem hafa lagt fram frumvarpið um bjórinn og létt- vínið á Alþingi. Þeir hafa t.d. sýnt fram á í fjölmiðlum að mai-gt má af frændum okkar og nágrönnum læra. Og um eitt eru Svíar og Danir sammála þótt þeir séu ósammála um áfengissölu. Það er að halda uppi velferðarkerfi sem tryggir fjöl- skyldunum margfalt betri skilyrði en íslenskar fjölskyldur eiga að venjast. Væri nú ekki verðugra verkefni fyrir hina þróttmiklu og framkvæmdasömu þingmenn okk- ar, að vinna að því að innleiða slíkt kerfi hér á landi, fremur en að setja bjór og vínsölu til hags- muna fyrir verslunina í forgangs- röð? Eða er ekki unglingadrykkjan næg samt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.