Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2001, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2001 33 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiBlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Rltstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaBam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plótugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. ÁskriftarverB á mánuBi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., HelgarblaB 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Tónn bjartsýninnar Davíð Oddsson forsætisráðherra sló á strengi bjart- sýninnar á viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands síðast- liðinn fimmtudag. „Uppgangurinn hefur verið mikill undanfarin ár og eðlilegt er að við horfum bjartsýn fram á veginn,“ sagði ráðherra en hafði uppi varnaðar- orð: „Að sjálfsögðu ber okkur um leið að sýna fulla að- gát og taka alvarlega ábendingar um viðskiptahalla og þá veikleika sem kunna að leynast í f]ármálakerfinu.“ Forsætisráðherra hefur rétt fyrir sér þegar hann var- ar við svartsýnishjali enda engar forsendur fyrir slíku: „En höfum það hugfast að dómsdagssölumenn og svart- sýnisprangarar munu aldrei veita góða leiðsögn þegar sigla þarf djarft og örugglega.“ Trúin á framtiðina er ein af undirstöðum efnahags- legrar velsældar. Á þessa staðreynd hefur oft verið bent á hér á þessum stað um leið og varað hefur verið við svartsýni og bölmóði. Skilaboð forsætisráðherra á við- skiptaþingi eru í takt við það sem sagt var í leiðara DV 10. janúar síðastliðinn: „En þó engin ástæða sé til að fara á taugum eða taka undir svartsýnishjal er nauð- synlegt að stjórnvöld geri viðeigandi ráðstafanir. Að líkindum hefur svigrúm til vaxtalækkana verið að myndast á undanförnum vikum og þar skiptir mestu að Seðlabankinn taki ákveðin skref. En á sama hátt er nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnina og íjármálaráðherra sérstaklega að skoða möguleika þess að grípa til um- fangsmikilla skattalækkana á fyrirtæki til að örva efna- hagsstarfsemina enn frekar.“ Mikil umræða hefur verið að undanförnu um nauð- syn þess að Seðlabankinn lækki vexti og hefur Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með- al annars tekið undir með þeim sem telja rétt að vext- ir lækki. Svo virðist sem forsætisráðherra sé sama sinnis enda boðar hann vaxtalækkanir um leið og stjórnvöld hafa sannfærst um að verulega hafi dregið úr þenslu og verðbólgu. Af orðum ráðherrans má ráða að hann telji vaxtalækkun ekki timabæra að sinni en að hún sé ekki langt undan. Þetta er í samræmi við væntingar aðila á fjármálamarkaði eins og nýlegt útboð á ríkisbréfum sýnir. Gleðilegt er að forsætisráðherra skuli skynja nauðsyn þess að vextir verði lækkaðir enda geta hvorki fyrirtæki eða heimili staðið til lengri tíma undir jafnháum vöxtum og nú er. Gleðilegustu skilaboð Davíðs Oddssonar á viðskipta- þingi voru hins vegar um hugsanlegar skattalækkanir, en eins og hann benti á hefur reynslan af umfangsmikl- um skattalækkunum á fyrirtæki gefið góða raun og virkað sem vítamínsprauta á íslenskt efnahagslíf. „Myndarlegar skattalækkanir ... myndu sennilega verða fyrirtækjunum og þó einkum ríkissjóði til enn meiri ávinnings. Fyrirtækin fengju þá aukna burði til að standa undir góðum launum starfsmanna sinna. Þessi kostur hlýtur því að koma til góðrar skoðunar.