Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 4
MANUDAGUR 12. MARS 2001 Fréttir I>V Lausaganga búpenings á þjóðvegum: Með ollu oþolandi óvissuástand í nýútkominni skýrslu Vega- svæðanefndar segir að óvissuá- standið sem skap- ast vegna lausa- göngu búfjár á vegum landins sé með öllu óþolandi fyrir vegfarend- ur, búfjáreigend- ur og eigendur veganna. Jafnframt segir aö grlpa þurfi til raunhæfra aðgerða til að halda búfé frá vegsvæðum og auka með því öryggi á vegum landins. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, sat í nefndinni fyrir hönd FÍB. „Það er enginn að leggja það til að verið sé að girða alla vegi af, enda er það bæði ljótt og oft ekki þörf á því. Það er frekar að afréttir séu girtar af og fé sé haldið til haga í af- réttum," sagði Runólfur. Málið er síður en svo einfalt. Samkvæmt vegalögum er lausa- ganga búfjár óheimil á vegum þar sem girt er beggja vegna vegarins en annars staðar er hún heimil nema sveitarstjórn banni lausa- göngu. „Með fram vegunum skiptist á hvort girt sé beggja vegna, bara hægra megin, bara vinstra megin og engin girðing. Fólk sem lendir í því að aka á búpening veit iðulega ekk- ert hver réttarstaða þess er. í sum- um tilvikum er lögregla ekki kölluð - segir í skýrslu Vegasvæöanefndar Afleiöingar lausagöngu búfjár Hundruö óhappa á þjóövegum landsins á árí hverju tengjast lausum búpeningi. Kostnaðurínn viö þau skiptir trygg- ingafélög og bifreiðaeigendur tugum milljóna og eru þá ótalin mannslífin sem glatast til og það getur hlaupið á 100 metr- um hvort ökumaðurinn er í rétti eða ekki," sagði Runólfur. Ábyrgðin þrískipt Vegasvæðanefnd var sett á stofn árið 1998 í þeim tilgangi að fjalla um leiðir til þess að halda búfé frá helstu þjóðvegum landsins og sendi hún nýverið frá sér lokaskýrslu sína. Áfangaskýrsla var gefin út fyr- ir um tveimur árum þar sem fram komu tillögur nefndarinnar, meðal annars þær að Vegagerðin bæri ábyrgðina á vegagirðingum, en nú skiptist ábyrgðin á milli landeig- enda, sveitarstjórna og Vegagerðar- innar. Runólfur sagði að farið hefði verið eftir þeim tillögum að hluta til en ekki í megindráttum. Helstu breytingarnar eru þær að búið er að hanna skilti sem varar vegfarendur við lausagöngu sauðkmda, sem og að búið er að heimila Vegagerðinni, í samvinnu við sveitarfélög, að sjá um girðingar með fram þjóðvegum. þar sem öll lausaganga er bönnuð. Mýrdalshreppur hefur þegar gert svona samning við Vegagerðina. Á hverju ári tengjast hundruð óhappa á vegum landsins lausa- göngu búpenings. Tryggingafélögin greiða tugi milljóna út á hverju ári vegna þessa og er þá ótalið það fé sem bifreiðaeigendur sjálfir þurfa að leggja út. Jafnframt er engin leið að reikna saman kostnað þeirra slysa og dauðsfalla sem verða af völdum lausagöngu. Lengi vel báru tryggingafélögin og bifreiðaeigendur sjálfir kostnað- inn af árekstrum við búpening en á síðustu árum hefur dómskerfið far- ið að dæma búfjáreigendur til þess að greiða bileigendum það tjón sem þeir verða fyrir í svona ákeyrslum á svæðum þar sem lausaganga er bönnuð. -SMK Stuttur skilorðsbundinn dómur fyrir árás á lögreglumenn: Særðu lögreglumenn og hótuðu lífláti DV, BORGARNESI'. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í síðustu viku tvítugan Borgnesing í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkams- árás en fullnustu refsingarinnar skal fella niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skiiorð. Tuttugu og fjögurra ára bróður hans var hins vegar gert að greiða 50.000 króna sekt í ríkissjóð og báðir þurfa þeir bræður að greiða sakarkostnað, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Málavextir voru þeir að dyravörður Mótel Venus hélt tvítugum Borgnes- ingi eftir að hann lenti í slagsmálum við gest staðarins 10. október 1999. Eldri bróðirinn stökk þá upp á bak dyravarðarins og klóraði hann. Var bræðrunum síðan hent út enda höfðu þeir verið í slagsmálum inni og verið til vandræða. Utan dyra voru þeir ekki síður til vandræða, brutu rúðu og freistuðu inngöngu. Var þá kallað á lögregluna. Þegar Theódór K. Þórðar- son lögregluvarðstjóri ásamt Steinari Þór Snorrasyni lögreglumanni voru að handjárna eldri bróðurinn sparkaði hinn bróðirinn tvívegis í Theódór, barði hann og tók hálstaki, með þeim afleiðingum að Theodór hruflaðist og marðist á fæti, bólgnaði á hnakka og niður á öxl, marðist á efri vör og gler- augu hans eyðilögðust. Hinn lögreglu- maðurinn, sem tók þátt í að handtaka tvímenningana, fékk einnig áverka á innanvert læri eftir spark. Beita varð táragasi til að yfirbuga bræðurna. Daginn eftir hótuðu bræðurnir lög- reglumönnunum frekari