Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 Fréttir . Eru kosningar um framtíð flugvallarins i Vatnsmýrinni óraunhæfar og ótímabærar? „Mér finnst þetta til marks um það hvað við erum vanir því íslend- ingar að láta reka á reiðanum og hugsa bara frá degi til dags. Ástæðan fyrir því að við erum að gera þetta núna er sú að samkvæmt skipulags- lögum er rík skylda á sveitarfélögin um að skipuleggja fram í tímann. Það er þvi gert ráð fyrir því að þau móti framtíðarstefnu og láti ekki bara ráð- ast hvemig byggðaþróunin verður. Við erum núna að vinna svæðisskipu- lag til næstu 20 ára með öllum sveit- arfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þar hefur komið fram að staða ílugvallar- ins myndi hafa afgerandi áhrif á hvemig menn sjá fyrir sér þróun þessarar byggðar til framtiðar og m.a. þess vegna er nauðsynlegt að taka á þessu máli núna.“ Siöferöilega bindandi - Getur þessi kosning nokkum tíma orðið bindandi fyrir komandi borgarstjómir? „Ef þátttakan er góð og afgerandi niðurstaða fæst úr þessari kosningu, þá skiptir kannski ekki öllu máli hvort hún telst formlega bindandi eða ekki. Þá er kominn fram vilji borgar- búa i lýðræðislegri kosningu og stjómmálamenn ganga ekki svo glatt gegn því. Ég lít svo á að pólitískt og siðferðilega verði menn bundnir af því ef niðurstaðan verður afgerandi." Yfirheyrsla Hörður Kristjánsson blaðamaður - Hvers vegna var þá ekki gripið í taumana þegar ákveðið var að fara út í viðamiklar lagfæringar á vellinum? „ í raun hafa samgönguyflrvöld haft leyfl til að fara í framkvæmdir á vellinum i aldarijórðung. Það hefur ekkert staðið í vegi fyrir framkvæmd- um nema þeirri eigin vilja- og pen- ingaskortur. Þeir óskuðu eftir ákveðn- um breytingum á deiliskipulagi flug- vallarins þegar farið var út í endur- bætumar sem borgin samþykkti. Þau hafa hins vegar ekki heimildir fyrir vellinum lengur en til 2016.“ - Hvar sérð þú framtíðarsvæði fyrir innanlandsflugið? „Ef niðurstaðan verður sú að flug- völlurinn eigi að fara þá höfum við 15 ár til að finna honum nýjan stað. Mér flnnst alveg raunhæfur mögu- leiki að völlurinn verði í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Það má líka skoða það að flytja miðstöð innan- landsflugsins tÚ Keflavíkur." - Hvað um flugvöll á Álftanesi? „Ég var nú alveg búin að gefa það upp á bátinn. Það var gert ráð fyrir því sem flugvallastæði til ársins 1973. Það var sú kvöð á Álftanesi að þar mætti ekki byggja. Þeirri kvöð var svo aflétt af þáverandi samgöngu- og félagsmálaráðherra, Hannibal Valdi- marssyni, sem hefði auðvitað aldrei átt að gerast." Engu að tapa - Ef völlurinn fer er borgin þá ekki að kasta frá sér atvinnu- tekjum? „Reykjavíkurborg hefur engar beinar tekjur af flugvallarstarfsem- inni. Hún hefur ekki einu sinni leigu- tekjur af þeim 80 hekturum lands sem hún á undir flugvellinum. Hún hefur hins vegar óbeinar tekjur af starfsem- inni. En ef hann fer, þá skapast um leið svigrúm fyrir atvinnustarfsemi sem best þrifst í nálægð við háskóla- og rannsóknastofnanir og sem á eftir Pólitískt ^ skemmdarver - gagnvart Ingu Jónu, segir borgarstjóri Aðkoma Björns Bjarnasonar að borgarmálunum: að skapa umtalsverðar tekjur í fram- tíðinni." - Nú kýs fólk ekki í þessu máli eftir flokkslínum. Mun þessi kosn- ing ekki reka fleyg í samstarflð innan R-hstans? „Nei, það eru skiptar skoðanir á þessu máli f öllum flokkum." Pólitísk áhætta - Tekurðu samt ekki mikla póli- tíska áhættu með þessum kosning- um? „Maður tekur alltaf pólitíska áhættu ef maður tjáir hug sinn með afgerandi hætti og stendur fyrir ein- hverri nýbreytni eða nýjum hug- myndum. Það kann vel að vera að einhverjum flnnist það bæði rangt og ótímabært að ryðja nýjum lýðræðis- hugmyndum braut. Ég