“ Gangi rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks til verka í samræmi við boðskap forsætisráð- herra er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af framtið- inni. Hagfræðingar geta haldið áfram að reikna út að hagvaxtarskeiðinu sé lokið, en almenningur og fyrir- tæki fyllast þrótti. Og ekki yrði það í fyrsta skipti sem hagfræðingum tekst illa upp í reikningslistinni. Óli Björn Kárason I>V Skoðun Opinberar aftökur Fyrir rúmri öld skemmti lýðurinn sér við að horfa á opinberar af- tökur í úthverfum ná- lægt hreysum hans. Al- menningur naut þess að sjá ræfla af sinni stétt gerða höfðinu styttri í nafni ríkjandi réttlætis. í því var dægradvöl enda engir fjölmiðlar til að hafa ofan af fyrir honum og vekja réttlætiskennd með því að birta niður- stöður rannsókna t.d. á því hvað er mikill munur á verði á sveppum í Reykjavík og London. Morð fyrir alla ■ ■■ Fyrir miðbik síðustu aldar, næst- um fram á okkar daga, var hug- myndum um sakborning og böðul snúið við af nasistum og kommúnist- um með Alþýðudómstólum þar sem „fólk með heilbrigða dómgreind" fékk að refsa borgurunum. Aðferðin var vart úr sögunni meö komu sjón- varpsins þegar auðvaldið uppfyllti aftökuþörf almennings í nýrri mynd Guöbergur Bergsson rithöfundur og með stórbrotnum verslun- arhætti: Morð, dauði, aftökur urðu daglegir viðburðir á skjánum fyrir fullorðna, en börn beðin að fara í háttinn og sjá þetta í saklausum draumi. Hagur strympu Framsóknar Yfirlið Ingibjargar heil- brigðisráðherra var á sinn hátt í ætt við ofangreint og endurtekið í sjónvarpinu svo allir mættu sjá, og ekki bann- að börnum innan tólf ára. Við það hækkaði hagur strympu Framsóknar i skoðanakönnun en „böðullinn" Össur og flokkurinn misstu atkvæði, þótt hvorugur kæmi nálægt „aftöku" frúarinnar. Kjósend- ur treystu henni, flokki hennar, bet- ur eftir yfirliðið. Fólk virðist þannig ekki hafa breyst í aldanna rás, þótt allir séu nú skólagengnir og fæddir í sófastétt. Kjósendur bíða spenntir eftir aft- urkomu frúarinnar, sem sagðist í blaðaviðtali bíða eftir „grænu ijósi frá læknum". Fram að aðsvifinu tók hún ekkert mark á rauðu ljósi frá „Á almenningur að böðlast áfram og virða engin rauð Ijós fyrr en hann fær aðsvif í þeirri beinu útsendingu sem hann kemst aldrei í sjálfur en þarf að horfa á aðra í henni öll kvöld í von um hjartaslag? - Hvemig á að skilja orð frú Ingibjargar, heilbrigðisráðherra og hjúkr- unarfrœðings?“ - Ráðherra í beinmælingu. þeim og hlustaði ekki heldur á „að- varanir líkamans". Ágætis forvarnarprógramm Við þetta kemur í ljós afar merki- legt: Almenningur treystir best heil- brigðisráðherra sem tekur ekkert mark á læknum, þótt hjúkrunarfræð- ingur sé, en það er víst ekkert nýtt í því fagi. Skipulagsmál - ekki flugvallarmál - opiö bréf til samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar Ég er einn fjölmargra sjálfstæðis- manna í Reykjavík sem erum í sam- tökunum 102 Reykjavik. Ég hef drep- ið niður penna um svonefnt flugvall- armál. Það er að mínu mati rang- nefni. Betur færi á því að málið væri réttnefnt og kallað: Skipulagsmál til heilla ungmenna íslands í bráð og lengd. Ummæli flugmálastjóra Aðalefni bréfs þessa er að fá svör hjá þér um nokkur atriði sem virð- ast aldeilis