Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 32
Grunaður um ölvun: Harður árekstur á Hellisheiði Harður árekstur varð í Hveradala- brekkunni á móts við Skíðaskálann í Hveradölum rétt eftir klukkan fimm í gær. Að sögn Svans Kristinssonar, * varðstjóra lögreglunnar á Selfossi, var tiikynnt um mjög harðan árekstur á Hellisheiði klukkan 17.26. Bilarnir komu sinn úr hvorri áttinni þegar annar ökumaðurinn, sem er grun- aður um ölvun, missti stjórn á bifréið- inni þannig að hún snerist á veginum og fór yfir á öfugan vegarhelming og skall framan á bil sem var að koma úr gagnstæðri átt. Tveir voru í hvorum bíl og voru allir fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem gert var að sárum þeirra. Ökumaðurinn sem missti stjóm á bílnum er talinn mest slasaður, bílam- ir eru gerónýtir. Engin hálka var á veg- inum þegar áreksturinn átti sér stað og telur lögreglan að kenna megi ölvunarakstri um slysið. Þær upplýsingar fengust á slysa- deildinni í Fossvogi seint í gærkvöld að þrír þeirra sem lentu i árekstrinum hefðu verið sendir heim að lokinni rannsókn en sá fjórði ætti að gista á spítalanum í nótt. Kallað var á tækjabíl frá Hveragerði en ekki reyndist þörf á að nota hann til að ná fólkinu úr bílunum. Lögreglan á Selfossi lokaði Hellisheiðinni með að- stoð lögreglumanna frá Reykjavík í rúman klukkutíma og var umferð beint um Þrengslin á meðan. -Kip tilboösverö kr. 2.750,- Merkilega heimilistækiðS Nú er unnt aö "5 merkja allt á o heimilinu, kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Slmi 554 4443 Veffang: www.if.ls/rafport___ Rafport Á bráðamóttöku vegna fíkniefna FYRIRMYND UNOA RM '■01 FOLKSINS? FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið T hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJ ALST, O H A Ð DAGBLAÐ MANUDAGUR 12. MARS 2001 DV44VND HILMIR ÞÓR Missti stjórn á bílnum Harður árekstur varö á Hellisheiði í gær, fjórir voru fluttir á slysadeild og bílarnir eru gerónýtir. Grunur leikur á að ökumaður annarrar bifreiðarinnar hafi verið ölvaður. Fulltrúar 6 félaga bæjarstarfsmanna af 13 gengu út af samningafundi: Samflot bæjar- starfsmanna klofið - skiptist í fylkingar norður og suður Þrettán ára samflot fé- laga bæjarstarfsmanna í samningum viö sveitarfé- lög riðlaðist í fyrrinótt þeg- ar forsvarsmenn sex féiaga á Suöurlandi og i nágrenni Reykjavíkur gengu út af samningafundi með Launanefnd sveitarfélaga. Selfoss Akureyri Afgangurinn, þrettán félög sem hafa tekið sér nafnið Kjarni, skrifaði und- ir samning við sveitarfélög sömu nótt. „Við urðum vitni að því að samflot bæjarstarfsmanna klofnaði. Markmið okkar var að ná samningum við sem flesta og við erum ánægðir með að hafa samið við þrettán starfsmannafé- lög sem hafa hátt í 1700 meðlimi,“ seg- ir Karl Björnsson, formaður Launa- nefndar sveitarfélaganna. „Áherslumunur er á milli þejgara tveggja hópa. Við sem ekki skrifuðum undir töldum okkur tapa of miklu á því að samningurinn fól í sér að möguleiki þeirra sem eru endur- menntaðir á að auka launin með frek- ari endurmenntun var skertur miðað við þá samninga sem ríkjandi eru í dag. Fundurinn var ekki átakalaus enda ekki við öðru að búast þegar far- ið er út úr þrettán ára samstarfi,“ seg- ir Elín Björg Jónsdóttir, formaður Fé- lags opinberra starfsmanna á Suður- landi, sem er í forsvari fyrir klofn- ingsfélögin sex. Athygli hefur vakiö að flest starfs- mannafélögin sem ekki skrifuðu und- ir samning við sveitarfélögin eru á því svæði sem talað hefur verið um sem höfuðborgargrennd, en þau sem skrifuðu undir eru hring- inn í kringum landið, frá Borgarfirði til Þorláks- hafnar, með þeirri undan- tekningu að starfsmanna- félagið á Seltjamamesi skrifaði undir. „Það má kannski út- skýra þessa skiptingu með því að fyrir sunnan og í