er hins vegar sannfærð um það að í framtíðinni muni fólk í auknu mæli kreflast þess að fá að greiða atkvæði um stórmál sem varða íbúa ails samfélagsins." Tilbúin að una niðurstöðunni - Hvað ef kosningin fer á annan veg en þú óskar? „Ég verð þá að sætta mig við það þó niðurstaðan verði önnur en ég vildi sjálf. Ég er tilbúin að una því. Þá er ég bara komin með vilja borgar- búa og vinn í samræmi við það. Það er engin pólitískur eða persónulegur ósigur fyrir mig vegna þess að ég ákvað að leggja þetta mál í dóm borgarbúa." - Hyggstu gefa kost á þér í for- ystuhlutverk R-hsta í næstu kosn- ingum? „Já, ég er búin að segja það að ég sé tilbúin til þess að leiða listann í næstu kosningum." - Hefur þú ekki áhuga á að snúa þér að landsmálapóhtikinni? „Nei, ekki sem stendur. Ég finn hjá mér vaxandi áhuga á borgarmál- um almennt. Ekki bara pólitíkinni, heldur borginni sem samfélagi og sögulegu fyrirbæri. Ég vildi gjaman sinna því áfrarn." - Hvað um viðræður við VG um samvinnu við R-hstann? „Reykjavíkurlistinn er kosninga- bandalag Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvenna- lista. Núna em hvorki Samfylkingin né Vinstri-grænir aðilar að Reykja- vikurlistanum. Það er því óneitanlega uppi sérkennileg staða og i raun Fi'amsóknarflokkurinn einn sem eftir stendur sem formlegur aðili að Reykjavíkurlistanum. Það er auðvitað eftir að fara í gegnum þær formlegu viðræður með Samfylkingunni, Vinstri-grænum og Framsóknar- flokknmn hvemig staðið verði að þessu bandalagi næst.“ - Hvenær hefjast þær viðræður? „Það er nógur tími til þess. Sjálf- sagt væri þessi umræða ekki uppi á borðinu ef Bjöm Bjamason hefði ekki komið eins og minkur í hænsnabú og rótað upp í pólitik Sjálfstæðisflokksins. Það þýddi það að áhugi beinist að framboðsmálum í báðum fylkingum. Ætli það þurfi ekki að liggja fyrir í haust hvemig menn gera þetta.“ - Hver verður staöa VG innan R- hstans? „Það koma allir jafnir að þes§u borði. Við erum ekki að hugsa um, og höfum aldrei gert, hvemig einstakir flokkar eða fylkingar standa í skoö- anakönnunum á hverjum tíma. Það er mikilvægt að við höldum áfram að standa að þessu á jafnréttisgrund- velli.“ Kosið verður um það á laugardaginn, 17. mars, hvort Reykvíkingar vilji láta flytja miðstöð innan- landsflugsins burt úr Vatns- mýrinni árið 2016 eða ékki. - Hvað flnnst þér með aha um- ræðuna um hugsanlega innkomu Bjöms Bjamasonar í borgarmálin? „Mér finnst þessi umræða öll afar sérkennileg og þá aðallega hvað þetta er óljóst. Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita flokksins, að vera með svona sverð hangandi yfir höfði sér. Mér finnst innkoma Bjöms þó mjög spenn- andi. Hann er sterkur pólitískt, ekki síst vegna þess að hann hefur allar stofnanir flokksins á bak við sig.“ - Era það ekki verðugir andstæð- ingar? „Mér flnnst Inga Jóna hafa staðið sig vel og mér fannst Ámi Sigfússon líka standa sig vel í borgarmálapóli- tíkinni. Það verður að segja það eins og það er að þau virðast ekki hafa haft þann stuðning á bak við sig sem þarf til að geta verið í forystu og lagt allt í baráttuna. Þetta er erfiður slag- ur og maður þarf að hafa órofa stuðn- ing að baki sér.“ Pólitískt skemmdarverk - Er Bjöm þá að fremja póhtískt skemmdarverk gagnvart Ingu Jónu? „Það er einmitt það sem ég er að segja. Það hlýtur að vera skelfilegt fyrir Ingu Jónu að standa andspænis þessu jafnvel mánuðum saman og vera ekki viss um stuðning. Sá bak- stuðningur er nauðsynlegur. En þetta er eins og Jón Baldvin sagði; pólitík er enginn sunnudagaskóli." Tölum ekki sama tungumál - Hvernig gengm- þér að eiga við ríkisvaldið? „Það fer eftir þehn ráðherrum sem eiga í hlut. Ég hef náð ágætu sam- starfi við ráðherra Framsóknarflokks- ins og við suma ráðherra