ekki koma heim og sam- an í allri þessari umræðu. Ég sný mér til þín þar sem ég veit að vand- aðir menn skipa hvert rúm í stjórn- arliði okkar sjálfstæðismanna. Nokkuð er ég viss um að á þessu eru hinar einfoldustu ástæður en þar sem ég er ekki nema í minna lagi spakvitur er mér ómöglegt að koma auga á skýringu, svona án hjálpar. Málið er nefnilega það að þegar undirbúningur þess jarðvegs sem nauðsynlegur var á Alþingi til að fá fjármuni úr höndum fastheldins fjár- málaráðherra, voru kvaddir til nokkrir „sérfræðingar“ á hinum ýmsu sviðum. Einn þeirra var flug- „Flugstjórinn benti á að rétt hafi verið hjá mér í fyrri grein að vélin hafði verið fremur lítt hlaðin, en aðalat- riði málsins væri að Reykjavíkurflugvöllur þolir 757 flugvél með fullri lendingarþyngd og gœti því auðveld- lega komið að notum sem varaflugvöllur.“ - 757-200 flugvél á Keflavíkurflugvelli. Með og á móti málastjóri. Sá kvað upp úr um það, alvarlegur mjög í bragði, að vöflurinn væri stórhættuleg- ur flestum flugvélum og undir- lag brauta væri það veikt - nær eingöngu klár mýri - að ekki dygði að styrkja slitlag og láta þar við sitja, völlurinn þyldi þannig ekki meðalstór flugfor. Frá Alþingi til fjármálaráðherra Auðvitað fórst þú með þessar upplýsingar inn á Alþingi og tjáðir þingheimi að þar talaði sá sem vitið hefði á öllum þess- um málum og sérfræðingar allir til- kvaddir töluðu einum róm. Alþingis- menn tóku gott og gilt og heimiluðu hinum fastheldna fjármálaráðherra fjárútlát í þessu skyni. Fyrst til hönnunar nýrra flugbrauta með akstursleiðum með fram brautum og öllu tilheyrandi. Næst fékkst nokk- urt fé til að bjóða út verkið, en ekki voru menn að fara í neitt umhverfis- mat eða svoleiðis pjatt og skil ég þá afstöðu nokkurn veginn. Næst var okkur greiðendum skatta gert að láta fé í byggingar flugbrauta og akbrauta. Kom svo að því að svonefnd aust- ur/vesturbraut var tilbúin. Þá bregð- ur svo við að ein stærsta flugvél í ís- lenska flugflotanum lendir á Reykja- víkurflugvelli. Undirrituðum þótti kynlegt að þetta gerðist rétt í þann mund sem fyrirhuguð atkvæða- greiðsla átti að verða og umræðan í góðum gangi. Flugstjórinn á 757 vélinni Þá bar svo við að flugstjóri þessar- Bjarni Kjartansson / samtökunum 102 Reykjavík, og einnig í Sjálfstæöisflokknum ar flugvélar brást hið snarasta við og leiðrétti misskilning minn um gerð flugvélarinnar og um veðurskilyrði. Ég er honum ævinlega þakk- látur þar sem betra er að vera fávís í stutta stund en langa. - í þess- ari grein, sem téður flugstjóri skammaði mig blóðugum skömm- um fyrir að vera með bévaðar samsæriskenn- ingar, kom fram tilefni bréfsins. Flugstjórinn benti á, að rétt hafi veriö hjá mér i fyrri grein, að vélin hefði verið fremur lítt hlaðin, en að- alatriði málsins væri að Reykjavík- urflugvöllur þolir 757 flugvél með fullri lendingarþyngd og gæti því auðveldlega komið að notum sem varaflugvöliur. Sko, ég bara skil þetta ekki. Sami maöur - sem gefur fjárveitingarvald- inu, borgarstjórn, ráðherra sam- göngumála og að ekki sé talað um al- menning (og svona litla körlum eins og t.d. mér) upplýsingar um að völl- urinn þoli bara ekki nokkurn skap- aðan hlut - ber ábyrgð á þeirri stofn- un sem setur í flugbækur (“notam“) þeirra flugstjóra sem bera ábyrgð á fari, farþegum og farmi að vöflurinn sé nægilega