Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 I>V Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson n í 85 ára______________________________ Guðlaug Sveinsdóttir, Klausturhólum 2, Kirkjubæjarklaustri. 80 ára______________________________ Gísli Símonarson, Hjaröarhaga 44, Reykjavík. 75 ára______________________________ Gunnar Hvammdal Sigurðsson, Meistaravöllum 15, Reykjavík. Hafsteinn Þorvaldsson, Freyjugötu 47, Reykjavík. Haukur Þorvaldsson, Freyjugötu 47, Reykjavík. Skúli Jónasson, Háaleitisbraut 20, Reykjavík. Svanhildur Guðjónsdóttir, Kirkjugötu 3, Hofsösi. 70 árg_______________________________ Arndís Hólmsteinsdóttir, Klapparstíg 7, Reykjavík. Elísa Björg Wium, Aratúni 26, Garöabæ. Gunnar Sæmundsson, Ljósheimum 10, Reykjavík. Halldór Eggertsson, Grandavegi 5, Reykjavík. Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Veghúsum 31, Reykjavík. Vilhjálmur Stefánsson, Herjólfsgötu 11, Vestmannaeyjum. 60 ára_______________________________ Guðrún Jónsdóttir, Lindargötu 44, Reykjavík. Ingrid Elfsabeth Alm, Bröttugötu 3b, Reykjavík. 50 ára_______________________________ Guðríður Þorsteinsdóttir, Strandgötu 33, Akureyri. Guðrún Stefánsdóttir, Lönguhlíö lc, Akureyri. Hjörtur Lárus Haröarson, Hjallabraut 54, Hafnarfiröi. María S. Haraldsdóttir, Goöalandi 18, Reykjavík. Páll Pálsson, Lönguhlíö 19, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir Lepore, Dverghömrum 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum aö heimili sínu laugard. 17.2. eftir kl. 15.00. Sigurður Þorsteinsson, Brekkubraut 22, Akranesi. Valgerður Bjömsdóttir, Brekkutúni 5, Kópavogi. 40 ára_______________________________ Arnfríður Friöriksdóttlr, Hálsi, Eyjaf. Auður Gísladóttir, Stelkshólum 2, Reykjavík. Dagmar Halldórsdóttir, Miövangi 37, Hafnarfiröi. Engilbert Sigurðsson, Hvassahrauni 2, Grindavík. Guörún Hafdís Benediktsdóttir, Reyrengi 6, Reykjavík. Hafdís Hilmarsdóttir, Lindarbyggö 18, Mosfellsbæ. Lúðvík Birgisson, Veghúsum 25, Reykjavík. Margrét Sigurðardóttir, Álfholti 24, Hafnarfiröi. Olga Alexandersdóttir, Hvannahlíö 7, Sauöárkróki. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen Sverrlr Einarsson útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands SuCurhlfð35 • Sfmi 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Ólafur Ottósson bókbindari, Vesturgötu 7, Reykjavík, lést föstud. 26.1. á líknar- deild Landspítala, Landakoti. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Ólafur Þ. Sigurösson, Álfheimum 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum Foss- vogi, miövikud. 7.2. Jaröarförin veröur auglýst sföar. Baldur Rafn Ólafsson járnsmiöur, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, fimmtud. 8.2. Þórdís Þorkelsdóttir, Brúsholti, áöur Sjö- undastöðum, Fljótum, lést föstud. 