Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 32
Nýr Subaru Impreza Ílj i ■ ii Hí.fiason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 Á hálu svelli - DV bauð á skauta í tilefni af heilsuátaki DV - Leið til betra lífs - gafst fólki kostur á að komast frítt á skauta i Skautahöll- ^tnni í Reykjavík á laugardaginn. Þeir sem ekki treystu sér til að fóta sig á svellinu gátu skellt sér í sund í Laugardalslaug en þar var einnig opið í boði blaðsins. Fjölmargir nýttu sér þetta tækifæri og var nán- ast stöðugur straumur á báða staði á meðan opið var. -E J Akureyri: Alvarlegt um- ferðarslys Alvarlegt umferðarslys varð á Akureyri í gær, um þrjúleytið, þeg- ar tveir bílar lentu í árekstri á f iSH-atnamótum Drottningarbrautar og Þórunnarstrætis. 1 öðrum bílnum var eldri maður en í hinum var ungt par. Fólkið var allt flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Ökumaður annars bílsins slasaðist lífshættu- lega og er haldið sofandi en stúlkan og hinn maðurinn beinbrotnuðu. Áreksturinn var með þeim hætti að öðrum bílnum var ekið í veg fyrir hinn og eru þeir báðir ónýtir. -MA » Konurnar vilja Ólaf „í dag hafa að- eins tveir gefið kost á sér til vara- formanns í Fram- sóknarflokknum. Meðan svo er styðjum við auð- vitað Ólaf Öm Haraldsson sem er 1. þingmaður flokksins í Reykja- vik,“ sagði Þuríð- ur Jónsdóttir, formaður Félags fram- sóknarkvenna í Reykjavík. Hún minnti jafnframt á að framsóknarfé- '•'lögin í Reykjavík hefðu stutt Finn Ingólfsson til varaformanns á sínum tíma gegn Siv Friðieifsdóttur þar sem hann hefði verið þingmaður fyrir Reykjavík. Formaður Landssambands fram- sóknarkvenna hefur sagt að sam- bandið telji það skipta mjög miklu máli að öflug kona af höfuðborgar- svæðinu verði kjörin varaformaður flokksins. Þuríður sagði að ekki væri hægt að taka afstöðu til framboða nema þeirra sem þegar hefðu komið fram. Fyrst yrði fólk að bjóða sig fram eða gefa út yfirlýsingu um að það væri tilbúið til að fara í framboð áður en hægt væri að taka afstöðu til þess. Ef fleiri gæfú ■ M<ost á sér heldur en Ólafur Öm og . Guðni Ágústsson þá yrði afstaða til frambjóðenda metin á nýjan leik. -JSS Gaman saman Stundum er betra að hafa sér eldri og reyndari til halds og trausts ef manni skyldi veröa hált á svellinu. Heit en tvístígandi um varaformannsframboð í Framsókn: Félagsmálaráð- herra styöur Guðna - Hjálmar segist þora í slaginn og Jónína ekki undir feldi I gærkvöldi urðu þau þáttaskil í bar- áttunni um varaformannsstólinn í Framsóknarflokknum að Páll Péturs- son félagsmálaráðherra lýsti yflr skil- yrðislausum stuðningi við framboð Guðna Ágústssonar: „Ég vona að Guðni hafi þetta. Hann hefur vaxið mikiö að undanfómu og þó hann hafi lent í erfiðum og óþægi- legum málum þá hafa þau vandræði alltaf verið einhverjum öðrum að kenna en honum sjálfum," sagði fé- lagsmálaráðherra. Páll Pétursson er fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins sem lýsir yfir stuðningi við einn ákveðinn frambjóðanda til embættis varaformanns. „Ég ligg ekki undir feldi eins og sumir en þessa ákvörðun tek ég í dags- ins önn og amstri," sagði Jónina Bjart- marz alþingiskona um hugsanlegt framboð sitt til varaformennsku. Nýr varaformaður flokksins verður kjör- inn á flokksþingi Framsóknarflokks- ins sem haldið verður um miðjan Páll Pétursson Jónína Vonar að Guöni Bjartmarz hafl þaö. Undir þrýstingi. næsta mánuð. „Það er þrýst á mig en ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun," sagði Jónína. Hjálmar Ámason alþingismaður er einnig að meta þá hvatningu sem hann segist fá frá flokksmönnum: „Það er mánuður í varaformannskjörið og fjór- ar vikur er langur tími í pólitík. Ég mun taka mína ákvörðun út frá því hvað ég tel flokknum fyrir bestu,“ sagði Hjálmar í gær, en samkvæmt heimildum DV innan úr innsta hring Framsóknar- flokksins eru fýrr- nefiidir þingmenn mjög tvístígandi um hvort vert sé