höggþolinn til að geta tekið við 757-200 flugvél með fullri lendingarhleðslu. Ég bið þig svara mér og öðrum þessu áður en gengið verður til at- kvæða um framfaramálið - þú manst! Bjami Kjartansson avettvangi eftir HM í Frakklandi? Miklar framfarir komu Hafði töluverðar áhyggjur j „Margir leikir á JKL heimsmeistara- B mótinu voru gríö- arlega vel leiknir. Þar fengum við að sjá handbolta í hæsta gæða- flokki. Það er enginn vafi á því að hanboltinn er í sókn og handboltinn á HM var íþróttinni til framdráttar svo ekki sé talað um til lengri tíma litið. Handboltinn í mörgum leikjum var hraður, skemmtilegur og ekki síst teknískur. Frakkar náðu fram úr skarandi árangri þótt þeir hefðu ekki Þorbergur Aðalsteinsson handknattleiks- þjálfari mjog teflt fram sínu sterkasta liði. Júgóslavar og Egyptar eru greinilega á réttri leið með sín lið og komu fram með margt nýtt. Svíar eru alltaf góðir þótt sterkir menn hefðu setið heima. Við íslendingar sitjum eftir, bæði hvað varð- ar sóknina og vörnina, nema skyldi að við ættum ekki nógu sterka einstaklinga. Það er alveg ljóst að við þurfum að spýta í lófana, setjast nið- ur og marka stefnu til 3-4 ára. Um hana verður síðan að vera sátt í hreyfmgunni." >,Ég get nefnt sem I dæmi að á HM 1999 í Egyptalandi ^ varð ég fyrir mikl- um vonbrigðum. Þar kom fátt nýtt fram og maður var að sjá sömu and- litin og sex árum áður. Endurnýjunin var engin og þetta olii manni áhyggjum hvað íþróttina varðaði. Mér finnst enn fremur alþjóðafor- ystan hafa sofið á verðinum og ekki unnið handboltanum mikið gagn. Handboltinn er flott sjónvarpsefni, Arnar Björnsson íþróttafréttamaöur á Stöö 2 hröð íþrótt og mikið að ger- ast. Því spyr maður sig af hverju er handboltinn ekki vinsælli. Ég sá vonameista eftir keppnina i Frakklandi og þar sýndist manni margt áhugavert að gerast. Það er vonandi að ný IHF-forysta brettti upp ermarnar og geri eitthvað gott fyrir handbolt- ann. Það er einnig ljóst að íslensk- ur handbolti hefur verk að vinna og við erum að dragast aftur úr. Það verður að staldra við og finna leiðir til úrbóta." 1 sama viðtali segir Ingibjörg að aðsvifið „hafi verið ágætis forvarnar- prógramm". Liklega gerir ráðuneyt- ið átak með auglýsingaherferð þar sem frúin verður afltaf að fá aðsvif af því hún hlustar hvorki á lækna né líkama sinn. Hún verður endalaust „í sinni eigin aftöku" á skjánum eins lengi og til er á íslandi maður eða kona sem tekur engum sönsum og hunsar öll rauð ljós. Kjörorð að leiðarljósi? Hvernig á að skilja orð frú Ingi- bjargar, heilbrigðisráðherra og hjúkrunarfræðings? Á almenningur að böðlast áfram og virða engin rauð ljós fyrr en hann fær aðsvif i þeirri beinu útsendingu sem hann kemst aldrei í sjálfur en þarf að horfa á aðra í henni öll kvöld i von um hjartaslag? Á fólk að kjósa yfir sig þann sem hef- ur að leiðarljósi kjörorð á borð við þetta: Hunsaðu aðra. Þekktu ekki sjáif- an þig? Taktu mark á þeim sem taka ekki mark á öðrum en allra síst á sjálf- um sér- Ömurlegri getur íslensk stjómmálaheimspekin varla orðið. Guðbergur Bergsson Frakkar stóðu vel aö heimstarakeppninni í handknattleik sem nú er nýlokiö. Margir eru þeirrar skoöunnar aö handboltinn hafi fengiö góöa kynningu og aö íþróttin sé í sókn eftir lægö síöasta áratug. Keppnin fékk góöa umfjöllun í fjölmiölum hvarvetna, meira