Sjálfstæðis- flokksins sem horfir til heiUa. Síðan em aðrir sem láta pólitíkina yfir- skyggja allt annað og hafa mikla andúð á Reykjavíkurlistanum. Þetta er þó einstaklingsbundið. Samstarfið við samgönguráðherrann hefiu þannig ekki gengið nógu vel. Við töl- um hreinlega ekki sama tungumál og hjörtu okkar slá ekki í takt. Hins veg- ar hef ég átt ágætt samstarf við vara- formanninn Geir H. Haarde. Bæði sem þingmann og eins eftir að hann kom í flármálaráðuneytið. Við gerð- um m.a. samning um Sjúkrahús Reykjavíkur. Hann var ekkert að flækja pólitík í það mál og ég mat það mjög mikils. Ég hef hins vegar sterk- an grun um að hann hafi fengið held- ur bágt fyrir þann samning." - Færðu aldrei leið á póhtíska amstrinu? „Þetta er bara eins og með önnur störf, Auðvitað er margt sem er hund- leiðinlegt að vinna, en síðan er annað sem er bæði heillandi og skemmti- legt.“ Nafn: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Staða: Borgarstjóri Efni: Flugvallarkosning og borgarmálapólitík DV-MYND INGÓ Umsjón: Gyifi Krisijánsson netfang: sandkorn@ff.is Þá fæst pláss Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akur- eyri, var á opn- um fundi þar fyrir nokkrum dögum að ræða um framtíð bæjarins og var _________ I yíða komið við, enda af mörgu að taka. Kristján ræddi m.a. um bygg- ingalóðir næstu árin og áratugina, enda ljóst að mikið þarf að byggja í vaxandi bæ. Ekki gat bæjarstjórinn stillt sig um að senda smá„skeyti“ til þeirra sem vilja Reykjavíkurflug- vöh burt og innanlandsflugið til Keflavíkur því hann sagði að ef menn óttuðust að ekki yrðu til byggingalóðir fyrir iðnaðarhúsnæði á Akureyri þegar fram liðu stundir þá gæti svo farið að nóg yrði til af þeim árið 2016 ef flugvöllurinn yrði lagður af. Dagbók fundarmanns Ólafur Örr Haraldsson. sem vih verða varaformaður Framsóknar- flokksins, er í fundaferð þessa dagána um landið en á mannamáli heitir það að hann sé á atkyæðaveiðum. Milli fundanna gefur Ólafur Örn sér svo tima til að skrifa niður ferða- og fundasöguna og fær birt í Degi reglulega. Þar vekur athygli að varaformannsefnið dásamar aUt og alla: fegurð landsins er ægileg, fólkið fallegt og duglegt og sérstak- lega gaman að hitta það eins og það var orðað. Menn bíða nú spenntir eftir því að Guðni Ágústsson og Jónína Bjartmarz „leggi í’ann“ og fari að birta sínar sögur í Degi. Kiddi óvinsæll Kristinn H. Gunnarsson, framsóknar- þingmaður og formaður Byggðastofnun- ar, er ekki í hópi vinsæl- ustu manna vestur í Bol- ungarvík. Þar er atvinnulífið sem kunnugt er lamað vegna lokunar rækjuvinnsl- unnar og hefur svo verið vikum saman. Margt hefur verið rætt ef vera mætti að hægt væri að koma hjólum atvinnulífsins þarna af stað að nýju en svo virðist sem málið stöðvist alltaf á afstöðu Byggða- stofnunar sem er ekki tilbúin í miklar aðgerðir til að koma verk- smiðjunni í gang að nýju. Það kem- ur svo í hlut Kristins að vera tals- maður Byggðastofnunar í málinu og ku hann ekki hafa aflað sér mikihi vinsælda í Bolungarvík að undanfórnu. Norsk innrás Bæjaryfirvöld I á Akureyri virð- ast ætla að fara að taka á „kjöltudansstöð- [ unum“ í bæn- um og vakti t.d. j athygli að bæj- arráð afgreiddi I ekki umsóknir j tvegggja þeirra um framlengingu vínveitingaleyfis á síðasta fundi sínum. Mikil og hörð andstaða er við þessa staði meðal margra bæjarbúa sem vUja þetta burt. Annar staðanna tveggja, sem á óafgreidda umsókn hjá bæn- um, mun vera kominn í eigu Norð- manna sem láta sér ekki nægja um þessar mundir að gera innrás í lax- eldið hér við land. Nú ætla þeir að taka yfir „kjöltudansinn" á Akur- eyri og heyrst hefur að fluttir verði inn „starfsmenn" frá Noregi til að þjóna gestum staðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.