Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Page 16
16
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001
33
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
A&sto&arritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift:
Þverhoiti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deiidir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrlft: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritsfjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Land fyrir alla
Haldi íslendingar ekki vöku sinni í baráttu gegn hvers
konar öfgastefnum og fordómum er hætta á aö hugmynd-
ir kynþáttahatara nái að festa rætur hér á landi líkt og í
mörgum öðrum löndum Vestur-Evrópu. Fram til þessa
hafa íslendingar verið lausir við flest þau vandamál sem
fordómafullir hópar, sem telja sig betri en aðra, hafa skap-
að víða um heim.
Það er útbreitt viðhorf að ekki eigi að vekja athygli á
þeim sem leynt og ljóst reyna að afla viðhorfum kynþátta-
hyggju fylgis. Þeir sem vilja forðast umræðu af þessu tagi
hafa rangt fyrir sér og vinna raunar gegn því að tekis. sé á
við vandamálin. í Helgarblaði DV síðastliðinn laugardag
segir að ýmislegt bendi til að kynþáttahyggja eigi upp á
borðið hjá hluta íslendinga sem eru að komast til vits og
ára. Gegn því verður að bregðast og þar hafa fjölmiðlar
ákveðnum skyldum að gegna. Ekki með því að þegja held-
ur með því að beina kastljósinu að uppsprettu fordómanna.
Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,
hefur látið þessi mál til sín taka og bendir á i viðtali við
DV að ekki megi loka augunum: „Við megum ekki vera í
blindingjaleik. Það verður að mæta þessum fordómum á
forsendum er varða mannréttindi; rétt okkar allra til að
lifa og hrærast í íslenska samfélaginu ... Ef enginn talar
um vandamálin er hætt við því að við vitum ekki af vand-
anum.“
Þingmaðurinn bendir réttilega á að nauðsynlegt sé að
lög tryggi rétt útlendinga hér á landi. En lög eru aðeins
hluti af lausninni. Hugarfarið skiptir mestu.
íslendingum er umburðarlyndi í blóð borið. Fordæma-
laus þjóð býr yfir meiri krafti og dugnaði en aðrar sem
hnepptar eru í hlekki hugarfarsins. Umburðarlynd þjóð
býr til farveg fjölbreytninnar og fjölbreytnin er vítamin-
spramja til efnahagslegra og menningarlegra framfara.
Þjóð sem býður aðra velkomna famast betur en þeirri sem
lokar landamærum.
Land sem er fyrir alla, óháð kynþætti, trú, skoðunum
eða menningararfi, er byggt þjóð sem þarf ekki að ör-
vænta um framtíðina.
Skammsýni
Afstaða forystu Ungmennafélags íslands til hugsanlegrar
sameiningar við íþróttasamband íslands veldur vonbrigð-
um. Öll rök hníga aö því að þessi tvenn samtök íþrótta-
hreyfingarinnar eigi að taka höndum saman. íþróttahreyf-
ingunni er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að tryggja
fjárhagslega hagkvæmni og árangur á sviði íþrótta.
Afstaða Ungmennafélags íslands, sem stendur gegn því
að kannað verði hvort og þá hvernig íþróttahreyfingin
sameinist í eina öfluga hreyfingu, er furðuleg og óskiljan-
leg. Gamall „hrepparígur“ ætti að heyra sögunni til.