að taka varafor- mannsslaginn gegn Guðna Ágústssyni land- Hjálmar Árnason búnaðarráðherra Metur sem þykir hafa yf- hvatninguna. irburðastöðu: ” „Guðni er framtíð- arforingi Framsóknarflokksins og jafh- vel þjóðarinnar," sagði framsóknar- maður sem er öllum hnútum kunnug- ur í flokknum og er einn þeirra sem telur Guðna Ágústsson vera að springa út sem stjómmálamaður eftir 12 ár í pólitískum skugga. - Þorið þið ekki í Guðna? „Þetta snýst ekki um kjark. Ég þori,“ sagði Hjálmar Ámason. Jónína Bjartmarz neitaði að svara sömu spumingu. -EIR Hemmi Gunn aft- ur í sjónvarpið „Ég var nú bú- inn aö afskrifa sjónvarpið en ég verð að viður- kenna að þetta kitlaði mig,“ sagði Hermann Gunn- arsson sem aftur birtist á sjón- varpsskjánum í gærdag eftir margra ára hlé. Hermann lýsti ís- landsmótinu í atskák í ríkissjónvarp- inu í beinni útsendingu og var i sjö- unda himni að því loknu: „Þetta var ákveðið kikk að koma svona aftur og ég fékk þvílíkar mót- tökur hjá gamla samstarfsfólkinu á rikissjónvarpinu að það hálfa hefði verið nóg. Állir kysstu mig og knús- uðu og vildu fá að vita henær ég kæmi aftur,“ sagði Hemmi Gunn í gærkvöldi - aldeilis ekki af baki dott- inn. „Nú sjáum við hvað setur. Ég er til í hvað sem er.“ -EIR Evróvision á íslensku: Litið til Davíðs „Það hlýtur að vera einstakt í hin- um vestræna heimi að lista- mönnum sé gert að flytja verk sín með ákveðnum hætti eftir forskrift ein- hvers stjómmála- batteris. Ég neita að trúa þvi að meirihluti útvarpsráðs, og Sjálfstæð- isflokkurinn þar með talinn, sé farið að taka upp stjómunarhætti gömlu Ráðstjórnarríkjanna," segir Magnús Kjartansson, formaður Félags tón- skálda og textahöfunda, um yfirlýs- ingu formanns útvarpsráðs að ekkert fái hnikað þeirri samþykkt ráðsins að íslenska Evróvisionlagið verði sungið á íslensku í Kaupmannahöfn í mai. „Ég hyggst óska eftir lögfræðiáliti um hvort þetta samrýmist stjómar- skránni," segir Magnús. Stjórn Félags tónskálda og texta- höfunda mun fjalla um málið á fundi á morgun og mun koma til álita að leita ásjár Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra til að fá samþykkt útvarps- ráðs hnekkt. -EIR Sjá nánar bls. 4. Vegfarandi á Laugavegi: Sleginn og rændur Ráðist var á mann og hann rænd- ur á Laugaveginum aðfaranótt sunnudagsins. Maðurinn var á gangi þegar tveir menn komu aftan að honum og slógu hann í höfuðið. Þeir rændu síðan veski af mannin- um og spörkuðu í hann þar sem hann lá í götunni. I veskinu voru meðal annars ávísanir og persónu- skilríki. Þjófarnir eru ófundir en þeirra hefur verið leitað. -MA Heit nótt á Kaffi Reykjavík: Slökkviliðsmaður trylltist - réðst á lögreglumenn Þrir filefldir dyraverðir á Kaffi Reykjavík þurftu að halda slökkviliðs- manni í heljargreipum á meðan beðiö var aðstoðar lögreglu aðfaranótt síðast- hðins laugardags. Slökkviliösmaður- inn var meðal gesta staðarins og í hópi annarra slökkviliðsmanna sem vom að gera sér glaðan dag. Er leið á kvöld- ið fór slökkviliðsmaðurinn að ónáða aðra gesti staðarins með þeim afleið- ingum að honum var vísað á dyr. Trylltist slökkviliðsmaðurinn þá og sló krepptum hnefa í gegnum glerrúðu í aðalanddyri staðarins og sáu dyraverð- Kaffi Reykjavík ir þá ekkert annað úrræði en leggjast ofan á manninn og bíða komu lögregl- unnar. Einn gesta á Kaffi Reykjavík umrædda nótt orðaði það svona: „Þegar lögreglumennimir komu varð slökkviliðsmaðurinn arfavitlaus og réðst á þá. Þurfti fjóra lögreglu- menn til að hafa slökkviliðsmanninn undir og var hann settur í handjám og fótjám áður en yfir lauk. Þannig var hann fluttur á brott.“ Félagar slökkviliðsmannsins úr Slökkviliði Reykjavíkur héldu sig tO hlés á meðan á átökunum stóð og var ffamkoma þeirra á Kaffi Reykjavík þetta kvöld til hreinnar fyrirmyndar að sögn gesta. -EIR Gæði og glæsileiki smoft Csólbaðstofa~) Grensásvegi 7, sími 533 3350. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.