Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001
I>V
Fréttir
Niöurstööur könnunar Búkollu liggja fyrir:
75 prósent bænda
vilja ekki fósturvísa
Vantar heimilislækna
Meiri eflirspum er
eftir þjónustu heilsu-
gæslulækna á höfuö-
borgarsvæðinu en
heilsugæslustöðvar
geta annast. Bíða
þarf lengi eftir þjón-
ustu og um þrjátíu
lækna vantar til
vinnu. Ástæðan er meðal annars sú að
læknar eru farnir að leita í annað sér-
nám. Mbl. greindi frá.
- stjórn kúabænda getur ekki unnið gegn vilja meirihlutans
Könnun Búkollu, félags áhuga-
fólks um verndun íslenska kúa-
stofnsins, hefur leitt í ljós að a.m.k.
75 prósent bænda eru andvíg erfða-
mengun og þar með mótfallin inn-
flutningi á fósturvísum úr norskum
kúm. Könnuninni er nú lokið og
heildamiðurstöður þessar. Að sögn
Esterar Guðjónsdóttur, bónda að
Sólheimum í Biskupstungum, sem
haldið hefur utan mn félagatölu í
Búkollu og niðurstöður könnunar-
innar, hafa nú 1019 kúabændur
gengið í félagið. Kúabú á landinu
eru tæplega 1000. Um 725 bú eru
skráð í Búkollu og þá einn eða fleiri
á hverju búi.
„Það er alltaf að bætast við,“
sagði Ester sem sagði vitað um hóp
kúabænda sem andvígir væru erfða-
mengun en hefðu ekki skráð sig í fé-
lagið. Að þeim meðtöldum væru því
um 1230 kúabændur andvígir.
Ester sagði að þessar niðurstöður
könnunarinnar, sem Búkolla gerði
meðal kúabænda á öllu landinu,
sýndu að fjöldi andvígra nú væri
Tvær úr Tungunum
Tólf hundruð og þrjátíu kúabændur eru andvígir Innflutningi fósturvísa.
mjög svipaður og þeirra sem mælst
hefðu í könnun þeirri sem Lands-
samband kúabænda hefði látið gera
á sínum tima. Þá hefðu um 70 pró-
sent kúabænda verið á móti inn-
flutningi á norskum fósturvísum.
Ester kvaðst fagna því að ákvörð-
un hefði verið tekin um að fresta
innflutningi fósturvísanna á full-
trúafundi Landssambands kúa-
bænda á dögunum. Þá gæfist meira
svigrúm til að vinna að málinu. „Ég
held að það segi sig sjálft að þegar
kúabændur vilja þetta ekki þá getur
stjómin ekki gert þetta. Félag kúa-
bænda getur ekki unnið gegn kúa-
bændum. Stjórnin stendur fyrir
þessu og hún hunsaði vilja okkar,
meirihlutans, þannig aö þetta eru
fáeinir aðilar í stjórn sem eru að
þessu. Mér finnst þetta út í hött og
ekki forsvaranlegt að standa í þessu
þegar niðurstaðan er þessi núna.“
Formlegur stofnfundur. Búkollu
verður haldinn 24. febrúar næst-
komandi.
-JSS
Akureyri í gærkvöld:
Troðfylltu
kirkjuna
tvisvar
„Þetta var gaman, að hafa ykkur
héma, allan þennan Qölda, og styrkja
ungu strákana i Þór,“ sagði Gestur Ein-
ar Jónasson sem var kynnir í troðfullri
Glerárkirkju á Akureyri þegar fyrri tón-
leikunum lauk í gær og allir tóku síð-
asta lagið, „ísland er land þitt“, glæsi-
lega. „Við erum orðnir ríkir og getum
farið í keppnisferðalag," sögðu stákarn-
ir í sjötta flokki Þórs sem héldu tónleik-
ana. Tónleikamir vom endurteknir í
gærkvöld og aftur var troðfullt. Strák-
amir afhentu öllum þeim sem sungu
blóm en þeir sem komu fram og sungu
vom Álftagerðisbræður, Pálmi Gunn-
arsson, Ema Gunnarsdóttir, Eiríkur
Stefánsson og Öm Viðar Birgisson.
G.Bender
Þrennt slasaðist
í bílveltu
Þrennt slasaðist í bílveltu vestan við
Brekknaholt, nærri Hellu, um níuleyt-
ið á laugardagskvöldið. Að sögn lög-
reglunnar á Hvolsvelli lent bifreiðin út
af veginum og valt ofan í skurð.
Annar farþeginn í bílnum hlaut al-
varlega höfuðáverka og varð að flytja
hann með þyrlu Landhelgisgæslunnar
á Landspítala-háskólasjúkrahús í Foss-
vogi. Hinir vom fluttir með sjúkrabif-
reið til Reykjavíkur. Mikil hálka var á
veginum þegar slysið varð. -MA
MYND G.BENDER
Þakkir fyrir góða frammistöðu
Þórsstrákar afhentu Álftagerðisbræórum blóm að loknum vel heppnuðum tónleikum.
