Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2001, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2001
Fréttir I>v
Veraldlegar eignir komu guðshúsi á Grundarfirði til bjargar:
Kirkju í kröggum
tæmdist arfur
- kemur sér afar vel að sögn sóknarnefndarformanns
DV, GRUNDARFIRÐI:__________________
A fundi sóknarnefndar Grundar-
fjaröarkirkju í vikunni lá fyrir til-
kynning frá sýslumanni Snæfell-
inga þess efnis að Grundarfjarðar-
kirkju hefði tæmst arfur eftir Óskar
Sæmundsson. Um er að ræða um-
talsverða fjármuni auk annarra ver-
aldlegra eigna.
Að sögn Gunnars Kristjánssonar,
formanns sóknarnefndar, kemur
arfurinn sér ákaflega vel fyrir kirkj-
una. Kirkjan hefur átt i fjár-
hagskröggum og skuldir hvila á
henni siöan lokið var framkvæmd-
um við hana innan dyra og ráðist
var í endurbætur kirkjuturnsins.
Þeir tekjustofnar sem kirkjan hefur
í dag rétt duga fyrir hinu kirkjulega
starfi. Sóknarnefnd hefur ekki
ákveðið endanlega hvernig ráðstöf-
un fjársins skuli háttað en Gunnar
taldi ekki ólíklegt að því verði að
stórum hluta varið til viðhalds
Grundarfjarðarkirkju sem hefur
DV-MYND SÆDlS HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR.
Prestur og sóknarbarn
Séra Karl Matthíason, prestur Grundarfjaröarkirkju og alþingismaöur, er hér
meö Helenu Líf Ólafsdóttur, einu yngsta sóknarbarni sínu . Arfur eins elsta
sóknarbarnsins kemur sér afar vel fyrir kirkjuna sem baröist viö skuldir.
þurft að sitja á hakanum mörg und-
anfarin ár.
Óskar er Grundfirðingum að
góðu kunnur. Hann fæddist þann
22. janúar árið 1908 í Ánabotni í
Helgafellssveit og ólst þar upp til
þrettán ára aldurs en þá flutti hann
meö foreldrum sínum og systkinum
að Hraunhálsi í Helgafellsveit. Um
tvítugt réðst hann sem vetrarmaður
í Grundarfjörð. Þegar frystihúsið
tók til starfa réð Óskar sig í vinnu
þar og starfaði hann þar næstu ára-
tugina en kom þó að öðrum störf-
um, stundum sem byggingaverka-
maður við nýsmiði og endurbætur
húsa í Grundarfirði. Rétt fyrir 1950
byggði Óskar hús sitt við Staðarhól
og bjó þar uns hann flutti á Dvalar-
heimilið Fellaskjól árið 1992. Hann
nótaði þó hvert tækifæri til að fara
í litla húsið sitt og huga að því og
garðinum sínum. Óskar lést í Fella-
skjóli þann 27. nóvember síðastlið-
inn, 93 ára að aldri. -DVÓ/SHG
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.:
Möguleiki á stofnun
félags um frystitogara
sjávarfiski sem og rekstri kúflsk-
skips félagsins.
Tilgangurinn með þessum breyt-
ingum á stjómskipulaginu er að
lækka stjórnunarkostnaðinn og laga
hann betur að umfangi rekstrarins.
Stjórn HÞ hefur samþykkt að
nýta sér heimild frá síðasta aðal-
fundi félagsins til að auka hlutafé
þess. Hlutafé HÞ er nú tæpar 500
milljónir króna að nafnverði en
verður aukið um allt að 80 milljónir
króna að nafnveröi. Tilgangurinn
með hlutafjáraukningunni er að
styrkja greiöslufjár- og eiginfjár-
stöðu félagsins.
Þá samþykkti stjómin aö óska eft-
ir því við Verðbréfaþing íslands að
hlutabréf Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar verði tekin af skrá VÞÍ.
Ástæðan er m.a. sú að félagið upp-
fyllir ekki lengur öll þau skilyrði
sem gerð eru til félaga sem skráð
eru á aðallista VÞÍ, auk þess sem lít-
il viðskipti hafa verið með hlutabréf
félagsins síðastliðin misseri.
-gk
Á fundi stjórnar Hrað-
frystistöðvar Þórshafnar hf.
var ákveðið að kanna mögu-
leika á því að stofna, ásamt
öðrum, rekstrarfélag um út-
gerð frystitogara. Tilgangur-
inn með stofnun slíks félags
yrði að nýta bolfiskveiði-
heimildir félagsins sem und-
anfarin ár hafa verið leigðar
út til annarra útgerða. Ef af
stofnun félagsins verður
munu skapast ný sjómanns-
störf á Þórshöfn, sem skapa munu
auknar tekjur í byggðarlaginu. Fé-
lagið hefur mikla reynslu af rekstri
frystitogara eftir að hafa gert út
einn fyrsta slíka togarann, Stakfell
ÞH, um árabil.
