Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Page 28
44 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 Tilvera Rut Rebekka í Hafnarborg Rut Rebekka Sigurjónsdóttir sýn- ir stór olíumálverk í Sverrissal í Hafnarborg um þessar mundir. Sem fyrr er manneskjan í fyrirrúmi og uppsprettan í tjáningunni er líkam- inn þar sem hún leitast við að túlka með hreyfingu og dansi einbeitni hans, fegurð og styrk. Frásögnin með pensildráttum er allt í senn, með hrynjandi línu og lita, ásamt byggingu forma. Þetta er fimmtánda einkasýning Rutar. Klúbbar ■ STEFNUMOT A GAUKNUM Þá er aftur komið aö Stefnumóti á Gauki á Stöng. Hljómsveitirnar Stjörnukisi, Brain police og Vígspá ætla að sjá um stuöið. Krár ■ TRUBADOR A KAFFI REYKJAVIK Einn litill trúbador í léttum fíling ætl- ar að mæta á Kaffi Reykjavík í kvöld. Meira vitum við ekki. Myndllist ■ EYOIBÝLI í UÓSMYNDASAFNI REYKJAVIKUR Nú stendur yfir sýn- ingin Eyöibýli í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Gröfarhúsi, Tryggva- götu 15. Um er aö ræða samsýn- ingu Ijósmyndaranna Nökkva Elías- sonar og Brians Sweeney sem sam- anstendur af á fjóröa tug Ijósmynda, svarthvítum og litmyndum,. teknum af eyöibýlum víðs vegar á Islandi. 'Eyöibýli Nökkva eru svarthvít, fjar- ræn og drungaleg en eyðibýli Brians, sem eru í lit, sýnast af þeim sökum einum nær okkur í tíma - virðast jafnvel hafa verið yfirgefin af ábú- endum í flýti skömmu áður en Ijós- myndin var tekin. Ljósmyndirnar á sýningunni einskorðast þó ekki við eyðibyli. Þar getur aö líta samspil óvenjulegrar birtu, stórbrotins lands- lags og fágætrar myndbyggingar. Nókkvi Elíasson er 34 ára gamall' áhugaljósmyndari, búsetturí Reykja- vík. Hann hefur að mestu leyti ein- beitt sér að svart/hvítum Ijósmynd- um en undanfarin 10 ár hefur hann helgað sig eyðibýlum og öðrum yfir- gefnum mannvirkjum. Verk Nökkva hafa birst víða, m.a. á bókakápum og í dagblöðum. ■ KRÝSUVÍKIN MÍN í HAFNAR- BORG Um helgina var opnuö sýning á verkum Sveins Björnssonar í aðal- sal Hafnarborgar. Sýningin nefnist Krýsuvíkin mín en umhverfið þar um slóðir var honum lengi hugleikiö. Verkin á sýningunni eru frá öllum listamannsferli Sveins, frá því hann byrjaði iyrst að fást við landslagið í Krýsuvík og fram á dánarár hans. ■ STORMUR í GALLERÍ HLEMMI Stormur er yfirskrift sýningar Magn- úsar Siguröarsonar í galleri@hlemmur.is sem nú stendur yfir. Fátt er eins mikið á mörkum hins byggilega heims og íslensk myndlist. Margvíslegir samverkandi þættir koma þar til en stærsta þátt- inn vill listamaðurinn tileinka hinum tilfinningalega doða og kulda sem safnast saman hér á hjara veraldar. Því liggur beinast við að skilgreina „Storminn" sem ískalda íhugun á stöðu hins íslenska myndlistar- manns fyrr og nú en við nánari at- hugun kemur margt á óvart er menn takast á við tilfinningar sínar. Sport ■ WEST HAM - COVENTRY CITY Á SPORTKAFFI Ekki missa af hinum þrælsþennandi leik West ham og Coventry City í beinni á Sportkaffi í kvöld, klukkan 19.50. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Biogagnryni - fjölbreytt menningardagskrá í Húsi málarans Skemmtun til styrktar Alnæmissamtökunum Háskölabíó/Laugarásbíó - O Brother Where Art Thou? ★ ★★ Kostulegur flótti Hilmar Karlsson skrifar gagnrym um kvikmyndir. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands, stóð á föstudaginn fyrir skemmti- og menningardagskrá í Húsi málarans. Allur ágóði af dagskránni rann til Alnæmissamtakanna en fyrr um daginn hafði Vaka einmitt haldið málfund um þennan illvíga sjúk- dóm. Fjölmargir skemmtikraftar, jafnt landsfrægir sem óþekktir, lögðu málefninu lið með einum eða öðrum hætti og skemmti fólk sér hið besta. Sungið um konur og vín Töffarinn síungi, Rúnar Júlíusson, kom einn meö kassagítar og tók nokkur lög viö góöar undirtektir. Skáldatími Skáldiö ástsæla, Þórarinn Eldjárn, mætti með Ijóðakver í vasanum og flutti nokkrar frumsamdar sonnett- ur fyrir áhorfendur. Tenórarnir tveir Hjalti Valþórsson og