Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2001, Side 9
FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 9 DV Útlönd Saddam heimtar mútur Háttsettir emb- ættismenn Sadd- ams Husseins íraksforseta krefj- ast mútugreiðslna eða ólöglegra gjalda fyrir ólíu- samninga við er- lend fyrirtæki, að því er New York Times skrifar. Samkvæmt áætlun Sameinuðu þjóðanna á íraska stjórnin að geta notað tekjur af olíu- sölu til kaupa á matvælum og lyfj- um. Saddam og menn hans afla,sér aukatekna með mafiuaðferðum. Bretar fá pabbafrí í fjárlagafrumvarpi bresku stjórn- arinnar er gert ráð fyrir að feður fái tveggja vikna fæðingarorlof og vissa greiðslu á meðan. Eldsvoði í skóla 27 skólastúlkur brunnu inni i svefnsal í skóla í Nígeríu á mánu- dagskvöld. Stúlkumar voru læstar inni til að þær umgengjust ekki stráka í skólanum. Bjarga tókst tug- um stúlkna. Bresku hjónin áfrýja Bresku hjónin, sem ættleiddu bandarískar tvíburastúlkur á Net- inu, ætla að áfrýja úrskurði dómara í Arkansas um að stúlkumar til- heyrðu hvorki þeim né bandarísk- um hjónum sem einnig ættleiddu þær og að dómstóll í Missouri ætti að úrskurða um forræði yfir börn- unum. Aldrei skemmtilegra Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, sem kom aftur til vinnu í gær eftir hjartaað- gerð á mánudag- inn, kvaðst aldrei hafa haft það skemmtilegra. Vanga- veltur hafa'verið um hvort varafor- setinn sé nógu heilsuhraustur til að gegna embættinu. Cheney kvaðst fullfær til að gegna skyldum sínum. Heilsufarið ekki verra Aðstoðarmaður Borís Jeltsíns, fyrr- verandi Rússlands- forseta, sagði í gær að orðrómur um að heilsa Jeltsíns hefði versnað væri ekki á rökum reist- ur. Jeltsín, sem er sjötugur, hefur ver- ið á sjúkrahúsi síðan 30. janúar síð- astliðinn. Kobbi kviðrista á ferð Lundúnabúar óttast nú að Kobbi kviðrista, raðmorðingi sem myrti vændiskonur á 19. öld, hafi lifnað við. Fundist hafa þrjú konulík að undanfómu, illa leikin, í ánni Thames og í skurði. Staðfest hefur verið að tvær kvennanna voru vændiskonur. Réttarhöld í Belgrad Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna lagði í gær fram mála- miðlunartillögu þess efnis að réttað yrði að hluta yfir Slobodan Milos- evic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, í Belgrad. Nýr forseti Júgóslavíu, Vojislav Kostunica, hefur neitað að framselja Slobodan Milosevic til Haag. Norskt blóð í æðum kraftaverkabarnsins Norðmenn veita því nú fyrir sér hvort það hafi verið vegna skyld- leika við þá sem Erika litla Nordby í Kanada lifnaði við eftir að hafa frosið úti á bleiunni einni fata í 24 stiga frosti fyrir tæpum tveimur vikum. Líkamshiti litlu stúlkunnar var aðeins 16 stig þegar komið var með hana á sjúkrahús í Edmonton. Barn- ið virðist ekki hafa hlotið skaða á heila. ÍKanada er Erika eingöngu kölluð Kraftaverkið. íviðtali við norska blaðið Ver- dens Gang segir afi Eriku, Lionel Nordby, að langafi hans hafi flutt til Minnesota í Bandaríkjunum á milli 1870 og 1880. Langalangalangafi Eriku seldi kol í Ósló áður en hann hélt í vestur. Að sögn afa Eriku líður litlu stúlkunni vel. „Hún grætur og hlær og virðist ekki hafa orðið fyrir and- legum skaða af því sem gerðist. En læknarnir voru ekki alveg vissir Mikfl flóð í Úkraínu Bátar voru einu farartækin sem íbúar þorpsins Vareevo í vesturhiuta Úkraínu gátu notaö í gær tit aö komast leiöar sinnar. Gífurleg flóö eru i þessum hluta Úkraínu. Undir kvöld í gær voru rúmlega tólf þúsund heimili komin undir vatn, hátt í eitt hundraö þorp voru rafmagnstaus og rúmlega ellefu þúsund menn höföu flúiö aö heiman. Skólamorðinginn í Kaliforníu leiddur fyrir dómara: Óstyrkur í réttarsalnum Vegna ungs aldurs er ekki hægt að dæma hann til dauða. Williams var folur og fár i réttar- salnum í gær og talaði ekki. Vinir hans segja að hann hafi mátt þola mikla stríðni vegna þess hve lítill og grannvaxinn hann var. Og þótt Williams hafi ítrekað