í leiðara DV í apríl á liðnu ári var hvatt til sameining-
ar og þar sagði meðal annars: „Það væri skammsýni að
standa á móti sameiningu íþróttasambands íslands og
Ungmennafélags íslands. Það væri þröngsýni að sjá ekki
kosti sameiningar og þar með aukna möguleika til fram-
sóknar. Hugmyndir um sameiningu eru skynsamlegar en
virðast því miður mæta nokkurri mótspymu sem byggist
á tilfinningum fremur en efnislegum rökum. íþróttahreyf-
ingin hefur ekki efni á öðru en að taka saman höndum þó
ekki væri til annars en að fylgja eftir þeim árangri sem
náðst hefur á undanförnum árum.“
Óli Björn Kárason
Aulatískur
Það er mörg aulatískan i
þessu landi og ekki alténd auð-
gert aö átta sig á orsökum árátt-
unnar eða upptökum. Vísast má
rekja margt af því, sem aulum
þykir fínt að flagga með á al-
mannafæri, til djúpstæðrar van-
metakenndar. Hún kynni meðal
annars að eiga sér rætur í langri
hörmungasögu þjóðarinnar með
tilheyrandi kúgun og langvar-
andi svelti. Eða hvemig her að
skýra það, að í einu einasta tölu-
blaði Morgunblaðsins fyrir rétt-
um mánuði birtust ekki færri en ——
átta heilsíðuauglýsingar með lit-
skrúðugum myndum af allskyns
freistsandi góðmeti? - Hvergi annar-
staðar á byggðu bóli sjást þessháttar
auglýsingar i dagblöðum.
Getur verið að hungur forfeöranna
segi enn til sín í erfðavísum nútíma-
manna? Og hvernig rímar þessi
árátta við endalausar áminningar
um að spoma við vaxandi ofFitu
landsmanna og hvatningar til að
flykkjast í allar nýju heilsuræktar-
stöðvamar? Spyr sá sem ekki veit.
Málfarsleg hermdarverk
Ein aulatíska er flestum öðrum
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
hvimleiðari. Hún felst í
umgengni margra
landsmanna við móður-
málið. Þar er vanmeta-
kennd dvergþjóðarinn-
ar einna sýnilegust. Föl-
miðlagarpar, auglýsend-
ur og ýmsir aðrir, sem
telja sig þurfa að koma
boðskap sínum á fram-
færi við þjóðina, era
greinilega þeirrar sann-
færingar að ástkæra yl-
hýra málið sé svo gam-
aldags og púkalegt, að
ekki dugi annað en krydda það með
allskyns útlendum slettum, og þá fyrst
og fremst enskum.
Er þessi lenska orðin svo yfir-
gengileg á síbyljurásum útvarps-
stöðva í einkaeign, að jaðrar við mál-
farsleg hermdarverk. Og það grát-
hlægilega við þennan ósóma er, að
fæstir þeirra, sem í tíma og ótíma
skvetta enskum glósum yfir granda-
lausan landslýðinn, eru sendibréfs-
færir á enska tungu!
Tvískinnungur
Önnur aulatíska, sem Kristján
Ámason prófessor benti á nýlega hér
í blaðinu, er vaxandi
tilhneiging kaupa-
héðna til að klína er-
lendum nöfnum á fyr-
irtæki sín. Auðvitað
er þetta tif vitnis um
skort á sjálfsöryggi og
þá sannfæringu að allt
útlent sé betra en það
sem íslenskt er. Áður-
fyrr var allt uppá
dönsku og vitnaði um
vanþroska og undir-
lægjuhátt þjóðar sem
var ekki alveg viss um
að hún treystist til að
vera sjálfstæð. Nú á
allt að vera uppá
ensku afþví aularnir
halda að „alþjóðatung-
an“ sé finni en móður-
málið.
í firmalögum segir,
að fyrirtæki og at-
vinnustarfsemi þess
skuli bera „nöfn sem
samrýmast íslensku
málkerfi að dómi skrá-
setjara". Til að fara
kringum lögin eru fyr-
irtæki, sem bera er-
„Getur verið að hungur forfeðranna segi enn
til sín í erfðavísum nútímamanna? Og hvemig
rímar þessi árátta við endálausar áminningar
um að sporna við vaxandi offitu landsmanna
og hvatningar til að flykkjast í allar nýju
heilsurœktarstöðvamar?“
Kvótakerfið og almenningur
Af hverju var kvótakerfíð sett á í
upphafi? Hvað er almenningur? -
Þessum tveimur spumingum verður
reynt að svara í stuttri grein. Það
hefur reyndar mikið verið fjallað um
þetta efni og harðar deilur eru
manna í milli um kvótakerfið, sér-
staklega hvað varðar stjóm fisk-
veiða. Kvótakerfi eru til í mörgum
fleiri myndum eða greinum ef fólk
hugar að hinum ýmsu málum.
