Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 11
i MANUDAGUR 12. MARS 2001 11 I>V Utlönd í Al Gore Fékk 784 ný atkvæði í Palm Beach. Ný endurtalning: Al Gore hefði sigrað í forseta- kosningunum Bandaríska dagblaðið Palm Beach Post, sem er einn margra fjölmiðla er endurtalið hafa atkvæðin í Flórida, greindi frá því í gær að Al Gore, fyrr- verandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi demókrata í forseta- kosningunum í nóvember síðastliðn- um, hefði sigrað George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, hefðu öll atkvæði sem kjósendur höfðu óvart merkt við tvo frambjóðendur á verið talin gild. Samkvæmt Palm Beach Post fékk Gore 784 ný atkvæði í Palm Beach. Bush sigraði í Flórída með 573 atkvæða mun. Blaðið Miami Herald birti í síðast- liðnum mánuði niðurstöðu endurtaln- ingar sinnar í Miami Dade-sýslu. Þar fékk Gore 49 ný atkvæði. Demókratar segja að þetta hafi þá grunað allan tímann en repúblikanar benda á að ný niðurstaða fáist eftir hverja endur- talningu og að ekki sé hægt að komast að lokaniðurstöðu. Serbneska öryggislögreglan: Með hálft tonn af dópi í bankahólfi Hálft tonn af heróíni og öðrum fíkniefnum hefur fundist i banka- hólfi öryggislögreglunnar sem var undir stjórn Slobodans Milosevics, fyrrverandi Júgóslaviuforseta. Nýr innanríkisráðherra Júgóslaviu, Dus- an Mihajolovic, greindi frá þessu um helgina um leið og hann skýrði frá starfsemi öryggislögreglunnar í tíð Milosevics. Öryggislögreglan var undir innanrikisráðuneytinu. Serbneska öryggislögreglan veitti einnig eftirför og hleraði ólöglega ýmsa þekkta menn í Serbíu, meðal annars þrjá sem sýnt var tilræði. Tveir þeirra voru myrtir. Stjórnar- andstöðuleiðtoginn Vuc Draskovic lifði af banatilræði. Stjórnarandstaðan í Serbíu, sem nú hefur tekið við völdum, hafði lengi haldið því fram að öryggislög- reglan tengdist pólitískum morðum. Fyrrverandi yfirmaður lögreglunn- ar, Rade Markovic, hefur harðneit- að þessu. Nú eiga fjórir fyrrverandi lög- regluforingjar að koma fyrir rétt. Þeir eru ákærðir fyrir ólöglegar hleranir á síma fjölda manns. Fjór- menningarnir eru nánir samstarfs- menn Markovics. Hann var hand- tekinn í febrúar síðastliðnum fyrir að hafa fyrirskipað morðtilræðið gegn Draskovic 1999. Innanríkisráð- herrann hefur staðfest að sími Draskovics hafi verið hleraður. Sími blaðaútgefandans Slavkos Curuvija var einnig hleraður. Curu- Fíkniefni öryggislögreglunnar Innanríkisráðherra Serbíu greinir frá fundi fíkniefnanna. vija, sem hafði gagnrýnt Slobodan Milosevic, var myrtur í apríl 1999. Einnig var fylgst með striðsherran- um Arkan sem var skotinn til bana i anddyri hótels í Belgrad í janúar í fyrra. Lögregluforingjunum fjórum tókst að eyðileggja gögn um hleran- irnar. Innanrikisráðherrann segir þá hins vegar hafa játað og að mörg vitni geti staðfest það sem fór fram. Rade Markovic, fyrrverandi yfir- maður öryggislögreglunnar, verður einnig ákærður fyrir ólöglega hler- un, að því er innanríkisráðherrann greindi frá. Poul Nyrup Rasmussen Færeyingar ætla ekki að láta hótanir hans stýra stjórnmálum sínum. Hunsa hótanir Pouls Nyrups Landstjórnin i Færeyjum ætlar ekki að breyta sjálfstæðisáætlun sinni þó að Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni enn ítreka að ríkisstyrkurinn verði afnuminn í áföngum á aðeins 4 árum verði áætluninni hrint í fram- kvæmd. „Við getum ekki látið efna- hagshótanir frá Danmörku stýra færeyskum stjórnmálum," segir fær- eyski stjórnmálamaðurinn Hogni Hoydal. Nyrup ætlar greina frá af- stöðu sinni til nýrrar sjálfstæðis- áætlunar Færeyinga í þessari viku. ---------------:---------------------------1 VERKFÆRA SKUR margar stærðir l'& RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • S(MI 581 2333 ¦ FAX 568 0215 rafver@simnet.is ! I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.