Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001 Menning Nýmœlum haldiö á lofti Gallerí Hlemmur Þar hefur ungt hugsjónafólk unniö markvisst aö því aO kynna verk yngri kynslóöar myndiistarmanna. manna, en gerði myndlistamefndinni oft erfitt fyrir þegar kom að mati á framlögum einstakra listamanna, því fyrir vikið voru áhugaverðar einkasýningar færri en ella. Eða það fannst nefndinni að minnsta kosti. End- anlegar tilnefningar nefndarinnar ættu hins vegar að vera nokkuð sannferðug endurspegl- un þessa óvenju gróskumikla myndlistarárs, þvi meðal tilnefndra eru myndlistarmenn, listmiðlarar og liststofnanir sem fitjuðu upp á nýmælum. í nefndinni sátu með Aðalsteini Birgir Snæbjöm Birgisson myndlistarmaður og Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður og skólastjóri Myndlistarskóla Reykjavíkur. Sið- ar kom Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlistar- maður inn í nefndina fyrir Þóru. í stafrófsröð eru tilnefningarnar þessar: Menningarverðlaun DV 2001 - tilnefningar í myndlist Gallerí Hlemmur við Hlemm Þar hefur ungt hugsjónafólk unnið mark- visst að þvl að kynna verk yngri kynslóðar myndlistarmanna vegfarendum um þetta fjölfamasta torg borgarinnar og notað til þess aðferðir og útsjónarsemi sem ýmis stærri listhús mættu taka sér til fyrir- myndar. Guðjón Ketilsson: Brot / verkum sínum sameinar GuOjón helstu eigindir nútímalegrar málara- og þrívíddarlistar. „Menningarárið 2000 setti mark sitt á ís- lenska myndlist eins og aðrar listgreinar," segir formaður verðlaunanefndar DV í mynd- list, Aðalsteinn Ingólfsson. „Til dæmis voru ýmsir markverðustu myndlistarviðburðirnir á árinu í formi allslags samvinnuverkefna myndlistarmanna, menningarstjóra og hins opinbera: útimyndasýningar, þemasýningar á Þingvöllum, sýningar á Hlemmi, sýningar í orkustöðvum og svo framvegis." Öll þessi starfsemi gerði bæði þátttakend- um og myndlistinni gott, að mati nefndar- llmur María Stefánsdóttlr: Hugvlt Listakonan notar Ijósleiöara af mikilli hugkvæmni. Hannes Sigurösson, forstööumaóur Ustasafnsins á Akureyri Sýndi af sér feiknarlega atorku viö skipulagn- ingu myndlistarviöburöa. Katrín Slguröardóttir: Veg(g)lr Hlynur Hallsson: Veg(g)lr Tveir ólíkir listamenn nýttu sér þetta veggpláss á markvissari og frumtegri hátt en aörir. Guðjón Ketilsson myndlistarmaður Guðjón er tilnefndur fyrir óvenjulega vand- aða, útlitsfagra og vel hugmyndalega undir- byggða einkasýningu sína í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. I verkum sínum, sem eru útskor- in og lituð tilbrigði við gamlar trúarlegar út- skurðarmyndir, sameinar Guðjón helstu eig- indir nútímalegrar málara- og þrívíddarlist- ar, auk þess sem hann veltir upp spumingum um þýðingu trúarlegra tákn- og tilbeiðslu- mynda í nútímanum. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri Hannes sýndi af sér feiknarlega atorku við skipulagningu myndlistarviðburða og farand- sýninga á árinu. Myndlistarsýning hans fyrir sjúkrahús fór vítt og breitt um landið, hann á mesta heiðurinn af „Stafrænum sýnum“, margmiðlunarsýningu í Listasafni íslands, tematísk sýning hans „Dyggðirnar sjö“ á Þingvöllum var einhver best heppnaða úti- sýning ársins, sýning á fatatísku sem hann stóð fyrir í Listasafninu á Akureyri heppnað- ist prýðilega, og aðrar sýningar á hans vegum sem ekki gengu alveg upp, t.d. sýning um barnæskuna, náðu engu að síður að vekja upp nokkra umræðu. Hlynur Hallsson/Katrín Sigurðardóttir myndlistarmenn Hlynur og Katrín voru bæði - en sitt í hvoru lagi - þátttakendur í spennandi tilraun á vegmn Listasafns Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum. Til- raunin, sem bar nafnið „Vegir/Veggir“, fólst í því að fá völdum myndlistarmönnum til afnota stóran vegg í miðrými Kjarvalsstaða í ákveðinn tíma. Máttu þeir nota vegginn hvernig sem þeim sýndist og fengu gestir og gangandi að fylgjast með þeim að störfum. Vinnuferlið og verkið voru hvort tveggja „dókúmenteruð", en