Af hverju kvótakerfi?
Til upprifjunar eru hér dregnar
fram helstu ástæður fyrir því að
kvótakerfi var sett á við fiskveiðar
Islendinga. Þær voru að menn töldu
auðlindina ofnytjaða og henni væri
hætta búin af slíkri umgengni sem
hún varð að þola. Minna má á að tek-
in voru 460.000 tonn af þorski á
hverju ári fram til útfærslunnar í
200 mílur, en eftir útfærslu hefur átt
að taka frá helming og þaðan af
minna á ári að meöaltali. Það er eðli-
legt aö fólk á íslandi velti fyrir sér
hvort við höfum haft árangur i sam-
ræmi við áætlanir og hvað hafi farið
úrskeiðis?
Betri umgengni
Talið var að með þvi að einka-
Kjallari
„Ég minni á að einstaka telja að allt að 200.000 tonnum af þorski
sé hent í hafið aftur, og ncer allir eru sammála um að brottkast sé
mikið. Hvers hagur er það? Sá sem hirðir aðeins mestu verðmœti í
úthlutuðum kvóta hefur hag af því að henda verðminni fiski!“
Með og á móti
væða nytjastofnana yrði hægt
að ná valdi á nýtingu þeirrra.
Útgerðarmenn myndu ganga
betur um auðlindina, því það
yrði í þeirra þágu, og að
ákvarðanir um töku heildar-
magns úr hverjum stofni yrðu
virtar. Þessu getur nú hver og
einn velt fyrir sér eftir á hvort
hafi staðist.
Ég minni á að einstaka telja
að allt að 200.000 tonnum af
þorski sé hent í hafið aftur, og
nær allir eru sammála um að ______
brottkast sé mikið. Hvers hag-
ur er það? Sá sem hirðir aðeins
mestu verðmæti í úthlutuð-
um kvóta hefur hag af því
að henda verðminni fiski!
Minni fjárfesting
Menn ætluðu að auka
arðsemi með minni fjár-
festingu í fiskiskipum!
Hver er raunin i því efni?
Sennilega hefur aldrei
verið fjárfest jafn ótæpi-
lega í veiöiskipum og sl. ár.
Hvar er þá rentan eða
ágóðinn sem átti að vera til
skiptanna fyrir eigendur
auðlindarinnar hina ís-
lensku þjóð? Eða hefur
hann kannski runnið til
eigendanna, þeirra sem
hafa fengið útdeilt afla-
heimildum, til að deila og
drottna með þær að geð-
þótta?
Aukin gæði
Ætlunin var að auka
gæöi og bæta meðferð sjáv-
arafla. Hefur það gengið
eftir?
Gísli S. Einarsson
þingmaöur
Samfylkingar
í flokki með Laxness
Hefur ekki Dylan
jj Björk hefur
. unnið frábært af-
m rek með því einu
að komast í þenn-
an þrönga hóp
sem er tilnefndur fyrir besta
lagið. Engin ástæða er til
þess að efast um möguleika
hennar á því að hreppa
Óskarinn þrátt fyrir sam-
keppni frá stórstjömum í tón-
listarheiminum. Hún er orð- .......
in eitt af stóru nöfnunum við hlið
Bob Dylan og Sting, og ekki síöur
Mick Jagger og Paul McCartney. Það
er stutt í það að íslensk menning
Magnús
Kjartansson
tónlistarmaöur
verði miðuð við Björk í stað
Halldórs Laxness, eins og nú
er, og ég tel afrek hennar nú
vera í flokki með Sjálfstæðu
fólki og íslandsklukkunni.
Útnefning Bjarkar nú er
miklu meira afrek en þegar
kvikmyndin Böm náttúrunn-
ar hlaut sina tilnefningu.
