Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 I>V Þorgerður Ingólfsdóttir og íslensku söngvararnir í Röddum Evrópu Stórkostleg upplifun. DV-MYND EINAR ÖRN Metnaður og magn Menningarverðlaun ÐV 2001 - tilnefningar í tónlist Aldrei hefur starf menningarverölauna- nefndar DV í tónlist veriö eins erfitt og í ár. Framboðið á klassískum tónleikum á árinu 2000 var nánast yfirþyrmandi og engin leið fyrir neinn einstakling að fylgjast með því öllu. Þar kom að sjálfsögðu til hve Reykjavík menningarborg studdi vel við bakið á tónlist- inni, auk þess sem hún stóð beinlínis fyrir stærstu uppákomunum, Baldri, Röddum Evr- ópu og Codex Calixtínus, sem settu stærstan svip á árið auk tónlistarhátíðanna sem voru margar - enda náttúrlega hátiðaár. „Við enduðum eiginlega í tíu tilnefningum," sagði Jónas Sen, formaður nefndarinnar. „Það er auðvitað harðbannað en við ætluðum aldrei að komast neðar! Hins vegar hefðum við vel getað bætt við þessar tíu því árið var í hæsta máta óvenjulegt." Svo vel tókst til að helsta einkenni á árinu, fyrir utan magn, var metnaður, að mati nefnd- armanna. Fólk gerði sitt allra besta. Með Jónasi í nefndinni eru Anna Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Hauksson. Raddir Evrópu Einn stærsti viðburður menningarársins voru tónleikar kórsins Radda Evrópu þar sem valin ungmenni frá menningarborgunum níu sungu saman. Allir sem til heyrðu eru sammála um að þetta hafi verið stórkostleg upplifun. Há- punktur tónleikanna var þegar kórinn frum- flutti verkið „... which was the son of ...“ eftir Arvo Párt sem er eitt þekktasta og mikilvægasta tónskáld samtímans. Listrænn stjórnandi verk- efnisins var Þorgerður Ingólfsdóttir. Flytjendum Baldurs fagnað í Laugardalshöll Reykjavík menningarborg á stóran þátt í menningarárinu 2000. Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 Menningarborgin á heiður skilinn fyrir glæsi- legt framlag til tónlistarinnar. Baldur eftir Jón Leifs var afar áhrifamikil sýning og var kominn tími til að gera þessu stórvirki almennileg skil. Þó að tónverkið hefði verið stytt var sýningin heilsteypt og skemmtileg. Meðal annarra verk- efna sem ekki hefðu orðið að veruleika án stuðnings menningarborgarinnar er tónlistar- hátíð Tónskáldafélags íslands sem haldin var í þremur hlutum og gaf áheyrendum ómetanlegt yfirlit yfir tónsmiðar og tónskáld aldarinnar sem leið. Hörður Áskelsson, organisti og kórstjóri Enn og aftur er Hörður Áskelsson tilnefndur til DV-verðlauna fyrir sitt mikla starf. Hann tók þátt í óvenjulegustu tónleikum ársins þegar tæknimenn Landssimans tengdu Háskólabíó og Hall- grimskirkju með ljósleið- ara og Hörður lék Orgelsin- fóníu Saint-Saéns í kirkj- unni en lék þó með Sinfón- íuhljómsveitinni sem sat á sínum stað í Háskólabíói! Þetta var einstakur listvið- burður sem verður öllum viðstöddum ógleymanlegur. Hörður hélt utan um tón- listarflutning á Kristnihá- tíðinni á Þingvöllum og hann stjórnar Schola cantorum sem er einhver allra besti kór landsins og tók m.a. þátt í Baldri. Hörður stóð að mikilli orgelveislu í Hallgríms- kirkju og minntist 250. ártíðar Bachs á verðug- an hátt. Höröur Askelsson, organisti og kórstjóri Tók þátt í óvenju- legustu tónleikum ársins. ART Kynnti það nýjasta í raf- og tölvutónlist. ART2000 Raf- og tölvutónlistarhátíðin ART2000 var haldin í Salnum í október þar sem öllu sem viðkemur raftónlist voru gerð ítarleg skil. Heimsfrægir tónlistarmenn sóttu okkur heim og kynntu okkur töfraheim tölvutónlistar þar sem möguleikarnir virðast óþrjótandi. Þótt eitt og annað hafi kannski ekki náð