Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Qupperneq 12
12 ___________MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 Skoðun DV Leyfi fyrir hundahaldi - ekki fyrir ketti og hross Fólk spókar sig meö hundinn. - Leyfísgjald er vitaskuld aöeins einn skatturinn enn....“ - Innfellda myndin er teiknuö af bréfritara og send blaöinu. Eyðirðu miklu í föt? Guörún Sunna Egonsdóttir nemi: Aö meöaltali 5 þúsund kr. á mánuöi. Guðbjört Gylfadóttir nemi: Þaö er mismunandi eftir árstíöum. Kristjana Guöjónsdóttir nemi: Nei, ég myndi segja frekar litlu. Helga Björk Arnardóttir nemi: Já, mjög miklu. Alltof miklu. Jónas Ólason nemi: Nei, ekki eins og er, en miklu yfir sumartímann. Lára Rúnarsdóttir nemi: Já, frekar miklu, um 15-20 þúsund kr. á mánuöi. Kristinn Helgason skrifar: Fyrir fjórum árum fékk ég bréf frá framkvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur með endur- metnu gjaldi fyrir áframhaldandi lífsleyfi tikarrófu sem ég hafði þá átt í 12 ár. Við gamla parið erum orðin dálítið sljó og skiljum ekki nú- tímann til fulls. Við höfum aldrei skilið hvers vegna „bannaðir" hundar í Reykjavík leyfast - sé borgað nóg - á meðan kettir (og hross?) kosta ekki leyfisgjöld. Þessi sambúð hunda, manna (hrossa) og katta hófst líklega fyrir íjölmörgum tugum árþúsunda og stendur víða enn. Stjórn Hvergerð- inga hefur hins vegar ákveðið að banna þessa náttúruóværu (þ.e.a.s. hunda og ketti) sennilega til að leysa vanda. Hvorutveggja. kvikind- in hafa nefnilega galla. Mér hefur sýnst að þegar um þverbak keyrir í þeim efnum sé oftast eigendum um að kenna - ekki dýrunum. Ef til vill er þetta herbragð þeirra til að þurfa ekki að banna eigenduma? Með betri híbýlum og breyttum háttum hefur rottum og músum fækkað svo þörf okkar fyrir ketti hefur minnkað. Hundur „smalans" í Reykjavík er líka óþarfur. En eðli hunda er að gæta sinna og síns heima. Blíðasti hundur breytist í óargadýr ef óboðna gesti með illt í huga ber að garði. Undravert þef- skynið hefur oft reynst besti reyk- skynjarinn, að ekki sé minnst á sér- þjálfaða hunda og þeirra þjónustu. Ég hef alltaf verið hugfanginn af öllum dýrum og er því hlutdrægur. Tíkarrófan mín hefur í sín 16 ár veitt mér slíka gleði í sambúð að mér finnst þessum um það bil 160 þúsund krónum (sem fyrst Davíð og svo Ingibjörg rukkuðu) vel varið í Stefán Karlsson, fyrrv. bifreiöastj., skrifar: Skilningsleysi á aðstæðum ör- yrkja, sem þeir verða að lifa við, hindra úrbætur. Ekki bæta greinar eins og sú sem birtist í DV 26. jan. úr því. Umskiptin sem verða í lífi fólks þegar því er svipt yfir í aðra veröld með aðra möguleika eru mik- il. Þá þarf eitthvað betra en titil að styðjast við. Ekki eiga allir sér sama draum- inn. Kringumstæður neyða fólk oft til að finna atorku sinni annan far- veg, ekki bara öryrkja. En þar getur vissulega þrengt að vali fólks og það svo um munar. Bið dr. Gunna að undanskilja mig. Hef litla ánægju af fordómum, „Tíkarrófan mín hefur ísín 16 ár veitt mér slíka gleði í sambúð að mér finnst þessum um það bil 160 þúsund krón- um (sem fyrst Davíð og svo Ingibjörg rukkuðu) vel varið í skatt fyrir kvikindið. “ skatt fyrir kvikindið. Leyfisgjald er vitaskuld aðeins einn skatturinn enn, þótt hann sé aðeins lagður á það sem stjórnvöld vita að fólk vill borga fyrir að fá að eiga. í ljósi síðustu fregna frá voru háa „ Úrtölur og skerðing glœðir engum kjark. Slíkt gefur bara fáum tækifœri í samfélaginu. Að gefa í skyn að öryrkjar kjósi sitt hlutskipti, af því að þeir nenni ekki að gera neitt, er ruddaháttur.