Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 23
27 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 I>V Tilvera ~ mmmm James Spader James Spader verður Qörutíu og eins árs í dag. Hann fæddist í Boston og KpHwj eru báðir foreldrar EfiF hans kennarar. Eftir hefðbundið nám lá leið Spaders til New B York þar sem hann . reyndi fyrir sér á I *. m Æ/ttl sviði og i sjónvarpi. Spader hafði leik- ið misstór hlutverk í tólf kvikmynd- um auk sjónvarpsmynda þegar Sex, lies and Videotapes braut ísinn fyrir hann. Hann var valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes og þykir vandaður og traustur leikari. Cildir fyrir fímmtudaginn 8. febrúar Vatnsberlnn (20. ian.-i8. febr.i: ■ Vertu á verði gagnvart ' kjaftasögum. Ekki trúa öllu sem þú heyrir því fólk þarf ekki endilega Fvera áreiðanlegt þó að svo virðist vera við fyrstu sýn. Fiskarnir (19. febr-20. marsi: Heppnin verður með Iþér fyrri hluta dagsins og þú færð tækifæri sem þú hefur beðið eft- ir lengi. Það verður mikið um að vera í félagslífinu 1 kvöld. HrÚtUfinn I21. mars-t9. anrilk . Þú ættir að forðast ' smámunasemi í dag. Ekki gagnrýna fólk að óþörfu þó að þú sért ekki sammála því að öllu leyti. Nautið (20. anríl-20. rriaík Þú ert í góðu jafiivægi í dag. Þér gengur vel að vinna úr þvi sem þú hefur og ert fljótur að vinna verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur. Tvíburarnir (2t. maí-21.. iúntn Vinir þínir koma þér á ’ óvart á einhvem hátt og þú hefur i nógu að snúast í sambandi við ' fyrri hluta dagsins. Tvíburarnir 12 h~] félagsfif fyn Krabbinn (22. iúní-22. iúffl: Dagurinn verður frem- I ur viðburðasnauður og þú eyðir honum í ró og næði. Fjölskyldan kemur við sögu seinni hluta dags. Llónlð (23. iúlí- 22. ágústi: Þú ættir að sýna aðgát í samskiptum við aðra. Fullkomin hreinskilni borgar sig ekki alltaf. Happatölur þínar era 8, 12 og 25. Mevian (23. aeúst-22. seot.l: Þú kynnist nýju fólki sem vekur áhuga þinn. jl».Hugsaðu þig vel um ^ r áður en þú tekur mik- ilvægar ákvarðanir. Vogln (23. se VQgln (23. sept-23. okt.l: Þú þarft að beita sann- færingarkrafti til að fá fólk í lið með þér. Einbeittu þér að smá- atnðum og vertu vandvirkur. Happatölur þínar eru 4, 30 og 31. Sporðdreki (24, okt.-2l. nóv.): Þú ættir að hugleiða breytingu í starfi þínu. jVinur þinn á í ein- hverjum erfiðleikum. Þú verður að sýna tillitssemi og nærgætni ef leitaö er til þín. BogamaðUf (22. nóv.-21. des.l: LÁhugi þinn á einhverju r máli eykst og þú tekur meiri þátt í félagslifi í dag en undanfarið. Þú gétur kynnst skemmtilegu fólki en þú verður að stilla eyðslunni í hóf. Stelngeitln (22. des.-19. ian.): Það verður auðvelt að fá fólk til að taka þátt í breytingum á vissum sviðum. Vertu þolin- móður þó ekki gangi allt strax upp. Drekinn Tuttugu og tveir nemendur taka þátt í sýningunni. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð: Þríhöfða dreki, stúlka og Lancelot Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð er þessa dagana að æfa leikritið Drekann sem verður frum- sýnt föstudaginn 9. febrúar kl. 20 í Tjamarbíó. Leikritið er eftir rússneska leik- skáldið Evgenii Shvarc og skrifað 1949. Það fjallar um líf fólks í borg þar sem þríhöfða dreki hefur ráðið ríkjum í margar aldir. Á hverju ári velur drekinn eina stúlku sem hann étur og fyrir þetta ár hefur hann valið Elsu. Bæjarbúar eru fyrir löngu búnir að sætta sig við þessa „hefð“ og afhenda stúlkurnar orða- laust. Dag nokkurn, stuttu áður en drekinn ætlar að éta Elsu, kemur riddarinn Lancelot til borgarinnar og skorar drekann á hólm. Bæjarbú- um lýst ekki á hugmyndina