Að sögn Jóhanns A. Jónssonar,
framkvæmdastjóra HÞ, hefur stjóm
félagsins haft þetta mál til athugun-
ar um nokkurt skeið. Hann segist
vænta þess að málin skýrist frekar
á næstunni og þá hvernig að þeim
verður staðið. Þess má geta að veiði-
heimildir HÞ í bolfiski nema tæpum
1.280 þorskígildistonnum en
rúmum 1.400 tonnum ef
veiðiheimildir í rækju eru
taldar með.
Á sama fundi voru gerðar
veigamiklar breytingar á
stjórnskipulagi Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar. Ákveðið
var að leggja niður starf út-
gerðarstjóra og starf sölu- og
markaðsstjóra. Einnig var
ákveðið að endurráða ekki í
starf fjármálastjóra félagsins
en Björn Ingimarsson, sem hefur
gegnt því starfi, sagði því lausu fyr-
ir skömmu.
Eftir þessar breytingar eru
rekstrarsvið HÞ tvö, þ.e. verk-
smiðjusvið og landvinnslusvið, og
heyra þau undir Jóhann A. Jónsson
framkvæmdastjóra. Verksmiðju-
stjórinn, Rafn Jónsson, hefur um-
sjón meö rekstri fiskimjölsverk-
smiðjunnar og útgerð á nótaskipum
félagsins en landvinnslustjórinn,
Jón Haraldsson hefur umsjón með
kúfiskvinnslu og frystingu á upp-
Jóhann A.
Jónsson.
Kennaraverkfall hefur áhrif á vorannir skólanna:
Nemendur skila sér
mun verr á vorönnina
- hópur nemenda hefur farið illa út úr verkfallinu
DV, AKRANESI:
Kennaraverk-
fallið virðist hafa
haft áhrif á
marga nemendur
og þeir skila sér
mun verr á vor-
onnina en venju-
| lega, að sögn Þór-
Þórir is Ólafssonar,
Ólafsson. skólastjóra Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi.
„Starfi haustannar lauk 30. jan-
úar er nemendur fengu einkunn-
ir afhentar. Vel var starfað eftir
að verkfalli lauk og skiluðu nem-
endur sér ágætlega til prófs.
Námsárangur var misjafn, marg-
ir náðu mjög viðunandi árangri
en einhver hópur sýnist mér hafa
fariö illa út úr verkfallinu.
Nemendur virðast ætla að
skila sér mun verr á vorönnina
en venjulega, margir munu ætla
að taka sér hlé frá námi. Svipaða
sögu heyri ég frá ýmsum öðrum
skólum," sagði Þórir Ólafsson.
Á Akranesi verða nemendur
væntanlega um 540, 17 í Snæfells-
bæ og 25 í Stykkishólmi. Þórir
kveðst ætla að ef allt hefði verið
venju samkvæmt væru nemend-
ur á Akranesi um 40 fleiri en
hafa beri í huga að nemendur eru
alltaf talsvert færri á vorönn en
haustönn.
„Það má þvi reikna með tals-
verðum þrengslum í haust þegar
þeir bætast við sem ætla að taka
sér hlé á vorönninni," sagði Þór-
ir Ólafsson, skólastjóri Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi, í samtali við blaðiö.
-DVÓ
Kristinn Ingi Valsson.
15 ára skíöa-
kappi sá besti
DV, DALVÍK:
Skíðamaðurinn Kristinn Ingi
Valsson var útnefndur íþróttamað-
ur Dalvíkurbyggðar árið 2000. Krist-
inn, sem er aðeins 15 ára gamall, er
mjög efnilegur skíðamaður og í um-
sögn um hann sagði m.a.:
„Frá 1997 hefur Kristinn Ingi sýnt
stööugan framgang í iþrótt sinni.
Hann er mjög einbeittur íþrótta-
maður og hefur það skilað sér í ár-
angri hans. Sl. vetur keppti Krist-
inn í flokki 13—14 ára. Haldin eru 7
mót á landsvísu fyrir þennan ald-
urshóp og sigraði Kristinn á 6 af
þessum mótum, var meö besta tím-
ann eftir fyrri ferð í því sjöunda en
hlekktist á í seinni ferð. Flest mótin
vann hann meö yfirburðum, m.a.
eitt meö 12 sekúndna forskoti. Krist-
inn er unglingameistari íslands í
svigi og risasvigi, einnig er hann
bikarmeistari Skíöasambands ís-
lands. En sá titill er veittur þeim
sem er með bestan samanlagðan ár-
angur á mótum vetrarins. Kristinn
hefur verið valinn í 10 manna úr-
tökuhóp fyrir Ólympiuleika æsk-
unnar sem haldnir verða í Finn-
landi í mars.
