Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 DV Anfinn Kallsberg Færeyjalögmaöur Sjálfstæðisáform landstjórnarinnar njóta stuönings minnihiuta fær- eyskra kjósenda ef marka má niöur- stööur nýrrar skoöanakönnunar. Nefnd skoðar einkavæðingu Færeyska landstjórnin hefur sett á laggirnar nefnd sem á aö meta hvers virði stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera eru og lýsa kost- um þess og ókostum sem einkavæð- ing þeirra myndi hafa í for með sér. Embættismannanefndinni er ætl- að að meta tíu opinber fyrirtæki, svo sem hinn umdeilda Færeyja- banka, flugfélagið Atlantic Airways og áfengiseinkasöluna. í sjálfstæðisáætlun landstjórnar- innar sem Færeyingar greiða þjóð- aratkvæði um 26. maí næstkomandi er gert ráð fyrir sérstökum sjóði sem á meðal annars að fá tekjur sín- ar frá hugsanlegri sölu ríkisfyrir- tækja. Annars er drjúgur meirihluti fær- eysku þjóðarinnar andvígur sjálf- stæðisáformum stjórnvalda ef marka má nýja skoðanakönnun, eða 57,7 prósent. Fylgjandi áformunum eru 42,3 prósent kjósenda. Alvarlegur bruni í gömlu Jönköping Hluti gamla bæjarins í Jönköping í Svíþjóð eyðilagðist í miklum elds- voða í gær. í hverfinu eru elstu hús- in frá 17. öld. Flest húsanna eru þó frá 18. og 19. öld. Þótt eyðileggingin hafi verið mikil urðu engin slys á fólki. Um það bil sextíu íbúar voru fluttir burt úr íbúðum sínum á með- an eitt hundrað slökkviliðsmenn börðust við eldinn. Tvö hús urðu eldinum að bráð og eldurinn breidd- ist út til fleiri húsa. Vatni var sprautað yflr hús í nærliggjandi hverfi til að koma í veg fyrir að eld- urinn breiddist frekar út. „Þetta er versti eldsvoöi sem orð- ið hefur í Jönköping svo lengi sem ég man,“ sagði Bo E. Karlson, starfs- maður safnsins í Jönköping. Thabo Mbeki Forseti Suöur-Afríku telur ekki aö vopnakaupasamningur hafi haft í för meö sér víötækt spillingarsukk. Mbeki þvertekur fyrir vopnasukk Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr- íku, sagöi í gær að engar sannanir væru fyrir spillingu í tengslum við vopnakaupasamning við helstu vopnaframleiðendur í Evrópu. Samningurinn hljóðar upp á fimm hundruð milljarða króna. Togstreita er milli þings og stjómar landsins vegna spillingar- ásakana og þykir málið vera próf- steinn á yfirlýsta stefnu Afríska þjóðarráðsins um að berjast gegn hvers konar spillingu. Arafat ætlar að gefa nýjum forsætisráðherra ísraels tækifæri: Sharon bjartsýnn á stjórnarmyndun Ariel Sharon, nýkjörinn forsætis- ráðherra ísraels, var bjartsýnn á að sér tækist að mynda þjóðstjórn inn- an tiöar eftir fund hans með Ehud Barak, fráfarandi forsætisráðherra. Eyal Arad, einn ráðgjafa Sharons, sagði fylkingarnar tvær vera byrj- aöar að skrifa niður atriði sem þær væru sammála um og að aftur yrði haldinn fundur í dag, mánudag. „Við þokuðumst nær í dag,“ sagði Arad við fréttamenn í Jerúsalem. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, sagði fyrr í gær að hann myndi gefa Sharon tækifæri tii að sýna friðarvilja sinn í verki. Margir stjórnmálaskýrendur telja að þjóðstjórn Likud-bandalags Shar- ons og Verkamannaflokksins eigi mesta möguleika á að semja um frið við Palestínumenn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í Washington að George W. Bush forseti myndi taka þátt í friðarumleitunum fyrir Ariel Sharon Veröandi forsætisráöherra ísraels er bjartsýnn á aö sér takist fljótlega aö mynda þjóöstjórn meö Ehud Barak. botni Miðjarðarhafsins um leið og Sharon hefði myndað nýja ríkis- stjórn. Powell heldur sjálfur í ferð til ís- raels og arabalandanna þann 23. febrúar. Hann sagði í viðtali við sjónvarpsstööina CBS að hann ætti von á að friðarviðræðumar myndu taka nýja stefnu. Átök brutust engu að síður út á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna í gær og hafa þau færst í aukana eftir stórsigur Sharons á Barak í forsætisráðherrakosningun- um á þriðjudag í síðustu viku. Palestínskir byssumenn skutu ísraelskan landnema til bana þar sem hann ók bíl sínum skammt frá Jerúsalem í gær. Maðurinn var 385. fórnarlamb átakanna sem hófust í septemberlok eftir heimsókn Shar- ons á musterishæðina í Jerúsalem þar sem helgidómar múslíma eru. Þá skiptust ísraelar og Palestínu- menn á skotum á Vesturbakkanum. Innflytjendur á Spáni mótmæla hörku yfirvalda