Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 DV 11 Níu enn saknað eftir að kafbátur sökkti skipi við Hawaii: Lofa að komast til botns í málinu Bandarísk stjórnvöld hétu í gær að finna svör við því hvers vegna bandarískur kafbátur rakst á og sökkti japönskum togara undan ströndum Hawaii á fostudag. Kaf- báturinn var að æfa neyðarferð upp á yfirborðið. „Rannsóknin verður að leiða það í ljós,“ sagði Donald Rumsfeld land- varnaráðherra í viðtali á Fox-sjón- varpsstöðinni. „Þetta er mikill harmleikur, við vitum það, og það er enn verið að leita að þeim sem saknað er.“ Undir kvöld í gær var níu manna enn saknað, þar á meðal fjögurra sautján ára nemenda í fiskvinnslu- fræðum sem voru að læra togveið- ar. Þótt vonir manna um að finna einhvern á lífi hefðu dvínað, sagði Rumsfeld að leitinni yrði haldið áfram. Þrjátíu og fimm menn voru um borð í togaranum þegar slysið varð. Þrjátíu ættingjar skipverj- anna héldu til Hawaii í gær. Japönsk stjómvöld hafa hvatt Bandaríkjamenn til að íhuga að lyfta flaki togarans upp af hafs- botni. Rumsfeld sagði að hann og Colin Powell utanríkisráðherra hefðu haft samband við japanska starfs- bræður sína til að harma árekstur kafbátsins og fiskiskipsins. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sendi japönskum stjórnvöldum samúðarkveðjur sínar. Skipstjóri kafbátsins hefur verið fluttur til í starfi um stunarsakir. Skipbrotsmenn hólpnir hjá strandgæslunni Bandarískir strandgæslumenn aðstoöa skipverja afjapönskum togara sem sökk undan Hawaii um helgina eftir að bandarískur kafbátur rakst á hann á leið sinni upp á yfirborðið. Níu manna er enn saknað af skipinu. Utlönd Nýnasisti þegir hjá lögreglunni Norski nýnasistinn Joe Erling Jahr, sem grunaður er um að hafa myrt þeldökkan ungling í Ósló fyrir tveimur vikum neitaði að segja neitt um málið í yfirheyrslum hjá lögreglu í gær. Hann vildi heldur ekki ræða við lögmann sinn. Jahr var framseldur frá Danmörku á laugardag en þangað fór hann eftir ódæðisverkið. Jahr verður færður fyrir dómara í dag og væntanlega úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglufulltrúinn Finn Abrahamsen sagði við norsku fréttastofuna NTB í gær að senni- lega yrði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Samfytkingin vill sióvæóa stjórnmálin og stuóla aó öftugu lýóræói Samfytkingin vill setja á stofn Lagaráð sem geti úrskurðað um hvort lagafrumvörp sarnrýmist stjórnarskrá. Trú aUnerinirtgs á stjórnkerfi Lartdsins hefur beöió hrtekki og viö því verður aó bregðast rneö umbóturr. Samfylkingin vill að fimmtungur kosm'ngabaarra manna geti krafist þjóösratkvéfeöagreiðstu urn lög sem aiþingi hefur samþykkt. Hún víts opna fjárreióur stjómmáiafíokka, Samfylkingin setur menntamálíri i forgang. ífLencftngar veróa að vera samkeppmshæfir viö hverja sem er hvað mennt.un varóar. Frarntíó ung* fótksins er okkar framtið. Somfytkingin vitl aó dreifi kerfi Landsímans se r þjöösreign tit að t.rvggj.i jafnan aðgang allra að uppíýsingahraðbrautinrri og heíLbrigós sarnkeppni a fjarskiptamarkaói. Sókn byggóanna tiggur m.a. í fjarvinnstu ©g hátæknhónaðf. Pat skipör jarfn aógangur attra tandsmanna að grurifmetínu höfuðmáit. Samfylkingin vitl öftuga samkeppnistöggjöf sem kemur i veg fyrir fákeppni á rnarkaói og tryggir heitórigða samkeppni. Somfytkingin viíl dfkomtrtryggingu fyrir atdraða og óryrkja þannig að hagur þessara: hópa sé tryggöur. Framiag tfi atdraðra og öryrkja er ekk Ötmusa Heltíur hluti af mannréttíndum. Pm má ekki brjóta. i r l i .dunijy i a 111 Lj. ib [ifctndi stjórnmáiaumræóa Jöfnuður, réttlæti og lýðræði! Opnir fundir Össurar Skarphéðinssonar og Margrétar Frímannsdóttur Mióvikudaginn 14. febrúar Hafnarborg, Hafnarfirði kl. 20.30 Föstudaginn 16. febrúar Hótel Húsavík kl. 17.00 Laugardaginn 17. febrúar Egilsbúö, Neskaupstað kl. 13.30 Allir velkomnir Samfylkingin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.