Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 9
-h MANUDAGUR 12. MARS 2001 T>^%r Fréttir •• Oryggismyndavelar Hvalfjarðar- ganga afhjúpuðu skiltisbrjót - vissi af tjóninu en lét starfsmenn Spalar ekki vita DV, AKRANESI: I Starfsmönnum Spalar tókst með hjálp öryggismyndavéla Hvalfjarðar- ganga að hafa uppi á bílstjóra sem stórskemmdi viðvörunarskilti sunn- an ganga nýlega. Eins og greint var frá i frétt í DV í gær hékk skiltið uppi í aðeins tvær klukkustundir eftir við- gerð vegna tjóns 2. mars þegar ólög- lega hár gámur á öðrum flutningabíl reif það niður og skemmdi. Upp komst um hinn seka í því tilviki og þarf hann að borga fyrir skaðann. Spalarmenn fengu óljósa lýsingu vegfaranda á bílnum sem skemmdi skiltið á mánudag. Sú lýsing kom heim og saman við tiltekinn flutn- ingabil á upptöku öryggismyndavéla i gjaldhliði ganganna. Sá bíll reyndist vera kominn til ísafjarðar. Bílstjór- inn viðurkenndi að hafa rekið gámakrana upp í skilti við Hvalfjarð- argöng á leiðinni vestur. Hann varð var við högg en kaus að aka hiklaust áfram án þess að láta vaktmenn í gjaldskýli vita um óhappið. Trygg- ingafélag bílsins bætir Speli tjón sem ætla má að sé á bilinu 200-300 þúsund krónur. Leyfileg hámarkshæð farms í flutn- ingum er 4,20 metrar en menn hafa reynt að komast í gegnum Hvalfjarð- argöng með miklu hærri farm. Til dæmis var flutningabílstjóri staðinn að verki í fyrrasumar með hús á palli sem mældist 4,60 metra hátt! Spölur hefur orðið fyrir milljóna- tjóni vegna Itrekaðra umferðarlaga- brota af þessu tagi og lagfæringar á hæðarslám vega þyngst í öllu við- haldi í Hvalfjarðargöngum. Stundum næst í þá sem brjóta af sér. Bilstjórarnir eru þá dæmdir til að greiða fjársektir og tryggingafélög bíl- anna taka á sig að bæta skemmdir. í óðrum tilvikum sleppa lögbrjótarnir og viðgerðarkostnaður lendir þá á Speli. -DVÓ SLEÐADAGAR Notaðir vélsleðar með ríflegum afslætti I D j Sími 568 1044 I I I ,IV|e, r I I MEGANE I ENN BETRI UTSETNINGU Mégane Opera 2 er kominn, snilldarleg útsetning á hinum örugga Renault Mégane, og enn betur búinn. Opera 2 ber ekki aðeins af sökum öryggis og glæsileika, heldur gerir hinn ríkulegi búnaður Opera 2 aksturinn þinn að enn skemmtilegrí og þægilegri upplifun. Komdu og prófaðu Opera 2 I +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.