Björk er stillt upp með þvi
besta í þessum bransa en
ekki með framlögum frá ein-
hverjum afkimum heimsins. Ég er í
skýjunum yfir þessum frábæra ár-
angri Bjarkar og trúi því að hún
vinni Óskarinn.
rBob Dylan er
risi i lagasmíðum
og ber höfuð og
herðar yfir flesta
sem hafa komið
nærri þeim bransa. Ég er
mjög hrifmn af Björk og
finnst það stórmerkilegur
áfangi að komast í þessa út-
nefningu en engu að síður
held ég að hún vinni ekki
Dylan. Hann hefur það mikið
á bak viö sig og hefur markað djúp
spor enda er hann einn öflugasti
áhrifavaldurinn í tónlist á síðustu
öld. Nýlega vann hann Golden Globe
Rúnar
Júltusson
rokkari
Ummæli
Hvað með alla síldina
sem fer í bræðslu? Hvað
með lítt unninn og óunn-
inn fisk sem fer úr
landi? Er furða þótt
spurt sé? En viðurkennt
skal að meðvitund um
meðferð matvæla hefur
stöðugt aukist og batn-
að, ekki síst í sjávarút-
vegi. En bræðsla og
brottkast veidds fisks
hefur samt aldrei verið
meira.
Færri slys
Fiskveiðar áttu ekki að verða jafn
hættuleg atvinnugrein og áður,
menn töldu að slysum myndi fækka.
Sú varð ekki raunin á, a.m.k. ef
skoðuð eru gögn Tryggingastofnunar
ríkisins. Þar voru t.d. 415 slys á sjó-
mönnum skráð 1984 en árið 1989
voru skráð 631 slys. Er ekki ástæða
til að menn fari að skoða ástæður
fyrir því sem að framan er talið. Get-
ur það verið að menn séu að sækja af
einhverju ofurkappi, með gróða-
pungasjónarmið i fyrirrúmi, í stað
skynsamlegrar meðferðar auðlindar-
innar og aðgát gagnvart þeim sem
stunda fiskveiðar? í raun eru hér að-
eins komin drög að umijöllun um
kvótakerfi.
En af því að i upphafi var sett
fram spurningin um hvað er almenn-
ingur ætla ég að reyna að gera því
skil í örstuttu máli, að minnsta kosti
minni hugsun:
Almenningur íslendinga er í mín-
um huga hver sú auðlind sem flnnst
á láði og legi og telst tilheyra land-
inu. íslendingar eiga allir rétt á að
njóta arðs af gæðum landsins.
Gísli S. Einarsson
:a á að hreppa Óskarinn?
verðlaunin fyrir þetta sama
lag og hann er tilnefndur fyr-
ir núna og hann hefur hlotið
mörg verðlaun fyrir síðustu
plötu sína, Time out of Mind.
Hann er hugfrjóasti laga-
smiður síöustu aldar og er
enn á fullri siglingu.
Auk þess má benda á að
Dylan er gyðingur og það hef-
ur verið talað um að þeir
stjórni í þessum bandaríska
skemmtanabransa. Það verður mjög
erfltt fyrir Björk að skáka Bob Dylan
og það er spuming hvort hún dugir
til þess.
Björk Guömundsdóttir og Sjón hafa verið tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir lagið „l've seen it all“. Samkeppnin er hörð en Bob Dylan og Sting eru meðal
þeirra sem tilnefndir eru.
lend nöfn, einatt látin
heita íslenskum nöfnum.
Þau eru skráð undir ís-
lensku heiti hjá Hagstof-
unni, en verslanirnar sjálf-
ar kallaðar eitthvað annað!
Hagstofan mun hafa rýmk-
að reglur sínar í samræmi
við þessa öfugþróun. „Tim-
arnir breytast og allt breyt-
ist með. Þetta er hlutur
sem hefur þróast og verður
að vera svona,“ segir tals-
maður Hagstofunnar og
virðir opinskátt að vettugi
lögin í landinu.
Er ekki kominn tími til
að löggjafinn breyti lögum
sem ekki er farið eftir?
