Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 9 I>V Fréttir Vestfirskir bændur vilja virkja í sumar: Eru að falla á tíma - vegna tafa á myndun stýrihóps iðnaðarnefndar Nokkrir bændur á Vestfjörðum eru nú að huga að uppsetningu virkjana á landareignum sínum. Einn þeirra er Birkir Friðbertsson í Botni í Súgandafirði sem telur mögulegt að setja upp 230 kílóvatta virkjun. Fyrir er í Botni lítil virkj- un frá 1954 sem sér tveim bæjum fyrir orku. „Þetta þarf langan undirbúning og leyfisveitingar héðan og þaðan. Við höfðum ætlað okkur að fara út í þetta í sumar. Allt er þó enn á huldu en við vonuðumst til að geta tekið ákvörðun um það nú í febrúar. Það virðist vera að við eigum að geta haft hér lágmarksafl upp á 230 kíló- vött en hugmyndin er að hafa stöð- ina jafnvel stærri.“ Vatnið í virkjunina verður að mestu sótt í ræsi við gangamunna Vestfjarðaganga. Leiða verður vatn- ið um tveggja kílómetra leið niður fyrir snjóflóðahættusvæði og að væntanlegu stöðvarhúsi. Birkir seg- ir flest leyfi þegar fengin en ekki sé Birkir Friöbertsson Árnason, Leo gefur Ijósritunarvél Ágóöi árlegrar söfnunar Leo-hreyfingarinnar á íslandi var aö þessu sinni látinn renna til meö- feröarheimilis Götusmiöjunnar á Árvöllum en hann nægöi fyrir kaupum á Ijósritunarvél fyrir heimiliö. Leohreyfingin selur kerti fyrir jólin og er hagnaöurinn látinn renna til starfa sem styöja börn og ungmenni. Heimilisfólk Árvalla og fólk úr Leohreyfingunni snæddi saman kvöldverð á Árvöllum á mánudagskvöldiö í tilefni söfnunarinnar. hægt að fá leyfi frá iðnaðarráðu- neyti fyrr en kostnaðaráætlun og rekstrar- reikningur liggi fyrir. Taliö er að slik virkjun geti kostað um 35-40 milljónir króna. Segir Birkir að Hjálmar formaður iðnaðarnefndar — Alþingis, hafi hvatt bændur til að virkja á fundi sl. vor. Ætlunin hafi verið að mynda stýrihóp sem átti að halda utan um verk- efnið en hann hafi ekki verið myndaður enn. „Þetta hefur dregist úr hömlu og gerir það að verkum að maður er ekki bjartsýnn á að geta farið í þetta í sumar.“ Fleiri munu hafa verið að hugsa um slíkar virkjanir, eins og Ásgeir Mikaelsson, fyrrum bóndi í Breiðadal, og Valdi- mar Steinþórsson á ísafirði sem virkja munu vatn við hina tvo munna Vestfjarða- ganganna. Birkir Friðbertsson segir að gera þurfi langtíma- samninga um orku- sölu en óvissa sé nú vegna væntanlegrar sölu á Orkubúi Vestfjarða til ríkisins. Hugmyndir hafi verið um að það keypti orkuna af hændum á sama verði og skilmál- um og það kaupir af Landsvirkjun. Ekki náðist í formann iðnaðar- nefndar sem staddur er í Dan- mörku. -HKr. Ólafsfjörður: Astríður skipuð sýslumaður DVÍ DALVÍK: Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra hefur skipað Ástríði Grímsdótt- ur héraðsdómslögmann sýslumann í Ólafsfirði frá og með 1. júlí nk. Ástríð- ur hefur undanfarin ár rekið lög- mannsstofuna Lögbæ í Mosfellsbæ. Sex umsóknir bárust um stöðuna. Auk Ástríðar sóttu þau Bogi Hjálmtýsson fulltrúi, Eyþór Þorbergs- son fulltrúi, Hilmar Baldursson hdl„ Lára Huld Guðjónsdóttir lögfræðing- ur og Þorsteinn Pétursson hdl. -hiá vistaXchange VISTASKIPTI & NÁM Lækjargata 4 • Sími 562 2362 Ava Czapalay verður til viðtals 14.febrúar, kl. 11:30-12:30 Vegabréf til spennandi náms í Nova Scotia (Nova Scotia fylki í Kanada býðst nám á háskóla- og framhaldsskólastigi (college). 160 kúrsar eru í boði í 7 skólum og ákveðið námsmat er fyrir hendi milli skóla, bæði hér á landi og í Nova Scotia. Ef þú hefur áhuga á útivist er þetta rétti staðurinn til náms, því Nova Scotia er rómað fyrir náttúrufegurð og vingjarnleika íbúanna. Kynningarfundur á Hótel Loftleiðum 13. febrúar, kl. 19:00 Ava Czapalay, markadsfulltrúi Canada’s Education Province www.intemational.ednet.ns.ca/ilp ICELANDAIR Jjm alltaf ókeypis Survivor 2 MnffúSú Annar hluti vinsælustu þáttaraðar sþ leiðandanum Jerry Bruckheimer. Fyrsta leikna Entertainmen osstöðinniy um raunir drengjabanda. * _t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.