Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2001, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 12. MARS 2001 Skoðun E>v Hver er uppáhaldsviku- dagurinn þinn? Helga Schram nemi: Föstudagur, vikan búin og vonandi skemmtileg helgi fram undan. Þórunn Haraldsdóttir nemi: Föstudagur, erfiö vika aö baki og við tekur eitthvaö skemmtilegt. Kristján Þór Franklínsson, starfsm. Svarta svaninum: Laugardagur, frí í vinnunni og flottheit. Særún Kristinsdóttir, starfsm. Svarta svaninum: Laugardagur, djammdagur og mikil gleöi. Eva Rán Ragnarsdóttir, starfsm. Svarta svaninum: Sunnudagur, þynnku- og bíódagur. Algjör afslöppun. Reynir Reynisson nemi: Þriöjudagur, léttasti dagurinn í skóianum. Skrifaðu „flugvöllur“ Hverju laug dómsmálaráðherra? Margir muna orðatiltækið „Skrifaðu flug- völlur" er á rætur að rekja til fram- boðs stjómmála- manns sem var að afla fylgis við sig á landsbyggðinni. r». Enn halda kjós- Andersen endur að stjóm- skrifar: völ(i „skaffi“ flug- völl þegar þurfa þykir. Stjómvöld hér hafa þó (bless- unarlega?) enn sem komið er ekki þurft að leggja fé til byggingar flug- vallar af þeirri stærðargráðu sem millilandaflugvöllur getur kallast. Nú kann að verða breyting á, því margir kjósendur krefja stjórnvöld um nýjan flugvöll í eða við Reykja- vík, þannig að þar megi blómstra flugstarfsemi sem aldrei fyrr. Auðvitað verður flugvöllurinn aldrei fluttur eitt né neitt en starf- semi hans kann að flytjast frá Reykjavík. Verði það niðurstaðan er ekki um neitt annað val að ræða en að flytja allt flug til Keflavíkur- flugvallar. Undir þá skoðun skal tekið með samgönguráðherra og flugmálayfirvöldum. - Fáum dettur í hug í alvöru að flugvöllur verði byggður á uppfyllingum í Skerja- firði eða sunnan Hafnarfjarðar. Senn verður gengið tfL kosninga þar sem höfuðborgarbúar geta sagt skoðun sína á því hvort Reykjavík- urflugvöllur eigi að vera eða fara. Verði niðurstaða kosninganna sú að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýr- inni fer málið fyrst í alvarlegan hnút. Þá er komið að ríki og borg að byggja nýjan flugvöll, og það í Vatnsmýrinni, með nýjum útfærsl- um. En fyrir hverja ætti að byggja nýjan flugvöll hér á suðvesturhorni landsins? - „Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst flugvöllur þeirra sem búa úti á landi því fram hefur komið að um 70% þeirra sem um A Reykjavíkurflugvelli Á aö láta skeika aö sköpuöu um framtíðina? „Flugvöllurinn í Vatnsmýr- inni mun ekki verða þar í mörg ár enn. Kosningin er fyrsta og einasta skrefið til að geta tekið ákvörðun um framhaldið. Reykvíkingar verða að eiga þátt i þeirri ákvörðun. “ völlinn fara eru landsbyggðarfólk en um 20% Reykvíkingar," segir einn ágætur landsbyggðarmaður í Degi nýlega. Þetta er auðvitað mjög umdeilanlegt. Ég fullyrði hins vegar að það kæmi hinum almenna landsbyggð- armanni (sem ekki er daglega eða vikulega í flugferðum til Reykjavík- ur) best að fá flugsamgöngur úr sín- um landsfjórðungi til og frá Kefla- víkurflugvelli, samhliða breikkun Reykjanesbrautar. Þannig jafnaðist þó eilítið aðstaða landsbyggðarfólks í samgöngum gagnvart þéttbýlis- svæðinu á suðvesturhorni landsins. Sumum þykir mikiö í munni að leggja fæð á flugvallarmálið í heild og segja að nægilegt sé að styrkja flugbrautir Reykjavíkurflugvallar og láta skeika að sköpuðu um fram- tíðina. Og afneita jafnhliða kosn- ingu um flugvöllinn. Þessi afstaða er óviturleg. Flugvöllurinn í Vatns- mýrinni mun ekki verða þar í mörg ár enn. Kosningin er fyrsta og ein- asta