Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2001, Page 32
(.1
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2001
Kanadískir flugum-
feröarstjórar:
Útilokað að
sinna svæðinu
Forseti félags flugumferðarstjóra
í Kanada, Faisal Bhimji, sagði und-
iæ- ir miðnætti í gær að það væri ný
frétt í sínum eyrum að kanadískir
flugumferðarstjórar væru að spá í
íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið.
Það hefði aldrei komið til greina og
kæmi aldrei til greina að kanadísk-
ir flugumferðarstjórar gerðu slíkt
þegar kjaradeilur væru á ferðinni.
Þar að auki hefðu Kanadamenn eng-
an mannafla til aö bæta íslenska
svæðinu við sig, jafnvel ekki í
nokkra daga. Um er að ræða flug-
stjórn meö 150 til 160 vélar á þessum
árstíma þegar minnst er flugum-
ferðin. Bhimji hringdi í starfsbróð-
ur sinn hér á landi, Loft Jóhanns-
son, og tók af öll tvímæli um þetta.
„Þaö er greinilegt að þetta hefur
ekki komið upp í Kanada, og
11 kanadískir samherjar okkar munu
ekki fara inn á verksvið annars
stéttarfélags, við erum báðir í al-
þjóðasamtökunum, þar gilda
ákveðnar reglur um þetta,“ sagði
Loftur Jóhannsson rétt um það leyti
sem blaðið fór í prentun. -JBP
Borgarnes:
Bílvelta við Baulu
Bifreið valt og hafnaði utan vegar
skammt sunnan við söluskálann
Baulu, á tíunda tímanum í gærkvöld.
Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum,
var á suðurleið og gerði hann sjálfur
lögreglu viðvart um slysið. Að sögn
lögreglunnar í Borgamesi var hálku
um að kenna auk þess sem blindbylur
var á þeirri stundu sem slysið varð.
Maðurinn mun hafa sloppið við meiri
háttar meiðsl og var honum ekið til
móts við ættingja sína sem komu frá
Reykjavík. Bíllinn er gjörónýtur eftir
veltuna og var flakið fjarlægt með
kranabíl. -aþ
Gæði og glæsileiki
smort
UJJ±aA* t°f» )
Grensásvegi 7, sími 533 3350.
DV MYND HILMAR ÞÓR
Konudagsblóm
Þaö er árlegur siöur aö menn færi konum sínum gjafir á konudaginn. Blóm eru sérstaklega vinsæl enda lífga þau upp á tilveruna meö litadýrö oggóöum ilml..
Ari Már Fritzson lét sitt ekki eftir liggja er hann keypti handa frú sinni fallegan blómvönd í Blómaverkstæöi Binna í gærdag, Signý Þóra Haröardóttir
starfsstúika hjá Blómaverkstæöi Binna afhendir herranum blómvöndinn.
Samgönguráðherra telur flugstjórnarsvæðið í hættu:
Kanadamenn bíða
eftir bitanum
- hótanir gera illt verra, segir formaður flugumferðarstjóra
Tveggja sólarhringa verkfall flug-
umferðarstjóra hefst í fyrramálið hafi
samningar ekki tekist áður. Formað-
ur flugumferðarstjóra er ómyrkur í
máli um bréf það sem barst frá Al-
þjóða flugmálastofnuninni ICAO.
„Það tíðkast ekki að starfsstéttum
sé hótað að sú starfsemi sem þær
vinna við verði lögð niður fari þær í
verkfall," sagði Loftur Jóhannsson.
„Bréf eins og það sem barst frá Montr-
eal er alls ekki til þess að liðka fyrir
samningum, öðru nær. Það er sér-
kennilegt að embættismaður í útlönd-
um hóti íslenskum stjómvöldum á
þennan hátt.“ Loftur segist hafa séð
samgönguráðherra í sjónvarpi á
sunnudagskvöld og það hafi aukið sér
bjartsýni.
„Við erum meö verkfallsréttinn
þannig en 32 eru þó undanskildir
þessum rétti og þeir sinna þeim störf-
um sem menn eiga annars að sinna,
og þá bara með þessum skertu afköst-
um,“ sagði Loftur Jóhannsson. Hann
segir að ekkert hafl komið upp á borð-
ið varðandi frekari tilslakanir. „Þetta
verður tveggja daga verkfall núna, og
þriggja daga í lok febrúar, verkfall,“
sagði Loftur.