máli var hátíðin í heild afar metnaðarfull og einn allra merkasti atburður ársins. Auk tónleikanna voru fyrirlestrar gesta þar sem þeir ræddu tónlist sína og framtíð tölvutónlistar og „Kvöldbarinn" á Gauki á Stöng þar sem fram komu helstu skífuþeytarar og hljóðgjörninga- menn landsins. Helstu hvatamenn hátíðarinn- ar voru Hilmar Þórðarson og Ríkarður Frið- riksson. Keith Reed Bandaríski óperusöngvarinn Keith Reed hef- ur síðan hann settist að á Egilsstöðum fyrir um fimm árum rifið upp tónlistarlíf á Austurlandi. Hann stofnaði Kam- merkór Austurlands og Óperustúdíó Austurlands og með þeim hefur hann flutt á undanförnum árum óratóríur og kantötur og nú síðast heilar óperur. Árið 2000 var sérstaklega blómlegt. Þá voru flutt óratórían Elía eftir Mendelssohn, óperan Rak- arinn í Sevilla eftir Ross- ini og Jólaóratórían eftir Bach. Svo hefur hann ferð- ____________ ast með uppsetningar Óp- erustúdíósins til að kynna óperubókmenntirn- ar fyrir Austfirðingum. Þessi starfsemi er orð- in traust í sessi og er mjög til fyrirmyndar fyr- ir aðra landshluta. Keith Reed, söngvari og stjórnandi Breytti tónlistar- landslaginu á Austurlandi. Tónlist msm Övænt niðurstaða Tónlistarhátiðin Myrkir músíkdagar er hald- in í tuttugasta og fyrsta sinn í ár og hófst með tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Lista- safni íslands á mánudagskvöldið. Var eingöngu leikin tónlist eftir Leif Þórarinsson (1934-1998) og hófust tónleikarnir á frumflutningi kam- merkonserts fyrir tólf hljóðfæraleikara sem ber nafnið Vor í hjarta mínu. Þetta er sérlega skemmtilegt tónverk sem á vissan hátt líkist ekki neinu sem maður hefur áður heyrt. Fram- vindan kemur stöðugt á óvart og hvergi dauður punktur. Hin ýmsu hljóðfæri fá að njóta sín í stuttum einleiksköflum og þó er verkið síður en svo sundurlaust. Hljóðfærasamsetningin er óvenjuleg en samt hefur tónsmíðin sterkan heildarsvip. Var Vor í hjarta frábærlega leikið af Kammersveit Reykjavíkur, hver tónn var skýr en þó notaleg fylling í samhljómnum sem þakka má ríkulegri endurómun Listasafnsins. Þess má geta að tónlist Leifs er afar viðkvæm fyrir húsinu sem hún er leikin í og þarfnast nægilegs bergmáls til að ólíkar raddir og óskyld- ir tónar renni saman á réttan hátt. Næst var Rent fyrir strengjasveit en nafnið er þannig til komið að þóknunin sem Leifur fékk fyrir verkið dugði til að borga húsaleigu. Verk- iö ci' samt ekkert grín heldur þvert á móti svip- mikil tónlist sem samanstendur að mestu leyti af illmeltanlegum, ómstríðum hljómaklösum. Þeir leysast upp i lokin i tiltölulega einfaldan sálm og dettur manni í hug samlíking við Ham- merklavíersónötu Beethovens, þar sem hæglát- ur sálmur myndar áhrifaríkt mótvægi við hryssingslega fúgu. Þar sameinast þetta tvennt í lokin en í Rent er enginn slíkur samruni held- ur er sálmurinn óvænt lokaniðurstaða og það hve hún er sannfærandi ber vitni um sterka trú- artilfinningu Leifs. Dulúöug stemning Trúmál munu hafa verið Leifi hugleikin og síðasta tónsmíðin fyrir hlé var Angelus Dom- ini, ljóðræn tónlist og blátt áfram þar sem text- inn er trúarkvæði frá miðöldum. Verkið er fyrir mezzósópran og kammersveit og er hljóð- færaraddsetningin hófleg og stUhrein og ber þar hæst samspU flautu og slagverks sem skapar dulúðuga stemningu. Guðrún Edda Gunnarsdóttir var í aðalhlutverki og söng af fágun og tilfinningu og var útkoman einkar ánægjuleg. Öllu myrkari stemning tók völdin eftir hlé því Draumur um „Húsið“ er eins konar martröð á mörkum hins demóníska, tónmálið hnitmiðað og hvasst. Var flutningur strengja- sveitar og