að vinnutima loknum var málað yfir vegginn og næsti listamaður hófst handa. Myndlistarnefnd DV þótti tveir mjög ólíkir listamenn, Hlynur Hallsson og Katrín Sigurðardóttir, nýta sér þetta veggpláss og vinnuferli á markvissari og frum- legri hátt en aðrir þátttakendur og brá því á það ráð að tilnefna þau bæði að þessu sinni. Ilmur María Stefánsdóttir myndlistarmaður Ilmur María hélt einkasýningu í Galleríi Sæv- ars Karls á árinu, auk þess sem hún sýndi áhrifamikið verk í „svartholi" á samsýningu að Ljósafossi. Listakonan notar ljósleiðara af mik- illi hugkvæmni, ýmist til að skapa sérstakt and- rúmsloft á sýningarstað, til „teikningar" eða til uppbyggingar flóknari umhverfisverka. Mynd- listarnefnd DV þótti Ilmur vera verðugur full- trúi yngri kynslóðar listamanna á þessum lista Útnefndra. _______________PV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Tónleikar Gunnars og Selmu Annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 halda hinir þjóðþekktu tónlistarmenn Gunnar Kvar- an sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir pí- anóleikari tónleika í Salnum í Tíbrárröðinni. Á efnisskrá þeirra er Sónata í g-moll eftir Henry Eccles, Rondó eftir Antonín Dvorák, Fantasiestúcke op. 73 eftir Robert Schumann og að lokum Sónata í g-moll op. 65 eftir Fréd- éric Chopin. Örvandi myndlist Gæflaug Björnsdóttir hefur gefið út bókina Örvandi myndlist - leið til þroska. Þar er kynnt vinnuaðferð sem Gæflaug hefur þróað til að kenna börnum myndlist og ætlar hún leiðbeinendum bókina. Gæflaug er sjálf leik- skólakennari og hefur reynt aðferðina á fjölda barna með góðum árangri. „Örvandi mynd- list er hægt að nota til að örva börn á jákvæðan hátt til að gera betur en þau og aðrir telja þau geta,“ segir höfundur í for- mála: Myndlistar- aðferðirnar hefur hún mótað með þarfír barna í huga og notar þar margvísleg efni, oft á nýstárlegan hátt. Örvandi myndlist getur nýst mjög vel sem stuðningur viö börn sem eiga af einhverjum ástæðum erfitt með að læra. Á heimasíðu Gæflaugar www.orvandi.is eru myndir úr verkefnum sem hún hefur unn- ið með börnum. Hvað er svona merkilegt við það? í dag kl 12.30 heldur Jón Proppé, myndlist- argagnrýnandi og sýningarstjóri, fyrirlestur í Listaháskóla íslands Laugarnesvegi 91, stofu 024 og spyr: „Hvað er merkilegt við það að vera íslenskur myndlistarmað- ur?“ Þar fjallar hann um sérstöðu íslenskrar mynd- listar og hvernig islenskir myndlistarmenn vinna úr erlendum stiláhrifum. A miðvikudaginn kl. 12.30 heldur Hrafn- kell Birgisson fyrirlestur í LHÍ Skipholti 1, stofu 113. Hrafnkell lauk nýverið námi í hönnun frá Listaháskólanum í Saarbrucken í Þýskalandi og vinnur nú að eigin hönnun. í fyrirlestrinum fjallar hann um námstím- ann í Þýskalandi og hugmyndir sinar um hönnun. Nýr dans í nýju formi í kvöld kl. 20.30 verða sýnd 10 videodans- verk íslenskra listdansara í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Hér er í fyrsta skipti tek- iö saman það helsta sem skapað hefur verið á þessum ört vaxandi vettvangi hér á landi auk sýnishorna af því nýjasta sem nú er í vinnslu. Fjallað verður um verkin en kvöld- ið er einkum hugsað sem grunnur að um- ræðukvöldi 12. mars þar sem fjallað verður um möguleika þessa listforms fyrir íslenska dansara, kvikmyndagerðarmenn og tón- skáld. Danshöfundar og leikstjórar sem þarna eiga verk eru Aðalheiður Halldórsdóttir, Helena Jónsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Mar- grét Sara Guðjónsdóttir, Peter Anderson, Ragna Sara Jónsdóttir, Reynir Lyngdal, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Valgerður Rún- arsdóttir. Stjórnendur kvöldsins eru Helena Jónsdóttir og Reynir Lyngdal. Fornleifar og samtíminn Orri Vésteinsson fornleifafræðingur flytur fyrirlestur á hádegisfundi Sagnfræðingafélags íslands á morgun kl. 12.05 í Norræna húsinu sem hann nefnir „Fomleifar, heimildir og samtíminn". Allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.