talað ttm það um helgina að fara með byssu í skólann og skjóta tók enginn hann trúanlegan. Þegar nemendumir komu aftur í Santana-framhaldsskólann í gær var búið að mála veggi, fylla upp í göt eftir byssukúlur og þvo gólfin. Skólastjórnendumir höfði mik- inn fjölda ráðgjafa sér til aðstoðar þegar þeir tóku á móti nemendun- um. Dagurinn einkenndist líka af mikilli gremju í garð þeirra sem höfðu heyrt af fyrirætlunum Willi- ams en gerðu ekkert þar sem þeir töldu hann vera að fiflast. Fimmtán ára skólapiltur, Charles Andrew Williams, sem sakaöur er um að hafa myrt tvo skólafélaga sína, kom fyrir rétt í Kaliforníu í gær. Charles „Andy“ Williams virtist taugaóstyrkur og bugaður þegar hann var leiddur fyrir dómarann þar sem ákæra átti hann fyrir morð, morðtilraunir og vopnaða árás. Lög- maður piltsins fékk hins vegar tveggja vikna frest til að hann gæti skoðað ákæruatriðin og kannað hvort hægt væri að koma í veg fyr- ir að réttað yrði yfír piltinum sem væri hann fullorðinn. Tveir nemendur létu lífið og þrettán manns særðust þegar Willi- ams hóf skothríð í Santana-fram- haldsskólanum í Santæ, miðstéttar- úthverfi San Diego. Ef Williams verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér margfaldan lífstíðardóm. Skólamoröingi í réttarsal Chartes Andrew Williams var leiddur fyrir dómara í Kaliforníu í gær. A batavegi Erika litla Nordby er á batavegi. Hún fannst frosin á bleiunni einni fata í 24 stiga frosti í Edmonton í Kanada fyrir tveimur vikum. um að vinstri fóturinn hennar verði nógu góður til að hún geti gengið eðlilega vegna kals á fætinum," seg- ir afinn. í viðtali við kanadíska blaöið Ed- monton Joumal segist móðir Eriku, Leyla, bera alla sök á því sem gerð- ist. Hún kvaðst hafa lagt sig til hvílu hjá vinkonu sinni á fostudagskvöldi með Eriku við hlið sér. Hún hefði vaknað klukkan þrjú um nóttina og þá var dóttirin ekki í rúminu. Móð- irin tók eftir því að bakdyr á húsinu voru opnar og fann litlu stúlkuna í snjónum. „Ég tók hana upp. Hún var gaddfreðin. Þetta var versta til- finning sem ég hef upplifað. Hún var alveg stíf í fanginu á mér,“ sagði móðirin sem er 26 ára og geng- ur með sjötta bam sitt, að því er Verdens Gang greinir frá. Peninga- gjafir, blóm, bangsar og aðrar gjaflr streyma nú víðs vegar að úr Kanada til kraftaverkabamsins. Rekinn að ósekju Svo viröist sem Peter Mandelson, fyrrum Noröur-írlandsmálaráöherra í stjórn Blairs, hafi veriö rekinn aö ósekju fyrir meinta aöild aö vega- bréfahneyksli. Blair of fljótur á sér að reka Peter Mandelson Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kann að hafa verið held- ur fljótur á sér þegar hann vék Pet- er Mandelson úr stjórninni í janúar vegna meintrar aðildar að vega- bréfahneyksli. I skýrslu nefndar, sem falið var að rannsaka hvort Mandelson hefði aðstoðað indverska auðkýfmga við að fá breskt ríkisfang eftir að þeir létu stórfé renna til byggingar Þús- aldarhvelflngarinnar, kemur fram að Mandelson sagði satt og rétt frá þætti sínum. Útdrætti úr skýrslunni var lekið til fjölmiðla. Þegar málið komst í hámæli sagði Mandelson að hann hefði ekki skipt sér persónulega af málinu. Siðar sagðist hann þó hafa hringt í innan- ríkisráðuneytið til að spyrjast fyrir um umsókn bræöranna. Bush bauð Ariel Sharon til fundar George W. Bush Bandaríkjafor- seti hringdi í Ariel Sharon í gær og óskaði honum til hamingjum með að vera oröinn forsætisráðherra ísraels. Bush bauð Sharon jafnframt til fundar við sig í Hvíta húsinu 20. mars næstkomandi. Sharon sagði í gærkvöld þegar hann hafði svarið embættiseiðinn að hann myndi vinna að friði við Palestínumenn, að því tilskildu að þeir létu af öllum ofbeldisaðgerðum. ísraelska þingiö samþykkti þjóð- stjórn Sharons með 72 atkvæðum gegn 21. Sharon varði mestum hluta ræðu sinnar í þinginu fyrir valda- tökuna í leiðir til að glíma við upp- reisn Palestínumanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.