9.2. Baldvin Tryggvason fyrrv. sparisjóðsstjóri Baldvin Tryggvason, fyrrv. sparisjóösstjóri SPRON. Baldvin hefur skilaö heilladrjúpu ævistarfi á tveimur ólíkum sviöum. Hann var einn virtasti bankastjórnandi landsins í tvo áratugi en jafnframt áhrifamikili um íslenska menningu meö áratuga starfi í þágu Leikfélags Reykjavíkur og fyrir Almenna bókafélagiö, Menntamálaráö, Listahátíö og Listasjóö. Baldvin Tryggvason, fyrrv. spari- sjóösstjóri, Bjarmalandi 19, Reykja- vík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Baldvin fæddist á Ólafsfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1948 og lögfræðiprófi frá HÍ 1953. Baldvin stundaði ýmis lögfræöi- störf, m.a. hjá Sameinuðu verktök- um, var framkvæmdastjóri Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1956-60, framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins 1960-76 og sparisjóðsstjóri SPRON 1976-96. Baldvin var formaður Heimdallar 1957-58, formaður fuiltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 1963-68, sat í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins 1970-77, var varaborgar- fulltrúi í átta ár, formaöur Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur og Fræðslu- ráðs Reykjavíkur um skeið, var full- trúi borgarstjóra í leikhúsráöi Leik- félags Reykjavíkur 1963-94, sat i Menntamálaráði 1958-78, formaður framkvæmdastjómar Listahátíðar í Reykjavík 1972-74 og varaformaður 1974-76, formaður Listasjóðs 1992-97, formaður Sambands ís- lenskra sparisjóða 1977-96 og gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á vegum sparisjóðanna innan lands og utan, var m.a. formaður Kaup- þings hf. í nokkur ár. Fjölskylda Baldvin kvæntist 11.4. 1956 Júliu Sveinbjamardóttur, f. 29.8. 1931, d. 21.10. 1984, BA og leiðsögumanni. Hún var dóttir Sveinbjöms Sigur- jónssonar, skólastjóra i Reykjavík, og k.h., Soffíu Ingvarsdóttur, borg- arfulltrúa og húsmóður. Baldvin kvæntist 15.8. 1992 Hall- dóra Jónasdóttur Rafnar, f. 31.5. 1947, BA, blaðamanni og húsmóður. Hún er dóttir Jónasar Gunnars Rafnar, cdþm. og bankastjóra, og k.h., Aðalheiðar Bjamadóttur Rafn- ar, hjúkrunarfræðings og húsmóð- ur. Börn Baldvins og Júlíu eru Svein- björn Ingvar Baldvinsson, f. 27.8. 1957, rithöfundur á Álftanesi, kvæntur Jónu Finnsdóttur, fram- kvæmdastjóra Listaháskóla íslands, og eru börn þeirra Arna Vala, Bald- vin Kári og Finnur Sigurjón; Tryggvi Marteinn Baldvinsson, f. 4.8. 1965, tónskáld á Álftanesi, kvæntur Vilborgu Einarsdóttur kennara og eru synir þeirra Svein- bjöm Júlíus, Einar Sverrir og Bald- vin Ingvar. Stjúpsynir Baldvins eru Jónas Friðrik Jónsson, f. 10.11. 1966, hdl. og framkvæmdastjóri hjá Eftirlits- stofnun EFTA í Brússel, kvæntur Lilju Dóru Halldórsdóttur hdl. og eru böm þeirra Steinunn Dóra og Jónas Rafnar; Magnús Jónsson, f. 8.7. 1980, verslunarskólanemi í Reykjavík. Systir Baldvins er Dýrleif Jónína, f. 5.4.1929, húsmóðir i Reykjavík. Foreldrar Baldvins voru Tryggvi Marteinsson, f. 17.11. 1889, d. 5.4. 1969, bátaformaður og útgerðarmað- ur í Ólafsfirði, og k.h., Rósa Frið- finnsdóttir, f. 26.6. 1897, d. 17.7. 