Mikill fjöldi innflytjenda kom saman i miöborg Madrídar, höfuöborgar Spánar, í gær til aö mótmæla nýjum reglum sem stjórnvöld hafa sett um innflytjendur. Þar segir aö reka megi hvern þann úr landi innan tveggja til þriggja sólarhringa sem ekki hefur fullgild skilríki. Á miöanum á enni mannsins segir aö enginn maöur sé ólöglegur. KM1"» «*»• ^HUMANO SI.EGAL Þúsundir kröföust afsagn- ar Kútsjma Úkraínuforseta Þúsundir manna gengu um götur Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, í gær og kröfðust þess að Leoníd Kút- sjma forseti segði af sér vegna ásak- ana um að hann hefði lagt á ráðin um að láta blaðamann hverfa. Hvarf blaðamannsins er mesta hneykslis- mál sem hefur skekið Úkraínu í heilan áratug. Á borðum göngumanna mátt sjá áletranir á borð við „Kútsjma búinn að vera“ og „Úkraína er lögreglu- ríki“. í lok göngunnar söfnuðust um fimm þúsund manns saman í mið- borg Kænugarðs og kveiktu á kert- um. „Þú munt sjá þúsundir á götun- um í dag, Kútsjma. Á morgun verða það milljónir," sagði einn ræðu- manna á fundinum við góðar undir- tektir viðstaddra sem kröfðust þess að forsetinn færi frá. Kertaljós í Kænugaról Þúsundir manna kveiktu á kertum í úkraínsku höfuöborginni til aö minn- ast blaöamanns sem hvarf í fyrra. Lögreglan lét lítið fara fyrir sér á meðan fundurinn fór fram. Að sögn yfirvalda fóru mótmælin friðsam- lega fram og mannfjöldinn tvístrað- ist þegar kvölda tók. Kútsjma er undir miklum þrýst- ingi frá hreyfmgu sem vill hann burt úr forsetaembættinu og sem hefur tekist að virkja stjómarand- stæðinga og mannréttindahópa. Forsetinn er sakaður um að hafa átt þátt í hvarfi Intemetblaðamannsins Georgíjs Gongadses á síðasta ári. Hann var gagnrýninn á Kútsjma og stjóm hans. Vinir segja að höfuðlaust lík sem fannst í nóvember sé af blaðamann- inum. Þá hafa þingmenn heyrt upp- tökur þar sem rödd, svipuð rödd for- setans, segist vilja losna við blaða- manninn. Kútsjma neitar að eiga nokkra aðild að hvarfinu. mssmmam Milosevic ekki framseldur Slobodan Milo- sevic, fyrrum Júgóslavíuforseti, verður ekki fram- seldur til stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna í Haag á með- an Zoran Zizic gegnir embætti forsætisráðherra Júgóslavíu. Zizic lýsti þessu yfir í útvarpsviðtali. Á flótta vegna þurrka Búist er við að meira en tuttugu þúsund manns fari á vergang í Afganistan vegna þurrka sem þar herja og leiti í flóttamannabúðir í kringum borgina Herat í vestur- hluta landsins. Til bjargar kavíarnum Vísindamenn og kavíarbarónar komu saman í Moskvu um helgina til að ræða aðgerðir til að bjarga styrjustofninum í Kaspíahafi, og þar með hinum eftirsótta kavíar, frá útrýmingu vegna veiðiþjófnaðar. Vilja steypa stjórninni Fjölmennur fundur í Split, til stuðnings fyrrum króatískum hers- höfðingja sem grunaður er um stríðsglæpi, snerist upp í mótmæla- fund þar sem stjórnarandstaða þjóð- emissinna krafðist afsagnar stjórn- ar umbótasinna. Drottningarlæknir í slysi Líflæknir Mar- grétar Þórhildar Danadrottningar slapp með skrekk- inn í gærmorgun þegar þyrla sem hann var farþegi í lenti í óhappi og féll ofan í skurð skömmu eftir flugtak á Taílandi. Drottning og fylgdarlið hennar eru í opinberri heimsókn í Taílandi. Úlfabönum hótað lífláti Norskir veiðimenn sem eltast við níu úlfa hjörð i skóglendi í suðaust- anverðum Noregi hafa fengið nafn- lausar líflátshótanir. Veiðimönnum varð ekkert ágengt í gær í leit sinni að úlfunum sem hafa lagst á búpen- ing, að sögn bænda, og þess vegna á að drepa þá. Bætt samskipti í augsýn Vaira Vike- Freiberga, forseti Lettlands, sagði í gær að fundur hennar með Vladímír Pútin Rússlandsforseta um helgina væri tO marks um að sam- skipti landanna færu batnandi. For- setarnir hittust í Innsbruck í Aust- urríki og ræddu meðal annars rétt- indi minnihlutahópa. Genamengið kynnt í dag Vísindamenn ætla að kynna kort- lagningu genamengis mannsins í dag. Hún hefur leitt í ljós að genin í manninum eru miklu færri en talið var áður en fariö var i rannsóknina. Fjöldamorö í Alsír íslamskir uppreisnarmenn skutu 26 óbreytta borgara úr þremur fjöl- skyldum til bana i fátækrahverfi í Alsír um helgina. Ellefu hinna myrtu voru börn á aldrinum sex mánaða til fjórtán ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.