„Það er ekkert óeðlilegt í þessu
máh. Við eigum að gera viðvart ef
eitthvað horfir öðruvísi og útlit fyrir
að við getum ekki uppfyllt samning-
inn. Það er út í hött að eitthvað hafi
veriö athugavert við það að þetta bréf
bærist mér frá Alþjóða flugmálastofn-
uninni," sagði Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra í gær-
kvöld. Hann segir að
menn verði að meta bréflð
og skilja það þá hver á
sinn hátt, en hann telji
ekki um hótun að ræða,
aðeins raunveruleikann.
Verkfall flugumferðar-
stjóra hefst i fyrramálið ef
ekki semst áður. „Ég mun
funda á mánudagsmorgun
með flugmálastjóra og
fara yfir stöðuna og meta
hana síðan á grundvelli þess sem
hann hefur fram að færa,“ sagði
Sturla.
„Ég reikna með að Kanadamenn
muni taka að sér þjónustuna ef til
verkfalls kemur. Það er þegar
byrjað af hálfu Alþjóða flug-
málastofnunarinnar að leggja
á ráðin að taka við þessu. Þá
opnast allar gáttir, margir
vilja sinna þessari þjónustu
við flugið á svo stóru svæði,“
sagði ráöherrann.
Loftur Jóhannsson flugum-
ferðarstjóri og aðalmaður
samninganefndar félagsins
var í gærkvöld að búa sig
undir fyrsta fundinn hjá
sáttasemjara sem hefst kl. 13.30 í dag.
Tilraunir til sátta fram til þessa hafa
fariö í vaskinn. -JBP
Sturia Böðvarsson
samgönguráðherra.
Einhugur ríkir meðal framsóknarmanna í flugvallarmálinu:
Flugvöllur áfram í Reykjavík
-hefur ekki áhrif á samstöðu R-listanns, segir borgarstjóri
„Ég vona að afstaða borgarstjóra
hafi ekki áhrif á samstarfið innan
Reykjavíkurlistans og ég vænti þess
að skynsemin sigri í þessu
máli. Ég tel að höfuðborgin
verði að axla skyldur sínar
gagnvart landinu í heild
þótt hér sé að vísu verið að
tala um hluti sem eiga að
gerast árið 2016 og ég á vart
von á því að ég né Ingibjörg
Sólrún komum til með að
taka þær ákvarðanir þegar
þar að kernur," segir Hall-
dór Ásgrímsson num yfirlýsingu
Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur
borgarstjóra í flugvallarmálinu en í
lok borgarafundar, sem haldinn var í
gær, sagðist borgarstjóri á þeirri
skoðun að völlurinn skyldi látinn
víkja fyrir byggð árið 2016.
Borgarfulltrúar Framsókn-
arflokksins eru á öndverðum
meiði við borgarstjóra og að
sögn Halldórs ríkir einhugur
í flugvallarmálinu innan
flokksins. „Ég sé ekki að
framsóknarmenn geti stutt
neitt annaö en að flugvöllur
verði áfrarn í Reykjavík og
báðir borgarfulltrúar okkar
hafa tjáð mér að þeir telji
nauðsynlegt að halda í völlinn," seg-
ir Halldór.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kveð-
ur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur
af samstarfinu innan Reykjavíkur-
listans vegna flugvallarmálsins enda
gangi það þvert á pólitískar línur.
„Það eru skiptar skoðanir um
þetta mál í öllum flokkum en
það kann vel að vera að það
sé einhugur innan forystu-
sveitar framsóknarmanna en
ég lít svo á það breyti engu
um samstarfið innan R-list-
ans. Þetta er þverpólitískt
mál og þess vegna að hluta til
er það nú i höndum borgar-
búa,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Á borgarafundinum I gær sagði
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra að aðeins væru tveir kostir
mögulegir, flugvöllur í Vatnsmýri
eða Keflavík. „Mér finnst samgöngu-
ráðherra vera með þessu að freista
þess að hafa áhrif á borgarbúa í þess-
ari atkvæðagreiðslu. Að
mínu mati eru rök ráðherra
fyrir því að stilla málinu
upp með þessum hætti ekki
haldbær. Ef niðurstaðan
verður á þá lund að völlur-
inn eigi að fara að þá hljóta
bæði ráðherra og aðrir að
vega það og meta hvernig
þessum málum verður best
fyrir komið og hvernig
þjóna megi þeim sem nýta flugið,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
-aþ
Halldór
Ásgrímsson.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
i
i
i
i
i
i
Í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i