Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 28
Nýr Subaru Impreza Ingvaí- Helgason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 Óshlíð: Man óljóst eftir fallinu - segir stúlkan Sautján ára stúlka þakkar bílbelti lífgjöfina, en bíll sem hún ók féll rúma 20 metra ofan af Óshlíðarvegi og niður í stórgrýtta fjöruna fyrir neðan hliðina skömmu eftir hádegið í gær. „Ég var í belti og hugsa að það hafi bjargað mér. Ég er með stórt far eftir það,“ sagði stúlkan í viðtali við DV í morgun. Slysið varð við Sporhamar á Ós- hlíðarvegi milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Að sögn lögreglu var töluverð hálka. Slysið varð með þeim hætti að stúlkan missti stjórn á bíl sínum, ók á ljósastaur og kastaðist svo niður brekkuna. „Bíllinn byrjaði bara að dansa og ég lenti á staurnum og fór svo nið- ur. Ég man óljóst eftir fallinu,“ sagði stúlkan, sem hefur haft bílpróf síðan í nóvember í fyrra. Henni tókst að komast af sjálfsdáðum upp á veg þar sem hún stöðvaði bíl Vegagerðarinnar. „Ég veit ekki hvernig ég komst út úr bílnum. Þegar ég kom upp á veg- inn tók bílstjóri mig upp í og ók mér á sjúkrahús," sagði stúlkan. Hún var lögð inn til frekari rann- sóknar, en hún er mikið marin og bólgin í andliti, sem og annars stað- ar um líkamann, og hlaut auk þess bakmeiðsl. Bíllinn er talinn ónýtur. -SMK Tíu hring- vega sigling DV.AKRANESI:_________________________ Nýtt nóta- og togveiðiskip Harald- ar Böðvarssonar, Ingunn AK 150, * leggst að bryggju á Akranesi kl. 11 í dag en skipið átti að koma í byrjun árs 2000 frá Chile. Marteinn Einars- son, skipstjóri sagði í samtali við DV í morgun að siglingin heim hefði gengið vel. „Við erum búnir að sigla rúmar 7000 mílur sem er nálægt 10 hringvegum," segir Mart- einn. „Það er mikill tilhlökkun hjá mönnum að komast heim, þetta er ævintýri sem maður á ekki eftir að upplifa aftur. Menn gengu sinar venjulegu vaktir á heimleiðinni og sóluðu sig þegar það var hægt. Þeir koma sólbrúnir til baka enda var hitinn rosalegur, mest 35 gráður í Panama," segir Marteinn. -DVÓ DV-MYND GYLB Loks kom snjórinn Jörö var alhvít þegar Akureyringar fóru á fætur í gærmorgun eftjr fágætan góöviöriskafla frá áramótum. Ekki var snjór- inn mikill en var samt vel fagnaö afyngstu kynslðöinni aö venju, eins og þeim vinunum Daníel og Bjarka á leikskólan- um Árholti. Reykjakot: Stjórnin sagðð af sér - kosning undirbúin Átakafundur var á fundi foreldrafé- lags leikskólans Reykjakots í Mosfells- bæ í gærkvöldi. Sagði stjórn félagsins af sér á fundinum og myndaður var vinnuhópur sem undirbýr kosningu kjör nýrrar stjórnar í félaginu. Mar- grét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri, sem verið hefur umdeild í starfi, vildi lítið tjá sig um niðurstöðu fundarins að öðru leyti en því að hart hefði ver- ið tekist á um þau deilumál sem uppi hafa verið. Þá hafi mikiil meirhluti myndast gegn fráfarandi stjórn félags- ins. Að sögn Evu Magnúsdóttur, for- eldris, var ekki hægt að kjósa nýja stjóm á fundinum, þar sem boða þarf sérstaklega til slíks kjörs. Vinnuhópi er ætlað að undirbúa þann fund og reglur fyrir nýja stjóm að fara eftir og er fyrsti fundur vinnuhópsins fyrir- hugaður á morgun. -HKr „Ég er alveg steinhissa á mönnum sem fara út að skemmta sér með svona mikið fé í vösunum. En hitt er alveg klárt að maðurinn eyddi ekki 400 þús- und krónum í dans hér inni,“ segir Guðjón Sverrisson, eigandi nektardan- staðarins Bóhem við Grensáveg, um viðskiptavin sinn sem staðhæfir að hann hafi keypt nektardans í Bóhem fyrir 400 þúsund og verið rændur að auki á meðan hann brá sér á salerni til að minnka á spennunni. Guðmundur Sveinsson er rekstrar- stjóri í Bóhem og hann fylgdist grannt með gangi mála um síðustu helgi þeg- ar atburðir þessir áttu að hafa gerst: „Sannleikurinn er sá að það var ég sem kallaði lögregluna til þegar mað- urinn fór að kvarta. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn búinn að eyða 20 þúsund krón- um í dans, 60 þúsund krónum í kampavín og aðra drykki auk þess sem hann hafði tipsað eiginkonu sina með 40 þúsund krón- um. Hann var því alls búinn að eyða 120 þúsund krónum hér inni þegar lögreglan kom til skjal- anna.“ - Dansar eiginkona mannsins á Bó- hem? „Já, hún er bresk og búsett hér á landi, og þau hafa verið í sambúð í eitt ár.“ - Hvernig fór leit lögreglunnar fram? „Ég bað lögregl- una að skerast í leikinn og hingað komu fjórir kven- lögregluþjónar sem leituðu gaumgæfi- lega á dansmeyjun- um. Til dæmis var gerð rassaskoðun á fimm stúlkum sem vinna hér en ekkert fannst. Það var tvíleitað á öllum sem yfirgáfu húsið en án árangurs. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að hafa upp á þess- um peningum sem maðurinn sagðist hafa tapað en í raun er engin til frá- sagnar um að hann hafi yfirleitt verið með svona mikið fé á sér. Hann segist hafa eytt 400 þúsund krónum í dans og saknaði svo 500 þúsund króna til viðbótar þannig að hann hefur þá komið hingað í hús með tæpa milljón í vasanum. Hver trúir því?“ spyr Guð- mundur Sveinsson, rekstrarstjóri í Bóhem. Viðskipavinurinn sem hér um ræð- ir er þekktur í reykvískum veitinga- húsaheimi og rak um tima vel kunna krá. Guðmundur Sveinsson segir hann hafa verið töluvert undir áhrif- um áfengis umrætt kvöld um síðustu helgi og Guðjón Sverrisson, eigandi Bóhem, segir: „Þegar menn eru drukknir er ekki alltaf klárt hvar þeir týna hlutunum." -EIR Sannleikurinn um 400 þúsund króna dansinn á Bóhem: Tipsaði eiginkonuna með 40 þúsundum - drakk fyrir 60 þúsund og fékk einkadans fyrir 20 þúsund krónur Kunnur fótboltakappi kaupir jörð í Skagafirði: Eyjólfur kaupir Skefilsstaði - kvótalaust og óíbúðarhæft með veiðiréttindum DV, SKAGAFIRÐI:______ Einn albesti og kunnasti knatt- spyrnumaður þjóð- arinnar fyrr og síð- ar, Eyjólfur Sverris- son, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, hefur nýlega fest Eyjólfur kaup á jörð á Skaga. Sverrisson. Það er á bænum Skefilsstöðum í fyrrum samnefndum hreppi i Skaga- firði sem kappinn hyggst hreiðra um sig að einhverju leyti í framtíð- inni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki ná sambandi við Eyjólf í Þýskalandi, hvorki i gær né fyrra- dag. Það þykja tíðindi þegar þekktustu menn þjóðarinnar kaupa eyjar og sker eins og gerst hefur að undan- förnu. Svo er einnig nú þegar Eyjólf- ur Sverrisson kaupir sér bóndabæ. Mun þessa jarðarsölu talsvert hafa borið á góma á þorrablóti Skaga- manna sem haldið var um síðustu helgi í Skagaseli. Þeir eru hins veg- ar ekki óvanir þvi að þekkt fólk kaupi jarðir i hreppnum. Þannig hefur háif Spaugstofan hreiðrað um sig á því mikla óðali Skíðastöðum. Á Skaganum hefur hefðbundinn búskapur verið á undanhaldi síð- ustu árin eins og víðar. Búið var að selja allan kvóta á Skefilsstöðum, flárkvótinn var seldur þaðan síðasta haust eins og á nokkrum öðrum bæj- um á Skaganum. Þá er íbúðarhúsið óíbúðarhæft og mun Eyjólfur hafa í hyggju að reisa nýtt hús. Eftir þvi sem Feykir hefur fregnað mun jörð- in hafa verið seld fyrir upphæð sem er á bilinu 6-7 milljónir sem er mjög sennileg tala fyrir kvótalausa jörð, en hins vegar eru veiðihlunnindi góð á Skaganum og eiga Skefilsstað- ir land að Bjamarvötnum. -ÞÁ Útsala | Rafkaup Ármúla 24 • sími 585 2800 Gæði og glæsileiki smort (sólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.