Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001 Fréttir I>V Birta verður framlag okkar í Eurovision-keppninni í Danmörku: Ákvörðun útvapsráðs: Var upprunalega samið með enskum texta í beinni útsendingu i sjónvarps- þættinum Milli himins og jarðar á laugardagskvöld valdi þjóðin lag Einars Bárðarsonar, Birtu, sem framlag okkar í Eurovision- söngvakeppnina, sem haldin verður í Kaupmannahöfn í maí. Birta hafði talsverða yfirburði í vali hlustenda, fékk á sjötta þúsund atkvæða en næstu tvö lög voru hvort um sig með rúm tvö þúsund atkvæði. Það voru Kristján Gíslason og Gunnar Ólason sem fluttu lagið ásamt Yas- min og Nönnu og var flutningurinn líflegur og skemmtilegur í grípandi lagi. Höfundurinn Einar Bárðarson er enginn nýgræðingur í laga- og textasmíð, hefur samið lög og texta undanfarin ár, aðallega fyrir Skita- móral og er skemmst að minnast lags hans Farinn sem náði miklum vinsældum í meðförum Skíta- mórals. Einar var að vonum ánægður með úrslitin: „Maður leggur alitaf upp með það að sigra og ég var sæmilega vongóður án þess þó að vera sigurviss enda flutningurinn á laginu mjög góður. Ég fékk klapp á bakið og mér sagt að lagið væri sig- urstranglegt, en það hefur örugg- lega verið sagt við hina höfundana líka. Það kom þvi skemmtilega á óvart þegar tilkynnt var um sigur- lagið." Kristján Gíslason var annar tveggja söngvara sigurlagsins og hafði hann i mörg horn að líta í keppninni en hann var bakradda- söngvari í öllum hinum lögunum: „Þetta var rosalega gaman og það má segja að ég hafi haft það fram yfir aðra flytjendur um kvöldið að ég var vel heitur þegar kom að okk- ur að flytja Birtu, búinn aö finna fyrir stemningunni í salnum og vel tilbúinn i flutninginn.“ Einar og Kristján sögðu báðir að það yrðu engar stórbreytingar gerð- ar á laginu: „Lagið fær sjálfsagt að- eins meiri ytri búning," segir Einar: „Óskar Páll Sveinsson, sem starfar sem upptökustjóri í London, er að koma til landsins og kemur hann til með að aðstoða okkur við undirbún- inginn, en þess má geta að honum var einnig boðið að aðstoða við und- irbúning á breska laginu sem tekur þátt í Eurovision-keppninni en kaus frekar að starfa með okkur.“ segir Einar Barðarson, höfundur lagsins DV-MYND INGÓ. Flytjendur sigurlagsins Gunnar Ólason og Kristján Gíslason, sem gert hafa garöinn frægan með Skítamóral, flytja Birtu ásamt bakraddasöng- konunum Nönnu og Yasmin Bæði Einar og Kristján hefðu vilj- að flytja lagið á ensku: „Þegar ég sem lagið og ákveð að senda það í Eurovision-keppnina var ekki búið að ákveða að lagið skyldi sungið á íslensku og því samdi ég textann á ensku, með það fyrir augum að þannig yrði lagið flutt. Síðan kom þessi ákvörðun útvarpsráðs, sem kostar keppnina, ákvöröun sem er ákaflega umdeild, svo ekki sé meira sagt, og þá varð ég að semja textann upp á nýtt og er ekki almennilega búinn að sætta mig við að lagið sé ekki flutt á ensku í keppni þar sem það er ákvörðun listamannsins á hvaða tungumáli lagið er flutt.“ Kristján er sammála Einari og segir að vonandi endurskoði útvarpsráð afstöðu sína og leyfi flutning á ensku: „Við sitjum ekki við sama borð og aðrir keppendur þegar okk- ur er meinað að flytja lagið á því tungumáli sem við óskum eftir.“ „Ertu kominn meö enskan texta?