en oft áöur, og margir leikir sýndir beint í sjónvarpi. frá Alþingi „íslenzk laga- smíð er iðulega hrákasmíð. Sér- staklega á þetta við á sviði stjórnsýslu- réttarins. Oft hafa mér blöskrað þau ólög, er Alþingi hefir látið frá sér fara á þessu sviði. Sérstaklega á þetta við, þegar verið er að marg-klastra við eldri lög, þannig að úr verður óskiljanlegur óskapnaður... Það virð- ast vera álög á íslenzkum laga- og reglugerðarsmiðum að geta ekki með nokkru móti komið frá sér skýrri hugsun með ótvíræðum texta.“ Magnús Thoroddsen hæstaréttarlög- maBur, í Mbl. 9. febrúar. Útvarpsráö framtíðar „Ég tel að nú sé lag að flokkurinn skipi stóran starfs- hóp til að fjalla um umhverfismál. Mið- hálendi íslands er auðlind og perla sem vart á sinn líka 1 veröldinni... Ég vil minnka áhrif stjórnmálaflokka og pólitikin á ekki að skipa útvarps- ráð. Ég tel að félög fólksins í landinu, almannahreyfmgar og atvinnulífið eigi að skipa útvarpsráð framtíðarinnar. Ríkisútvarpið á að verða útvarp þjóð- arinnar og stjómað af henni.“ GuBni Ágústsson landbúnaBarráö- herra, í Degi 9. febrúar. Ráðherra og flugvöllur „Það vekur óneit- anlega athygli með hvaða hætti ráð- herrann nálgast flugvallarmálið. Er þar allt á eina bók- ina lært... Ráðherr- ann virðist einfald- lega ekki horfast í augu við þá staðreynd að flugvallarmál- ið er nú í höndum borgarbúa og það er við þá sem hann þarf að eiga orðastað og það er þeirra dómgreind sem hann - eins og aðrir - verður að treysta." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, f Mbl. 9. febrúar. Klassíkin róar Þegar sá er þetta ritar er staddur í Reykjavík stillir hann oftast á FM- 106,8, sem er útvarpsstöðin Klassík, enda notalegt að hlusta á klassíska tónlist í þessari stressuðu umferð í Reykjavík; síbyljustöðvarnar æsa bara upp. Þvi miður heyrist Klassík ekki á landsbyggðinni, en mikið væri það nú notaleg sending að sunnan ef það yrði staðreynd innan tíðar." Geir A. Guösteinsson blm., f Degi 9. febrúar. Hagsmunir gróður- húsaáhrifa Það var eiginlega búið að lofa okkur miklum gróðurhúsaá- hrifum fyrir nærri ein- um og hálfum áratug - hækkandi hita af völd- um koltvísýrings frá eldsneytisbrennslu manna. Bjartsýnustu íslendingar sáu fyrir sér haflsinn hverfa langt norður í hafs- auga, hlýjan sjó með fiskgengd og vaxandi uppskeru. Fyrir 2 ára- tugum tók breska Thatcher að nýta sér Friörik Daníelsson efnaverkfræöingur járnfrúin gróðurhúsa- áhrifin til þess að fá athygli heims- leiðtoga (hún er efnafræðingur og gat talað af myndugleik), hún þurfti líka að klekkja á kolanámumönnum og loka kolanámum en afsaka meira fjármagn til kjarnorkurannsókna. Fleiri spámenn komu fram með svipaðan boðskap, sumir þeirra höfðu reyndar spáð kulda og ísöld um hálfum áratug áður. En minna hefur orðið um efndir, hvort sem er um ísöldina eða gróðurhúsaáhrifin. Það er ekkert heitt Annað slagið berast fréttir um að stöðugt sé að hitna. Komið hefur í ljós í seinni tíð að hitamælingar eru víða ruglaðar af „malbiksáhrifun- um“, það er hitaútstreymi frá stór- borgum sem hafa vaxið út fyrir mælistaðina. En þar sem mælingar eru áreiðanlegar er ekki neina óvenjulega hitahækkun að sjá, til dæmis í Bandaríkjunum, Síberíu eða á suðurpólnum. Þvert á móti. Þróuð- ustu mælitækin, gervihnettirnir, sýna ekki upphitun loftslags. Gróðurhúsaáhrifin