Árni Björns- son sungu af list og sýndu fræki- leg danstilþrif þess á milli. Hvort tveggja féll í góöan jaröveg hjá áhorfendum sem klöpp- uöu þeim lof í lófa aö uppákomunni lokinni. Hinn fullkomni jafningi Felix Bergsson leikari syngur lag úr leikriti sínu, Hinum fullkomna jafningja. Efstu menn Guöfinnur Sigurvinsson, efsti maö- ur á lista Vöku til Stúdentaráös í ár, Inga Lind Karlsdóttir, efsti maö- ur sama lista í fyrra, og Þórlindur Kjartansson sem skipaöi efsta sætiö áriö 1999. DV-MYNDIR EINAR J. Rúnar Júl. hvaö? Brynleifur Birgir Björnsson, fram- bjóöandi Vöku til Stúdentaráös, mætti einnig meö gítarinn og söng nokkra slagara eftir helstu átrún- aöargoö sín. Sjálfsagt eru það ekki mjög marg- ir af þeim sem sjá nýjustu kvik- mynd Coen-bræðra, O Brother, Where Art Thou, sem hafa lesið sig í gegnum kvæðabálk Hómers, Ódysseifskviðu, sem myndin er lauslega byggð á. Það er þó hjálp í að kunna eitthvað fyrir sér í þessari miklu kviðu þar sem þá eykst skiln- ingur á sumum atriðum sem virðast vera út í hött í Mississippi en eru i samræmi við atburðarásina í Ódysseifskviðu. Þetta skiptir samt engu höfuðmáli þar sem þeir bræð- ur, Joel og Ethan, hafa skapað úr eigin hugarheimi ærslafulla og vel gerða kvikmynd sem ber höfundar- einkenni þeirra. Hetjurnar sem vaða elginn eru þrír misvitrir fang- ar sem eru, eins og kapparnir í Ódysseifskviðu, á leið í heimahag- ana og lenda í miklum ævintýrum á leið sinni þangað. Sögusviðið er Mississippi á íjórða áratugnum. Kreppan er i hámarki og spilltir stjórnmálamenn ráða ríkjum. Almenningur leitar hugg- unar í bluegrass-tónlistinni og eru lögin því betri sem þau eru eldri. Inn í þetta þjóðfélag ana flóttafang- amir þrir. Ulysses (George Clooney) er sleipur náungi sem hefur skipu- lagt flóttann og er sjálfskipaður for- ingi. Hann hefur sannfært félaga sína um að mikill fjársjóður bíði þeirra á leiðarenda. Pete (John Turturro) er ekki alveg samþykkur foringjahlutverki Ulysses og maldar stundum í móinn en Delmar (Tim Blake Nelson) er sammála síðasta ræðumanni. Á ferð þeirra verður fyrir þeim svartur blúsleikari, Tommy (Chris Thomas King), sem fær þá félaga með sér í stúdíó þar sem þeir syngja lag inn á plötu sem verður vinsælasta lagið í Miss- issippi án þess þó að þeir viti af því, trúarhópur sem frelsar Pete og Del- mar, eineygður biblíusali (John Goodman) sem rænir þá, þrjár íðil- fagrar stúlkur sem tæla þá, gangsterinn George Nelson (Mich- ael Badaiucco) sem þolir ekki viður- nefni sitt „Babyface" Nelson, Ku Klux Klan félagar sem halda þá kyn- blendinga og þegar á leiðarenda er komið er eiginkona Ulysses (Holly Hunter) að fara að gifta sig öðrum. Hefur hún sagt dætrunum sjö að pabbi þeirra hafl orðið fyrir lest. Allri þessari iðu mannlífs, sem er svo krydduð með sérlega skemmti- legri kántrítónlist, hafa þeir bræður náð að gera úr heilsteypta kvik- mynd sem verður þó ekki talin með þeirra bestu verkum, aðallega vegna þess hversu stundum hægir á atburðarásinni. Myndin stendur þó vel undir þeim gæðastipli sem er á öllum þeirra kvikmyndum og satt best að segja væri bandarisk kvik- myndagerð ilia stödd í dag ef ekki væri fyrir frjóa kvikmyndagerðar- menn á borð við Joel og Ethan Coen. George Clooney er leikari sem vex við hverja kvikmynd og er hlut- verk Ulysses tvimælalaust hans mesti leiksigur til þessa. Hann hef- ur góða tímasetningu (sem sést best í öllu vafstri hans með hárið á sér), er afslappaður og segir skemmtilega frá. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að honum líði afskaplega vel fyrir framan kvik- myndavélina. John Turturro og Tim Blake Nelson ná einnig að skapa skemmtilegar persónur og er samleikur þeirra þriggja frábær. Leikstjóri: Joel Coen. Handrit: Joel og Et- han Coen. Kvikmyndataka: Roger Deak- ins. Tónlist: T Bone Burnett. Aöalleikar- ar: George Clooney, John Turturro, Tim Blake Nelson, Charles Durning, John Goodman og Holly Hunter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.