“ hvort sem þeir beinast að kynþætti, kynhegðun eða öðru, sem brá líka fyrir í greininni. Vangaveltur Gunnars um að fólk vilji þægindi, og löngun annars fólks til hins sama, hljómar rökrétt og eölilega. Misskilningurinn liggur í hugtak- inu öryrki. Eins og ég skil það merkir það skerta getu til sjálfs- Alþingi eru vangaveltur um hund og kött i Hveragerði ef til vill út í hött. Og þó? Þegar við menn teljum okkur geta bannað annað í náttúr- unni erum við trúlega á villigötum. Máltækið segir að sumir viti lengra nefi sínu. Þeir sem mega eiga hunda og nenna að sinna þeim læra að vit þeirra og skynjun nær langt fram úr þeirra annars löngu, lykt- næmu neíjum. Allt slíkt losna börn Hvergerð- inga við að þurfa að kynnast, og njóta þess friðar i framtíðinni að sjá dýrin bara á sjónvarpsskjánum í ör- uggri fjarlægö, sem má slökkva á verði þau þreytandi. doktor! bjargar, sem er ekki valkostur í neinu tilfelli svo ég viti til, og haml- ar því að fá notið lífsins gæða til fullnustu en er ekki greiðasta leiðin til þeirra. Til þess þarf aukaskammt af áræðni og einnig oft stuðning. Flest viljum við fá notið hæfileika okkar og getu í lífinu. Það er sú hvatning sem drífur best áfram. Þannig fæst mest ánægja út úr líf- inu. Úrtölur og skerðing glæðir éng- um kjark. Slíkt gefur bara fáum tækifæri í samfélaginu. Að gefa í skyn að öryrkjar kjósi sitt hlut- skipti, af því að þeir nenni ekki að gera neitt, er ruddaháttur. Margir vita betur. Þakka birtinguna. Skrýtin viðhorf, Dagfari________________________________________________________________________________ Af misjöfnu þrífast börnin best Af misjöfnu þrífast börnin best er mál- tæki sem lengi hefur verið í hávegum haft á íslandi. Reyndar er ansi mikill sannleik- ur falinn í þessu máltæki og hreingern- igaræðissinnar í Þýskalandi og viðar eru loks að uppgötva þessi sannindi mörland- ans. Það fjölgar nefnilega sífellt þeim tilfell- um, ekki síst á flottustu sjúkrahúsunum, að upp koma sýkingar sem sterkustu fúkkalyf hafa ekkert í að segja. Sýklamir eru orðnir svo góðu vanir af áratuga hreinlætisæði, að þeir háma í sig fúkkalyf eins og hreinasta sælgæti. Sagt er að það megi jafnvel heyra smjattið í þessum ósýnilegu kvikindunum á sjúkrastofunum. Þar er sem sagt um það bil að verða við- urkennt, jafnvel af færustu hreinlætisfurstum heimsins, að máltækið góða sé í raun það eina sem upp úr stendur af hreinlætisspeki tuttugustu aldarinnar. Með þvi að börn fái að smjatta á hæfilegum skömmtum af allskonar góðmeti á borð við sand, möl, mold og orma, þá eflist ónæmis- kerfi þessara litlu líkama. Öll hin börnin sem alist hafa upp í hávernduðu umhverfi, þar sem hver rykögn og baktería er steindrepin áður en hún nær að falla til jarðar, þau ná ekki að efla Böm hafa verið búin að éta svo mikið úr ís- lenskum fjóshaugum, að ónæmiskerfið var orðið hundleitt á matarœðinu. Varð því að finna eitthvað annað og þá var trúlega nœr tœkast að sækja mykju í bresk fjós. sitt ónæmiskerfi. Þessi börn eru því súpersýkl- um auðveld bráð, rétt eins og sjúklingum á fin- ustu sjúkrahúsunum. Þegar nánar er litið til þessarar gömlu speki um allt það misjafna sem börnin þrífist best af, þá fer loks að renna upp ljós fyrir annars skilningssljóum Dagfara. Það er auðvitað sú speki sem hefur opnað dyr fyr- ir innflutning á kúamykju og skitaklebrum sem loðað hafa við húðir af breskum belj- um, sem væntanlega hafa verið meira og minna riðuveikar og ruglaðar. Væntanlega hefur þetta verið gert af því að íslensk böm hafa verið búin að éta svo mikið úr íslensk- um fjóshaugum, að