Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001 I>V 5 Fréttir „Skyldufundur“ sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara: Utvegsmenn sýna okkur óbilgirni - segir varaformaður Sjómannasambands íslands Konráð Alfreösson. DV, AKUREYRI:______ „Ég hef ekki orð- ið var við að það sé nokkur skapað- ur hlutur að ger- ast. Sáttasemjari mun að vísu boða til fundar nú í vik- unni en þar er ein- ungis um að ræða hefðbundinn fund sem hann verður hálfsmánaðarlega að boða til formsins vegna og hefur gert án árangurs síðan deilunni var vísað til hans síðastliðið vor,“ segir Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands íslands, um stöðuna í deilu sjómanna og út- vegsmanna. Þegar Konráð var spurður hvort hann héldi að mál myndu þróast svona áfram: „skyldufund- ir“ hjá sáttasemjara á tveggja vikna fresti og síðan verkfall 15. mars, sagði hann að sjómenn væru búnir að gera það sem þeir gætu til að koma til móts við út- gerðarmenn. „Við getum ekki lot- ið lægra en við höfum gert og bolt- inn er tvímælalaust hjá útgerðar- mönnum." Ef sjómannaverkföll undan- farna áratugi eru skoðuð kemur í ljós að flest hafa þau veriö á bil- inu 10-20 dagar að lengd og lengst þrjár vikur. Nú heyrast hins veg- ar raddir þess efnis að verkfall verði lengra komi til þess á annað borð í næsta mánuði. „Jú, menn hafa talað um að verkfall núna geti orðið lengra. Maður heyrir margt og eitt af því er að nú ætli útgerðarmenn að taka slaginn viö sjómenn og hafa sigur. Þeir lýsa yfir að þeir vilji ekki að stjórnvöld komi og leysi deiluna með lögum. Ég held samt aö þetta sé bara í nösunum á þeim, þeir vilji fá laga- setningu á verkfall og þeir vilji ekki kjarasamninga." Það hefur heyrst að til greina komi að fresta verkfalli um ein- hverja daga, t.d. ef loðnuveiði verður í hámarki 15. mars, er eitt- hvað til í þessu? „Við getum gert það og höfum áður frestað verkfalii. Sjómenn hafa sýnt ábyrgð í sínum aðgerð- um, t.d. með tilboði sínu á dögun- um sem útvegsmenn höfnuðu og eins með því að boða ekki verkfall fyrr en loðnuvertíð á að vera lok- ið sé allt með eðlilegum hætti. Sjó- menn hafa komið fram af ábyrgð en útvegsmenn hafa ekki gert það, þeir hafa sýnt óbilgirni," segir Konráð Alfreðsson. -gk Utibúið opnað Vésteinn Benediktsson, sparisjóös- stjóri á Höfn, Ragnhildur Steingríms- dóttir afgreiöslustjóri, Ásdís Þóröar- dóttir, Bergþóra Birgisdóttir og Inga Sveinbjörnsdóttir, skrifstofustjóri SPH, á Djúpavogi. Sparisjóður við hlið Landsbankans DV, HORNAFIRÐI:____________________________ Sparisjóður Homafjarðar opnaði i gær sparisjóðsútibú á Djúpavogi. Af- greiðsla Sparisjóðsins er í húsi íslands- pósts og hafa Sparisjóður Hornafjaröar og íslandspóstur samið um að Spari- sjóðurinn annist afgreiðslu og bréfaút- burð á Djúpavogi. Starfsmenn verða fjórir, allt konur. Afgreiðslustjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, áður stöðvarstjóri Islandspósts á Djúpavogi. Afgreiðsla Sparisjóðsins verður opin frá kl. 9 til 16 og ættu íbúar staðarins að njóta góðrar fyrirgreiðslu í peninga- málum því í næsta húsi er annar banki. -JI Kínaskip á heimleið: I stappi á Sikiley - vegna olíupöntunar „Þetta hefur gengið hægar fyrir sig en við vonuðumst eftir og þvi valda þessa stundina aðallega slæm veður," segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar, um heimsiglingu kúfiskveiðiskipsins Fossár sem smíðað var fyrir fyrirtækið í Kína, en það er fyrsta skipið sem smíðað er þar í landi fyrir íslenska aðila. Heimsigling Fossár frá Kína hófst 15. desember og var upphaflega reiknað með um 50 daga siglingar- tíma. Ágætlega gekk framan af en skipið tafðist þó í nokkra daga á Sikiley vegna olíutöku. Þegar til kom hafði skipstjórinn pantað meiri olíu á skipið en hægt var að koma á tanka þess og upphófust þá vand- ræði sem stóðu i nokkra daga og snerust að einhverju leyti um litaða olíu og ólitaða. Eftir að áhöfn Fossár hafði staðið í stappi á Sikiley var ferðinni haldið áfram. í gær var skipið undan Vigo á Spáni í slæmu veðri. Leiðin mun liggja til Kanarí- eyja og þaðan verður siglt beint