skrefið til að geta tekið ákvörð- un um framhaldið. Reykvíkingar verða að eiga þátt í þeirri ákvörðun. Sigrún M. Ólafsdóttir skrifar: Mörgum blöskrar þessa dagana sú óbilbimi sem einkennt hefur um- ræðuna um yfirvinnumál lögregl- unnar. Mér finnst það mjög skiljan- legt að mörgum lögreglumanninum svíði undan yflrvinnuskömmtun. Ekki eru þeir of sælir af launum sinum, sé'rstaklega ekki ef miðað er við hversu erfiðu starfi þeir sinna og oft vanþakklátu. Það er hins vegar umhugsunar- vert að stjórnarandstaðan skuli not- færa sér óánægju lögreglumanna með kjör sín til þess eins að grafa undan trú manna og trausti á lög- regluna, að því er virðist. „Við þurfum á öllu okkar að halda í baráttunni gegn fíkniefnunum. Pólitískur orðhengilsháttur. stjórnar- andstöðunnar kemur þar að engum notum. “ Ég trúi ekki að það hafi verið ætl- unin en þessar hártoganir og upp- hrópanir Lúðvíks Bergvinssonar alþm. og félaga hans eru, þegar upp er staðið, til lítils annars en að grafa undan trausti almennings. Eða hverju „laug“ dómsmálaráð- herrann? Fellur það undir lygar að greina frá hlutunum eins og þeir eru? Ég hef sjálf gengið í gegnum sitthvað í yfirvinnumálum á undan- förnum árum og það er sannarlega munur á að skammta yfirvinnu eða taka alfarið fyrir hana. Væri ekki nær að stjómarand- staðan gengi hreint til verks og þrýsti á um bætt launakjör lögreglu- manna, í stað þess að notfæra sér viðkvæm málefni til að koma höggi á einn samviskusamasta ráðherra rikisstjórnarinnar? Við þurfum á öllu okkar að halda í baráttunni gegn fikniefnunum. Pólitískur orðhengilsháttur stjórn- arandstöðunnar kemur þar að eng- um notum. Dagfari Ullað á andstöðuna Valgerður Sverrisdóttir er manneskja að skapi Dagfara. í kringum hana er ekki sú lognmolla sem einkennir allt of marga samráðherra henn- ar, meira að segja þannig að Dagfari efast um að þeir séu yfirleitt á lífi. Valgerður Sverrisdóttir er ekki þannig, þetta er ráðherra sem gustar af. Málefni Búnaðarbaka er eitt þeirra mála sem komið hafa Valgerði kirfilega inn á kortið í póli- tíkinni. Þar hugðist hún gera stóra hluti m.a. með sameiningu bankans við Landsbanka ís- lands, en fékk þá að ósekju að finna fyrir durgs- hætti blýantanagara i samkeppnisráði. Þá snerist Pálmi Jónsson, þáverandi formaður bankaráðs Búnaðarbankans, gegn ráðherra sinum, senni- lega af því einu að Valgerður er framsóknarmað- ur og hann sjálfur sjálfstæðismaður. Pálma tókst að reita ráðherra bankamála til svo mikillar reiði að um tíma voru menn farnir að óttast mn dyraumbúnað í stjórnarráðinu þegar bankamálin bar á góma. Á laugardaginn var skipað í nýtt bankaráð í Búnaðarbankanum, og þá náði réttlætið loks að sigra. Valgerður kom fram sínum hefndum, kannski ekki fullkomlega, en alla vega fauk Pálmi formaður og nýr kom i hans stað. Meira að segja Davíð Oddsson varð að stíga dansinn með Valgerði til að halda friðinn. Þóttist hann meira að segja fer- Eftir stendur hinn klóki stjómmála- maður Valgerður Sverrisdóttir, búin að henda pálmanum sem er að hennar mati ekkert annað en illgresi, og hefur á ný tögl og hagldir í bankaráði Bún- aðarbankans. lega sáttur þó Pálmi, sem hann vildi hafa áfram, yrði látinn fjúka. Það má því segja að Valgerður hafi þarna svínbeygt bæði fyrrverandi formann bankaráðs og forsætisráðherrann sjálfan í leið- inni. Líklega hefur Davíð verið búinn að fá nóg af hurðarskellum og því þótt mál til komið að semja frið á stjórnarheimilinu. Valgerður hafði líka mestu skömm á fulltrúa Samfylkingarinnar í