„Það er náttúrlega ákveð-
inn tvískinnungsháttur að
setja eitthvað í lög og láta
svo allt aðrar venjur við-
gangast," sagði Kristján
Árnason. Kannski er
einmitt þessi tvískinnung-
ur helsta auðkenni samfé-
lags sem lotið hefur stjóm
siðblindra frjálshyggju-
manna síðasta áratuginn.
Sigurður A. Magnússon
Staðardagskrár 2
„Hinn 10. janúar sl.
var undirritaður á
Akureyri nýr sam-
starfssamningur milli
Sambands íslenskra
sveitarfélaga og um-
hverfisráðuneytisins
um áframhaldandi að-
stoð þessara aðila við íslensk sveitar-
félög vegna vinnu þeirra við gerð
Staðardagskrár 2 ... Stefnumótun
sveitarfélaganna í umhverfismálum á
nýrri öld og þátttaka íbúa þeirra í
gerð umhverflsstefnu, sem byggist á
því að auka lífsgæði fólks, án þess að
skerða núverandi umhverfis- og nátt-
úruauðlindir, er og verður eitt mikil-
vægasta verkefni sveitarfélaganna."
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form.
Sambands ísl. sveitarfélaga,
í 1. tbl. Sveitarstjórnarmála
Tímasprengja Kristins
„Mín niðurstaða er
að innkalla verði allan
kvótann til að jafna
þann aðstöðumun sem
er í greininni... Það
verður þá væntanlega
gert með því að setja
þetta á markað. Þetta
er allt að hrynja eins og á Vestfjörð-
um, þar sem aflaheimildir hafa sópast
burt... Ef þetta heldur áfram mun þaö
kollvarpa forsendum fyrir byggð á
mjög mörgum stöðum."
Kristinn H. Gunnarsson alþm.
í frétt í Degi 16. febrúar
Hvar eru fulltrúar D-lista?
„Framganga minnihluta Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík í „flugvallar-
málinu“ svonefnda vekur furðu og
hefur valdið mörgum stuðningsmönn-
um listans sáram vonbrigðum ... Með
þessu móti hafa sjálfstæðismenn í
höfuðstaðnum kastað frá sér einstöku
tækifæri til að láta til sín taka sem
ábyrgir og framsýnir fulltrúar Reyk-
vlkinga ... Og með leyfi: Hvar eru
þingmenn Reykjavíkur í þessari um-
ræðu allri?“
Ásgeir Sverrisson blm. í pistli sínum
í Mbl. 16. febrúar
Eilífðarmannvirki?
„Núverandi borgar-
stjóm getur ekki flutt
flugvöllinn þar sem
hún hefur skuldbund-
ið sig til að hafa hann
í Vatnsmýri til 2016.
Niðurstöður könnun-
arinnar munu ekki
binda borgarstjómir framtíðar í mál-
inu. Könnunin er því sýndarmennska
af hálfu borgarstjóra, í því skyni að
slá ryki í augu kjósenda og firra sig
ábyrgð."
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæöisflokksins, í Degi 16. febrúar
+
Skoðun *
Laugarnesið
er listrænt
Nýlega komu fram í fréttum hug-
myndir um að byggja yfir Lista-
háskóla íslands á Miklatúni, og 27.
janúar síðastliðinn birtist í Morgun-
blaðinu teikning af hugsanlegum
byggingum hans þar. Gert var ráð
fyrir tengdri röö húsa frá Kjarvals-
stöðum niður að Rauðarárstíg og síð-
an meðfram honum, rúmlega hálfa
leið að Miklubraut. Meirihluti túns-
ins var sýndur grænn eftir sem áður,
enda var ekki teiknað eitt einasta
nýtt bílastæði vegna byggingarinn-
ar. Sá sem gengur daglega um lóð
Háskóla íslands sér strax að veruleg-
ur hluti af Miklatúni hlyti að fara
undir bílastæði ef skólanum væri
valinn staður þar.
Haldlaus rök
Að baki þessari staðarvalshug-
mynd virtust einkum búa tvenn rök.