heim. Reiknað er með að skipið verði komið til heimahafnar á Þórs- höfn eftir 10-14 daga. -gk Beinin flutt „Kjálkarýr“ strandaöi og drapst í Steingrímsfiröi áriö 1997 en var síðar dreginn til Húsavíkur. Hvalamiðstöðin á Húsavík: Kjálkarýr fær nýtt DV. AKUREYRI:___ Nú er unnið af fullum krafti við framkvæmdir í nýrri hvalamiðstöð sem taka á í notkun á Húsavík á næsta ári. Nýja miðstöðin verður í „gamlá sláturhúsinu neðan við Bakkann“ eins og sagt er á Húsavík. Nýja húsnæðið verður 800 fer- metrar að stærð, með möguleika á helmingsstækkun síðar, en núver- andi húsnæði miðstöðvarinnar er um 200 fermetrar. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar, segir að um 12 þúsund manns hafi komið í miðstöðina á síðasta ári, auk fjölda hópa skólabarna sem ekki greiddu aðgangseyri. Hann segir það verða algjöra byltingu fyrir miðstöðina að komast í nýja húsið sem nú verður byggt alveg upp. Það verður á tveimur hæðum og í loftið yfir hluta neðri hæðarinnar munu verða hengdar beinagrindur af hvölum sem safnið á. Þar á meðal er beina- grind búrhvalsins „Kjálkarýrs" sem strandaði og drapst í Steingríms- firði árið 1997 en var síðar dreginn til Húsavíkur. Hann var 12 metra langur en nafngift sína hlaut hann af því að verulega vantaði framan á neðri kjálka hans. Bein „Kjálka- rýrs“ hafa nú verið meðhöndluð eins og vera ber, þau eru orðin hvít og falleg og biða þess nú að verða raðað saman og hengd upp í hinu nýja húsnæði Hvalamiðstöðvarinn- ar á næsta ári. -gk DV-MYND SKÚU MAGNÚSSON. Veiölmenn Hreindýraveiöimenn flykkjast ekki beinlínis til landsins, aö best veröur séö. Hér eru menn aö flytja veiöina í flutningatæki. Eftirspurn eftir hreindýraveiðileyfum þokkaleg: Ekki útlit fyrir fleiri erlenda veiðimenn DV. EGILSSTODUM:_____________ Frestur til að sækja um hrein- dýraveiðileyfi rann út 31. janúar. Alls bárust 417 umsóknir en veiði- kvótinn fyrir árið 2001 er 446 dýr auk hreindýrakálfa sem fylgdu kúm sem felldar voru. Kálfana ber að fella sé þess nokkur kostur. AUs má fella 232 tarfa og 214 kýr. Ekki liggja fyrir upplýsingar að svo stöddu um hvað sótt var um marga tarfa á móti kúm í umsókn- unum. Á tveimur veiðisvæðum, 6 og 8, er sóttum fleiri veiðileyfi en nem- ur dýrunum sem leyfilegt er að fella þar. Samkvæmt þessum umsóknum er mun meiri eftirspurn eftir því að komast á hreindýraveiðar hér á landi en til dæmis í Noregi. Þar eru veiðileyfi ódýrari en hér, en haft er eftir norskum hreindýraveiðimönn- um að lög og reglur geri það nánast ómögulegt að komast á veiðar. Að- eins þriðjungur veiðileyfa seldist í Noregi árið 2000. Hreindýraveiðar á Austurlandi skapa nokkra atvinnu á meðan á þeim stendur og telja fróðir menn að mun meira mætti gera úr þessu með betri skipulagningu og réttri markaðssetningu erlendis. Hrein- dýraráð auglýsir og sér um alla sölu veiðiheimilda. Skipting umsókna um veiðileyfi á milli veiðisvæða er þessi: Svæði 1 og 2: Umsóknir 222, kvótinn 237 dýr. Svæði 3: Umsóknir 11, kvótinn 16 dýr. Svæði 4: Umsóknir 8, kvótinn 8 dýr. Svæði 5: Umsóknir 43, kvótinn 46 dýr. Svæði 6: Umsóknir 55, kvótinn 47 dýr. Svæði 7: Umsóknir 43, kvótinn 50 dýr. Svæði 8: Umsóknir 17, kvótinn 14 dýr. Svæði 9: Umsóknir 18, kvótinn 28 dýr Veiðimenn verða að borga veiðileyfin I síðasta lagi 1. apríl 2001, og fá þeir rukkun í pósti. Verð á veiðleyfum eru misjöfn eftir svæðum. Að sögn Karenar Erlu Erlingsdóttur, starfsmanns hreindýraráðs, falla alltaf ein- hverjir út þegar kemur að því að borga leyfin, hvort þau veröa auglýst aftur eða ráðstafaö á ann- an hátt er ekki ljóst sem stendur. Um tíu útlendingar komu til hreindýraveiða i fyrra og sem stendur er ekkert útlit fyrir að þeim fjölgi í ár. Um helming veiðikvótans, 213 dýr, má fella á svæði tvö, Snæfellssvæðinu. Þar er veiðitíminn þriðjungi styttri en á öðrum veiðisvæðum, þannig að þar er oft mikill darraðardans síðustu veiðidagana. Veiðitíminn hefst almennt 1. ágúst og stendur til 15. september nema á svæði tvö eins og áður getur. Þar hefjast veiðarnar ekki fyrr en 15. ágúst. -SM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.