nágrenni höf- uðborgarinnar hefur þenslan veriö greinilegri, hreyfanleiki vinnuafls meiri og samkeppni um þaö meiri. Fólk er meðvitað um það. Á þessu svæði er sá hópur sem hefur endur- menntað sig stærri en hjá félögunum 13 sem sáu sér fært að skrifa undir. Við töldum hagsmunum okkar betur borgið með því að skrifa ekki undir,“ segir Elín. Arna Jakobína Björnsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Akureyrar og talsmaður Kjarna, segir málið á viðkvæmu stigi og vildi ekki tjá sig efnislega um það. -jtr Sjómannasamningarnir: Nákvæmlega ekkert hefur miðað í samningaviðræðum sjómanna og út- vegsmanna um helgina þrátt fyrir dag- lega fundi. Þær fréttir var helst að hafa af fund- inum frá á laugardag að þar hafl menn aðeins komist í sjónmál hveijh- við aðra en lítið meira, og um eiginlegar samningaviðræður var ekki að ræða. Ekki er komin niðurstaða um einn ein- asta hlut deiluaðila þrátt fyrir að verk- fall eigi að skella á á fimmtudagskvöld. Stöðvast þá allar veiðar og heyrast menn tala um að verkfalliö, komi til þess, geti orðið langt. -gk Hlekktist á í lendingu Lítiili íjögurra manna flugvél af gerð- inni Beachcraft hlekktist á í lendingu á Reykjavikurflugvelli um klukkan 15.40 í gær. Flugmaðurinn var einn í vélinni að æfa lendingu á svokallaðri 1-3 braut sem liggur í átt aö Skeijaflrðinum. Þeg- ar vélin var á móts við Flugfélag Islands tók hún skyndilega vinstri beygju og fór út í móa. Flugmaðurinn er ómeiddur og vélin lítið skemmd. -Kip Annríkt hjá lögreglunni í Kópavogi um helgina: K» Ahættuatriði við Hamraborgarbrúna / og maður á níræðisaldri tekinn vegna ölvunaraksturs Lögreglan í Kópavogi átti nokkuð annnríkt um helgina. Að sögn Þrastar Hjörleifssonar varðstjóra voru tuttugu og fimm manns teknir fyrir of hraðan akstur frá því á fóstudagskvöldið. Einn ökumannanna sinnti ekki stöðv- unarmerkjum lögreglunnar og reyndi að stinga af með því að auka hraðann og slökkva ljósin. Maðurinn komst undan inn á Arnamesið þar sem hann náðist stuttu síðar. Ökumaðurinn gekkst við brotinu, hann var ekki und- ir áhrifum áfengis. Þrír voru stöðvað- ir vegna gnms um ölvun við akstur og Brúin viö Hamraborg Kvikmyndageröarmenn komu fyrir dýnu á Hafnarfjaröarveginum, fyrir neðan brúna, og svo ætlaði einn aö hoppa fram af fyrir framan kvik- myndatökuvél. þar af einn á níræðisaldri. Þröstur segir að lögreglan hafi í tvígang þurft að hafa afskipti af kvik- myndagerðarmönnum við Hamra- borgarbrúna. „Þessir skrattakollar voru að sviðsetja áhættuatriði með því að henda sér fram af brúnni. Þeir komu fyrir dýnu á Hafnarfj arðarveginum, fyr- ir neðan brúna, og svo ætlaði einn að hoppa fram af fyrir framan kvikmynda- tökuvél. Við höiðum afskipti af þeim að- faranótt laugardags og komum í veg fyr- ir framkvæmdina. Því miður urðum við að hafa afskipti af þeim aftur aðfaranótt sunnudagsins þrátt fyrir að hafa gert þeim ítarlega grein fyrir hættunni sem þessu fylgir; að það þurfi að sækja um leyfi til lögreglu og veghaldara og gera viðeigandi ráðstafanir vegna umferðar um svæðið meðan á töku stendur. í seinna skiptið voru þeir búnir að skella dýnunni á umferðareyjuna á mUli akreinanna og voru að ljúka töku þegar lögreglan kom á svæðið. Við lít- um þaö mjög alvarlegum augum þegar fólk hlustar ekki á viðvaranir okkar og verða mennimir kærðir vegna athæfis- ins.“ -Kip Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru tvö ungmenni flutt með hraöi á bráöamóttöku vegna fikniefnaneyslu klukkan átta á sunnudagsmorgun. Talsmaöur lögreglunnar sagöi að fólk- ið hefði verið í ibúð í austurbænum og langt leitt er að var komið. Mikið af fiknieínum fannst í íbúðinni ásamt meintu þýfi. Einn var fluttur í fanga- geymslur í tengslum við málið. -Kip 825 SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.