Stækkun einangrunarstöðvarinnar í Hrísey skilar sér:
Biðlisti styttist verulega
- þótt aukning sé á innflutningi gæludýra
Biðlisti i einangrunarstöð gælu-
dýra i Hrísey hefur styst verulega
eftir að viðbótaraðstaða var tekin í
notkun fyrr í vetur en þá fjölgaði
búrum úr átta í fjórtán. Áður en
viðbótaraðstaðan var tekin í notkun
þurftu gæludýraeigendur að bíða á
annað ár eftir að koma dýrum sín-
um í einangrun. Nú er biðlisti fram
í júlílok.
„Þessi nýja aðstaða er fljót að
skila sínu í styttri biðtíma," sagði
Stefán Bjömsson, umsjónarmaður
einangrunarstöðvarinnar, við DV.
Hann sagði að starfsfólki hefði ver-
ið fjölgað. Biðlistinn ætti enn eftir
að styttast ef að líkum léti. Þó væri
erfitt aö fullyrða neitt í þeim efnum
því innflutningur gæludýra hefði
heldur verið að aukast, bæði á kött-
um og hundum.
Þegar dýrin koma erlendis frá í ein-
angmnarstöðina fara þau í foreinangr-
un sem kallað er. Síðan tekur við eft-
ireinangrun. Þau em 6-8 vikur í stöð-
inni áður en þau fá að fara þaðan. Eig-
endurnir geta heimsótt dýr sín þegar
þau hafa verið í stöðinni í hálfan mán-
uð. Stefán sagði að slíkar heimsóknir
væra i samráði við starfsfólk stöðvar-
innar eftir að fyrstu niðurstöður sýna
úr dýranum lægju fyrir. -JSS
Nýr kjarasamningur
Nýr kjarasamningur milli Samtaka
atvinnulífsins vegna íslenska álfélags-
ins hf. og viðsemjenda var undirritað-
ur í gær. Þar sem fyrri samningurinn
var felldur var lögð áhersla á að
styrkja með skýrari ákvæðum fram-
kvæmd nýjunga og breytinga á launa-
kerfmu er samkomulag hafði orðið um
í fyrri samningi. Samningurinn gildir
til nóvemberloka 2004 og verða at-
kvæði um hann greidd í tvennu lagi.
Kaupir nýtt orkustjómkerfi
Landsvirkjun und-
irritaði á fóstudag
samning við Alstom í
Frakklandi um kaup
og uppsetningu á
nýju orkustjómkerfi.
Tilboð Alstom, sem
nemur 260 milljón-
um, var áberandi
lægst. Stefnt er að því að taka nýja
kerfið i notkun haustið 2002.
Umhverfisáhrif athuguö
Skipulagsstofnun hefur hafið athug-
un á umhverfisáhrifum framkvæmda
við Búðarhálsvirkjun og Búðarháls-
línu 1 í Ásahreppi, Holta- og Landsveit,
Gnúpverjahreppi og Djúpárhreppi.
Matsskýrsla liggur ffammi til kynn-
ingar til 23. mars.
Úrsagnimar pólitískar
Fleiri hafa sagt sig úr miðlæga
gagnagrunninum á heilbrigðissviði en
Sigurður Guðmundsson landlæknir
bjóst við. Um 20.000 manns hafa þegar
sagt sig úr grunninum og telur land-
læknir að deilumar um málið eigi þátt
í þeirri þróun. Dagur greindi frá.
Fleiri leita aöstoöar
Mun fleiri unglingar hafa leitað að-
stoðar í neyðarathvarf Rauða krossins
fyrir börn og unglinga það sem af er
árinu miðað við í fyrra. Það sem af er
árinu hafa 18 ungmenni gisti í athvarf-
inu en í fyrra gistu 11 á sama tímabili
og sjö árið þar á undan. Erfitt er að
meta ástæður fjölgunarinnar. Sjón-
varpið greindi frá.
Landspítalinn gagnrýndur
Háskólarektor seg-
ir að Landspítalinn
verði að standa undir
nafni sem háskóla-
sjúkrahús. Skipu-
lagsbreytingar á hon-
um verði að tryggja
að kennarar við
læknadeild beri þar
ábyrgð. Yfirlæknum á skurðdeildum
hefur verið fækkað og í hópi þeirra em
háskólakennarar. Stefht er einnig að
fækkun á geðsviði.
Yfirheyröir vegna nauðgunar
Nokkrir erlendir sjómenn vom yfir-
heyrðir af lögreglunni í Hafnarfirði á
laugardag þar sem íslensk kona hélt
því fram að þeir hefðu nauðgað sér.
Kona hefúr ekki lagt fram formlega
kæm en gekk frá skipinu á laugar-
dagsmorguninn og var lögreglan köll-
uð til stuttu seinna. Nokkrir sjómenn
vom færðir til yfirheyrslu en þeir em
í áhöfnum tveggja skipa sem em við
bryggju í bænum. Skipin er frá Rúss-
landi og Eystrasaltslöndunum. Ekkert
verður aðhafst frekar í málinu á með-
an formleg kæra liggur ekki fyrir.
Bylgjan greindi frá, -MA