ónæmiskerfið var orðið hundleitt á mataræðinu. Varð því að finna eitthvað annað og þá var trúlega nærtæk- ast að sækja mykju í bresk fjós. Og svona rétt til að tryggja að gúmmelaðið færi ekki framhjá nokkrum íslending, þá var mykj- unni komið um borð í togara landsmanna. Þannig var búið að tryggja að hið misjafna bærist sem víðast, líka í fiskinn sem síðan var borinn á hvers manns disk. Það þarf því engan að undra að íslendingar séu nú langlíf- astir allra jarðarbúa. Alla tuttugustu öldina var nefnilega unnið að þvi hörðum höndum að efla ónæmiskerfi þjóðarinnar. Það hefur nú tekist með þvi að brýna fyrir landsmönnum að af misjöfnu þrífist börnin best! ^ ^ . Rakvél skal það vera. - Burt meö gamla hnífinn? Rakstursdagur Torfl Geirmundsson og Haraldur Daviðsson skrifa: Vegna lesendabréfs viljum við taka fram eftirfarandi: Það met sem við ætluðum að setja var með þeim for- merkjum að notuð yrði rakvél frá Gil- lette sem kallast Mach 3. Þetta er ein sú besta rakvél sem hefur komið á markaðinn á siðustu árum. Okkur dettur ekki í hug að valda mönnum þeim sársauka að nota gamla hnífinn. Þeir masókistar sem það vilja geta leitað eitthvað annað til að fá hvöt sinni fullnægt. Við viljum þakka þeim sem komu og tóku þátt í þessu með okkur og minna á að einnota rakáhöld eru til þess að forðast smitsjúkdóma og því notuðum við ekki neitt blað nema einu sinni. Þetta er eftir reglu- gerð heilbrigðiseftirlitsins. Það var ekki ég .... Gunnar Stefánsson útvarpsmaður sendi þessar linur: „Ég vil láta það koma fram, að bréf á lesendasíðu í DV í dag, 8. febrúar, um séra Hjálmar Jónsson, og „innan- tóm stjórnmál" er ekki ritað af mér.“ Styðjum eldflauga- varnir Bandaríkjanna Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður eru til þeir menn, jafnvel samtök, sem eru, stórhættuleg ná- grenni sínu og stundum tilteknum heimshlutum. Ég tek sem dæmi frá Irak og íran (þar til nýlega) þar sem öfgamenn komast til valda. Og ekki er enn ljóst hvernig mál æxlast, t.d. í Rússlandi og Kína. Eldflaugakerfi Bandaríkjanna er til vamar en ekki árása, og því er það furðulegt að sum ríki í Evrópu skuli vera æf á móti þessu varnarkerfi. Þetta kerfi er til góðs fyrir allar NATO-þjóðir og okkar heimshluta. Ég vona að íslensk stjórn- völd sýni þann dug og kjark að taka eindregna afstöðu með þessu háþró- aða varnarkerfi Bandaríkjamanna til varnar friðelskandi fólki. Það er aldrei hægt að vita hvenær vitfirrtur valdamaður eða trúarofstækismaður nær völdum, fullur af hatri tO alls sem vestrænt er. Langdregin rannsókn á flugslysi Hörður skrifar: Mér finnst nú að fréttir af rannsókn hins hörmulega flugslyss í Skerjafirði séu orðnar nokkuð ótrúverðugar. Sí- fellt er verið að segja að nú sé rann- sókninni að Ijúka ... Enn eru þó tveir mánuðir í lok hennar, samkvæmt síð- ustu fréttum. Og í leiðinni greint frá því að sá sem stjómar rannsókninni sé í sex mánaða frí! Ekki lofar það góðu fyrir niðurstöðu í bráð. Og frá rannsóknardeild lögreglunnar berast þær fréttir að hún birti enga skýrslu fyrr en niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa á málinu liggi fyrir! Þetta virðist vera orðinn einn allsherjar „feluleikur“ um þetta stærsta slys sem orðið hefur tengt fluginu hér í kring- um flugvöllinn. Svona á a.m.k. ekki að standa að málum, að mínu mati. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. t Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. \ Eldflaug skotiö á loft í rann- sóknarskyni. - Til varnar, ekki érésa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.