1971, húsmóðir. Ætl Meðal systkina Tryggva má nefna Helgu, veitingakonu á Röðli, og Sig- urbjörgu, ömmu Jóns Gunnlaugs- sonar dagskrárgerðarmanns. Tryggvi var sonur Marteins, b. og sjómanns á Burstarbrekku í Ólafs- firði, Sigurðssonar og Elínar Sess- elju, systur Sigurbjargar, móður Jóns Þorsteinssonar, stofnanda Vél- smiðjunnar Odda á Akureyri, afa Sigurveigar Jónsdóttur leikkonu og Þorsteins M. Jónssonar fram- kvæmdastjóra, foöur Jóns óperu- söngvara. Annar sonur Sigurbjarg- ar var Þorsteinn, faðir Þorvalds, sparisjóðsstjóra á Ólafsfirði, föður Þorsteins sparisjóðsstjóra. Dóttir Sigurbjargar var Kristín, amma Kristínar Jóhannesdóttur kvik- myndagerðarmanns. Elín Sesselja var dóttir Jóhannesar, b. á Horn- brekku, Skúlasonar, frá Víðimýri, Jónssonar. Móðir Skúla var Sigríð- ur Sól Einarsdóttir, b. í Álftagerði, Skúlasonar. Móöir Elínar var Guð- rún Símonardóttir, í Hólahreppi Jónssonar, b. á Steini á Reýkja- strönd, Hallsteinssonar. Móðir Sím- onar var Sigriður Jónsdóttir Egils- sonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Sæmundsdóttir, b. á Enni í Viðvík- ursveit, Þorleifssonar. Rósa var dóttir Friðfinns, b. í Sauðaneskoti í Svarfaðardal, Jó- hannssonar, b. á Auðnum, Jónsson- ar, b. á Ytra-Kambhóli, Jónssonar, bróður Sigríðar, langömmu Pálínu, móður Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra, fóður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Sigríður var einnig langamma Þorkels Þor- kelssonar veðurstofustjóra og Krist- jáns, foður Sigurðar skólasfjóra og Hugrúnar rithöfundar, móður Helga læknaprófessors. Móðir Jó- hanns var Anna Jónsdóttir, systir Jóns, afa Lofts, langafa Jóns L. stór- meistara og Más Gunnarssonar, starfsmannastjóra Flugleiða. Systir Önnu var Ambjörg, langamma Ein- ars Olgeirssonar. Móðir Friðfinns var Ingibjörg Gísiadóttir, systir Gunnlaugs, langafa Jóns, fóður Gísla, menntaskólakennara við MA. Móðir Rósu var Anna Þorsteins- dóttir, b. á Skáldalæk, bróður Guð- rúnar, langömmu Axels, fóður Jó- hanns læknaprófessors. Þorsteinn var sonur Sigurðar, hreppstjóra á Hrísum, Jónssonar, bróður Halls, langafa Péturs, fóður Páls félags- málaráðherra. Annar bróðir Sigurð- ar var Guðmundar, faðir Jóhannes- ar sýslumanns, fóður Jóhannesar, alþm. og bæjarfógeta, afa Matthías- ar Johannessens skálds. Þriðji bróð- ir Sigurðar var Jóhannes, afi Vil- hjálms Stefánssonar landkönnuðar. Móðir Önnu var Kristín, dóttir Jóns Jónssonar, b. á Ytra-Kálfsskinni, og Guðlaugar Hálfdánardóttur. Baldvin og Halldóra eru að heim- an á afmælisdaginn. Sextugnr Friörik H. Ragnarsson bifreiðarstjóri í Vestmannaeyjum Friðrik Helgi Ragnarsson bif- reiðarstjóri, Áshamri 4, Vestmanna- eyjum, er sextugur í dag. Starfsferlll Friörik fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp í foreldrahúsum, auk þess sem hann var nokkur sum- ur í snúningum á Leirum undir Eyjafjöllum og síðan í Flóanum á Neistastöðum og í Votmúla. Á ung- lingsárunum starfaði Friðrik við fiskvinnslu en fór sautján ára til sjós og stundaði sjómennsku á bát- um frá Vestmannaeyjum til 1973 og síðan af og til fram til 1985. Hann kom þá í land og hefur síð- an keyrt vörubifreið, fyrst hjá Fisk- iðjunni hf. í Vestmannaeyjum og síðan hjá Vinnslustöðinni tii 1999. Hann hefur síðan verið bifreiðar- stjóri hjá ísfélaginu hf. Friörik starfar með Kiwanis- klúbbi Vestmannaeyja. Fjölskylda Friðrik kvæntist 30.5. 1965 Erlu Víglundsdóttur, f. 4.9. 1944, húsmóð- ur og fiskvinnslukonu. Foreldrar Erlu voru Víglundur Kristjánsson, f. 8.11.1908, d. 28.1.1981, kaupmaður í Reykjavík, og Svava Jónsdóttir, f. 6.6. 1918, d. 1995, húsmóðir. Böm Friðriks og Erlu eru Sigurð- ur Vignir, f. 21.3. 