Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 DV Fréttir 13 Verslunarmiðstöð rís Framkvæmdir við hina nýju versiunarmiðstöð í Smáranum er á fullu Vinna við innréttingar stærstu verslananna er hafin: Hluti Smáralindar kominn undir þak „Uppsteypa hefur staðið yfir um nokkurt skeið,og nú er hluti hússins kominn undir þak,“ segir Sveinn Jónsson, byggingastjóri Smáralind- ar, við vef Hönnunar en Hönnun hef- ur með höndum byggingarstjórn þessarar stærstu verslunarmiðstöðv- ar landsins sem er 62.730 femetrar að heildargólffleti. „Uppsteypu byggingarinnar mun ljúka í þessum mánuði en vinna við innréttingar er þegar hafin. Verið er að setja upp raflagnastiga, loftræsti- stokka, pípulagnir og miiliveggi. Þá er málningarvinna einnig hafin,“ segir Sveinn. Uppsteypa á um 9000 fermetra bílapalli mun hefjast í mars en framleiðsla á forsteyptum eining- um er þegar hafin. Hann segir verkið vera á áætlun í öllum aðalatriðum. „Vinna við innréttingar fyrir tvær stærstu verslanirnar, Hagkaup, um 10.000 fermetrar, og Debenhams, um 4.500, er hafm og ekkert bendir til annars en að húsið verði formlega opnað þann 10. október næstkom- andi, eins og nýlega hefur verið gert opinbert," segir Sveinn og bætir við að ekki hafi þurft að gera hlé á fram- kvæmdum á lóð því tíðarfar hafi ver- ið með eindæmum gott. Á vegum Hönnunar starfa 18 manns við byggingarstjóm og eftirlit með verkinu, mest verk- og tækni- fræðingar, en þó nokkrir í hluta- starfl. -DVÓ U T S A L A Opnunartími: lán.-fim. og lau. kl. 10-18 !is. kl.10-19. Sun. kl.12-17 afsIátt u r t.d. talandi drekar F a x a f e n 8 Skagafjörður: Staurarnir hverfa úr landslaginu DV, SKAGAFIRDl:____________________ Starfsmenn Rafmagnsveitna rikis- ins í Skagafirði hafa að undanfórnu unnið að þvi að fjarlægja staurastæð- ur af þeim svæðum þar sem búið er að koma rafstreng í jörð. í sumar voru til að mynda teknir nánast all- ir staurar í Vallhólma yfir Héraðs- vötn að Syðstugrund, nema á Valla- bæjunum. Vel á annað hundrað staurar af Skagafjarðarsvæðinu hafa verið Qarlægðir. Það var eftir að hörð ísingaveður gerði með skömmu millibili fyrir nokkrum árum sem forráðamenn Rarik ákváðu að leggja i þá fram- kvæmd að plægja rafstreng í jörð á þeim svæðum þar sem ríkjandi óveðursáttir stóðu þvert á línur og felldu staurastæður. Var þetta m.a. gert í Fljótum og í Óslandshlíð og búið var að fjarlægja staura af þess- um svæðum þegar hafist var handa í Hólminum í sumar og á línunni frá Sauðárkróki niður að Sjávar- borg og fram að Birkihlíð við Glaumbæ, en þaðan er loftlína fram í spennuvirki ofan Varmahlíðar. Bændur eru mjög ánægðir með þetta framtak Rarik og fegnir því að vera lausir við raflínustaurana úr landareigninni. Starfsmönnum Rarik fannst þó eyðilegt yfir að líta eftir að linurnar og staurarnir voru horfnir, en segja að það venjist þó fljótt. Vafalaust verður sú einnig raunin með ökumenn, til að mynda DV-MYND ÞÖRHALLUR ÁSMUNDSSON. Staurabanarnir Starfsmenn Rarik við Varmahlíð, þeir Valdimar Steinþórsson, t.h., og Guðmundur Hjálmarsson ásamt Símoni Skarþhéðinssyni gröfumanni, búnir að safna saman felldum raf- magnsstaurunum. á leiðinni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, þar sem snyrtileg stauralínan hefur blasað við í beinni augsýnd ökumanna á nánast allri leiðinni, eins og órofa lista- verk. -ÞÁ Sauðárkrókur: Skipin afla vel DV, SAUDÁRKRÓKI: Gott fiskirí hefur verið hjá skip- um Fiskiðjunnar Skagfirðings und- anfarið. Málmey landaði sl. mánu- dag aflaverðmætum fyrir 73 milljón- ir króna, mestmegnis grálúðu. Von er á Hegranesi með fullfermi, rúm- lega 100 tonn, til hafnar um miðja vikuna en skipið landaði 92 tonnum sl. fimmtudag og þann sama dag kom Skaftinn með fullfermi, 97 tonn. ísfisktogararnir hafa verið á þorski undanfarið og að sögn Gísla Svan Einarssonar útgerðarstjóra var orðið langt frá því að tvö skipa FISK hafa komið með nánast fidl- fermi sama daginn, eins og gerðist í liðinni viku. Þorskurinn fer allur til vinnslu hjá FISK og er þvi ærin at- vinna hjá landverkafólki en í vinnslunni hjá FISK er unnið upp i fyrirframgerða samninga þannig að birgðasöfnun er engin. -ÞÁ. skyndibitastaður til sölu SHARP SCM 18 lítra og 800 watta, nettur örbylgjuofn býðst nú á góðu verði. Fínn í upphitun, prýðilegur í samlokugerð.góður fýrir ýmsa smárétti og pottþéttur poppari. Staðsetning er mjög miðsvæðis og opnunartími sveigjanlegur. Verði þér að góðu ^I2<900 —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.