Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 DV 15 Menning Menningarverðlaun DV 2001 - tilnefningar í byggingarlist: Allgóð uppskera Skipulag íbúöar- húsabyggingar viö Sæviðarsund Höfundar: Kanon arkitektar, Halldóra Bragadóttir, Helgi Bollason Tóroddsen, Þóröur Steingrímsson og Þorkell Magnússon arkitektar. íbúðahverfið við Sæviðarsund er þyrp- ing lágra húsa milli Sæviðarsunds og Hólmasunds. Höfund- ar skipulagsins hönn- uðu sambýlishúsið en stakstæðu húsin hannaði Teiknistofan Ármúla 6 á grund- velli ítarlegra skil- mála höfunda skipu- lagsins um afstöðu, stærðir, form, gerð og útlit húsanna. Húsa- þyrpingin við Sævið- arsund brýtur á sinn hátt blað í skipulagi íbúðahverfa í Reykja- vík nú um stundir hvað varðar sam- OV-MYND HARI Skrifstofuhús Olíuverslunar íslands Útlit hússins einkennist af markvissu samspili tveggja skífa. Listasafn íslands, Hafnarhúsinu Höfundar: Studio Granda, Margrét Haróar- dóttir og Steve Christer arkitektar. Listasafnið er endurbygging Hafnarhússins sem er upphaflega skrifstofu- og vöruhús í anda notagildisstefnu frá fyrri hluta 20. aldar. Slík endurbygging og aðlögun að nýju hlutverki er vandmeðfarin. Nýr aðalinngangur mótar skýr- an ás þvert gegnum húsið og skapar nýja vidd með tengslum við höfnina. Lausn höfunda á inn- gangi og samgönguleiðum innanhúss er i senn einfóld og áhrifarík. Höfundum tekst einnig með einfóldum og markvissum aðgerðum að viðhalda upphaflegum einkennum hússins sam- fara ívafi nýrra strauma. Með efnisvali eru breytingar skilmerkilega aðgreindar frá upphaf- legu húsi. einkennist af rúmgóðum garði til hliðar við kirkjuna. Garðurinn er umlukinn kirkjunni á eina hlið en forsal og glerjuðum göngum á þrjá vegu. Safnaðarsal, skrifstofum og öðrum rýmum er raðað á úthringinn umhverfis samgöngurým- in. Með markvissu samspili kirkju, samgöngu- rýma og garðs tekst höfundum að skapa lifandi og áhrifamikla heild. Heild sem vísar inn á við, lokuð frá ytra umhverfi. Samspil flata og dags- birtu er markvisst og sterkur þáttur i heildaryf- irbragði verksins. DV-MYND HARI Skipulag íbúöarhúsabyggingar viö Sæviðarsund Húsaþyrpingin brýtur blaö í skipulagi íbúöahverfa í Reykjavík. Listasafn Islands, Hafnarhúsinu Nýr aöalinngangur mótar skýran ás þvert gegnum húsiö. Leikskólinn Blásalir, Selási Reykjavík Höfundur: Man- freó Vilhjálmsson arkitekt. Innra skipulag einkennist af kostum á fjölbreytni í notk- un. Samspil og áherslur einstakra hluta, forma og lita er nýtt markvisst til að skapa fjölbreytt umhverfi sem er auðskUið á forsend- um og mælikvarða barnsins. Yfirveguð notkun forma og per- sónuleg tök, þar sem sérstök alúð er lögð í hvert smáatriði, ein- kenna verkið. Á sinn hátt er húsið ævin- týrahöll fyrir fyrstu skólaskrefin þar sem fagurfræðUeg gildi haldast í hendur við notagildi á einkar trúverðugan hátt. DVJYIYND HARI Leikskólinn Blásalir, Selási Reykjavík Á sinn hátt er húsiö ævintýrahöll fyrir fyrstu skólaskrefin. DV-MYND E.ÓL. Safnaðarheimili, Keflavík Meö markvissu samspili kirkju, samgöngurýma og garös tekst höfundum aö skapa lifandi og áhrifamikla heild. hengi og heUdstætt yfirbragð slíkra hverfa. SamspU húsforma og útirýma er með ágætum, efnisnotkun markviss og heildarsamræmi sér- lega gott. Skrifstofuhús Olíuverslunar íslands, Sundagörðum Höfundur: Ingimundur Sveinsson arkitekt. Form og gerð hússins feUur einkar vel að um- hverfi sínu sem endi húsaraðar við aðaUeið að Sundahöfn. Útlit hússins einkennist af mark- vissu samspUi tveggja skífa, annars vegar rétt- hyrnds lokaðs austurhluta sem klæddur er dökkum steini og hins vegar bogins, opins, ál- klædds vesturhluta. Form og efnisval gefa sam- spUi þessara tveggja hluta öfluga spennu og sterkt yfirbragð. Efnisval í heild, úti sem inni, er yfirvegað og markvisst. Húsið ber vitni um metnað tU að skapa vandað vinnuumhverfi. „Við gerum okkar besta tU að þekja sviðið vel og gleyma engu. Við skoðum úrklippusöfn og hringjum í aUar áttir tU að fá upplýsingar," seg- ir dr. Maggi Jónsson, formaður menningarverð- launanefndar DV í byggingarlist. „I ár höfum við skoðað mUli 30 og 40 verk, en reglumar eru þær að aðeins komi til greina byggingar tU al- mennra nota eða sem almenningur hefur að- gang að. „Þessar reglur hafa bundið okkur,“ seg- ir dr. Maggi, „en mér finnst ekki æskUegt að rýmka þær því þá stækkar sviðið