“ -HK péll Óskar spuröi höfund sigurlagsins Birtu, Einar Báröarson, í lok útsending- arinnar hvort hann væri kominn meö enskan texta og játti Einar því. DV-MYND EINAR J. Gegn reglum keppninnar Páll Óskar Hjálmtýrsson íslenskan minnkar möguleikann. Páll Óskar kom fram í sjón- varpsþættinum MiJIi himins og jarðar á laugardagskvöld og hélt fram mjög ákveðnum skoðunum á því að okkar framlag yrði fiutt á ensku og endaði við sjálfa verð- launaafhendinguna á því að spyrja höfund lagsins hvort hann væri búinn að gera enskan texta viö lag- iö: „Það er engin spuming að með ákvörðun sinni um að leyfa aðeins flutning á íslensku hefur útvarps- ráð minnkað möguleika lagsins í keppninni í Kaupmannahöfn. Það er ákvörðun þeirra sem sjá um Eurovision að leyfa listamannin- um og höfundi lagsins að ákveða á hvaða tungumáli lagið er sungið. Þessi ákvörðun, ásamt því að leyfa áhorfendum heima í stofu að greiða atkvæði, var tekin þegar í ljós kom að áhorf var farið að minnka. Þegar Mörður Ámason og félagar hans í útvarpsráði ákveða upp á sitt eindæmi að láta syngja á íslensku em þeir að minnka mögu- leika okkar íslendinga í keppn- inni.“ Páll Óskar skiptist á skoðunum um þessa ákvörðun útvarpsráðs við Mörð Árnason í morgunút- varpi á Rás 2 á laugardagsmorgun: „Ég hafði það á tilfinningunni að Mörður væri í vöm, enda er hann ekki aðeins að setja stólinn fyrir dymar hjá keppendum heldur er hann kominn með meirihluta þjóð- arinnar á móti útvarpsráði í þessu máli. Svo er það annaö. Hvað ætl- ar Mörður að gera ef íslensku flytj- endumir, þegar þeir eru komnir á svið í Kaupmannahöfn, ákveða að flytja lagiö á ensku. Ætlar hann að vera á staðnum sem gæslumaður fyrir útvarpsráð og hendast upp á svið og reyna að koma í veg fyrir flutninginn." -HK Vðftvift i kviilí! SnlnviinnLúiy nií siávnvfnl! REYKJAVIK AKUREYRl Sólariag i kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóó Árdeglsflóð á morgun 18.12 09.09 16.45 05.12 17.53 09.05 21.28 09.55 Skýringat á veóurtáliniiin ^ ^INDATT 10%_Hm “V -io,° N/indstyrkur I metrian á sökóndu Nrost hbðskírt Skúrir og él Noröaustanlands veröur suölæg átt, víöa 15 til 20 m/s, en aö mestu þurrt. Vestanlands snýst veöur T suövestan 10 til 15 með skúrum og austanlands má búast viö éljum síödegis en þaö léttir til í kvöld. Veöur fer kólnandi og hiti veröur á bilinu 0 til 5 stig. Alft í)fíiv'/ O €> O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ 'WsfS' ‘Q Ö RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA Q = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR FOKA Kólnandi veður Snjórinn hefur ekki gert höfuöborgarbú- um lífiö erfitt fremur en öörum lands- mönnum þaö sem af er þessum vetri. Veöurstofan spáir ögn kólnandi veöri í vikunni fram undan og aldrei aö vita nema kári hafi í för meö sér svolítinn snjó, smáfólkinu til gleöi. Vægt frost Veöurstofan gerir ráö fyrir suövestanátt, 15 til 20 m/s á morgun. Él veröa sunnan og vestan til en léttskýjað á Noröausturlandi. Vægt frost veröur víöast hvar. Wliftvikmiíii Hiti O'til - 4” m. :• imnrtiiibtgi & óíÆm Vestanátt og él verða ríkjandl á landlnu vestanveröu en hægarl átt og skýjað með köflum austan til. Vindur: ( j O'V 8T-20iÍí?~ ;>■ Hiti-2 til -9° Gert er ráð fyrir nokkuð hvassrl norðvestanátt með snjókomu noröaustan tll en annars hægari og léttskýjað. Vindurí 8—13 iii/-?-' Hiti -2°til -8° Á föstudag verður fremur hæg breytlleg átt, léttskýjað og búast má vlð talsveröu frosti. AKUREYRI -2 BERGSSTAÐIR snjóél -4 B0LUNGARVÍK haglél á síð. klst. -6 EGILSSTAÐIR -1 KIRKJUBÆJARKL. snjóél á síð. klst. -2 KEFLAVÍK skafrenningur -1 RAUFARHÖFN snjóél á síð. klst. -1 REYKJAVÍK skýjað -2 STÓRHÖFÐI snjóél -2 BERGEN léttskýjað 1 HELSINKI léttskýjað 2 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 4 ÖSLÓ alskýjaö 4 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN alskýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 4 ALGARVE heiöskírt 17 AMSTERDAM þokumóða 4 BARCELONA heiðskírt 14 BERLÍN léttskýjað 7 CHICAGO alskýjað -1 DUBLIN léttskýjað 5 HAUFAX léttskýjað -8 FRANKFURT heiðskirt 7 HAMBORG þokumóða 2 JAN MAYEN slydda 1 LONDON léttskýjað 9 LÚXEMBORG heiðskírt 8 MALLORCA rigning 11 MONTREAL -18 NARSSARSSUAQ hálfskýjað -12 NEW YORK alskýjaö 1 ORLANDO þokumóða 17 PARÍS þokumóða 7 VÍN heiðskírt 7 WASHINGTON alskýjað 5 WINNIPEG heiðskírt -24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.