hörpuleikara hinn glæsilegasti, túlkunin þróttmikil og magnþrungin. Sama má segja um lokaverkið á dagskránni, Á Kýpros, en þar er tUfmningaflæðið óheft og einhvern veginn handan við aUt persónulegt. DV-MYND HARI Bernharöur Wilkinson stjórnaði Kammersveit Reykjavíkur á tónleikunum. Túlkunin var þróttmikil og magnþrungin. Hrynjandin er kraftmikil og slagverkið oftar en ekki barið sundur og saman. Gæti tónsmíð- in sómt sér ágætlega sem dansverk, a.m.k. er tónmálið svo myndrænt að maður sér hæglega fyrir sér karla og konur að túlka erkitýpísk átök í tryllingslegum dansi. Var þetta prýðUeg- ur endir á þessum fyrstu tónleikum Myrkra músíkdaga og lofa þeir óneitanlega góðu. Jónas Sen ___________Menning Urnsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Antígóna kveður Núna á fimmtudag og föstudag verða síðustu sýningar á harmleiknum Antí- gónu eftir Sófókles í Þjóðleikhúsinu. Aðalhlutverkin, Antígónu og Kreon konung, leika Halldóra Björnsdóttir og Arnar Jónsson en leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Antígóna er eitt af meistaraverkum grísku guUaldarinnar þar sem hugsjón- ir, trú og innsta sannfæring einstak- lingsins takast á við ofureUi valdsins. Það eru ófriðartímar og Kreon konung- ur í Þebu hefur bannað útför Pólíneikesar. Systir Polineikesar, Antí- góna, freistar þess að jarða lík bróður síns, vitandi að það getur kostað hana lífið. Flaututónleikar Myrkir músíkdagar hófust með stæl í fyrrakvöld eins og fram kemur hér á síðunni og þeir halda áfram í Salnum í kvöld, kl. 20.30. Þá leika Martial Nar- deau og Guðrún S. Birgisdóttir tónverk fyrir flautur eftir eitt ungverskt tónskáld, Miklos Maros, og sjö norræn, Ib Nör- holm, Kalevi Aho, Rolf Wallin, Öysten Sevaag, Anders Eliasson, Per Nörgaard og Kaja Saariáho. ÖU eru tónskáldin böm 20. aldarinnar, fædd á árunum 1931 til 1957. Kvennabók- menntir í hádeginu á morgun flytur Helga Kress rabb á vegum Rannsóknastofu i kvennafræðum. Það hefst kl. 12 í stofu 101 í Odda og hefur yfirskriftina „Við- tökur femínískra bókmenntarann- sókna: einkenni og orðræða". í riti sínu, A Room of One’s Own (Sérherbergi) frá 1929, bendir Virg- inia Woolf á það að saga andstöðunnar gegn kvennabarátt- unni sé ef til vill merkilegri en saga kvennabaráttunnar sjálfrar. í rabbinu á fimmtudaginn fjallar Helga um and- stöðu gegn femínískum bókmennta- rannsóknum hér á landi, einkum í upp- hafi þessara rannsókna á 8. áratugnum, eins og hennar sér stað í umræðum, rit- dómum og skáldverkum tímabilsins, sem og í háskólasamfélaginu. Ýmislegt bendir til að femínískar bókmennta- rannsóknir hafi þótt vega að bæði ís- lenskri karlmennsku og þjóðerni. Líka á hebresku Gengið hefur verið frá samningum um útgáfu á Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Danmörku og Israel en íslensk skáldsaga hefur ekki komið út á hebresku síðan Atómstöðin og Brekkukotsannáll eftir Halldór Lax- ness voru gefnar út í ísrael á áttunda ára- tugnum. Þar með hefur verið gengið frá útgáfusamningi um Slóð fiðrildanna við forlög í átta löndum utan Islands, auk þess sem samið hefur verið um gerð kvikmyndar eftir sögunni hjá Pal- oma Pictures í Hollywood sem Sigurjón Sighvatsson er í forsvari fyrir. Slóð fiðrildanna kom út í Bandaríkj- unum í nóvember sl. og hafa dómar í blöðum vestra verið mjög lofsamlegir. M.a. sagði New York Times að það væri áhrifamikið hversu vítt svið skáldsag- an spannaði landfræðilega og tilfinn- ingalega og í vikuritinu Time stóð að líf aðalpersónu sögunnar væri „listilegá afhúpað".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.