Aðrir sem tilnefningu hlutu voru:
Davíð Ingi Jónsson, golf; Sigurlaug
Dröfn Guðmundsdóttir, frjálsar
íþróttir; Ómar Freyr Ómarsson,
frjálsar íþróttir; Jóhann Hreiðars-
son, knattspyma; Jón Mikael Jónas-
son, körfuknattleikur; Stefán Frið-
geirsson, hestaíþróttir; Þorgerður
Jóhanna Sveinbjarnardóttir, sund.
-hiá
Sandkorn
___J_________Brnsjón:
Höröur Krístjánsson
netfang: sandkom@ff.is
Dómari valinn
Sólveig Péturs-
íttur dómsmála-
ráðherra hefur
ákveðið að
Ingibjörg
Benediktsdóttir
verði næsti
hæstaréttar-
dómari. Ljóst er
að ráðherrann
stóð frammi fyrir erfiðu vali en
heimildarmaður Sandkorns segir
að aldrei hafi komið annað til
greina en að skipa konu til
starfans. Margir áttu von á því að
Sólveig veldi Ingibjörgu Rafnar,
hæstaréttarlögmann, enda sáu
margir ekki af hverju hún hefði átt
að sækja um nema vera nokkuð
viss um að fá starfið. Heimildar-
maður, sem stendur Sólveigu
nærri, fullyrðir að það hafi verið
rangt, sem haldið var fram í Sand-
koni fyrir skömmu, að Sólveig hafi
á sínum tíma stutt Þorstein Páls-
son þegar Davíð Oddsson bauð sig
fram og hafði betur i formannsslag
í Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna
hefði það ekki orðið pólitískt erfitt
að velja Ingibjörgu, eiginkonu Þor-
steins ...
Talin hæf
Starfand:
lögmenn lögðu
mikla áherslu að
einhver úr þeirra
hópi yrði
skipaður dómari
við Hæstarétt i
stað Hjartar
Torfasonar, og
beindust því augun
aö Ingibjörgu Rafnar. Þar stóð hún
vel að vígi með áralanga reynslu
sem starfandi lögmaður auk þess
augljóslega að vera kona. Jafnvel
pólitískir andstæðingar voru henni
ekki andvígir, eins og ummæli
Ástráðs Haraldssonar hæstarétt-
arlögmanns i sjónvarpsþætti fyrir
skömmu bera merki um. Hann fór
lofsamlegum orðum um Ingibjörgu
Rafnar. Nú spyrja menn af hverju
Ingibjörg hafi sótt um ...
Langtíma skyndikannanir
Tals-
maður
Gallups á
í viðtals-
þætti á dögunum varðandi ágæti
skoðanakannana fyrirtækisins. Um
leið rakkaði hann niður kannanir
DV sem þó hafa sýnt sig að vera
þær áreiðanlegustu í margendur-
teknum samanburði í gegnum árin.
Þá þykir enn merkilegra að Gallup-
menn telji nú einskis virði að mæla
breytingar á skoðunum fólks með
tilliti til líðandi stundar heldur eigi
einungis að mæla langtímabreyting-
ar. Sandkorn veltir fyrir sér hvort
önugir Gallupmenn reyni með
þessu að réttlæta getuleysi sitt til
að gera skyndikannanir á borð við
það sem DV gerir á nokkrum
klukkutímum, eða hvort skyndi-
könnun hjá Gallup miðist ekki við
klukkustundir eða daga, heldur vik-
ur mánuði, eða jafnvel ár. Gott sé
því fyrir Gallup að ekki er mikið
um ráðherraskipti á miðju kjör-
tímabili, svo ekki sé talað um að
nýir flokkar séu stofnaðir...
íslandi fór mikinn
Hættur að skrökva
Séra Hjálmar
Jónsson skiptir nú
um embætti og læt-
ur af störfum sem
alþingismaður og
klæðist prests-
hempu á nýjan
leik. Ekki þarf
hann að fara
langt, aðeins
steinsnar um hellulagða götuna yfir
í Dómkirkjuna. Gantaðist hann með
þessar breytingar á högum sínum á
safnaðarfundi á dögunum um að við
vistaskiptin þyrfti hann að hætta að
skrökva. Varð þá til þessi vísa:
Labba ég yfir litið hlað,
lífstréð er þörf að vökva.
Nú er ég kominn á nýjan stað,
nú er ég hættur að skrökva.