svo gífurlega - auk þess sem hæpið er að fara út í einstök íbúðarhús." Uppskeran i ár er mikU og nokkuð góð en ekki vUdi Maggi fuUyrða að hann yrði beinlínis var við framför í íslenskri byggingarlist. Breyt- ingamar era of hægfara til að munur sjáist frá ári tU árs. En byggingar tU almennra nota skipt- ast í stórum dráttum í tvo hópa afar ólíka að for- sendum, segir hann: „Annars vegar byggir sam- félagið hús tU samfélagslegra nota og leggur metnað sinn í að hafa þau vönduð og glæsUeg. Hins vegar fiárfesta einkafyrirtæki í byggingum sem þau leigja til almenningsnota og þar er hættan sú að gróðavonin verði listrænum og faglegum metnaði yfirsterkari. Við getum ekki búist við að fá háhæðabyggingar með þeim hætti." Með dr. Magga í nefndinni sitja Guðmundur Jónsson arkitekt og Júliana Gottskálksdóttir listfræðingur. Þessi hljóta tilnefningu: Safnaöarheimili, Keflavík Höfundar: arkitektur.is, Elin Kjartansdóttir, Haraldur Örn Jónsson og Helga Benediktsdóttir arkitektar. Á síðasta ári var lokið við byggingu safnaðar- heimUis við Keflavíkurkirkju. Skipulag hússins -.mra Hœttir á pillunni Það vakti mikla lukku á yf- irfuUum Súfista á þriðjudags- kvöldið var þeg- ar Bryndís Lofts- dóttir, annar framsögumaður kvöldsins um bamabókmennt- ir, lýsti því yfir að sumar ís- lenskar barna- bækur væru svo æðislegar að hana langaði mest tU að hætta á pillunni strax og eignast börn til að lesa þær fyrir! Mesta freistingin eru bækur á mergjuðu máli og nefndi hún sérstaklega Nílarprinsessuna eftir Guðjón Sveinsson sem Muninn gaf út fyrir jól- in. Margt fróðlegt og skemmtUegt kom fram á þessu kaffikvöldi SÍUNG, eins og samtök barna- bókahöfunda kaUa sig, m.a. sláandi túlkun hins frummæl- andans, Katrínar Jakobsdóttur, á bókinni AUir með strætó eftir Guðberg Bergsson (JPV forlag). Eins og aðrar góðar fantasíur fiaUar sú bók um mannlegt hlutskipti, sagði Katrín. Strætisvagninn í sögubyrjun sem enginn fer með lengur er tákn þrúgandi einsemdar, en tUvera hans ger- breytist þegar ókunnugt barn birtist aftur í vagninum og tré fer að vaxa upp úr gólfinu. Þegar aUt fólkið er samankomið í strætó til að upplifa þetta kraftaverk þá langar það fyrst tU að Séð og heyrt komi á staðinn og taki af því mynd, en smám saman gleymir það slúður- blaðinu og yfir það færist friður og hamingja og það nýtur þess bara að vera saman. „Þannig verður strætisvagninn eins konar kirkja og barnið í vagninum tákn Messíasar," sagði Katrín. Fálkaorðan „Er Brian búinn að fá fálkaorðuna?" spurði Bryndís með þjósti og átti við teiknarann ást- sæla Brian PUkington sem hún sagði guðs gjöf til þessa lands. Einnig vUdi hún sæma Sig- rúnu Eldjárn og Ólaf Guðlaugsson fálkaorðu og er skilaboðunum hér með komið á fram- færi við orðunefnd. Talsverður tími fór í að rífast um gildi og hlutverk unglingabóka. Eftir nokkrar niður- rifsræður risu varnaraðilar til andmæla og sögðu að unglingar hefðu fullan rétt á að lesa bækur um sig og sina líka en ekki fara beint úr barnabókum í bækur um fullorðið fólk og þess leiðinlegu vandamál. Bryndís lagði þá til að unglingabækur yrðu hafðar á borðum með fullorðinsbókum i bókaverslunum; þá gæti hvort tveggja gerst að kaupendur seildust í unglingavænar fullorðinsbækur og að ung- lingabækurnar sjálfar kæmust á hærra plan en margar þeirra eru nú. Að verða eilífur Margir höfðu á orði að sígildar barnabækur þyrftu alltaf að vera til handa nýjum kynslóð- um, og við ætt- um að vera miklu duglegri að endurútgefa það besta sem fyrri kynslóðir hafa látið eftir sig af barnaefni. Þetta kallar fram i hugann lokaorð Andra Snæs Magna- sonar í viðtali við vefritið Valhalla sem Nor- ræna ráðherranefndin gefur út og tekið var i tilefni af sigurför Bláa hnattarins um Evrópu: „Það eina sem ég óttast,“ segir Andri Snær eftir að hann hefur rætt um sjónvarp og tölvu- leiki, „er að heimur barna sé kannski að verða orölaus - að þau muni skorta orð til að lýsa veruleika sínum. Þess vegna verða þau að lesa líka. Góð barnabók fær heilann til að snúast í hringi og kannski sér maður heiminn í nýju ljósi á eftir. Barnabækur eru alveg eins mikilvægar og aðrar bókmenntagreinar, og góðar barnabækur eru þær bækur sem maður man best allt sitt líf. Þannig að ef maður skrif- ar góða barnabók er það eins og að verða ei- lífur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.