í fyrstu þar sem þeir telja ógjöming að sigra drekann og borgarstjórinn, sem vægast sagt er mjög furðulegur og ágætiskunningi drekans, tekur þetta ekki í mál. Leikritið er með kómísku ívafi en undir niðri má greina pólitískan ágreining enda var það bannað í heimalandinu í mörg ár. Alls taka 22 leikarar á aldrinum 16-20 ára þátt í uppfærslunni undir handleiðslu Friðriks Friðrikssonar en þetta er frumraun hans í leik- stjórn. Sjö manna hljómsveit leikur frumsamda tónlist og María Péturs- dóttir sér um sviðsmynd og bún- inga. Sýningar verða níu í Tjarnarbíói 7.-17. febrúar (tvær skólaforsýning- ar 7. febrúar) og verður frumsýning eins og áður segir föstudaginn 9. febrúar Tónleikar á Gauki á Stöng: Kominn með fráhvarfseinkenni Haraldur Reynisson trúbador eða Halli Reynis, eins og hann er yfirleitt kallaður, verður með tón- leika á Gauki á Stöng í kvöld. Halli hefur verið búsettur í Dan- mörku undanfarin ár en skrapp heim til að halda nokkra tónleika. „Ég er búinn að vera fyrir norð- an að spila undanfarið og síðustu tónleikar mínir að þessu sinn verða á Gauknum í kvöld. Mér skilst að ég sé fyrsti trúdadorinn sem spilar þar eftir breytingu og er því dálítið spenntur. Ég var bú- inn að gefa út fjóra diska áður en ég fór til Danmerkur og sá flmmti er væntanlegur á þessu ári. Á tón- leikunum í kvöld ætla ég að kynna mikið af nýjum lögum sem verða á honum.“ Halli segist ekki hafa komið fram opinberlega lengi og að hann hafi verið farinn að fá snert af frá- hvarfseinkennum. „Það var kom- inn timi til að svala þörflnni og þá er gott að koma heim. Mig langar reyndar að gefa út disk úti og á nóg af efni á hann, ég er búinn að þýða texta og allt það. Ég er ekkert farinn að tala við útgefendur en efnið hefur fengið góðar mótttökur á tónleikum." Tónleikamir í kvöld byrja klukkan 22.00 og standa í rúma tvo tíma. Halli Reynis Leikur og syngur ný og gömul iög í kvöld. Strákar hrædd- ir við Mel C Kryddpían Mel C hefur af því þungar áhyggjur að strákar séu hálfhræddir við hana vegna stráks- legu imyndarinnar sem hún hefur komið sér upp. Að minnsta kosti lét síðasti kærastinn hana róa fyrir stuttu. Sá heitir Dan Williams. „Mel gerir því skóna að frægð hennar eða strákalegt útlit kunni að hræða menn í burtu,“ segir vinur söngkon- unnar í viðtali við æsifréttablaðið Sun. Mel C er 27 ára og gengur bara annað vel. Jodie kemur í stað Kidman Jodie Foster fékk tilboð sem hún gat hreinlega ekki hafnað, tólf millj- ónir dollara fyrir að leika í kvik- myndinni The Panic Room, í stað Nicole Kidman sem meiddi sig á hné. Af þessum sökum hefur Jodie þurft að hætta við formennslu í dómnefnd hinnar virtu kvikmynda- hátíðar í Cannes í Frakklandi í vor. Þarlendir eru að vonum mjög vonsviknir en Jodie vonast til að fá annað tækifæri, þótt síðar verði. Höfundar Panic Room sneru sér þó fyrst til hinnar munnfögru Angel- inu Jolie sem þakkaði pent fyrir sig ' en tók annað verkefni fram fyrir. Spáð í lagasmíð- ar Russells Spekingar í Ameríku velta því nú fyrir sér hvort Russell Crowe, sá skylmingaþrælslegi kvikmyndaleik- ari, hafi samið lag um Meg Ryan, kvikmyndaleikkonu og fyrrum ást- konu sína. Russell er nefnilega í hljómsveit og eitt laganna sem hann samdi fyrir bandið fjallar um konu sem á son en engan mann. Meg á einmitt son og ástarsamband henn- ar og Russells varð til þess að hún missti eiginmanninn, Texasguttann Dennis Quaid. En nú er ástarævin- týrið búið, virðist hafa lognast út af einhvern tima fyrir jól. Og þá er bara að bíða eftir næsta lagi frá Russell Crowe.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.