Annars vegar var minnst á nauðsyn
þess að stofnuninni væri valinn stað-
ur nálægt miðbæ Reykjavíkur. Hins
vegar var haft eftir starfsmanni am-
erískrar arkitektastofu að „mjög
erfitt, ef ekki ómögulegt" yrði að
koma starfsemi skólans fyrir í bygg-
ingunni sem ríkiö hefur ánafnað
honum, kjötiðnaðarhúsinu mikla á
Laugamesi.
Fyrrtalda röksemdin dregur
skammt til að taka Miklatún fram
yfir Laugarnesið, því báðir staðirnir
eru í reynd álíka langt frá miðbæn-
um. Frá hvorugum fara Reykvíking-
ar gangandi niður í Kvos, nema þeir
fari í meðvitaðan
göngutúr, og þá liggur
Laugamesið betur við. Á
vélknúnu ökutæki tekur
ferðin jafnlangan tíma,
því megnið af honum fer
í að finna stæði fyrir bíl-
inn eða bíða eftir strætó.
Mér finnst að stjórn
Listaháskólans ætti að
fara að átta sig á því að
Laugarnesið er i mið-
bænum, mælt á alla
venjulega borgarmæli-
kvarða.
Mér finnst ólíklegt líka, að það
geti verið eitthvað sérstaklega erfitt
að koma listaháskóla fyrir í SS-hús-
inu í Laugarnesi. Það virðist ekki
vera annað en gímald með stórum
sölum sem hlýtur að vera hægt að
gera við hvað sem er, ef vilji er til.
Hvers vegna í ósköpunum skyldi
ekki vera hægt að búa til listamenn
í húsi sem var teiknað til að búa til
í því kótelettur, pylsur og blóðmör?
Kostir Laugarnessins
Fyrir utan Kjarvalsstaði er Mikla-
tún einhver lífminnsti staður
Reykjavíkur. Þar er ekkert náttúru-
legt, allt dregiö upp samkvæmt
reglustiku. Laugarnesið er aftur á
móti einn Eif örfáum stöðum innan
borgar þar sem snefill er eftir af
náttúrlegu landslagi. Á milli þess og
SS-hússins er Sæbrautin að vísu
hræðilegur farartálmi, en hana
verður bara að sigra, fyrsta
kastið með göngubrú, en
seinna með undirgöngum
eða, sem væri enn betra, með
því að setja Sæbrautina í
stokk.
En þegar komið er yfir eða
úndir Sæbrautina er stutt í
óspilltan fjörublett með
klettaveggjum til beggja
handa. Varla er til betri stað-
ur fyrir útilistasýningar. Lika
má minna á, að Reykvíkingar
léku leikrit í íjörunni á 19.
öld, og væri sniðugt að endur-
vekja þann sið á þessum litla fjöru-
bletti sem þarna er eftir.
Á Laugarnesi eru líka rústir
mannvirkja frá torfhúsatímabilinu,
þótt líklega sé nýbúið aö kaflæra í
mold ágæta kotbæjarrúst sem þar
var. Þar er lika friölýstur kirkju-
garður sem lítiö ber á, og þar er sagt
að Hallgerður langbrók sé grafin.
Listaháskólinn ætti að taka Laugar-
nesið í vemd sina áður en það er um
seinan og standa vörð um að þar
verði ekki unnin frekari spjöll á
minjum eða náttúru.
Svo er Laugarnesið þegar orðið
listahverfi. Safn Ásmundar Sveins-
sonar við Sigtún er í reykvískri
göngufjarlægð. Á nesinu sjálfu er
listasafn Sigurjóns Ólafssonar, eitt
skemmtilegasta safn borgarinnar.
Þar eru líka heimkynni fjöllista-
mannsins Hrafns Gunnlaugssonar.
Gunnar Karlsson
„Listaháskólinn œtti að taka Laugamesið í vemd sína áður en það er um seinan og
standa vörð um að þar verði ekki unnin frekari spjöll á minjum eða náttúm. - Svo
er Laugamesið þegar orðið listahverfi. Safn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er í
reykvískri göngufjarlœgð. Á nesinu sjálfu er listasafn Sigurjóns Ólafssonar“.