likamsmeið- ingum. Auk þess hótuðu þeir bæði þeim og fjölskyldum þeirra lífláti. Rík- issaksóknari gaf út ákæruna og ekki er óvarlegt að áætla að þessum dómi verði visað til Hæstaréttar þar sem um er að ræða árás á lögreglumenn og al- varlegar hótanir. -DVÓ Arni Baldursson. Stangaveiðifélagið Lax-á: Leigir Ytri-Rangá til fimm ára - fyrir 26 milljónir á ári Veiðifélag Ytri- Rangár hefur gert fimm ára samning við Stangaveiðifé- lagið Lax-á, sem Árni Baldursson er í forsvari fyrir og leigir auk þess Brynjudalsá . í Hvalfirði, Brenn- una í Borgarfirði, Langadalsá og Laugardalsá í ísa- fjarðardjúpi, Miðfjarðará í Húna- vatnssýslu og Blöndu, svo fátt eitt sé tínt til á laxveiðimarkaðnum, og borgar veiðifélagið Lax-á 26 milljón- ir á ári fyrir Ytri-Rangá. „Það er rétt að ég verð bara með ána í sumar en síðan á ég von á því verða i miklu samstarfi við Árna um Ytri-Rangána," sagði Þröstur El- liðason, leigutaki árinnar i sumar og til fjölda ára. Það ekki langt síð- an Árni Baldursson og Lax-á tóku Blöndu á leigu og núna Ytri-Rangá frá árinu 2002, sem þýðir að hann er orðin langstærstur á þessum mark- aði hérlendis. Ekki náðist í Árna Baldursson í gær en hann var þá staddur í Argentínu við veiðar. -G.Bender Fiskiðjan Skagfirðingur: Fær alla skel Grundfirðinga DV, SAUÐÁRKRÓKI: Frá og með næsta hausti mun skelvinnsla Fiskiðjunnar Skagfirð- ings í Grundarfirði vinna alla skel sem Grundfirðingar fá að veiða á Breiðafirði. FISK hefur haft þrjá kvóta af fimm, en á dögunum náðist samkomulag við Soffanías Cecilsson um skipti á þeim tveim kvótum sem vinnsla hans hefur haft og þorskur látinn í staðinn. Skelfiskur verður því unninn á einum stað í Grundar- flrði frá næsta hausti, hjá FISK. í þessum skiptum fékk FISK 687 tonn af skel en lét í staðinn 350 tonn af þorski. Jón E. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK, segir að með þessu sé verið að styrkja rekstur vinnslunnar i Grundarfiröi, en þar er einnig unnin rækja og starfsfólkið vinnur jöfnum höndum viö þessi hrá- efni. Hjá FISK í Grundarfirði starfa um 20 manns við landvinnsluna. Jón segir að í engu verði slakað á í þorskinum hjá fyrirtækinu. Áform eru um að kaupa þorskkvóta í stað þess sem látinn var fyrir skelina en verð á kvóta hefur lækkað að undan- fórnu og engum erfiðleikum bundið að komast yfír þorskkvóta. -ÞÁ Veorið í kvökf rCtf^- Sótargarrgur og siávarfiM I Veoriid á morgun VeoriofcLS REYKJAVIK AKUREYRI V 3« Mildast syðst Búist er viö NA 8-13 m/s norðan til á landinu en hæg NA-átt sunnan til. Rigning eöa slydda norðaustan til og á Austfjörðum, snjó- eða slydduél norðvestan til en skýjað með köflum á Suðurlandi. Hiti 0 til 7 stig, mildast syöst. Sðlariag í kvöld Sólarupprás á morgun Siðdegisflóð Árdogisflóð á morgun Skýrirjgar á veðurtákiuirn p*S './^VINDÁTT ^•VINDSTYRKUR í flwtrum á seköndií 10%—HITl >V. ¦10° ^r Vrost hbbskirt ífc> £> t LÉTTSKÝJAB HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAO SKYJAO RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU-VEOUR SKAF- POKA RENNINGUR f(B Jil Ofært á skíöi Þessi vetur virðist ætla að renna hjá garði með fremur aðgerðalitlu veöri. Meira aö segja snjórinn hefur lítt veríð til vandræða. Varla er hægt að segia aö snjómoksturstæki hafi verið færö úr stað í vetur. Skíðafólk er ekki öfundsvert þó ýmsir aðrir fagni veðursældinni. Þannig hafa skíöamenn nánast mátt leita með stækkunargleri að nothæfum skíöasnjó. Rólegheita veður Gert er ráð fyrir hægri austan- og noröaustanátt. Dálítil él allra austast en annars léttskýjað víðast hvar. Hiti 0 til 4 stig á Suðurlandi en vægt frost norðan til. Vindun ^ 5-8 m/« ' Htti 0° tii -O* Hæg SA-átt. Litlls háttar skúrlr og hltl 0 til 4 stlg suovestanlands en annars léttskýjao og frost 1 tll 5 stlg. Hæg SA-átt. Utlls háttar skúrir og hitl 0 tll 4 stlg suðvestanlands en annars lóttskýjað og frost 1 til 5 stig. Virtdur: -*S?) 7-11 m/s Hiti O" til -V "><£* Gert er ráð fyrír vaxandl A-átt og slyddu austan tll en skýjað um landlð vestanvert. Hltl verður i krlngum frostmark. rigning skýjaö rigning skýjaö skýjaö rigning úrkoma úrkoma AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL KEFUVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBUN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skúrir 4 rigning 3 þoka 8 þoka 3 súld 5 skýjað 7 léttskýjaö 3 léttskýjaö 18 alskýjaö 12 skýjaö 16 skúrir 12 léttskýjað -2 rigning 8 léttskýjaö 0 rigning 12 þokumóða 11 skýjaö -2 skýjað 13 rigning 11 léttskýjaö 20 alskýjað -2 heiðskírt -16 hálfskýjað 1 þokumóða 13 rigning . 13 skýiað 15 heiöskírt -3 heiðskírt -16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.