bankaráðinu, Hauki Helga- syni, og vildi hann burt eins og Pálma. Fyrir kurteisis sakir gaf hún sig þó á tal við formann Samfylkingarinnar, vitandi um forna hefð á pólitískri skipun flokkanna í bankaráðið. Fyrir tóman kvikindisskap stakk Össur upp á að Haukur sæti áfram. Valgerður sneri snúðug á braut fór rakleitt á skrifstofu sína og útbjó í snarhasti brottrekstrarheimild á Hauk Helga- son. Með þvi að blaða i félagaskrá Samfylkingar- innar nokkra stund valdi Valgerður sjálf full- trúa þessa flokks, þvert á vOja Össurar Skarphéð- inssonar. Þannig ullar ráðherrann á formann Sam- fylkingarinnar og gefur sjálfstæðismönnum langt nef sem og óþekkum framsóknarmönnum. Eftir stendur hinn klóki stjórnmálamaður Valgerður Sverrisdóttir, búin að henda pálmanum sem er að hennar mati ekkert annað en illgresi og hefur á ný tögl og hagldir í bankaráði Búnaðarbankans. Alþjóðlegur flugvöllur á Lönguskerjum? Meö þotugný og tilheyrandi. Þotugnýr í morgunsárið? Sigurjón Guðmundsson skrifar: Ég hef hingað til haldið að umræða um alþjóðlegan flugvöll á Lönguskerj- um væri tómt grín, íslensk fyndni á dimmum vetrarkvöldum. En svo sé ég að virðulegir verkfræðingar, skipu- lagsfræðingar og fleiri skrifa langar og alvöruþrungnar greinar um þetta mál. Hefur enginn þessara manna hugsað eina mínútu út í það að alþjóð- legt flug tO og frá íslandi byrjar upp úr kl. hálfsex á morgnana. Þá lenda Flugleiðaþotur á leið frá Bandaríkjun- um. Þær fara síðan á loft upp úr kl. sjö á leið til Evrópu. Lætur einhver sér detta eitt augnablik í hug að slík- ur þotugnýr að morgni dags komi tO greina yfir höfuðborgarsvæðinu aOa sjö daga vikunnar? Meira að segja borgarstjórinn er búinn að átta sig á þessari steypu og afskrifa Löngusker sem flugvöU. - Hvenær ætla hinir vitringarnir að láta sér segjast? Sjónvarp frá Alþingi Alfreð hringdi: Ég horfi nokkuð á sjónvarp frá Al- þingi og hef ánægju af því oftast nær. En stundum fer aUt í handaskolum i útsendingunni, ýmist röng nöfn eða aUs engin nöfn með þeim sem tala. Þannig var það í hádeginu sl. fimmtu- dag. Þar stóð á skjánum að Þorgerður K. Gunnarsdóttir væri í pontu en ég sá ekki betur en þar stæði Jóhanna Sigurðardóttir. Að vísu sást aðeins á hlið Jóhönnu þannig að ég sá ekki vel framan í hana. En Þorgerður er leik- aradóttir og gæti svo sem vel hafa leikið Jóhönnu þarna í pontunni. Á eftir kom PáU Pétursson alþm. og fékk hann rétt nafn á skjáinn en þar á eft- ir kom þingkona hverrar nafn birtist ekki með. Hana þekkti ég ekki i sjón en tel að hún sé landsbyggðarþing- maður. Svona eru nú vinnubrögðin sem ég tel afar óvönduð. Nema þarna séu bara klaufabárðar að verki. Seðlabankinn. Er hægt að líta til almennings í þetta sinn? Allir hrópa á vaxtalækkun Þorvaldur hringdi: Það er ekki verið að vanda okkur launafólki kveðjurnar frá stéttarfé- lögunum. Það er samið tvist og bast og látið kyrrt liggja að hugsa nokkuð um það sem liggur þyngst á okkur launamönnum. Nefnilega ógnar vaxtagreiðslur og verðbótaþátt sem eru að sliga flesta lántakendur. Það er ekki bara atvinnulífið sem hrópar á vaxtalækkun, það eru líka almenn- ir launþegar sem eitthvað skulda að ráði, ekki síst ungt fólk sem stendur í húsnæðiskaupum. Ég skora á Seðla- bankann að taka nú tillit til launa- fólksins en leyfa atvinnulífinu (þ.e. fyrirtækjunum) að bíða ögn lengur. Þau eru búin að fá úrlausnir æ ofan i æ án þess að almenningur hafi feng- ið svo mikið sem örlitla úrlausn í þessum efnum. Idv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.