Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 I>V Fréttir Sjö sveitarfélög á Norðurlandi vestra taka höndum saman: Norðurland vestra: Sameining I burðarliðnum DV, AKUREVRI:_____________________ „Málið er nú komið í þann farveg að það liggja fyrir drög að ályktun um sameininguna og í næstu viku verður boðaður fundur með öllum sveitarstjórnarmönnum þeirra sveitarfélaga sem að þessu standa," segir Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík og formaður nefnd- ar um sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum. Að þeirri sam- einingu sem nú er í burðarliðnum hefur verið unnið um árabil og nefndin sem nú er að skila af sér drögum um sameininguna hefur starfað með hléum frá ár- inu 1988. í upphafi var mið- að við sameiningu allra sveitarfélaga í báðum sveit- arfélögunum sem eru 12 talsins en fimm hafa helst úr lestinni. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Skútustaöa- hreppur, Reykjahreppur, Aðaldælahreppur, Tjömes- hreppur, Kelduneshrepp- ur, Öxarfjarðarhreppur og Húsavíkurbær. Á fundin- um í næstu viku verður DV-MYND GK Reinhard Reynisson Trúi ekki ööru en af þessu verði. fariö yfir öll mál er varða sameininguna en fyrir 3. apríl er ætlunin að búið verði að ganga endanlega frá tillögu um sameining- una sem fer þá til umræðu hjá sveitarstjórnum en kjósa á um sameininguna 3. nóvember í öllum sveitarfé- lögunum sjö. Verði samein- ingin samþykkt alls staðar verður ný sveitarstjórn kjör- in í hefðbundnum sveitar- stjórnarkosningum í maí á næsta ári. „Ég vona og vil reyndar ekki trúa öðru en að þessi sveitarfélög taki þá áhættu að sameinast, fylkja liði og styrkja stöðu sína í ýmsum baráttu- málum sem fram undan eru,“ segir Reinhard Reynisson. Hann 'segir að íbúar nýja sveitar- félagsins yrðu tæplega 3.800 talsins og sveitarfélagið yrði það 14. fjöl- mennasta á landinu. „Sameinað sveitarfélag myndi líta vel út fjár- hagslega og menn sjá möguleika á ýmsum sparnaði í rekstri vegna yf- irstjómar, svo dæmi sé nefnt,“ seg- ir Reinhard. -gk Nýr Suöureyrarstrætó - og í honum er því vel fylgt eftir að fólk noti beltin DVWND VALDIMAR HREIÐARSSON Við nýja Bensinn Sophus Magnússon bílstjóri er hér við nýja bílinn. Viktoría Arnþórsdóttir og Stígur Berg Sophusson standa hjá honum. DV, SUÐUREYRI:_____________________ Einhvem tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að fara með strætisvagni milli ísafjarðar og hinna þéttbýlisstaðanna í grennd- inni, Bolungarvíkur, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar. Sú er þó raunin og er það að sjálfsögðu vegna ganganna góðu sem margir vildu kveðið hafa. Sophus Magnússon hefur ekið rútunni til Suðureyrar undanfarin 2 ár og hefur áunnið sér traust og vin- sældir fólks vegna lipurðar og hjálp- semi. Sophus hefur nú fest kaup á nýjum og glæsilegum 20 farþega bil af Mercedes Benz gerð. Bifreiðin er vel búin til aksturs við erfiðar að- stæður, með aldrif og hátt og lágt drif. Helgi Harðarson hjá Bílaskjóli í Kópavogi sá um gerð allra innrétt- inga í bílnum sem eru vel úr garði gerðar, með hallanleg bök og þriggja punkta öryggisbelti í öllum sætum. „Ég mun fylgja því vel eftir að fólk noti beltin. Krakkarnir sem komu með í morgun voru hrifnir af þeim. Það er frekar fullorðna fólkið sem sleppir að nota þau,“ sagði Sophus. Aðspurður sagði hann að þeir sem notuðu bílinn aðallega væru þeir sem sæktu vinnu milli staðanna tveggja. Svo væri það skólafólk sem færi til ísafjarðar. Þar að auki færu margir með bílnum sem ættu uppá- fallandi erindi. Að jafnaði fara kring- um 1000 manns með bílnum á mán- uði, sem hlýtur að teljast mikið í rúmlega 300 manna byggð. „Ég og hinir bílstjórarnir erum á samningi við ísafjarðarbæ með þennan akstur. Alls staðar innan ísa- fjarðarbæjar er sama fargjald, fyrir fullorðna 150 krónur stök ferð og 75 krónur fyrir krakka yngri en tólf ára. Sé keypt kort lækkar hver ferð um sem svarar 25 krónum. Það er enginn vafi að það er full þörf á þessu. íbúar Suðureyrar hafa marg- ítrekað þá beiðni að ferðum verði fjölgað en í dag eru þrjár ferðir. Ferðir frá ísafirði eru klukkan 6.30, 15.00 og 18.00. Fólk vildi gjaman fá ferð kringum hádegið," sagði Sophus Magnússon í samtali við DV. -VH Ráðherra hjó á hnútinn 1 DV, SAUDARKROKI: Ætla má að svæðisráð Norðurlands vestra sé orðið starfhæft að nýju eftir að Páll Pétursson félagsmálaráð- herra skipaði Snorra Björn Sigurðsson dv-myndþók formann ráðs- Raöherrasklpaöur ins Agreining- Snorri Björn Sig- ur hefur verið urðsson bæjarstjóri um ráðið að var skipaður af ráð- undanfórnu og herra til að taka við m.a ásakaði formennsku i svæð- stjórn stéttar. isráði Norðurlands féiagsins öld- vestra. unnar Gissur Pétursson, framkvæmdastjóra Vinnumála- stofnunar, um óheppileg afskipti af starfsmannamálum á Norðurlandi vestra. Þeirri ásökun vísaði ráð- herra til föðurhúsanna. Þá féllst Lárus Ægir Guðmunds- son á að taka aftur sæti í ráðinu sem fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, en Lárus Ægir sagði sig úr ráðinu á sínum tíma. I svæðisráðinu, sem hefur margvísleg hlutverk gagnvart atvinnulausum, veröa til næstu sveitarstjórnarkosninga auk Snorra Björns og Lárusar Ægis: Gunnar Sveinsson, Einar Einarsson, Ragnar Ingi Tómasson, Jón Karlsson, Valdi- mar Guðmannsson, Ragna Jóhanns- dóttir og Ásbjöm Karlsson. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.