1964, sjómaður 1 Vestmannaeyjum; Vilborg, f. 23.11. 1965, húsmóðir og verkakona í Vest- mannaeyjum, en maður hennar er Sigmar Þröstur Óskarsson, f. 24.12. 1961, sjómaður, og eru böm þeirra Friðrik Þór, Erla Rós og Daníel Már. Systkini Friðriks em Anna Birna Ragnarsdóttir, f. 18.9. 1948, húsmóö- ir í Reykjavík; Hafsteinn Ragnars- son, f. 1.12. 1952, sölumaður hjá Tryggingafélaginu VÍS í Reykjavík; Ómar Ragnarsson, f. 17.7. 1958, d. 22.11. 2000, skrifstofumaður í Ósló. Foreldrar Friðriks voru Ragnar Axel Helgason, f. að Kálfatjöm á Vatnsleysuströnd 20.2. 1918, d. 1995, sjómaður og síðan lögreglumaður í Vestmannaeyjum, og k.h., Vilborg Hákonardóttir, f. að Nýja-Bjargi í Höfnum 1.6. 1917, d. 1995, húsmóðir. Ætt Foreldrar Ragnars Axels voru Helgi Jónsson, b. í Tungu 1 Reykja- vik, og kona hans, Friðrika Þorlák- sína Pétursdóttir húsfreyja. Foreldrar Vilborgar voru Hákon Kristjánsson, verkamaður í Höfnum og síðar í Vestmannaeyjum, og kona hans, Guðrún Vilhelmína Guð- mundsdóttir húsmóðir. Friðrik og Erla em að heiman. Merkir ísíendingar Jón Trausti var skáldanafn Guðmundar Magnússonar sem fæddist á Rifi á Sléttu 12. febrúar 1873, sonur Magnúsar Magnús- sonar, bónda á Hrauntanga, og k.h., Guðbjargar Guðmundsdóttur húsfreyju. Jón var fimm ára er hann missti foð- ur sinn, lenti á sveit og ólst upp við mikla fátækt á mestu harðindaárum 19. aldar. Hann naut engrar skóla- göngu, stundaði ungur almenn störf til lands og sjávar en lærði prentverk í Prentsmiðju Austra á Seyðisfirði er hann var kominn undir tvítugt, og menntaðist vel af sjálfdáðum með feröa- lögum og lestri, einkum um söguleg efni. Hann fór m.a. til Kaupmannahafnar og ferð- aðist um Mið-Evrópu með styrk frá Alþingi. Jón Trausti Jón stundaði prentiðn á Akureyri og hjá Isafold og Gutenberg i Reykjavík 1904-1914 er hann hætti endanlega prentstörfum. Jón byrjaði ungur að yrkja en var fá- lega tekið. Hann tók sér þá skáldanafn og fékk þá verðugt lof, jafnvel frá þeim sem áður löstuðu verk hans. Veiga- mesta og þekktasta verk Jóns er sveitaskáldsagan Halla og heióarbýlió sem kom út í nokkrum ritum 1908-1911. Bækumar urðu fádæma vin- sælar en lýsingar hans á persónum, umhverfi og mannlifi sveitanna þóttu mjög lifandi og raunsannar. Síðari sögur hans, s.s. Sögur frá Skaftáreldi og Anna frá Stóruborg eru sagnfræðilegar skáldsög- ur. Hann lést úr spönsku veikinni 1918. Jarðarfarir Elsa Aðalsteinsdóttir, Vesturgötu 17, Reykjavík, lést á heimili sínu mánud. 5.2. Hún verðurjarðsungin frá Breið- holtskirkju mánud. 12.2. kl. 13.30. Indíana Albertsdóttir veröur jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 13.2. kl. 13.30. Útför Sigríðar Eyglóar Þórðardóttur, Vesturbergi 74, Reykjavík, fer fram frá Fella- og Hólakirkju 12.2. kl. 15.00. Ólafur Pétur Sigurlinnason, Hraunbæ 94, sem lést mánud. 5.2., verður jarö- sunginn frá Garðakirkju 12.2. kl. 13.30. Stefán Gestur Kristjánsson, kjötiönaðar- maöur og fyrrv. kaupmaður, Hraunteigi 15, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfiröi 13.2. kl. 15.00. Útför Leilu S. Stefánsson fer fram frá Fossvogskapellu 12.2. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.