eru svo aum- ingjaleg á Islandi að síðasti áratugur aldarinnar var kaldari en áratugirn- ir frá 1936-1960 (árið 1940 var losun gróðurhúsaloftegunda um 1/6 af því sem er nú). Þetta eru vonbrigði af því að sólarstyrkurinn var í há- marki í fyrra og nær ekki næsta há- marki fyrr en 2011. Áhrif koltvísýr- ingsins eru svo lítil að þau finnast illa. Kannski ekki furða, því það er rakinn í loftinu sem veldur meir en 90% af gróðurhúsaáhrifunum. Vísindamenn í gíslingu Þegar stjórnmálamenn (aðallega Brussel og A1 Gore) voru búnir að taka gróðurhúsamálið upp á sína arma var stjórnarerindrekum falið að koma á fót „loftslagssamningum". Ný- lega kom nefnd á vegum stjórnarer- indrekanna fram með „vísinda- niðurstöður" og varaði við mik- illi upphitun loftslags, 1,4-5,8 gráður á næstu öld. Sagt var að vísindamenn hefðu komist að samkomulagi um niðurstöðuna. Síðar kom i ljós að sumir vísinda- mannanna könnuðust ekkert við „vísindaniðurstöðurnar". Breska ríksiútvarpið (http://news. bbc.co.uk./hi/ english/sci/tech/) hafði eftir einum gagnrýnum vis- indamanni, Philip Stott, prófess- _ or við Lundúnaháskóla, „að í sið- asta mánuði hefðu alvarlegar vís- indarannsóknir grafið undan öllum grundvelli spádómanna". Grænmeti úr mengun Grænmetið sem við borðuðum með kvöldmatnum í gær var fram- leitt úr „mengun". Gróöurhúsa- bændur blása „mengun" (koltvísýr- ingi) inn í gróðurhúsin þegar þeir vilja fá aukinn vaxtarhraða. Það kemur nefnilega í ljós að jurtir jarð- ar lifa á koltvísýringi (þetta stóð víst í skólabókunum), og það sem meira er, jurtirnar eru svo sólgnar 1 koltví- sýringinn að þær taka að soga hann mun hraðar úr loftinu þegar hann eykst. Það þýðir að hann getur aldrei aukist i loftinu nema að vissu marki. Hvar það mark er vita vísindamenn reyndar ekki. En jafnvel þótt mennimir gætu brennt upp öllum eldsneytisforðan- um í jörðinni (um 10.000 gígatonn- um) á einum degi, yrði koltvísýring- urinn ekki nema 0,5% af andrúms- loftinu þann daginn, svipað og var á dögum risaeðlanna (þá var hin mesta gróskutíð). Heimur í herkví sérhagsmuna „Loftslagssamningar" þjóna ekki hagsmunum íslendinga, né heldur þróunarlanda eða margra annarra sem vilja byggja upp atvinnu og lífs- gæði. Þeir þjóna hagsmunum stjórn- málamanna sem fá atkvæði út á þá. Kjarnorkuiðnaðurinn og jafnvel jarðgasframleiðendur eru gengnir í liðið. Evrópusambandið, þar sem jarðefnaeldsneytisframleiðsla dregst saman hvort sem er, verður með í að koma yfirþjóðlegu haftakerfi á heimsbyggðina, í stíl gömlu evr- ópsku heimsveldanna. Umhverfishreyfingar safna fé út á hræösluáróðurinn. Margir „vísinda- menn“ hafa atvinnu af honum. Stór- fyrirtækin, sem geta keypt „losunar- kvótann", fá meiri fáokun. Svo vitn- að sé aftur í viðmælendur breska ríkisútvarpsins „ - það er hagsmuna- hópur sem græðir á áróðri og rann- sóknum um hnatthitun Fjölmiðl- ar fá meira áhorf á æsifréttir en ag- aða umfjöllun. Þar eru hagsmunir gróðurhúsaáhrifanna. Friðrik Daníelsson „Loftslagssamningar“ þjóna ekki hagsmunum íslend- inga, né heldur þróunarlanda eða margra annarra sem vilja byggja upp atvinnu og lífsgœði. Þeir þjóna hags- munum stjórnmdlamanna sem fá atkvœði út á þá. “ - frá ráðstefnu í Haag um mengun og gróðurhúsaáhrif. Samningamaður fœr óblíðar móttökur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.